Dagur - 14.01.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 14.01.1983, Blaðsíða 11
HVAÐERAÐ GERAST? Brandarar Kabarettinn í Sjallanum hefur fengið geysigóðar viðtökur Kabarettinn „Lausar skrúfur“, sem frumsýndur var á nýársdagskvöld í Sjall- anum og hefur hlotið geysi- góðar undirtektir, verður sýndur á föstudagskvöld og hefst sýningin að þessu sinni klukkan 21. Framvegis verður kabarettinn sýndur á föstudagskvöldum klukkan 22, nema í þetta eina skipti kl. 21. „Lausar skrúfur" hafa hlotið einróma lof þeirra sem að kabarettinum standa. Spaugileg atriði eru tekin úr bæjarlífinu á Akur- eyri og þjóðlífinu almennt og gert græskulaust grín af þekktum persónum. Kaba- rettinn byggist að verulegu upp á söngatriðum og ann- ast Ingimar Eydal undirleik og millispil og er „stórt númer“ í sýningunni. Þeir sem þátt taka í sýningunni sömdu kabarettinn ásamt fleirum og eru höfundar milli 8 og 9 talsins. Þátttakendur í kabarett- inum auk Ingimars Eydal eru Theódór Júlíusson, Gestur E. Jónasson, Bjarni Ingvarsson, Kjartan Bjarg- mundsson, Viðar Eggerts- son og Ragnheiður Tryggvadóttir. Miðinn á sýninguna kostar 150 krón- ur en hún stendur í um klukkustund. Sérstakur kabarettmatur er á boðstólum í Sjallanum þegar sýningar eru og kostar máltíðin 180 krónur. Viðar Eggertsson í hlutverki Fjallkonunnar í „Lausum skrúfum“ í Sjallanum. Mynd: KGA Hvað gera Þórsarar á móti Haukum? Leiðir Robert McField Þórsara til sigurs? U Leikfélagið Iðunn: Skj aldhamrar í Laugaborg Helsti íþróttaviðburður helgarinnar á Akureyri er viðureign Þórs og Hauka í 1. deild íslandsmótsins í körfuknattleik sem fer fram í Skemmunni kl. 15 á morgun, laugardag. Hér mætast tvö efstu liðin í 1. deild, Haukamir em taplausir og ósigraðir í mót- inu og gæti með sigri í þess- um leik stigið stórt skref í átt að Úrvalsdeild með sigri. Þórsarar verða hinsvegar að sigra ef þeir ætla sér ekki að missa Haukana of langt fram úr sér, en Þór hefur tapað tveimur leikjum í mótinu til þessa. Það er því óhætt að reikna með hörkuleik í Skemmunni á morgun, en síðast þegar liðin léku sigr- uðu Haukar með þriggja stiga mun í hörkuleik. Sýningar standa nú yfir á myndinni „Lúðramir þagna“ í Nýja bíó á Akur- eyri. í aðalhlutverkum eru George C. Scott og Timothy Hutton. Myndin lýsir lífi í herskóla í Bandaríkjunum og baráttu skólastjórans og nemenda hans gegn þeim er leggja vilja skólann niður. Næsta mynd í Nýja bíó er „Hellisbúinn", frábær ný grínmynd með Ringó Starr í aðalhlutverki. Myndin lýsir þeim tíma þegar allir voru að leita að eldi, uppfinn- ingasamir menn bjuggu í hellum, kvenfólk var kvenfólk, karlmenn voru villidýr og húsflugur voru á stærð við fugla.__________ Á morgun, laugardag, frumsýnir Leikfélagið Ið- unn í Hrafnagilshreppi „Skjaldhamra“, leikrit í fimm þáttum eftir Jónas Árnason í Laugaborg kl. 20,30. Leikstjóri er Gestur E. Jónasson og gerði hann einnig leikmynd. Leikrit þetta hefur verið sýnt víða við mjög góðar undirtektir. Það fjallar á gamansaman hátt um leit að njósnara á stríðsárunum. Æfingar hafa staðið yfir síð- an í nóvember. Hlutverk eru 6 talsins og fara Þuríður Schiöth og Úlfar Hreiðars- son með stærstu hlutverkin. Leikmynd og búninga hafa heimamenn annast að öllu leyti sjálfir. Önnur sýning verður n.k. þriðjudag kl. 20.30. Nei, hann er ekki heima en ég á von á honum á hverri stundu. . . _ h Halló, er þetta í vinbúðinni? Ég hcld ég kveiki í vindlinum seinna. Ég lét smíða borðið og stólana sér- skatlega, svo þér fyndist ekki of snöggleg breyting að vera kvæntur. |4. janúar. 1983 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.