Dagur - 14.01.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 14.01.1983, Blaðsíða 12
r wrnrn , BAUTINN - SMIÐJAN AUGLÝSA:_________ Smiöjan er opin alla daga í hádeginu og frá kl. 18.30. Fullbókað í s.t. laugardaginn 15. jan. Þorvaidur Hallgrímsson leikur dinnermúsik á kvöldin um helgar. Ur gömhun Degi „Mlklar vonir bundnar vid IJtvarp Akureyri' 44 — segir Kári Jónasson varafréttastj óri firéttastofunnar árið 1951 Við byrjum á einni „laufléttri" auglýsingu frá Eyrarbakarí sem hljóðaði á þessa leið: „Kraftbrauðin fást nú í Kjöt & Fiskur og Versluninni Hamborg. Borðið þessi hollu og góðu brauð. 70 atvinnulausir 18. apríl. í bréfi sem forstjóri vinnumiðlunarskrifstof- unnar skrifaði bæjarstjórn og rætt var á bæjarráðsfundi 12. þ.m. segir að 70 manns hafiþá verið atvinnulausir og á vegum skrifstofunnar, 50 heimilisfeður og 20 einhleypir menn og benti forstjórinn á nauðsyn þess að bærinn reyndi að bæta úr þessu ástandi hið fyrsta. Bæjarráð sam- þykkti að heimila að verja allt að 60.000,00 til vinnu við grjótgarðinn við togarabryggjuna fyrirhuguðu á Oddeyr- artanga. Sú nyrsta í heimi 25. apríl. í tímariti sænsk-íslenska félagsins sem gefið er út í Stokkhólmi, er greint frá byggingu sjálfvirku sím- stöðvarinnar hér á Akureyri á s.l. ári. Segir þar að símstöð- in þar sé nyrsta sjálfvirka símstöð í heimi, en áður en stöðin var byggð hafi bærinn Skelleftá í Norður-Svíþjóð átt nyrstu símstöðina. Báðar stöðvarnar eru gerðar hjá firm- anu L.M. Ericsson. Sektaðir fyrir ólæti 25. maí. Nokkrir menn hafa nýlega verið sektaðir fyrir háreisti og ólæti í pósthúsanddyrinu. Eins og kunnugt er af blaðaskrifum hefur borið mikið á ólátum og jafnvel skemmdarverkum þar í vetur. Löggæslan hefur nú tekið þar í taumana og er það vel. Ur bæ og byggð 17. maí. Kristján Geirmundsson hefur beðið blaðið fyrir þau skilaboð til barnanna og annarra þeirra er gaman hafa af að gefa fuglum á andatjöminni að nú sé kominn tími til að hætta að gefa brauð. Villiendurnar em allar flognar og brauðgjafir héðan af verða aðeins til að fóðra rotturnar. Meira úr bæ og byggð 30. maí. í gær gekk ungur maður, velklæddur, eftir aðal- götu bæjarins og var að borða appelsínu. Á gangstéttinni var slóð af appelsínuberki eftir hann. Úti í löndum mundi hann hafa verið handtekinn af lögreglu og sektaður. En þar eru líka ruslakörfur með stuttu millibili. Æth bærinn geti ekki sparað andvirði nokkurra rusladalla í götu- hreinsuninni ef ráðamenn bæjarins sýndu' nú af sér það menningarsnið að ráðast í slíka framkvæmd? Á nokkrum ámm mætti uppræta þann menningarósið að fleygja rusli á gangstéttir og götur. Snjókoma í júní. 13.júní. Á mánudagsnóttina byrjaði að snjóa hér um slóðir og hélst slydduhríð allan mánudaginn og fram um hádegi á þriðjudag. Snjó festi þó lítt í byggð en fjöll og heiðar voru hvít í gær. Ekki mun þó koma tO samgöngu- tmflana vegna þessa. Hiti hefur verið um frostmark hér um slóðir, en næturfrost em á hverri nóttu hér austur undan. - Við væntum okkur mikils af starfsemi Ríkisútvarpsins á Ak- ureyri. Þetta er upphafið af fastri starfsemi Útvarpsins úti á Iandi og vonandi kemur að því að hér verði raunverulegt Út- varp Akureyri sem þjóni Akur- eyri og nágrannabyggðunum, sagði Kári Jónasson, vara- fréttastjóri Fréttastofu Út- varpsins, í samtali við Dag en Kári var þá staddur á Akureyri til viðræðna við starfsfólk Ut- varpsins hér. - Þessi starfsemi Ríkisútvarps- ins á Akureyri hefur aukist jafnt og þétt og mér var því falið að ræða við útvarpsfólk hér, einkum með tilliti til aukins fréttaflutn- ings. Við þurfum að ná betra sam- bandi við fréttaritara Útvarpsins, bæði hér á Akureyri og annars staðar á landinu og þessi ferð mín hingað er liður í að styrkja tengslin, sagði Kári Jónasson. Að sögn Kára er ekki annað að heyra en að framlag Akureyrar- deildarinnar hafi mælst mjög vel fyrir. Tveir starfsmenn eru nú í fullu starfi hjá RÚVAK, eins og útvarpið hér hefur verið nefnt en þrír starfsmenn eru lausráðnir eða í hlutastarfi. Auk þess leggur svo fjöldinn allur af þáttagerðar- fólki hönd á plóginn. Húsnæðis- málin hafa sniðið starfseminni mjög þröngan stakk, enda sagði Kári Jónasson þau algjörlega óviðunandi. Þau væru jafnvel verri en aðstaðan á Fréttastofu Útvarps og þá væri langt til jafnað. Þessa dagana er verið að undirbúa innréttingu nýs húss í Síðuhverfi sem í framtíðinni mun hýsa Akureyrardeildir Útvarps og Sjónvarps og sagði Kári að miklar vonir væru bundnar við það hús- næði. - Það er annars mikið um að vera hjá Ríkisútvarpinu um þess- ar mundir. Unnið er að fullum undirbúningi við Rás 2, en ef allt fer að óskum ætti að vera hægt að taka þá rás í notkun seint á þessu ári. Þá eru allar horfur á að lang- þráð Útvarpshús muni rísa sam- kvæmt áætlun, en í sumar verður lokið við að steypa það upp og búið er að bjóða út næsta áfanga hússins. Það þarf ekki að fjölyrða um það að þegar Útvarpshúsið kemst í gagnið þá verður gjör- breyting á allri vinnuaðstöðu út- varpsmanna. Ég get nefnt sem dæmi að í dag vinna 18 manns á Fréttastofunni og þó að ekki sé nema hluti þeirra að störfum í einu þá eru þrengslin tilfinnanleg. Útvarpið er eini fréttamiðillinn sem starfar alla daga ársins, frá klukkan sex á morgnana til mið- nættis alla virka daga og það segir sig sjálft að álagið getur verið gíf- urlegt, sagði Kári Jónasson, vara- fréttastjóri Fréttastofunnar. \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.