Dagur - 07.01.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 07.01.1983, Blaðsíða 7
FYRSTl SKIÐASKOLT HEIMS Á HÚSAVÍK - ÁRBÐ 1777? Við námsdvöí í Lillehammer í Noregi í vetur kynntist ég fullorðnum manni, Svein Eggen, fyrrverandi tannlækni, sem er mikill áhugamaður um ísland og íslensk málefni. Svein Eggen kom ungur til íslands og sat einn vetur, 1928- 1929, við nám í Menntaskólanum á Akureyri. Svein er ætt- aður frá Finnmörk, nyrsta fylki Noregs og er óþreytandi við að kynna íslcnsk málefni í blöðum í heimabyggð sinni. Sven Eggen iieldur þyí fram að fyrsti skíðaskóli heims hafi verið settur á laggirnar á Húsavík árið 1777, þegar Nikulás Buch, ungur norskur maður frá Hammerfest, var fenginn til þess, að hvatningu Danakonungs, að kenna Hús- víkingum skíðagöngu. Nikulás þessi settist að á Húsavík, kvæntist þar og eignaðist fjölda barna og eru niðjar hans núlifandi hundruð talsins. En fæstir bera nafn hans. Um sögu Nikulásar Buch hefur Svein Eggen ritað í blöð í Hammerfest og hann hefur aflað sér heimilda bæði héðan frá íslandi og frá Noregi. Meðfylgjandi grein Eggens er þýdd orðrétt og þar rakin í stuttu máli lífssaga Nikulásar Buch. Bjarni Sigtryggsson. Sumardag einn, áriö 1977, lagði skúta af staö frá Söröya meö stefnuna á ísland. Meginfarmur- inn var 30 hreindýr og sendandi var „yfirkaupmaður" Peter Christian Buch í Hammerfest. Meö farminum sendi hann son sinn, Nicolay, og tilgangur þessa leiöangurs var hvorki meiri né minni en sá að freista þess að skjóta nýrri stoð undir atvinnulíf á Islandi. Nicolay Buch var 22ja ára gam- all þegar hann fór þessa ferð og þegar löndun var lokið og skipið stóð klárt til heimferðar þá ákvað hann að verða um kyrrt - og átti reyndar aldrei eftir að líta Noreg augum eftir það. Á íslandi lá fyrir honum að setjast að og skapa sér framtíð sem athafnamaður og virtur samfélagsþegn með fjöl- breytt áhugasvið. Og forlögin út- deildu honum ríkulega sinn skammt, jafnt af meðlæti sem mótlæti. Hinni íslensku grein Buch-ætt- arinnar hefur verið óvenju lítt sinnt. Upplýsingar um Nicolay Buch, eða Nikulás Buch, eins og nafnið er skrifað á íslensku, hafa ekki veriö aðgengilegar og þessi grein er tilraun til að koma þeim saman í heillega mynd. Flestar upplýsingar eru sóttar til íslenskra heimilda. Foreldrar Nikulásar Buch-ættin er merk ætt sem greinst hefur víða. Ættfaðir hinnar' norrænu greinarættarinnar, Mog- ens Buch, sem uppi var á 16. öld, var sonur hertoga í Holstein en fluttist að heiman og gerðist bóndi í Danmörku. Til Noregs kom nafnið með föður Nikulásar, Pet- er Christian Buch (1723-1784), fæddum í Helsingör. Hann var sendur til Hammerfest, nyrst í Noregi, árið 1940 í „faktorslæri" við hina Konunglegu grænlensku, íslensku, Finnmerkur og fær- eysku verslun, þar sem hann eftir þrjú ár var gerður að verslunar- stjóra, eða „yfirkaupmanni". Hann var óvenju fjölhæfur maður og góðum gáfum gæddur og hafði mikil og góð áhrif á þróun byggð- arlagsins. Það var ekki síst honum að þakka að Hammerfest öðlaðist kaupstaðarréttindi, en við það var danskri einokunarverslun aflétt árið 1789. Peter Christian öðlaðist mikla þekkingu á náttúru og dýralífi Finnmerkur og íshafsins og hann eygði hvarvetna möguleika til aukinnar tekjuöflunar. Eftirhann liggur auk þess talsvert af rituðu máli og hluta þess má finna í skjalasafni Hins konunglega norska vísindafélags í Trond- heim. Peter Christian kvæntist í Más- öy kirkju, að öllum líkindum árið 1749, Önnu Marie Elisabeth Kraft (1725-1801), systur Jens Kraft, sem þá var sóknarprestur í Másöy. Þeim varð níu sona og tveggja dætra auðið. Nikulás var sjötta barnið í röðinni. Árið 1780 var Peter Christian útnefndur tollyfirvald og kan- sellírád í Kristiansand, þar sem hann lést fjórum árum síðar. Ekkja hans flutti aftur norður til Finnmerkur. Hún reisti sér hús við Rypefjord við Hammerfest og þar andaðist hún árið 1801. Hreindýraflutn- ingur til Islands Árið 1773 var Peter Christian Buch leigð öll Söröya gegn 22ja ríkisdala gjaldi árlega, en auk þess skyldi hann leggja til í lok leigutímans 20 hreindýr. Með þessu ákvæði samningsins höfðu hin dönsku yfirvöld ísland í huga. ísland var ekki allt vel til jarð- ræktar fallið og þegar árið 1699 hafði hugmyndin um hreindýra- rækt sem viðbótarbúgrein verið sett fram af Páli lögmanni Vídalín í erindi sem hann ritaði dönskum yfirvöldum á latínu! Ekki er víst að hin latneska tunga hafi haft hinn kyngimagnaða kraft sem þurfti; í það minnsta varð ekkert úr framkvæmdum. En á sjötta og sjöunda áratug 18. aldar var veðrátta með ein- dæmum köld og grasspretta lítil og auk þess hrundi sauðfé niður úr pest. Sumarið 1771 var því haf- ist handa um fyrstu tilraun með flutning hreindýra til íslands og nokkrum dýrum sleppt við Hlíð- arenda. En tilraunin gekk ekki vel og móðuharðindin (1783-1785) bundu endi á hana. Pað var svo við aðra tilraun sem P.C. Buch stóð fyrir árið 1777 sem Nikulás kom til íslands. Faðir hans var svo rausnarlegur að hann sendi ekki aðeins hin 20 umsömdu dýr, heldur 30, sex tarfa og 24 kýr. Þetta voru allt úrvals dýr og sagt var að stofninn á Söröya hafi verið laus við þá sjúkdóma sem herjuðu hreindýrastofninn í landi. Og þar að auki bar Buch sjálfur kostnað- inn af flutningnum til íslands. Sjö dýranna létu lífið í hafi en hinum var sleppt nálægt Hafnar- firði. Upphaflega hafði það verið ætlunin að flytja Samafjölskyldur til íslands til að kenna íslending- um að rækta og temja hreindýr en úr því varð ekki og dýrunum var sleppt lausum á Reykjanesi. Fyrir þetta framtak var Peter Christian Buch heiðraður með medalíu með brjóstmynd Danakonungs á framhliðinni en á bakhlið meda- líunnar stóðu þessi orð: „Fryder Og Ærer“. Næstu áratugi jókst hreindýra- hjörðin að vexti uns hundruð dýra gengu í hjörðum og veiði gat hafist. Frá árinu 1817 voru aðeins kálfar friðaðir en 1849 var allri friðun hætt. En harðindaveturinn 1880-1881 virðist hafa gengið verulega nærri stofninum og árið 1901 var hann með öllu friðaður. En það virðist ekki hafa dugað og líkur benda til að hann hafi að mestu verið útdauður 1930. Það var svo íslenskur maður, prestur í Kautokeino, Ólafur Jós- efsson Hjort (fæddur að Bægisá eða Stærra-Árskógi 12. júlí 1740) sem stóð fyrir þriðju tilrauninni. Hann flutti til íslands 23 dýr og var þeim sleppt á Vaðlaheiði. Fjórðu og síðustu tilraunina gerði svo Per Jensen í Avjovarre árið 1787. Þau hreindýr sem finnast á íslandi í dag á svæðun um norð- austan Vatnajökuls eru að líkind- um öll úr síðustu hjörðinni komin, ef til vill eitthvað blönduð dýrum úr hjörð Ólafs Jósefs- sonar. Nicolay Arnt Peter Buch (1755-1805). Fæddur með silfurskeið í munni og skíði á fótum í ættarbókinni „Slegten Buchs stamtavle" (Dreyer-forlagið 1927) er að finna ýtarlegar og að mörgu leyti nákvæmar upplýsing- ar um börn P.C. Buchs, öll nema Nikulás. Um hanns tendur aðeins þessi eina stutta setning: „f. ca. 1755, sagður við skiptum 1784 (sem og 1802) vera á íslandi.“ Engu að síður er ekki hægt annað en álíta sem svo að Nikulás sé fæddur með silfurskeið í munni, eins og sagt er. Hann er fæddur inn í athafnaríka fjölskyldu og alinn upp á menningarheimili, fjölskyldan naut álits og bjó við góð efni. Hann var auk þess búinn miklum og góðum hæfileikum eins og faðir hans. Hann hafði yndi af útiveru og stundaði veiðar og það mætti orða það sem svo að hann væri fæddur með skíði á fótum. En ekki vitum við hvort fæðingin hefur gengið illa, um móðurina vitum við frekar lítið utan það að hún var skyld Önnu Colbjörnsdatter, og að hún lést blind. Nikulás var handlaginn en engu að síður bókhneigður og hann eigaðist gott safn bóka. Lítið er til skráð um skólagöngu hans en þó er augljóst að hann hefur fengið tilsögn vel umfram það sem venja var. Hann tók í arf áhuga föður síns á gögnum og gæðum náttúr- unnar. Hann nam iðn sem beykir, auk þess sem hann kynntist læknavísindum - já, galdur og seið ef svo mætti kalla. Allt átti þetta eftir að koma honum að góðum notum í hinum nýju heim- kynnum. Á íslandi fékk Nikulás strax frá byrjun orð fyrir að vera fær í flestan sjó og flest fórst hon- um vel úr hendi. Fyrsti skíðaskóli í heimi Fátt bendir til þess að Nikulás hafi skipulagt vetursetu þegar hann fór út. En landið hefur heillað hann og þegar hreindýrunum hafði verið sleppt fór hann á fund yfirvalda dönsku Einokunnar- verslunarinnar í Reykjavík. Þar í húsum, sem og meðal stjórnvalda á íslandi, voru menn að góðu kunnir fjölskyldu Buchs, en ung- um Norðmanni stóð samt ekki margt til boða á íslandi. Hann fékk samt starf sem undirassistent hjá versluninni á Húsavík. Niku- lás hafði annaðhvort haft skíði með sér eða fengið þau send heiman frá Noregi og þegar snjóa tók norður í Þingeyjarsýslu næsta vetur fór hann að iðka íþrótt sína. Og laghentur sem hann var þá smíðaði hann auk þess skíði úr rekaviði. Heimamenn voru orð- lausir. Þeir þekktu að vísu þrúgur sem þeir notuðu til að komast gangandi leiðar sinnar um þykk snjóalög en þetta var nokkuð nýtt og framandi. Þótt merkilegt megi virðast þá er ekki víða minnst á skíði í forn- sögunum íslensku þótt skíða- ganga hafi verið mikið iðkuð í Nor- egi. í Konungsskuggsjá, sem rituð er á 13. öld, segir m.a.: „En þat mun þykkja meiri undr, er svá er í frá sagt um þá menn, er þat kunnu, at temja tré eða fjalir til þess at sá maðr, er hann er eigi fimari á fæti en menn aðrir, með- an hann hefir ekki annat á fótum en skúa sína eða elligar bera fætr sína, en jafnskjótt sem hann bindr fjalar undir fætr sér, annat tveggja sjau álna langar eða átta þá sigrar hann fugla at flaug eða mjóhunda at rás . . .“ Sumir eru þeirrar skoðunar að landnámsmenn hafi haft skíði með sér til íslands, en skíðaganga hafi lagst niður með tímanum. En það þurfti í það minnsta Finn- merkurbúa til að innleiða íþrótt- ina að nýju. Framtakssemi Nikulásar spurðist til Kaupmannahafnar og konungur lét þau boð ganga til stiftamtmanns, að ef hann teldi skíðagöngu geta komið íslending- um til góða þá skyldi hann hvetja undirassister Buch til að kenna öðrum íþróttina. Og fyrir það skyldi hann verðlaunaður. Og þar með hóf fyrsti skíðaskóli heimsins göngu sína - árið 1777. Nemend- ur voru þrír! En Nikulás hélt Thorlacius boð eftir Nikulási þar sem eldri dóttir hans, Karen, sem þá var aðeins 15 ára gömul, hafði fengið mein í annan fótinn. Þrír danskir starfsmenn brennisteins- verksins voru vitni að þessu og urðu óhressir yfir. Þegar Nikulás sneri heim eftir að hafa hjálpað stúlkunni lágu Danirnir fyrir honum og veittu honum ráðningu. Málið fór fyrir sýslu- mann og í dómabók Þingeyjar- sýslu stendur að hann hafi mátt þola „blóð og bláma, fastandi högg, jarðvarp og klæða sundur- föður sinn, Björn Thorlacius, því stuttu eftir heimkomuna gekk Nikulás að eiga Karenu og nú virt- ust draumar hans vera að rætast. Móðuharðindin - Islendingar fluitir til Jótlandsheiða? Brennisteinsverkið á Húsavík var reist árið 1761. Það er nú löngu lagt niður en var umtalsverður stóð yfir í hálft ár var eitt hið mesta í sögunni. Hraunflóðið fyllti upp dalina þar sem Skaftá og Hverfisfljót höfðu runnið, allt upp í 190 metra hæð! 20 bújarðir grófust undir eða eyðilögðust af hrauni. En þrátt fyrir þetta var það samt ekki hraunflóðið sem olli mestu tjóni, heldur aska og eitrað gas sem lagðist yfir stór hér- uð og drap búpening. 10 þúsund manns létu lífið í Móðuharðind- unum næstu tvö árin. Þau hrein- dýr sem sleppt hafði verið á Reykjanesi spjöruðu sig bærilega Svein Eggen og Arngrímur Bjarnason í Mývatnssveit 1972. kennslunni áfram og í dag er hans helst minnst fyrir það að hafa inn- leitt skíðaíþróttina á íslandi og hann á heiðurinn af því að íþrótt- in breiddist út um Þingeyjarsýslu í lok 18. aldar. Að ósekju á fund yffrvaldsins Að nokkrum tíma liðnum var Nikulás hækkaður í tign, frá því að vera verslunarþjónn í það að verða assistent. Yfirmaður hans var sá mektugi yfirkaupmaður Höyer. Hinn mektarmaðurinn á Húsavík á þeim tíma var Björn Thorlacius, forstöðumaður brennisteinsverksins. Hann var sonur Halldórs biskups Brynjólfs- sonar. Kristjana kona Björns var norsk í aðra ættina og Nikulási var vel tekið á heimili þeirra. Eftir að- stæðum þeirra tíma voru þau hjón sterkefnuð. Þau áttu tvær dætur. Þekking Nikulásar á læknis- fræði spurðist fljótt út og til eru margar sögur af því hvernig hann hjálpaði fólki sem þjáðist af ýms- um og ólíkum sjúkdómum. Júní- dag nokkurn árið 1779 gerði slit.“ Það hefur eflaust verið Nikulási sár reynsla að hljóta að ósekju þessa meðferð. Utan - og aftur heim En Nikulás var sterkur meiður sem brotnaði ekki þrátt fyrir öf- und og afbrýði. Árið 1781 var hann gerður að umboðsmanni verslunarinnar á Vopnafirði. En það var einhver óeirð í honum og Vopnafjörður var ekki staður drauma hans. Næsta haust var hann kominn til Kaupmanna- hafnar. Þar varð honum það deg- inum ljósara að hann yrði að fara aftur heim. Og heim merkti ekki Hammerfest lengur. Það var Húsavík og án efa hefur Karen verið þar undirrótin. Þau höfðu skrifast á og eflaust verið heit- bundin. Hann skýrði mál sín fyrir yfirvöldum og síðla vors 1783 steig hann að nýju á land á Húsa- vík en hafði nú öllu ábyrgðarmeiri stöðu að gegna en 1777. Nú var hann yfirassistent við verslunina auk þess að hann tók við forstöðu brennisteinsverksins eftir tengda- atvinnurekstur þegar Nikulás veitti því forstöðu og þá var skip- að út árlega um 24 tonnum af brennisteini. Brennisteinninn var hirtur óhreinsaður í námum í Ket- ildyngju, Námaskarði og á Þeistareykjum og fluttur á hest- um til FÍúsavíkur þar sem hann var hreinsaður. Brennisteinslykt- in, sem þá grúfði löngum yfir verslunarstaðnum, bar þess vitni að þarna var eldvirkt landssvæði. Þingeyjarsýsla, reyndar allt mið- bik landsins, liggur nefnilega á þeirri stóru rifu í jarðskorpunni sem teygir sig frá Jan Mayen yfir ísland, Azoreyjar og Tristan da Cunha allt til Suðurskautsins. Og rifa þessi, Atlantshafshryggurinn, líkist helst kviðsliti á jarðskorp- unni sem stöðugt þrýstir á og leit- ar útrásar. En engum var ógnin kunnari en einmitt íslendingum. Og svo gerðist það árið 1783, skömmu eftir brúðkaup Karenar og Nikulásar, að afdrifaríkasta gos íslandssögunnar varð. Laka- gígar suðvestan Vatnajökuls sprungu og hraunmassinn streymdi úr nálægt eitt- hundrað gígum sem lágu yfir 30 kílómetra belti. Eldgosið, sem þessi ár en hin sem látin höfðu verið laus við Hlíðarenda hurfu nú með öllu. Reyndar misstu ís- lendingar á þessum harðindaár- um 82% alls sauðfjár og 77% hesta sinna auk 55% nautpenings. Það var ekki að furða þótt yfir- völd væru uggandi um búsetu- horfur á landinu. Slík var upp- gjöfin að í alvöru var ráðgert að flytja þær 30 þúsundir sem lifðu hörmungarnar til Jótlandsheiða. Og ef svo hefði farið hefði það verið kaldhæðni örlaganna fyrir Nikulás Buch. En af þessum þjóð- flutningum varð þó aldrei og hinir harðgeru íslendingar sigruðust á þessum „svartadauða“ sem og öðrum. Lífíð gengur sinn gang Skaftáreldar hljóta að hafa valdið miklum ugg og kvíða norður í Þingeyjarsýslum þótt þar nyrðra hafi fólk verið heppnara að því leyti að þar féll minni aska. En líf- ið gekk samt sinn gang. Nikulás hélt áfram kaup- mennsku sinni og annarri at- wm hafnasemi. Árið Í786 heiðruðu stjórnvöld hann fyrir frumkvæði hans í íþróttamálum, sérstaklega fyrir að hafa kennt fólki skíða- göngu. Og hann hlaut heiðurs- laun að upphæð 8 ríkisdali! Þótt peningar hafi verið langt um verðmeiri í þá daga en nú þá voru átta ríkisdalir aðeins lítill hluti af þeirri velmegun sem Nikulás og Karen nutu á þessum tíma. Peter Christian Buch lést í janúar árið 1784 á fyrsta hjúskap- arári þeirra og í arf eftir hann hlutu þau 449 ríkisdali. Það var veruleg fjárhæð í þá daga, ekki síst á Islandi. Og tengdaforeldrar Nikulásar, Björn og Kristjana Thorlacíus létust bæði 1794. Við arf eftir þau jókst auður Karenar og Nikulásar enn verulega, bæði að lausum aurum og með hluta stórjarðarinnar Laxamýri. Fjöl- skyldan var nú vel umfram aðra sett. Eins og áður er sagt var Nikulás Buch drífandi og athafnasamur maður á mörgum sviðum. Eins og faðir hans hafði gert varði Nikulás bæði tíma og fjármunum til að auka þekkingu sína á náttúru landsins, gögnum og gæðum, og sérstakan áhuga hafði hann á jarðefnum. Hann varð öðrum fróðari um brennistein. Á því leikur vart vafi að á þessum tíma hefur hann verið einn af merkustu mönnum á Norðurlandi. Nikulás Buch gerist bóndi Það var hinn umsvifamikli Krist- ján konungur fjórði sem hafði komið á einokunarverslun á ís- landi á 17. öld. Brennisteinsverk- ið heyrði einnig undir konung. En einokunin var landsmönnum byrði og einn helsti baráttumaður gegn henni var Skúli landfógeti Magnússon (1711-1797). Fyrsti áfangi í baráttunni gegn einok- unni var þegar Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi 1786. Einok- unin var nú á undanhaldi. Það er ekki gott að segja hvaða áhrif þessi stefnubreyting hafði á Nikulás en í það minnsta ákvað hann að segja upp forstöðustarfi við Brennisteinsverkið árið 1791 og gerast bóndi. Ef til vill var það einmitt það sem hann innst inni hafði þráð. Hann bjó nú á þrem jörðum næstu árin þangað til fjöl- skyldan flutti árið 1796 að Laxa- mýri, sem þau áttu hlut í. Laxa- mýri er nokkra kílómetra sunnan við Húsavík, nyrst í Aðaldal, kostajörð. Bærinn stendur á bökkum hinnar gjöfulu Laxár í fögru umhverfi. Þar hefur verið gott að búa. * Ogæfa dynur yfír Árið 1798, tveim árum eftir að fjölskyldan flutti að Laxamýri, voru gleðitíðindi enn í vændum. Karen lá á sæng, ellefta eða tólfta barnið á fimmtán árum væntan- legt. En að þessu sinni gekk ekki allt sem skyldi. Barnið lifði, en móðurinni blæddi út við fæðing- una. Karen varð aðeins 34 ára gömul. Nikulás var brostinn af sorg. Börnin á heimilinu voru nú 10 talsins, það elsta um fermingu. Hvernig var hugsanlegt að halda heimili og annast þennan stóra barnah óp án móður? Nikulás var aðeins 43 ára gamall, í góðum efn- umogábestaaldri. Sjálfsagt erað álíta að einfaldasta lausnin hafi verið sú að finna sér aðra konu. En sú hugsun hefur honum ef til vill verið óbærileg, söknuðurinn eftir Karenu of mikill. Nikulás gerði nú það sem hann hefur talið réttast. Hann kom sjö barnanna fyrir hjá vinum og vandamönn- um. Stór hluti auðsins fór nú til að greiða með börnunum. Síðustu ár Nikulásar Buch Þremur árum eftir þetta áfall, árið 1801, flutti Nikulás að Bakka, norðan Húsavíkur, með þeim þrem barna sinna sem með hon- um voru. En nú var eitthvað tekið að bresta. Nikulás fékk æ tíðari tákn þess að hann sjálfur þjáðist af innanmeini, sem svo kostaði hann lífið 1805. Þá var hann fimmtugur að aldri. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því í dag hve örlagaríkar af- leiðingar móðurmissirinn hafði fyrir börn þeirra hjóna. Við það að vera komið fyrir sem móður- lausum misstu þau fljótt þá virð- ingu sem fjölskyldan hafði notið. Nú voru þau svipað sett og fátækir munaðarleysingjar. Virðingin fyrir Buch nafninu hvarf fljótt og nafnið dó út. Ör- lögin höguðu því svo til að börnin fengu ekki þann byr sem vænta mátti. Hrólfur Ásvaldsson segir í Ár- bók Þingeyinga: „Ekki erólíklegt að núlifandi fólk af Buchsætt telji hátt á annað þúsundið. Væri vel farið ef þetta fólk heiðraði minn- ingu þeirra Nikulásar og Karenar með því að vera stolt af Buchsætt- inni.“ Heimildir: Birgir Thorlacius: Um íslensk hreindýr (Freyr, 56. árg. 8.-9. tbl. 1960). Buch, Fredrik Bing (Amundsen, Anna Johanne og Stange, Margot Morris): Slegten Buchs Stamtavle, Dreyers Grafiske Anstalt, Stavan- ger, Noregi, 1927. Hrólfur Asvaldsson: Um Nikulás Buch, ætt hans og uppruna, Árbók Þingeyinga, 1979. Ingimar Jónsson: íþróttir, Alfræði Menningarsjóðs, Reykjavík 1976. Ólafur Davíðsson: íslenskar skemmtanir, Hið íslenska bók- menntafélag, 1888-92. Sigurður Jónsson: Skíðafar íslend- inga fram um 1900, ritgerð til BA- prófs í sagnfræði, 1977. Skarphéðinn Þórisson: Hreindýr, Rit Landverndar: Villt spendýr, Reykjavík. Þorsteinn Jósepsson: Landið þitt, Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík 1966. 6 - DAGUR - 7. janúar 1983 7. janúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.