Dagur - 14.01.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 14.01.1983, Blaðsíða 6
•• AÐALSTEENN JONSSON l SJOFN: 5 h att ^ „Ég var varaður við þegar við fluttum hingað norður, að Ak- ureyringar væru crfiðir, tómar klíkur og leiðlnlegt fólk og ég kveið fyrir undir nidri. En ég verð að segja það að okkur var tekið afskaplega vel. Ég ienti méð ágætismanni, Ragnari Óiasyni, og það skapaðist strax vinátta á milli okkar sam- hliða starfinu. Og ég man eftir skemmtilegu atviki sem gerð- ist þegar ég fór að reyna að laga mig að háttum fólksins hér. Ragnar gekk með hatt á hÖfði sér og tók ofan virðulega þegar hann mætti fólki á götu. Við áttum jafnan samleið öfan af Brekku og niður i Sjöfn og mér fannst dálítið klaufa- legt að hann var með hatt og tók ofan en ég gekk berhöfð- aður. Og ég tók upp á því að ganga mcð hatt ogekki nóg með það. Ég tók einnig upp á þeim ósóma að reykja pípu um svip- aðjeyti en kunni hvorugt. Við höfðum verið boðin heim til hjóna eitt kvöld og nokkrum dögum síðar mætti ég frunni á götu í Hrafnagils- stræti. Ég yar með hattinn og pípuna og það var bleyta eða slabb á götunni. Ég hélt um pípuna með hægri hendi og þeg- ar ég mætti frúnni heilsaði ég að sjálfsögðu með hattinum eins og finn maður og bauð góðan dag um leið. Vjð það missti ég pípuna. Ég ætlaði að reyna að grípa pípuna en þá missti ég hattinn. Og við þessar æfingar allar saman datt ég kylliflatur fyrir framan frúna. Hatturinn og pípan rúlluðu sína leið, en frúin horfði á mig með meðaumkvun og gekk síðan í burtu. Það var ekki andskotalaust að læra þetta allt saman, en þetta atvik varð til þess að ég steinhætti með hatt- inn og pípuna líka.“ Aðalsteinn Jónsson, efnaverk- fræðingur og framkvæmdastjóri Sjafnar á Akureyri, er viðmæl- andi okkar í Helgar-Dags viðtali að þessu sinni og sagan skemmti- lega hér að framan lýsir mannin- um nokkuð vel. Hann er afar létt- ur og viðræðuljúfur maður og á auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu og gamansög- urnar þarf ekki að „taka með töngum“ frá honum. Aðalsteinn og fjölskylda hans hafa búið á Ak- ureyri síðan 1957, en frá því hann fæddist, 1928, og fram að því hafði gengið á ýmsu. „Ég er Hafnfirðingur, þaðan sem Hafnárfjarðarbrandararnir landsþekktu koma, næst yngstur 12 systkina. Mér er óhætt að segja að ég sé kominn af einni stærstu ættinni þar og ég held að það séu komnir fimm ættliðir út frá móður minni, sem dó 93 ára í sumar. Ég missti föður minn ungur, var 7 ára þegar hann dó, þannig að það voru erfið ár fyrir móður mína sem stóð ein uppi með barnahóp- inn. Byrjaði í málaraiðn Það þótti mikið fyrirtæki á þeim árum að ganga menntaveginn án kuiHM þess að hafa traustan fjárhagsleg- an bakhjarl og ég var byrjaður að læra málaraiðn. Reyndar var ég að mála skólastjóraíbúðina í Flensborgarskóla þegar Benedikt Tómasson, sem þá var skólastjóri og hafði verið minn kennari, fór að róa í mér að halda áfram námi. Hann hringdi m.a. norður til skólameistara, sem þá var Sigurð- ur Guðmundsson, og ætlaði aði koma mér í Menntaskólann hér á miðju skólaári. En það var ekki hægt þannig að ég settist í landspróf í Flensborgarskóla og tók það próf 1944.“ - Þannig að þessi maður hefur haft mikil áhrif á þitt líf. „Já, það er óhætt að segja það og ég hef ávallt verið honum mjög þakklátur fyrir. Ég kom því á framfæri við hann þegar hann kom hingað norður og það var verið að jarðsyngja föður hans í Saurbæjarkirkju. Þá kom hann til mín og bað mig að syngja við út- förina. Mér var það ljúft og ég notaði tækifærið til að láta hann finna að hann hefði haft mikil og góð áhrif á mitt líf. Eftir námið var ég í vafa hvað tæki við. Ég hafði unnið við að mála á sumrin, nema eitt sumar sem ég vann hjá Lýsi og mjöl. Þá hitti ég Þórð Þorbjarnarson, sem þá var forstjóri Rannsóknarstofn- unar fiskiðnaðarins. Ég fór að spyrja hann um möguleika á að læra fiskiðnfræði. Það varð úr samkvæmt hans ráðleggingum þegar ég var orðinn stúdent að ég komst í samband við mann sem hét Dr. Drummond og var yfir- maður fiskrannsókna sem stað- settar voru bæði í Hull og Grimsby. Ég komst ekki til náms strax og svo fór að ég kenndi við Flensborg einn vetur. En síðan lá leiðin til Skotlands til þess að læra efnaverkfræði við Royal Technic- al College í Glasgow, samkvæmt ábendingu Dr. Drummonds, og ætlunin var að starfa hjá honum við rannsóknir á sumrin. Óvænt áfall í Edinborg Ég sigldi með Gullfossi og kom til Edinborgar. Þar ætlaði ég að hafa viðdvöl í þrjá daga, skoða borgina og þess háttar og fékk inni á ágætu hóteli. Og að hætti innfæddra, sem fá sér morgunblað til lesturs með morgunverði, gerði ég slíkt hiðsamafyrstamorguninn. Ogþá rak ég augun í stóra fyrirsögn sem ég gleymdi aldrei: „Dr. Drum- mond og fjölskylda hans myrt í Frakklandi“. - Þetta var eini maðurinn af 50 milljónum í Bret- landi sem ég átti að hafa samband við og það þyrmdi yfir mig. Morð- ið á Drummond og fjölskyldu hans var frægt sakamál og við þessa fregn féll ég alveg saman. Ég var gráti næst og velti því fyrir mér að hætta við allt saman og snúa heim og fara að mála eða eitthvað svoleiðis. En þó varð úr að ég fór til Glasgow með pappír- ana frá Dr. Drummond. Þar sett- ist ég í skóla en það varð ekkert úr því að ég færi að vinna við fisk- rannsóknir, þar sem hann var látinn. Ég kom heim á sumrin til að vinna fyrir mér við ýmislegt sem til féll. í Skotlandi giftist ég stúlku frá Glasgow, Patricia Wood (Pat), haustið 1955, útskrifaðist árið eftir og við komum heim þá um sumarið með fyrsta barn okkar. Búslóðin okkar komst fyrir í jeppa sem ég hafði keypt á 25 pund. Þetta var opinn blæjubíll, dálítið beyglaður eftir árekstur og með málningarklessum hér og þar en annars í fínasta lagi. Á þessum bíl héldum við til Edinborgar, en þegar þangað kom stöðvaði lög- reglan okkur og spurði hvert ég væri að fara með þetta drasl. Þeir kölluðu jeppann ekki „jeep“ heldur „heep“ sem þýðir hrúga. Góð handbremsa Þeir gerðu athugasemdir við það að ég sá ekki út um afturrúðuna en bíllinn var þannig hlaðinn að ég gat það ekki og ekki hafði ég hliðarspegil. En bíllinn var opinn á hliðunum og ég sagðist sjá ágæt- lega út þar. Því næst vildu þeir fá að athuga hvort handbremsan væri í lagi en hún var biluð og óvirk. Ég dró hinsvegar upp handbremsustöngina og þeir fóru afturfyrir og reyndu að ýta bílnum. Það tókst þeim auðvitað ekki því ég stóð sem fastast á fót- bremsunni á meðan þannig að þetta var í lagi. Nú tókum við upp léttara hjal og þeir vildu fá að vita hvert ég væri að fara með þetta drasl. Eg sagði þeim að áfanga- staðurinn væri ísland og þá spurðu þeir hvort ég ætlaði að keyra alla leið! Þegar við komum heim þurfti að fá innflutningsleyfi fyrir bílinn og það var ekki auðvelt á þeim tímum. Nú beitti ég konunni fyrir mig og hún hélt á fund Brian Holt eftir að innflutningsleyfi hafði verið neitað á Innflutningsskrif- stofunni. Brian Holt brást vel við og leysti úr málinu. Síðan sagði hann við hana: „Þú ættir að sjá sumt af því drasli sem fólk flytur hingað til landsins. Ég var niður á höfn í fyrradag og þá var verið að skipa þar upp jeppa sem var rauð- ur, grænn og blár og ég veit ekki hver hefur átt þetta.“ Konan hristi bara höfuðið með vandlæt- ingu yfir því fólki sem væri að flytja svona rusl til landsins. En bíllinn okkar komst inn í landið, við áttum hann í nokkuð mörg ár og komum keyrandi á honum til Akureyrar þegar við fluttum hingað." Ætluðu til Bandaríkjanna - Ekki hefur þú komið búslóð- inni í hann þá? „Jú, við hefðum getað það, við áttum lítið sem ekkert þá, rúm og skrifborð frá skólatímanum og lít- ið meira. En við vorum komin til Akureyrar þótt við hefðum reyndar ætlað okkur til Banda- ríkjanna. Ég hafði reynt að fá vinnu tengda fiskiðnaði eftir að við komum heim en það hafði enginn áhuga á -að fá efnaverkfræðing í vinnu. Ég vann í málningarverk- smiðjunni Hörpu í eitt ár og við ætluðum síðan til Bandaríkjanna. En þá var ég boðaður á fund hjá Harry Frederiksen, þáverandi framkvæmdastjóra Iðnaðardeild- ar Sambandsins, og hjá honum var Ragnar Ólason, verk- smiðjustjóri Sjafnar. Þeir vildu fá mig norður til Akureyrar því það átti að fara að hefja starfsrekstur málningarverksmiðju. Og það var hætt við Bandaríkjaferðina og haldið norður í land. Það var ekki til neitt til neins og engin leyfi hægt að fá til kaupa á vélum. Én ég komst í gamla sæl- gætisverksmiðju og þar var ég í samfestingi í eina fimm daga að grafa upp vélahluta í svokallaðan „kolla“ eða „eltar“, það voru tvö stór hjól sem snerust í stórri skál og í því framleiddum við fyrstu málninguna hér fyrir norðan.“ - Nú hefur þú minnst á tvær til- viljanir sem í reynd gjörbreyttu þínu lífi. Fyrst þegar Benedikt skólastjóri fékk þig til að hætta að læra að mála og halda áfram námi og svo þegar þetta kemur upp og verður til þess að þið hættið við að flytja til Bandaríkjanna. „Lífið er fullt af tilviljunum finnst mér. Sem dæmi get ég nefnt að fyrir um 10 árum er ég fór á málningarsýningu í London, sá ég mann á járnbrautarstöðinni sem mér fannst ég endilega kannast við. Ég fór að veita honum athygli og sá að hann hafði ekki ólíka til- burði gagnvart mér. Ég gekk síð- an til hans og spurði hvort hann væri ekki Douglas, einn af 7 nem- endum sem hafði útskrifast úr skólanum í Glasgow um leið og ég. Það reyndist vera og ég hafði þekkt hann þótt hann væri orðinn sköllóttur. Hann var á leið frá París til Kanada, ég að koma frá íslandi. Svona eru tilviljanirnar, og heimurinn er lítill, eins og oft er sagt.“ Lærði söng í Glasgow - Flestir vita að Aðalsteinn er af- burða góður söngmaður og hefur sungið mikið opinberlega. - Ert þú menntaður söngvari? „Ég byrjaði að syngja í Karla- kómum Þrestir í Hafnarfirði og söng í menntaskóla dúetta með Jóni Haraldssyni, arkitekt í Reykjavík. Svo fór ég í söngnám úti í Glasgow, en fann fljótlega að ég hafði ekki tíma bæði fyrir verk- fræðina og sönginn þannig að ég gaf sönginn fljótlega upp á bátinn. Svo byrjaði ég að syngja með karlakórnum Geysi þegar ég kom til Akureyrar og lærði hjá Dem- entz í ein tvö ár og hef reyndar alltaf verið viðloðandi söng. Og svo hef ég sungið með Geysis- kvartettinum.“ - Það hefur ekkert hvarflað að þér þegar þú varst úti í Glasgow að velja sönginn og hætta við verkfræðina? „Jú vissulega. Ég fékk strax hlutverk þarna, söng m.a. ein- söng í dómkirkjunni í Glasgow á hátíðamessu stúdenta og var þá hvattur af ýmsu fólki að halda áfram í söngnum. En það varð ekkert úr því, ég ákvað að halda áfram með verkfræðina fyrst ég var byrjaður á henni. Það gat brugðið til beggja vona með söng- námið og ég var alinn upp við það að maður þyrfti fyrst og fremst að hafa ofan í sig og á.“ 6 - DAGUR -14. janúar 1983 ■ Aðalsteinn á skrifstofu sinni. - Þú hefur verið mikill félags- málamaður hef ég heyrt. „Ég veit það ekki, a. m. k. hef ég aldrei komið nálægt pólitík. Á meðan ég var í Hafnarfirði var ég lengi í stjórn FH, gjaldkeri um tíma og var mikið í íþróttum, knattspyrnu og handknattleik og tók það upp sem KA-maður þeg- ar ég kom norður. Ég fór að þjálfa handknattleik því sú grein var ekki hátt skrifuð hér þegar ég kom hingað. Ég kunni hinsvegar sitthvað fyrir mér frá því ég var í FH, hafði spilað með meistara- flokki þar. Ég hef fyrst og fremst verið í félagsskap £ tengslum við söng eða íþróttir. Ég má reyndar ekki gleyma Lionshreyfingunni en þar hef ég starfað og bæði verið umdæmis- stjóri og fjölumdæmisstjóri á ís- landi. Lionshreyfingunni á íslandi er skipt í tvö umdæmi og eru um- dæmisstjórar yfir þeim en fjöl- umdæmisstjóri er yfir umdæmis- stjórunum og má segja að hann sé æðsti maður hreyfingarinnar í landinu. Ég var reyndar ekki svo sannfærður um ágæti Lions þegar ég gekk í hreyfinguna, fannst hálfgerður Chicagobragur af þessu öllu en eftir því sem árin liðu skildist mér hversu merk hreyfing þetta er og hvað Lions- menn eru búnir að gera mikið, hverjir £ si'nu byggðarlagi. Það væru mörg byggðarlögin fátækari ef Lions hefði ekki komið til. Það má nefna ótal dæmi þess á Akur- eyri til dæmis og um allt land.“ Með vöðva heim frá Glasgow - Nú hvarflaði hugur Aðalsteins greinilega örlítið frá umræðuefn- inu. „Mér dettur f hug atvik sem átti sér stað þegar ég var £ Glasgow. Þá bað Sigursteinn Guðmunds- son, sem nú er héraðslæknir á Blönduósi, mig um að útvega sér glærur, með þverskurði af vöðvum sem hann hugðist skoða f smásjá. Hann var þá f námi en við höfðum verið miklir mátar £ Hafnarfirði. Við þykjum ansi líkir og það er enn þann dag £ dag sem fólk rugl- ast á okkur, ég er t.d. spurður hvernig mér lfki á Blönduósi sem læknir þar. Ég fór að leita að þessum glær- um úti í Glasgow en fann þær hvergi og að lokum var mér sagt að snúa mér til háskólans í Glas- gow og athuga hvort þeir gætu ekki útvegað mér þetta. Það varð einhver misskilningur úr þessu, en ég bað um þverskurð af vöðv- um og svarið var að það gæti ég fengið. Maður nokkur fór með mig eftir ótal göngum og ég áttaði mig ekkert fyrr en við erum komnir inn í herbergi þar sem mörg borð voru inni og hvítur dúkur breiddur yfir þau öll. Hann sviftir einu lakinu af og þá lá þar hálfur maður undir - lík. Hann spurði mig þvínæst hvort ég vildi framan af eða aftan af, eða nánar tiltekið lærvöðva eða hand- leggsvöðva. Ég gat bent á lærið á hálfa manninum og sagt að ég vildi sneið þarna og ég fékk þarna lærissneiðar sem hann setti í formalín. Með þetta fór ég, settist niður þegar út var komið til þess að jafna mig því mér var örlítið flökurt, en hélt svo þangað sem ég bjó, en heim til íslands átti ég að fara daginn eftir. Ég lokaði glas- inu vandlega og setti þetta síðan inn í sængina mína. Þarna átti þetta að vera öruggt. Þegar ég var kominn á flugvöll- inn daginn eftir var ég kallaður upp og til mín komu tveir lög- reglumenn og báðu mig að koma með sér út að flugvélinni. Far- angri var í þá daga komið þannig í vélarnar að menn köstuðu honum á milli sín og upp í flugvélina. Þeir höfðu verið að kasta pokanum mínum með sænginni upp í flug- vélina en höfðu ekki hitt í gatið þannig að hann datt og flaskan góða í sænginni brotnaði. Urðu þeir heldur skrítnir þegar upp gaus þessi voðalega lykt af forma- líninu. Ég var spurður hvað ég væri með þarna og ég tjáði þeim að ég væri með sendingu til íslands í þágu læknavísindanna. Skipaði ég þeim síðan að taka þetta upp og vefja vel inn í pappír sem þeir gerðu með berum höndum. Þeir urðu hinsvegar ógurlega reiðir þegar þeir spurðu hvað þetta hefði verið og ég sagði þeim að þetta væru vöðvar úr mannslík- ama. En ég komst með þetta heim, ónýtt að vísu og það fór beint í öskutunnuna.“ Kann sáralítið í golfi - Þú ert konsúll Breta á íslandi, hvernig starf er það? „Það er ekki mikið starf, ekki lengur, en hefur áreiðanlega verið það fyrir Þorskastríð þegar skipa- komur voru hér tíðar og skipin þurftu fyrirgreiðslu. í dag er þetta starf aðallega fólgið í því að greiða fyrir breskum ríkisborgur- um ef þeir lenda í vandræðum hér og er þá aðallega um að ræða ferðamenn eða hópa sem eru hér í einhverjum ákveðnum erinda- gerðum.“ - Við vorum ekki búnir að tala alveg út um íþróttirnar. Ég hef séð til þfn á golfvellinum og veit að fjölskylda þín iðkar þá íþrótt af kappi. „Ég fann að þetta fór allt út og suður hjá okkur í fjölskyldunni. Við Pat eigum 6 börn og eina dótt- ur átti ég fyrir sem býr nú á Fáskrúðsfirði. Pat og Jón, sonur okkar, fóru að taka strikið upp á golfvöll en ég fór á sjó eða í lax og til þess að við gætum verið meira saman fór ég að elta þau á golf- völlinn og draga kerrurnar fyrir þau. Mér finnst golf mjög heilsu- samleg íþrótt og finnst gaman að fara í golf þótt ég kunni sáralítið í íþróttinni." Ekki má gleyma laxinum - ,Þú nefndir það að fara í lax, og hlýtur eins og aðrir laxveiðimenn að luma á einni sögu eða tveimur. „Laxveiðar eru dásamlegt sport. Ég byrjaði að fara á lax- veiðar með Erni Snorrasyni, sem var barnakennari hér á Akureyri, og það var farið í Laxá. Við lent- um þar f mörgum ævintýrum éins og að detta í ána og þess háttar. Síðar stundaði ég urriða- og bleikjuveiðar og byrjaði þá að veiða á flugu. Það hefur síðan ver- ið mín uppáhaldsíþrótt að vera við góða á og kasta flugu í góðu veðri. Ég man eftir því er ég var eitt sinn með Þorvaldi Snæbjörnssyni, sem er mikill og góður vinur minn, og við vorum að veiða neð- an fossa. Það hafði verið skemmt- un í veiðihúsinu kvöldið áður sem stóð reyndar til kl. 5 um morgun- inn. Við vorum því illa sofnir þeg- ar við hófum veiðar kl. 7. Ég var í svokallaðri „Hálfvitaholu“ að veiða í góðu veðri og Þorvaldur var í Miðfossi. Ég er ekki frá því að ég hafi blundað en hrökk upp með andfælum við mikil hróp og köll. Sá ég þá að Þorvaldur var að hverfa niður í Kistuhyl. Við vor- um báðir á vöðlum en ég hljóp af stað og margdatt á leiðinni, hálf- sofandi og þungur á mér. Svo sé ég að Þorvaldur er kominn á sund í Kistuhylnum. Ég hrinti fram bát og réri til hans en á milli þess að hann skyrpti út úr sér Laxánni kallaði hann: „Stórlax, stórlax“. Ég sagði honum að halda sér í bátinn en tók sjálfur við stöng- inni. En loksins þegar við náðum þessu stórhveli hans reyndist það vera 5 punda lax, kræktur um miðjuna. Og fyrir þennan fisk ætl- aði Þorvaldur að fórna lífinu.“ Sigtryggur eyðilagði sparifötin - Allir veiðimenn hafa misst þann stóra. Hvenær upplifðir þú það? „Ég á, að ég held, enda skemmtilega sögu um það er ég missti þann stóra, eins og margir aðrir eiga. Ég hef aldrei fengið stærri lax en 21 pund (það þykir sumum víst ágætt) en hann fékk ég á Stíflunni. Þá var vinur minn, Sigtryggur Stefánsson, með mér í norðan kalsaveðri. Hann var orð- inn talsvert blautur og ég sagði honum að fara upp í bíl og fara í þurr föt af mér. Það skiptir síðan engum togum að þegar ég fæ þennan stórlax minn á kemur Sigtryggur út úr bílnum og er þá kominn í spariföt- in mín en ekki veiðigalla sem ég var með í bílnum og hann hefði átt að fara í. Þegar ég landaði þessum fiski var svo mikill hugur í Sigtryggi að ná honum að hann kastaði sér yfir fiskinn úti á sand- eyri. Báðir urðu útataðir í sandi og erfitt að sjá hvor var laxinn og hvor Sigtryggur. Sigtryggur hafði hann fyrir rest og ég var svo ánægður með fiskinn að ég skammaði hann ekkert fyrir að eyðileggja sparifötin mín.“ Lá var nóg að gera - Þú finnur þér greinilega tíma til þess að sinna ýmsum áhugamál- um þótt þú veitir forstöðu jafn stóru fyrirtæki og raun ber vitni. „Já, já. Sem betur fer tek ég ekki allar áhyggjurnar úr fyrir- tækinu með mér heim. Á meðan ég kenndi samhliða minni vinnu í Sjöfn var því hinsvegar öðruvísi farið. En ég man eftir því að þegar konan mín þurfti að fara út til að vera við jarðarför móður sinnar, var ég einn með krakkana heima og átti að syngja einsöng méð Geysi þessa viku. Þá kenndi ég frá 8 til 9 um morguninn, var í Sjöfn kl. 9-5, þaðan fór ég að kenna uppi í Iðn- skóla og síðan átti ég eftir að fara heim, kasta hafragrautnum í börn- in og í Samkomuhúsið að syngja. Það er ekki víst að ég hafi verið eins upplagður að syngja þá og æskilegt hefði verfið. En það er gaman að rifja þetta upp og gam- an að líta til baka yfirleitt.“ Myndog texti: gk-. 14. janúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.