Dagur - 07.01.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM,: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
l BLAÐAMENN: EIRÍKUR EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON
OG ÞORKELL BJÖRNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Sameinast verður um
raunhæfar varnaraðgerðir
í áramótagrein Ingvars Gíslasonar,
menntamálaráðherra, í Degi sagði hann
meðal annars að þrátt fyrir erfiðleika í efna-
hagsmálum og veika stöðu á Alþingi hefði
ríkisstjórninni tekist með jákvæðum vinnu-
brögðum að greiða úr ýmsum brýnum
vandamálum. Hann sagði að enginn mætti
þó skilja orð sín svo að vandamál þjóðarinn-
ar væru nú leyst. Því færi víðs fjarri. Ástand í
efnahagsmálum væri stóralvarlegt eftir
sem áður og horfur í atvinnumálum óvissar,
að ekki væri meira sagt. Ingvar sagði síðan:
„ Viðskiptakreppan er viðvarandi og sam-
dráttareinkenni á þjóðarbúskapnum hafa
ekki horfið. Árið 1983 getur orðið þjóðinni
mjög örðugt - reyndar erfitt til langframa —
ef ekki næst samstaða um að búast til varn-
ar og vera í varnarstöðu meðan holskefla
efnahagserfiðleikanna gengur yfir.
Þegar þess er gætt að þjóðarframleiðsla
og þjóðartekjur hljóta að skammta lífskjörin
hverju sinni, þá er útilokað að verða við
kröfum um almennar kjarabætur á sam-
dráttartímum.
Hins vegar ber að leggja áherslu á kröf-
una um fulla atvinnu og þá kröfu á hendur
ríkisvaldi og fjármálastofnunum að rekstur
atvinnulífsins sé tryggður. Þessi afstaða er
nú mikilvægari en allt annað, ef koma á í veg
fyrir stöðvun atvinnulífsins og tryggja
atvinnuöryggi í landinu.
Launþegar, atvinnurekendur og ríkisvald
eiga að sameinast um slíka stefnu. í því er
fólgin raunhæf varnaraðgerð gegn yfirvof-
andi kreppu og samdrætti.
í því sambandi er óhjákvæmilegt að gera
á næstunni framhaldsráðstafanir í efna-
hagsmálum, enda augljóst að ágústaðgerð-
irnar og bráðbirgðalögin eru aðeins áfangi í
langri röð aðgerða sem nauðsynlegar eru til
þess að vinna að verðbólguhjöðnun.
Því miður hafa hinn nýju vandamál, afla-
brestur og yfirvofandi samdráttur, valdið
því að vitund margra hefur sljóvgast fyrir
því mikilvæga markmiði ríkisstjórnarinnar
að stefna markvíst að verðbólguhjöðnun.
Slíkt fráhvarf frá meginstefnu er ljóður á
stjórnarsamstarfinu og verður ekki afsakað
með yfirvofandi samdrætti og hættu á
atvinnuleysi. Það bætir ekki ástandið að
láta verðbólguna leika lausum hala. Þvert á
móti er hjöðnun verðbólgu nú sem fyrr skil-
yrði þess að hægt sé að koma atvinnulífinu
á réttan kjöl til frambúðar og tryggja raun-
verulegt atvinnuöryggi í landinu."
Þorskurinn er
lagleg skepna
<0 Á þessum síðustu og verstu
krepputímum er mikið spjallað
um lausnir á atvinnuvandamálum
þjóðarinnar. Snjallarlausnir, sem
yfirleitt byggjast á togarakaup-
um, eru lagðar fram, en minna
verður úr framkvæmdum enda er
flotinn nógu stór svo ekki sé meira
sagt. Þaö er alveg stórundarlegt
að víðsýni manna skuli ekki vera
meiri en svo að hún takmarkist
við skip, togara, báta og trillur. ís-
lendingar hafa í áravís haft sjóinn
fyrir augunum og það er aðeins
fyrst núna að það er farið að renna
upp fyrir mönnum að fiskurinn er
ekki óþrjótandi. Það er dýrt að
kaupa skip og enn dýrara að reka
þau. Sumir segja, og það án efa
með sanni, að í dag sé með öllu
ómögulegt að reka nýtt skip en
samt vilja menn reyna enda
treysta þeir því innst inni aðríkis-
báknið komi þeim til hjálpar ef á
bjátar, sem það gerir því verka-
lýðsforkólfar taka undir sönginn
með útgerðarmönnum, en það
heyrist minna í þeim kór sem segir
hver þarf að borga brúsann.
<3> Og nú ræða menn um hvort
t.d. Utgerðarfélag Akureyringa
ætti ekki að kaupa togara í stað
Sólbaks, sem liggur bundinn við
Torfunefsbryggju. En lítum á
dæmið eins og það er. Undan-
farna mánuði, eða síðan Sólbakur
hætti veiðum, hefur verið nóg
atvinna í frystihúsi ÚA og kunn-
ugir segja að nýting aflans og
vinnsla sé mun hagkvæmari en ef
félagið ætti og ræki fimm togara í
stað fjögurra áður. Skipin liggja
að auki skemur í landi þar sem
vinnslan gengur hratt fyrir sig.
Með öðrum orðum þá nýtast þau
betur. Yfir sumarmánuðina er
bannað að vinna um helgar í
frystihúsinu og eflaust mætti færa
fyrir því rök að frystihúsið gæti
tæpast annað afla af fimm togur-
um. í stuttu máli þá er það hæpið
að það borgaði sig fyrir ÚA að
fjárfesta í nýju skipið að óbreytt-
um aðstæðum í landi og að
óbreyttum lánakjörum. Það er
enginn kominn til með að segja að
þó ÚA hafi átt fimm togara þá sé
það heilög tala sem ekki megi
víkja út af.
O Ef ÚA keypti nýtt skip, eða
notað eftir atvikum, er nokkuð
víst að bæjarfélagið yrði að
hlaupa undir bagga með þeim ár-
angri að ÚA gerðist fastur styrk-
þegi á fjárhagsáætlun í stað þess
að skila arði eins og gerist í dag.
Tilfellið er að fyrirtækið er vel
rekið, því stýra hæfir menn sem
hafa það að meginmarkmiði að
það standi á eigin fótum og þeir
vita sem er að óheppilegar fjár-
festingar geta kippt grundvellin-
um undan rekstrinum. Því mega
bæjaryfirvöld ekki þröngva þeim
til að hefja leit að skipi sem gerði
það að verkum að ÚA yrði baggi á
bæjarfélaginu.
O er undirrituðum með öllu
óskiljanlegt af hverju svo margir
einblína á sjóinn og það sem hon-
um tilheyrir. Landið býr yfir öðr-
um möguleikum sem ætti að fara
að athuga með það fyrir augum að
auka atvinnu. Sjórinn er ágætur
út af fyrir sig og þorskurinn er hin
laglegasta skepna, en til er ýmis-
legt annað sem getur orðið lands-
mönnum til bjargar. Sá ótti sem
alltaf skýtur upp kollinum þegar
rætt er um stóriðju er stórundar-
legur. En það er í rauninni afleið-
ing áróðurs sem heittrúarmenn á
sviði náttúruverndar hafa viðhaft
og er að koma í ljós. Nú verða
stuðningsmenn iðnaðar að láta í
sér heyra, gera fólki það skiljan-
legt að stóriðja þarf ekki að þýða
mengun og eitthvað þaðan af
verra. Náttúruverndarmennirnir
hafa unnið sigur í fyrsta hluta
áróðursstríðsins, en nú er komið
að þeim sem vilja byggja upp
atvinnu og mannlíf hér á landi.
Þórður.
VÍSNAÞÁTTUR
Jón Bjamason
Astín breruiir
unga menn
Mér hefur verið bent á að ég hafi
ekki farið rétt með eina af vísum
„gamals Eyfirðings“ í þættinum
þann 10. des. ’82. Bið ég vin
minn og frænda afsökunar á
þessum klaufaskap. Rétt er vís-
an svona:
Ástin brennir unga menn.
Oft slær henni niður.
Á því kenna einn mun senn
okkar rennismiður.
Þar sem þetta er fy rsti þáttur árs-
ins sýnist rétt að hann sé dýrar
kveðinn en venja hefur verið.
Um fyrstu ástina segir Arnór
Sigmundsson:
/blíduvist við barminn þinn
bauðst mér þyrstum kossinn.
Aldrei missti unað sinn
ástar-fyrsti blossinn.
Þetta hefur Arnór að segja okk-
ur í dag um vísnagerðina:
Lifi í gengi Ijóðin frjáls
létt með engilrómi.
Bifist strengur stuðlamáls.
Stakan lengi hljómi.
Og enn kveður Arnór Sig-
mundsson:
Stuðluð hljóða listahljóð
ljúfoggóð í eyra.
Nýjamóðins atomóð
ei vill þjóðin heyra.
Næsta vísa er eftir Sigfús
Bjarnason frá Grýtubakka:
Fremur ræðu lifir ljóð.
Ljóðuð fræðasaga.
Nemur þjóðin fræðafróð
fyrst úrsjóði Braga.
Þessa vísu orti Sigfús Bjarnason
um Pétur Einarsson kennara í
Höfðahverfi:
Pétur ljóða lætur skrá
loga á Fróðabáli.
Getur óðar opnað þá
á allra þjóða máli.
Aðalsteinn Ólafsson yrkir svo
um háleitan prédikara:
Heimsins gæðum hlaupinn frá
heldur ræður snjallar.
Upp til hæða horfir þá.
Himnasvæðið kallar.
Oft vill hitna í kolunum um
kosningar. Eftirfarandi vísur
orti Aðalsteinn Ólafsson rétt
fyrir Alþingiskosningarnar
1979:
Gala blindir geirfuglar.
Gleypa vindinn fjölmiðlar.
Ljótar syndir landstjórnar
lækna skyndikosningar.
Æðir stóð um úthaga.
Eyðir sjóðum verðbólga.
Þorskinn góða, gagnlega
gráðug þjóð vill strádrepa.
Allt þaðgóða ávöxt bar.
Opnast þjóðar réttarfar.
Dansa á góðum dæmdir þar
djöfulóðir mannhundar.
Fyrstugráðu fræðingar
finna ráðin hér oghvar.
Eru dáðir allsstaðar,
enda skráðir launþegar.
Svona til mótvægis við stór orð
Aðalsteins Ólafssonar birti ég
að lokum fallega hringhendu
eftir Jón Jónasson á Hrauni í
Öxnadal:
Vermir lyndi, veitir frið,
vetrar hrindir trega
að mínar bind ég vonir við
vorið yndislega.
Ég óska lesendum þáttarins árs
og friðar.
4> ÖAGUR -- 7. jsnúaj; ,1933