Dagur - 26.11.1982, Page 11
Fjölskyldu-
kvöldvaka
Ferðafélag Akureyrar gengst dagskrá á boðstólum, söngur,
annað kvöld (laugardag) fyrir leikir, grín og gaman. Miðasala
fjölskyldu-kvöldvöku og hefst verður við innganginn og sæta-
hún kl. 20,30 í Laugarborg. ferðir frá Skipagötu 12.
Að venju verður fjölbreytt
NYJA BIÓ
Nýja bíó á Akureyri sýnir um
þessar mundir bandarísku
kvikmyndina „Silent Rage“
eða hinn ódauðlegi eins og ís-
lenska heiti hennar er. Þetta
er spennuþrungin mynd frá
Colombia með hinn fjórfalda
heimsmeistara í karate -
Chuck Norris - í aðalhlut-
verki.
Dan Stevens (Chuck Norris)
er lögreglustjóri í lítilli borg í
Texas. Dag nokkurn myrðir
geðsjúklingur nokkur tvær
manneskjur. Dan og félagar
hans neyðast til að skjöta mörg-
um skotum í líkama morðingj-
ans er hann reynir flótta. Sund-
urskotinn líkami er fluttur að
nálægri rannsóknarstofu . . .
Kl. 15 á sunnudag sýnir Nýja
bíó myndina „Einvígi köngu-
lóarmannsins", spennandi mynd
um ævintýri „köngulóarmanns-
ins“ í hættuferð í Kína.
Borgarbió
Borgarbíó á Akureyri sýnir
um helgina tvær myndir, ann-
arsvegar myndina „í heljar-
greipum“ og hinsvegar mynd-
ina „Næturhaukarnir“.
„í heljargreipum“ fjallar um
misheppnaða fjallgöngu tveggja
manna og tveggja kvenna á
Whitehorse-tind sem er í einu
hrikalegasta umhverfi N,-
Ameríku. Þar rekur hvert
óhappið annað og mörg manns-
líf eru í sífelldri hættu alla mynd-
ina út í gegn. Með aðalhlutverk
fara David Janssen og Tony
Musante.
í myndinni „Næturhaukarnir“
eru þeir Deke da Silva og Matt
lögregluþjónar í harðri baráttu
við einn þekktasta hryðjuverka-
mann heims, en sá hyggst gera
atlögu að Sameinuðu þjóðun-
um. Er óþarfi að fara nánar út í
þá sálma hér en með aðalhlut-
verk fara Sylvester Stallone og
Billy Dee Williams.
Á sunnudag kl. 15 sýnir Borg-
arbíó svo mynd um „Prúðuleik-
arana“ vinsælu.
ÍÞRÓTTIR
KA og Breiðablik leika í 2.
deild Islandsmótsins í hand-
knattleik í kvöld og hefst leik-
ur liðanna sem gerðu jafntefli
í fyrri umferð mótsins kl.
20.00 í Skemmunni. Þarna
getur orðið um hörkuviður-
eign að ræða.
Strax að þessum leik loknum
eigast svo Þór og ÍR við í 1. deild
kvenna, og þar gæti baráttan
einnig orðið hörð. Meistara-
flokkur Þórs í 3. deild karla
heldur hinsvegar suður og leikur
gegn efsta liðinu Fylki og einnig
gegn Ögra.
íslandsmeistarar Þróttar í
blaki karla koma norður og leika
gegn UMSE í Skemmunni kl. 15
á morgun og strax á eftir leika
KA og Þróttur í 1. deild kvenna.
Afmællshátíð
■ Dynheimnm
Fyrr á þessu ári átti félagsmið-
stöðin Dynheimar tíu ára af-
mæli. Húsið, sem áður hét
Lón, minnist þessa merkisat-
burðar um þessar mundir á
margvíslegan hátt.
í.kvöld, föstudagskvöld, verð-
ur afmælisdansleikur. Hefst
hann klukkan 9 og er aldurstak-
markið f. 1968 og fyrr. Allri
verðbólgu og dýrtíð verður
gleymt þetta kvöld og miðaverð-
ið er fímm krónur. Miðinn gildir
sem happdrættismiði. Nokkrir
af fyrrverandi plötusnúðum
hússins munu koma í heimsókn
og taka syrpur frá gullaldarárum
sínum í Dynheimum. Snyrtileg-
ur klæðnaður er áskilinn þetta
kvöld og mun sérstök dómnefnd
velja herra og dömu kvöldsins.
Dynheimar áforma nú miklar
endurbætur á húsinu, fáist til
þess fjármagn, en húsið er um 60
ára gamalt. Þá er von til þess að
hinn gamli draumur akureyrskra
unglinga um neðri hæð hússins
verði að veruleika á næsta ári og
að fyrsti áfangi innréttingar
hæðarinnar hefjist áður en langt
um líður. Aðstaða til fjölbreytts
og þroskandi félagsstarfs ung-
linga mun stórbatna með til-
komu neðri hæðarinnar.
Á morgun, laugardag, verður
barnaball í Dynheimum frá kl.
3-5, en þau eru að jafnaði haldin
hálfsmánaðarlega. Þá er einnig
opið hús síðdegis þrjá daga vik-
unnar og á miðvikudagskvöld-
um með tónlist og ýmiss konar
tómstundastarfi. Þá eru og f
gangi ýmsir klúbbar og nám-
skeið á vegum félagsmiðstöðv-
arinnar. Unglingarnir sjálfir sjá
um framkvæmdir þessa starfs að
miklu leyti og eru því virkir þátt-
takendur í allri starfsemi Dyn-
heima.
Málverkasýnlng
G ? 'I * ''7
leðileg jol
Jóla-
kort
ÆSK
Æskulýðssamband kirkjunnar í
Hólastifti hefur gefið út jólakort
til stuðnings sumarbúðunum við
Vestmannsvatn. Að þessu sinni
er jólakortið með helgimynd
eftir Grefu Björnsson, listmál-
ara. Félagar í æskulýðsfélögum
kirkjunnar munu á næstu dögum
bjóða kort þetta til sölu. Enn-
fremur er nýtt Æskulýðsblað
væntanlegt en það er nú gefið út
sem ársrit á vegum Æskulýðs-
sambands kirkjunnar í Hóla-
stifti og er eina ritið hérlendis
sinnar tegundar sem út kemur á
vegum kirkjunnar.
Þess er vænst að unglingunum
verði vel tekið og góð málefni
hljóti verðugan stuðning svo
sem verið hefur.
Elías B. Halldórsson listmálar
opnar sýningu á um 30 olíu-
myndum laugardaginn 27. nóv-
„Það er búið að ákveða
endanlega að opna um helg-
ina,“ sagði ívar Sigmundsson,
forstöðumaður í Hlíðarfjalli,
er hann hafði samband við
Dag í gær.
Framan af vikunni ríkti nokk-
ur óvissa með hvort hægt yrði að
opna nú um helgina, en síðan
Hin árlega „peru- og jóladaga-
talasala“ Lionsklúbbsins Hugins
á Akureyri verður næstkomandi
laugardag 27. nóvember. Allur
ágóði rennur til líknarmála eins
og áður, svo sem til uppbygging-
ar sumardvalaraðstöðu fyrir
þroskahefta að Botni í Hrafna-
ember kl. 15 að Klettagerði 6.
Sýningin verður opin alla
daga til 5. desember kl. 15-22.
hefur snjóað vel og nú er ekkert
því til fyrirstöðu að skíðafólk
geti þyrpst í Hlíðarfjallið og er
reyndar ekki að efa að margir
muni nú taka fram skíðin sín og
halda þangað. Og þá er ekkert
eftir nema að segja: „Góða
skemmtun":
gilshreppi og til áframhaldandi
uppbyggingar Sjálfsbjargar á
Akureyri.
Klúbbfélagar vonast til að
Akureyringar taki þeim vel eins
og ætíð áður. Formaður Lions-
klúbbsins Hugins er Sigtryggur
Stefánsson.
Hlíðarfjall:
Opið um helgina
Lionsklúbburinn Uuginn:
Perur og
jóladagatöl
Afsláttur til félagsmanna
heldur áfram næstu viku
Félagsmenn eiga kost á að fá tvö afsláttarkort til viðbótar áður
afgreiddum kortum og verða þau afhent á aðalskrifstofu félagsins eða í
versiunum þess utan Akureyrar.
Afsláttarkortin gilda einnig fyrir nýja félagsmenn í
Kaupfélagi Eyfirðinga.
i
i
^ONiaupfélag Eyfirðinga
26. nóyember 1982 - DAGUR -11