Dagur


Dagur - 07.12.1982, Qupperneq 9

Dagur - 07.12.1982, Qupperneq 9
FYRSTfl MARKIÐ KA sigraði Þór í fyrsta leiknum í nýju íþróttahöllinni. Á sunnudaginn rann upp lang- þráð stund fyrir íþróttaáhuga- menn á Akureyri, þegar nýja íþróttahöllin var tekin í notkun. Ekki er höllin að vísu fullfrágengin, og formleg vígsla hennar bíður næsta árs, en vonandi tekst þá að klára hana. Hægt verður að byrja íþróttakennslu strax eftir helgi, og þá fá íþróttafélögin einnig aðstöðu til æfinga og keppni. Framkvæmdir við höllina hófust árið 1977, en Bygging- arfélagið Híbýli hefur verið aðalverktaki allt frá upphafi. Byggingarnefnd var skipuð árið 1973 en í þeirri nefnd eru nú, Hermann Sigtryggsson, ísak Guðmann, Tryggvi Gísla- son, Haraldur M. Sigurðsson og Óðinn Árnason. Nú þegar höllin er tekin í notkun tekur íþróttaráð Akureyrar við stjórn og rekstri hennar. Við opnunnarhátíðina á sunnudaginn talaði m.a. Hermann Sigtryggsson íþrótta fulltrúi. Hann lýsti bygging- arsögu hússins í stuttu máli og sagði m.a. að nú opnaðist Akureyringum möguleiki á því að hér gætu farið fram alþjóð- legar íþróttakeppnir, sýningar og hljómleikar ýmisskonar og sitthvað fleira. Þá talaði einnig Reynir Karlsson íþróttafulltrúi ríkis- ins og flutti kveðjur frá Menntamálaráðherra og ráðu- neyti hans. Hann skýrði frá því að þetta hús væri það 100. í röðinni af íþróttahúsum á íslandi, og einnig óskaði hann Akureyringum til hamingju með þetta glæsilega framtak. Þá hófust íþrót'takeppnir og sýningar. Fyrst kepptu meist- araflokkar Þór og KA í hand- bolta. Þrátt fyrir það að Þór hefði forustu mest allan leik- inn sigraði KA með einu marki. Leikið var í 2x20 mín. Þá sýndu félagar úr badmin- ton félaginu snilli sína, og svo gerðu einnig stúlkur frá Fim- leikaráði Akureyrar. Næst var blak og þar leiddu saman hesta sína öldungalið Skautafélags- ins og Sundfélagsins Óðins, og einnig kvennalið frá Eik og KA. Að lokum kepptu pollar úr 5. flokki í innanhúsknatt- spyrnu frá KA og Þór. KA- strákarnir unnu með þremur mörkum gegn tveimur. Alls komu um 1200manns íhúsiðá laugardaginn. Kári vann Grétarsmótið Guðmundur Guðmundsson skorar fyrsta markið í hinni nýju íþróttahöll. Ljósm.: KGA. Þór — Dalvík: mark á mínútu Á laugardaginn var haldið hið árlega minningarmót um Grét- ar Kjartansson kraftlyftingar- mann. Átta keppendur mættu til leiks á mótið, og þar af tveir frá Reykjavík. Jóhannes Hjálm- arsson setti nýtt Akureyrar- met í hnébeygju, en hann lyfti 280 kg. og bætti gamla metið um tæp 50 kg. Sverrir Hjaltason KR átti góða tilraun við nýtt Evrópu- met í réttstöðulyftu, en það KA strákarnir kvöddu Skemmuna með sigri á föstu- dagskvöldið en þá léku þeir í annarri deild við HK. Þetta er síðasti leikur sem KA leikur í Skemmunni að sinni, þar sem næstu heimaleikir þcirra verða væntanlega í íþróttahöllinni. Sigur KA var nokkuð öruggur í þessum leik en liðið gerði 28 mörk en fékk á sig 22. í hálf- leik hafði KA tveggja marka forustu. Það var Friðjón sem gerði fyrsta markið í leiknum, og strax á eftir fylgdi annað frá - Þorleifi úr víti. Eftir fimm mín. var KA búið að gera fjögur mörk en H K að- mistókst, m.a. vegna þess að hann gekk ekki heill til skógar á þessu móti. Sigurvegarinn var hins vegar Kári Elísson frá Akureyri. Hann bætti íslands- metið í öllum sínum lyftum og var m.a. lang stigahæstur ein- staklinganna. Hann lyfti í hné- beygju 230 kg. 155 kg. í bekk- pressu og 250,5 í réttstöðu- lyftu. Samanlagt lyfti hann 630 kg. Kári hlaut því Grétarsstytt- una þriðja árið í röð. eins eitt. KA náði síðan fimm marka mun, en seint í fyrri hálfleik náðu HK menn að gera þrjú í röð án þess að KA kæmist á blað, og náðu því að minnka muninn í tvö mörk. Nær KA komst HK aldrei í leiknum en í hálfleik og var staðan 16 gegn 14. Fyrstu þrjú mörk í síðari hálfleik voru frá KA, tvö frá Flemming og eitt frá Þorleifi. Eftir að þeir höfðu náð fimm marka forustu átti HK aldrei möguleika og lokatölur urðu eins og áður segir 28 gegn 22 KA í vil. Það var Friðjón sem var Eitt Það var mikið íjör í íþrótta- skemmunni á laugardaginn þegar Þór og Dalvík mættust þar í þriðju deildinni. Bæði liðin ætluðu sér sigur í leikn- um, eins og oft er, en annað getur bara sigrað. Sá sigur féll besti maður KA í þessum leik en hann gerði 8 mörk. Þorleifur gerði 6, 5 úr víti, Flemming 5, Kristján 3, og Kjeld, Erlingur og Guðmundur 2 hver. Dóm- arar voru Árni Sverrisson og Hjálmar Sigurðsson og dæmdu þeir ágætlega. K A er nú í efsta sæti deildarinnar ásamt Gróttu og eru liðin töpuð 4 stig. KA vann hins vegar auðveldan sigur á Gróttu á útivelli, fyrr í vetur. Þau lið sem lenda í fjór- um efstu sætum deildarinnar leika síðan til úrslita um tvö efstu sætin, sem gefa fyrstu deildar sæti. Þór í skaut sem skoraði 33' mörk en Dalvík aðeins 27, eða alls voru skoruð sextíu mörk í þessum leik, eða eitt á mínútu að meðaltali. Það var markakóngurinn þeirra Dalvíkinga sem gerði fyrsta markið, en Sigtryggur jafnaði fyrir Þór, og kom þeim síðan yfir. Albert jafnaðisíðan fyrir Dalvíkinga, en Sigurður Pálsson kemur Þór aftur yfir með marki úr víti. Þá kom mark frá Guðjóni og staðan orðin 4 gegn 2. Þá ná Dalvík- ingar að jafna með mörkum frá Birni og Albert, en síðan fylgdu þrjú mörk hjá Þór og Þór kominn með 8 mörk en Dalvík aðeins 5. Þessi munur hélst nokkuð lengi en síðast í hálfleiknum gerðu Þórsarar aftur þrjú mörk án þess að Dalvík tækist að svara fyrir sig. í hálfleik var staðan 17 gegn 12 fyrir Þór og örugg forusta þeirra. Þór náði fljótlega í síðari hálfleik sjö marka mun eða 20 gegn 13, en sá munur hélst út allan leikinn og loka- tölur urðu því 33 gegn 27. Leikur þessi var nokkuð harð- ur og alls var fjórtán leikmönn- um vísað af leikvelli, og þar af tveimur fyrir fullt og allt. Það vakti sérstaka athygli skemmti legar leikfléttur sem voru hjá Dalvíkingum, þegar þeir taka aukaköst. Yfirleitt byggðust þær á geysilegum stökkkrafti Sigurðar Matthíassonar, en hann var jafnframt besti mað- ur vallarins. Þrátt fyrir það að hann æfir lítið handbolta, þar sem hann er nemandi í íþrótta- kennaraskólanum hefur hann geysilegan stökkkraft og skot- hörku. Með meiri æfingu yrði hann yfirburðarmaður í þess- ari íþrótt, en annars virðist hann vel liðtækur við hvaða íþrótt sem er. Síðasta mark leiksins átti Gunnar Gunnars- son fyrir Þór, og sennilega er það síðasta mark Þórsara í skemmunni ágætu, en eins og KA flytjast þeirra leikir nú í höllina. Sigtryggur gerði flest mörk Þórs eða 12, Sigurður 6, Guðjón 5, Gunnar og Jón Sig. 3, og Einar, Böddi, Hörður og Smári eitt hver. Sigurður var markahæstur Dalvíkinga með 8, Albert og Björn 6, Vignir 4 og Tómas, Björgvin og Olafur 1 hver. Kvöddu Skemmuna með sigri 7- desember 1982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.