Dagur - 11.01.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 11.01.1983, Blaðsíða 6
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON I BLAÐAMENN: EIRlKUR EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELL BJÖRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRfMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Framfaraskeið þrátt fyrir verðbólgu Þótt árangur stjórnarsamstarfsins varðandi verðbólguþróun sé harmsefni út af fyrir sig er rangt að kveða upp allsherjar áfellisdóm um stjórnartímabil ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens. Um það mun sagan dæma þegar þar að kemur og margir eru þeir þjóð- félagsþegnar og kjósendur sem sjá annað í stjórnarathöfnum en vankanta og mistök. Fyrst og fremst ber að minnast þess að tek- ist hefur að halda uppi fullri atvinnu í land- inu og góðri afkomu alls almennings. ísland má heita eina landið í allri Evrópu þar sem ekki er atvinnuleysi. Munu allir sammála um að til mikils sé að vinna að þeirri sér- stöðu verði haldið. Á þessa leið komst Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, að orði í áramóta- grein sinni í Degi. Hann sagði að miklar framkvæmdir hefðu verið í vegamálum, flugmálum og öðrum samgöngumálum. Á sviði heilbrigðis- og félagsmála hefði miklu verið áorkað til framfara og bættrar þjón- ustu. Skóla- og íþrótttahúsbyggingar væru að rísa af grunni um allt land, ekki síst á Norðurlandi, og áætlanir fyrirliggjandi um áframhaldandi uppbyggingu á því sviði. „Unnið hefur verið að byggingum yfir menningarstofnanir sem varða landið allt, s.s. Þjóðarbókhlöðu sem beðið hefur verið eftir í 30 ár. Loks á tímabili þessarar ríkis- stjórnar hefur verið unnið markvíst og hindrunarlaust að byggingu útvarpshúss, sem lengi hefur verið um rætt en lítið miðað til þessa. Ríkisútvarpið hefur að öðru leyti eflst á þessu stjórnartímabili og er það hvað merkast að útvarpið hóf fasta starfsemi á Akureyri s.l. sumar, sem hefur gefist afar vel og stóraukið hlut Norðlendinga í dagskrá útvarpsins. Unnið er að innrétt- ingu nýs útvarpshúss á Akureyri. Fyrir bein áhrif og tilstuðlan ríkisstjórnar- innar hafa ný atvinnutækifæri komið til sög- unnar víða um land, svo að segja alls staðar þar sem þeirra var talin þörf. Má þar m.a. nefna togarann Stakfell á Þórshöfn, sem jafnframt er ætlað að sjá Raufarhöfn fyrir hráefni, enda samrekstur þessara kaup- túna um skipið. Þrátt fyrir örðuga glímu við verðbólgu- drauginn hefur stjórnartímabilið verið framfaraskeið, sem lengi verður munað eftir“, sagði Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, í áramótabréfi sínu í Degi. Guðmundur Sigvaldasoi Fræðslunámsk sveitarstjórnari „Mennt er máttur" segir gamalt máltæki. Skólar, fræðsla, nám- skeið, menntun, kynning eru orð sem heyrast eða eru lesin á hverj- um degi. Próf og starfsréttindi verða æ samtengdari þættir á vinnumarkaðnum. Sá sem ekki hefur prófskírteini upp á vasann á nú stöðugt færri úrkosti um atvinnu. Samfélagið gerist ennfremur flóknara og „ógegnsærra" með hverju árinu. Áhrif umheimsins á það aukast, og streymi og magn hvers konar upplýsinga eykst, fleiri og fleiri vandamál koma upp (eða eru búin til) og sífellt fleiri leiðir eru reyndar til að bregðast við vandamálum og öðrum málum. Pað eru ekki aðeins hinir al- mennu borgarar sem þurfa að hafa sig alla við að fylgjast með uppbyggingu samfélagsins eða „kerfisins“, eins og það er oft- ast kallað. Þeir sem eru kjörnir af borgurunum til að stjórna „kerf- inu“ þurfa að sjálfsögðu að þekkja það eins og kostur er, eigi stjórn þeirra að bera árangur. Bæjarfulltrúar og hreppsnefnd- armenn á íslandi eru samtals um 1200 að tölu. Þeir koma alls staðar að úr önn hins daglega lífs, hver með sína reynslu og þekkingu, úr öllum mögulegum skólum, en þó fyrst og fremst úr skóla lífsins. Það er e.t.v. megin forsenda þess að stjórnun sveitarfélaga á íslandi hefur alltaf gengið vel og að ekki er ástæða til annars en ætla að svo muni áfram verða. Engu að síður koma æ fleiri þættir til álita þegar ráða þarf fram úr verkefnum sveitarstjórn- anna. Sveitarstjórnarmálefni eru smám saman að verða „fag“ eins og svo margt annað í samfélaginu. E.t.v. verður ekki undan því komist að þau verði að fagi, en um leið er sú skylda lögð á herðar samfélaginu að allir þeir sem veljast til starfa á vettvangi sveit- arstjórnarmála eigi þess kost að fá fræðslu í faginu. Að öðrum kosti er lýðræðinu hætta búin. Samband íslenskra sveitarfé- laga hefur á sviði fræðslustarf- semi, svo sem á öðrum sviðum sveitarstjórnarmálanna, haft með höndum all umfangsmikið starf. Ber þar fyrst að geta útgáfu tíma- rits sambandsins, Sveitarstjórnar- mála. Það hefur í fjörutíu ár flutt sveitarstjórnarmönnum mikla fræðslu og margvíslegan fróðleik, auk þess að vera tengiliður sam- bandsins við sveitarfélögin og vettvangur skoðanaskipta. Nám- skeið og ráðstefnur sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stað- ið fyrir á undanförnum árum skipta tugum. Landshlutasamtök sveitarfé- laga hafa með útgáfu fréttabréfa, funda- og ráðstefnuhaldi og pers- ónulegri ráðgjöf átt sinn þátt í að treysta þann grundvöll sem við- horf og ákvarðanatekt sveitar- stjórnarmanna byggjast á. Á síðasta kjörtímabili höfðu nokkur landshlutasamtakanna frumkvæði að námskeiðum um afmörkuð svið sveitarstjórnar- málanna úti um byggðir landsins. Á Norðurlandi voru haldin nokk- ur námskeið um bókhald sveitar- félaga sem einkum voru ætluð oddvitum sveitarhreppa. Þessi námskeið, þó stutt væru, þóttu takast mjög vel og þar kviknaði hugmyndin að koma þyrfti á fræðslu í málefnum sveitarstjórn- armanna almennt. Það varð að samkomulagi að Samband íslenskra sveitarfélaga og Fjórðungssamband Norðlend- inga hefðu samvinnu um að halda nokkurra daga námskeið, þar sem gerð yrði tilraun til að fara yfir alla grunnþætti íslenskra sveitar- stjórnarmálefna. Ákveðið var að miða slíkt námskeið við þátttöku þeirra sveitarstjórnarmanna sem ekki höfðu setið í sveitarstjórn fyrr en eftir síðustu sveitarstjórn- arkosningar. Á Norðurlandi eru nú um 350 sveitarstjórnarmenn, þar af um 170 sem ekki sátu í sveitarstjórn á síðasta kjörtímabili. í byrjun var aðeins gert ráð fyrir einu u.þ.b. 30 manna námskeiði, sem stæði í þrjá daga. Var ákveðið að það yrði haldið á Húsavík dagana 4.- 6. nóvember sl. Námskeiðið var kynnt öllum nýjum sveitarstjórn- armönnum á Norðurlandi, auk oddvita hverrar sveitarstjórnar. í ljós kom að mikil þörf var á slíkri fræðslu og má gera að því skóna að fyrr hefði þurft að taka til við þetta verkefni. Það var stór hópur áhugasamra þátttakenda sem safnaðist saman við morgunverðarborðið á Hótel Húsavík fimmtudaginn 4. nóvem- ber. Vegna mikillar aðsóknar varð að víkja nokkuð frá fyrirhug- aðri hámarkstölu þátttakenda þannig að tala þeirra varð 39 þeg- ar upp var staðið. Það vakti strax í upphafi athygli hvað konur voru margar í þessum hópi, en þær voru 15 að tölu. Lýstu sumirþeirri skoðun sinni að þetta sýndi að konur taki þau verkefni sem þær taka að sér almennt af meiri festu en karlar. Um það skal ekki dæmt hér enda líklega mála sannast að slíkt sé mjög einstaklingsbundið. í hópnum voru fulltrúar smárra og stórra sveitarfélaga, óbreyttir og æðra settir o.s.frv. Allt þetta myndaði hóp fólks sem var að tak- ast á við ný verkefni og var tilbúið að leggja á sig stranga skólabekk- setu í þrjá daga í von að vera bet- ur í stakk búin að leysa vanda norðlenskra sveitarfélaga. Námskeiðið hófst á stuttu ávarpi framkvæmdastjóra Fjórð- ungssambandsins, Áskels Einars- sonar, en hann hafði allan undir- búning og alla umsjón námskeiðs- ins með höndum. Þá var hitað upp fyrir hin erfiðari málefni með því að spjalla um uppruna og sögu sveitarfélaga á Islandi, íslensku sveitarstjórnarskipanina og sögu Fjórðungssambands Norðlend- inga. Björn Friðfinnsson, for- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, og Áskell Einarsson lögðu þessi mál fyrir og svöruðu spurningum um þau. Þetta er mikil saga og þar er mikill akur óplægður fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar. Brautryðjandi þessara rannsókna og höfundur grundvallarritsins „Saga sveitar- stjórna á íslandi" er Lýður Björnsson, sagnfræðingur. ritari á Sauðárkróki, og Birgir L. Blöndal, aðalbókari Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Stöðugt færast sveitarfélögin meira í fang án þess að hafa í öll- um tilvikum fjármuni til að standa undir því. Stærstur hluti þeirra breytinga í samfélaginu, sem áður var minnst á, snerta fjármál sveit- arfélaga á einn eða annan hátt. Á síðustu 10 árum hafa ýmsar breyt- ingar orðið á verkefnum sveitar- félaganna, fyrst og fremst í átt til bættrar þjónustu við íbúana. Það sem fyrir 10 árum var innt af hendi með glöðu geði af sjálfboðaliðum á vegum ýmissa samtaka er nú í umsjá viðeigandi stofnana sveit- arfélagsins með launuðu starfs- fólki og tilheyrandi. Að sumu leyti hefur þróunin gengið svo langt að þau félagasamtök sem áður voru alfarið rekin af sjálf- boðaliðum fá nú meiri og minni styrki úr sveitarsjóðum. Mannafli við opinbera þjón- ustu óx hér á landi um tæplega 7.000 manns á árunum 1970- 1979. Þessi aukning er til komin vegna nýrra þarfa og í von um að geta veitt betri þjónustu. Til að greiða viðbótarþjónustuna þarf aukna skattheimtu sem eykst sífellt. Kerfið þenst út. Nú eru hins vegar uppi vaxandi efasemdir um að aukin framlög til hins opin- bera tryggi bætta þjónustu við borgarana. Skattþegnarnir gerast sífellt órólegri, ekki síst vegna þess að áform stjórnvaldanna um niðurskurð útgjalda renna hvað eftir annað út í sandinn. Það tæki sem sveitarstjórnir hafa yfir að ráða til að stjórna um- fangi þjónustunnar, framkvæmd- um og skattheimtunni á sveitar- félögin eru hinar árlegu fjárhags- áætlanir fyrir sveitar- eða bæjar- sjóði. Hver fjárhagsáætlun kveð- ur á um hlutfall útsvarsálagningar og annarrar álagningar í sveitar- félaginu svo og um framkvæmdir og þjónustu sem veita á á kom- andi fjárhagsári. í fjárhagsætlun- inni felst líka spá um framtíðina og hún þarf að vera eins nákvæm og kostur er á. Erfitt er að spá um fjármálaleg atriði á íslandi í dag og stundum er það meira heppni en nokkuð annað ef vel tekst til. En við það ástand sem ríkir hér á landi í þessum efnum er einmitt mjög mikilvægt að fjárhagsáætlun standist, ef ekki á illa að fara, þar sem fjármagnið er bæði torfengið og dýrt. Að loknum hádegisverði hót- elsins, þann 4. nóvember, sem í senn var vel útilátinn og ljúffeng- ur, var tekið til við fjármálalega hlið sveitarfélaganna. Frummæl- endur voru Björn Friðfinnsson, Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- Debet og kredit, eignir og skuldir, gjöld og tekjur, fastafjár- munir og eigið fé. Sveitarstjórn- armenn komast ekki hjá því, svo vel sé, að tileinka sér þessi og önn- ur lykilhugtök bókhaldsfræð- anna. Stjórn sveitarfélagsins á allt sitt undir góðu bókhaldi og góð bókfærsla borgar sig ótrúlega fljótt. í stærri sveitarfélögum sjá sérstakir starfsmenn um þessa hlið stjórnunarinnar, en í hinum minni verða hinir kjörnu fulltrúar að sjá um þetta sjálfir. í flestum tilvikum tekur bókhaldið mikinn hluta af tíma oddvitanna í sveita- hreppunum, svo að eftir stuttan tíma í starfi eru þeir orðnir þjálf- aðir bókfærslumenn, hafi þeir ekki verið það áður. En alltaf má leita meiri fullkomnunar í þessu fagi eins og öðrum og fræðsla um bókhald og reikningsskil sveitar- félaga á að vera hvað hagnýtasti 6 - DAGUR -11. janúar 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.