Dagur - 26.11.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 26.11.1982, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 26. nóvember 1982 gömlum Degi árið 1949 Nylon-sokkar úr mó 12. janúar. í síðasta tölublaði kommúnistablaðsins hér getur að líta svohljóðandi klausu, sem er raunar allfróðleg að því leyti, að hún sýnir vel hversu fimlega blaðamönn- um þess flokks tekst stundum að drepa tvo tittlinga með einum steini: — í Póllandi hafa verið gerðar tilraunir með ágætum árangri til að vinna hráefni í plastikvörur úr mó. Meðal annars hefur tekist að búa til nylon-sokka úr mó. Samkvæmt þessu þurfa íslenskar stúlkur ekki að ganga berfættar ef íslenska rikisstjórnin hefur dug í sér til að hefjast handa um að breyta íslenska mónum í nylon- sokka. Síld í Pollinum 19. janúar. Nokkur slæðingur af síld virðist enn vera hér á Pollinum því mb. Garðar frá Rauðuvík fékk 135 tunnur millisíldar og smásíldar í herpinót um helgina, fram til mánudagskvölds. Síldin var fryst til beitu. Mb. Gylfi frá Rauðuvík mun sennilega einnig fara á veiðar nú í vikunni ef ís á Pollinum hamlar ekki veiðum. Samkomubanni aflétt 9. febrúar. Mænuveikifaraldurinn virðist nú mjög í rén- um hér í bænum samkvæmt upplýsingum héraðslæknis. í gær hafði aðeins eitt tilfelli verið tilkynnt héraðslækni í þessum mánuði en hinsvegar er nokkuð um veikina í nær- liggjandi sveitum. Ný alvarleg lömunartilfelh hafa ekki komið fyrir í janúarmánuði innan bæjar. Ef ekkert sérstakt kemur upp á með veikina frá því sem nú horfir verður sam- komubanninu væntanlega aflétt hér um miðjan mánuðinn og sennilega verður þá einnig hafin kennsla í barnaskól- anum. Rottueitur drepur stórgripi 2. mars. Um miðjan febrúar veiktust tvær gyltur á svína- búi í Reykjavík og drápust. Var fyrst álitið að um svínapest væri að ræða. En litlu síðar veiktist kálfur og drapst með sömu einkennum og var þá ljóst að ekki gat svínapest ver- ið á ferðinni. Var máhð rannsakað að rannsóknarstofnun ríkisins að Keldum og var dauðaorsökin tahn fosfóreitrun. Við nánari rannsókn kom í ljós að fosfór þessi er samskon- ar og Reykjavíkurbær hefur notað í rottueitur. - Hefir verið notað svonefnt rottuklístur en það er límkennt efni sem látið er í rottuholurnar. Festist það vi fætur rottunnar og hún sleikir það af fótunum og drepst. 20 mg af þessu efni eru talin nægileg til að drepa man. Eftir þennan stórgripa- dauða hefur verið hætt að nota eitur þetta. Skömmtunarseðlar 30. mars. Úthlutun skömmtunarseðla fyrir næsta skömmtunartímabil er hafin í úthlutunarskrifstofunni hér og á henni að vera lokið 31. mars. Nú um mánaðamótin falla úr gildi kornvöru-, kaffi- og hreinlætisvörureitirnir af núgildandi seðli, sömuleiðis skammtar nr. 4 og 5 út á smjör. Ennfremur falla úr gildi skammtar 9 og reitirnir L2- L6 úr skömmtunarbók fyrra árs (smjörlíki). Vefnaðarvöru- reitir, skósmiðir og sokkaskammtur (skammtur 2 og 3) halda gildi sínu þetta ár. Ráðlagt er að geyma reitina skammtur 1, 6 og 7 ef ske kynni að þeim yrði gefið gildi síðar. Stal bíl - braut hús 22. júní. Á þriðja tímanum í fyrrinótt var farþegabíl Flug- félags íslands stolið þar sem hann stóð á Torfunefsupp- fyllingu. Á leið upp í bæinn var honum ekið á viðbygging- una við verslunarhús Gudmans Efterfl. og laskaðist húsið talsvert. Bílliqn skemmdist h'tið sem ekkert. Lögreglan hafði þegar upp á manninum sem bílinn tók og reyndist hann vera 18 ára piltur, aðkomumaður hér í bænum og var hann allmikið drukkinn. Hafið þið heimsótt Bautann á kvöldin um helgar? Höfum breytt neðri salnum, þannig að núna er hlýlegra og huggulegra hjá okkur. „Óánæsður ef það Siflr ekki öldina útu - Segir Hjörtur Þórarinsson ritstjóri blaðsins Norðurslóð sem á fimm ára afmæli í þessum mánuði „Fyrsta blaðið af Norðurslóð kom út í nóvember 1977. Það ár komu út tvö blöð en síðan hafa komið út tíu blöð á ári,“ sagði Hjörtur Þórarinsson, á Tjörn í Svarfaðardal, í samtali við Dag en blaðið Norðurslóð á einmitt fimm ára afmæli um þessar mundir. Norðurslóð kemur út mánaðar- lega með fríi á sumrin í tvo mán- uði þannig að eintökin eru 10 á ári sem fyrr sagði. í fyrsta blaðinu sagði um tilgang þess: „í mjög stuttu máli má segja að megin tilgangurinn með útgáfu blaðsins hér sé sá að skapa vett- vang fyrir umræður, skoðana- skipti, upplýsingar og fréttir um hvað eina sem uppi er á teningn- um í hinu svarfdælska byggðar- lagi og nágrenni þess á líðandi stund. Sú er von okkar að regluleg útkoma sltks héraðsblaðs muni stuðla að almannaheill. Byggðar- lagið verði menningarlegri og skemmtilegri staður fyrir þá sem hér búa og hinir sem brott eru fluttir en eiga rætur sínar hér eigi auðveldara með að fylgjast með gangi mála og halda lifandi tengsl- um við heimabyggðina." - Hvernig hefur það gengið að koma þessu blaði út, ef við ræðum fyrst um efni og öflun þess? „Við eigum ævinlega nóg efni. Þó sakna ég þess að það er ekki mikið framboð á efni, ekki mjög margir sem finna hjá sér hvöt að fyrra bragði til að láta blaðið hafa efni. Það þarf því að vera á hött- unum eftir efni en það er ekki mikill vandi að finna efni í 4-6 síðna blað einu sinni í mánuði þannig að það hefur tekist þó starfsmennirnir séu fáir.“ »....M7< - En hvað með fjárhagshlið- ina? „Við höfum ekki safnað skuld- um og höfum getað látið þetta ganga með því að taka ekkert fyrir okkar vinnu, við sem ritstýr- um blaðinu. Þetta er allt sjálf- boðavinna og við borgum aldrei neinum neitt fyrir efni. Við borg- um hinsvegar fyrir dreifingu og Hjörtnr Þórarinsson innheimtu og svo auðvitað fyrir alla prentvinnu. Þetta gengur svona, en myndi ganga miklu betur ef við hefðum betri auglýsingamarkað. Menn þykjast ekki þurfa að auglýsa mjög mikið hér, en ef menn vilja kaupa eitthvað eða selja þá aug- lýsa þeir í Kaupfélagsbúðinni eða á „Shellinu“ á Dalvík. Þeim dett- ur ekki í hug að auglýsa í blaði þar sem greiða þarf fyrir auglýsing- una. Líma bara auglýsinguna upp á þessum stöðum og halda að það geri sama gagn. Ef fleiri hefðu skilning á því að blað verður að lifa á peningum eins og aðrir þá myndu sennilega fleiri auglýsa hjá okkur.“ - Nú var það stcfnan að hafa þetta blað ópólitískt. Hvernig hefur það gengið? „Það hefur gengið ágætlega, aldrei nokkur maður núið okkur því um nasir aðviðhöfum villst út af þeirri línu. Við teljum það frumskilyrði fyrir því að svona blað geti lifað í svona litlu þröngu umhverfi að það sé ekki tekin pólitísk afstaða til mála.“ - Hvað er upplagið stórt? „Það eru prentuð 1000 eintök og ég held að það séu á níunda hundrað fastir áskrifendur sem greiða skilvíslega blaðgjaldið en blaðið fer um allt land og eitthvað til útlanda. Áskriftin kostaði 120 krónur á síðasta ári.“ - Hverjir hafa ritstýrt blaðinu? „Við vorum þrír sem byrjuðum á þessu, ég, Jóhann Antonsson og Óttarr Proppé. Óttarr er fluttur burtu en við Jóhann ritstýrum blaðinu ennþá. Sigríður Hafstað á Tjörn sér um innheimtu og dreif- ingu og er eini fasti starfsmaður blaðsins.“ - Og Norðurslóð á eftir að verða langlíft blað, er ekki svo? „Jú, jú. Ég er mjög óánægður ef það íifir ekki öldina út. En að sjálfsögðu verða nýir kraftar að koma að blaðinu fljótlega ef það á að geta lifað.“ ...... ' ' DelSeu parisB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.