Dagur - 07.01.1983, Blaðsíða 8
BARNA VA GNINN Heiðdís Norðfjörð ■
Bréf frá Kanada
mm ií 0 \
Halló krakkar.
Gleðilegt nýár og þakka ykk-
ur það liðna.
Hér kemur bréf frá þremur
bræðrum frá Akureyri sem
búa í London, Ontario í Kan-
ada. Þeir heita Oddur Ólafs-
son 11 ára, Sigfús Ólafsson 8
ára og Lýður Ólafsson 6 ára.
Komið þið sælir krakkar.
Við fáum Dag sendan til okk-
ar og þykir okkur alltaf gaman
að lesa Barnavagninn.
Kanada er stórt land. Þið get-
ið ef til vill fundið það á landa-
kortinu ykkar. íbúafjöldi er
um 23 milljónir. Okkur þótti
margt skrítið fyrst þegar við
komum hingað, til dæmis að
það var orðið dimmt fyrsta
kvöldið sem við háttuðum hér
og þó var sumarkvöld.
Bestu vinir okkar hér eru frá
Kína, Indónesíu, Afríku og
Kanada. Þegar við heimsækj-
um Kínverjana, borðum við
með prjónum.
Það var erfitt að byrja í skóla-
num því að við kunnum enga
ensku og skildum ekkert af
því sem sagt var. En nú þykir
okkar gaman í skólanum. Við
förum kl. 9 á morgnana og
komum heim kl. 3.30. Eitt af
því skemmtilegasta sem við
höfum gert hér er að taka þátt
í „Halloween“. Það er eitt
kvöld á ári, 31. október.
Þessu kvöldi eru tengdar
margar þjóðsögur og mikil
hjátrú. Flestir kaupa sér
Pumpkin, eða grasker, og
hola það að innan. Skera þarf
andlit á graskerið, setja það
svo út í glugga og hafa í því
logandi kerti. Þetta er gert til
að halda óvættum frá húsinu.
Logandi grasker í glugga, á að
minna á Jakob með fjóslugt-
ina, en það er þjóðsaga mjög
gömul.
Þegar fer að skyggja á Hallo-
ween er sannarlega hægt að
eiga á ýmsu von á götunum
hér í Kanada. Síðast á Hallo-
ween klæddumst við öll ís-
lensku bömin hér grímubún-
ingum. Við fóram fyrst á
nokkurs konar grímuball hér í
hverfinu. Þegar fór að
skyggja, lögðum við af stað til
að ganga í hús, hvert með sinn
poka. Hér þarf ekki að syngja
KATIR KRAKKAR
TggWJ"
VUU,N‘ l-L'J O JL\!1
5755
<T t "*
JH * . 3
1 i:£l'IjL • J •• v
FORNIOG FÉLAGAR
Kxri hcrrn Alvitur!
Kxrastinn minn hefur leidinlegan
úvnnu. Hann er alltaf ad vinda upp
ú hálsinn ú sér. Hvað ú ég ad gera ?
Hvað ú égað gera ?
Kæra ungfrú'.
Gefðu honum húlsbindi úr
sandpappír og hnýttu það fast ú hann.
LALLILIRFA
Hallowen I Kanada. Nokkurskonar
þeirra.
til að fá góðgæti, heldur segja
allir krakkarnir eitthvað á
þessa leið við þann sem til
dyra kemur: „Ef þú gefur mér
ekki eitthvað, skaltu hafa
verra af“ eða „þá hrekki ég
þig.“
Við knúðum dyra hjá
mörgum. AUir tóku okkur vel
og settu eitthvað í pokana
okkar.
Mamma og pabbi voru heima
og höfðu varla við að fara til
dyra og gefa góðgæti.
Við söfnuðum svo miklu sæl-
gæti að við verðum lengi að
Ijúka við það, því við fáum
það skammtað á föstudags-
kvöldum.
Okkur þykir dálítið furðulegt
að hér er bara einn einasti
jólasveinn. Hann kemur í bæ-
inn 13. nóvember. Þá rak
grímuball. íslensk böm og vinir
hann lestina í langrí og mjög
skrautlegri skrúðgöngu með
trúðum og trommum, og
mörgum skreyttum vögnum.
Okkur þykir gaman að vera
hér en hlökkum samt mikið til
þess að koma heim aftur.
Okkur þykir best að eiga
heima á Islandi.
Við biðjum að heilsa öllum
vinum okkar og frændfólki og
óskum ykkur öllum gleðilegs
nýárs.
Verið þið blessuð og sæl,
Oddur, Sigfús og Lýður, Kan-
ada.
Við þökkum þeim bræðrum
kærlega fyrir bréfíð. Ef til vill
fáum við seinna að heyra
meira frá þeim. Og við send-
um þeim okkar bestu kveðjur.
Bömin em, talið frá vinstri: Anna Guðmundsdóttir (prinsessa). Krist-
ín Guðmundsdóttir (draugur). Kolbrún Kristjánsdóttir (galdranorn).
Guðmundur Kristjánsson (bleiki pardusinn - sá litli fyrir miðju).
Oddur (ófrýnilegur karatemaður). Lýður (kúreki - Lone Ranger).
Sigfús (kúreki). Fremst á myndinni er „Pumpkinið“ eða Graskerið.
- Hvers vegna ertu meö þessa kúlu á
enninu?
- Hann Gummi skvetti á mig vatni!
- Ekki hefur komiö nein kúla undan
því?
- Jú, þaö var sko flaska utan um
vatnið...!
☆ ☆☆
Tveir drengir voru að tala um ýmsa
sjúkdóma og slys, sem þeir höfðu lent
í.
- Einu sinni gat ég ekki gengið í heilt
ár! sagði annar.
- Hvenær var það? spurði hinn.
- Þegar ég var smábarn ...
☆ ☆☆
☆ ☆☆
Óli: Nú hafa vísindamennirnir sannað
að William Tell hafi alls ekki verið til.
Petra: Nú? Og hver hefur það þá verið
sem skaut eplið af höfði sonar
hans...
☆ ☆☆
Mamman við dótturina:
- Sérðu betur með nýju gleraugunum
þinum?
- Já, pabbi...!
☆ ☆☆
Morgun einn varð Gunni litli að þola
miklar skammir frá föður sínum. Þegar
pabbi hans kom úr vinnunni um kvöldið
kallaði Gunnar til mömmu sinnar:
- Mamma, maðurinn þinn er að koma
heim úrvinnunni!
8-DAGUR -7.janúar 1983