Dagur - 07.04.1983, Síða 4

Dagur - 07.04.1983, Síða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. ÁLMÁLIÐ í grein sem Guðmundur Bjarnason, alþingis- maður, skrifar í Dag fjallar hann um álmálið. Hann segir þar m.a. um raforkuverðið til ÍSAL: „Svo sem alþjóð veit er verð það sem ÍSAL greiðir fyrir raforku orðið algjörlega óviðun- andi. Verðið er nú 6,45 mills (mill er 1/1000 úr dollar) eða sem svarar 13,7 aurum á kílówatt- stund. Að ná fram hækkun á þessu orkuverði er eitt af brýnustu hagsmunamálum okkar, einkum þó fyrir þá sem hita hús sín upp með rafmagni og greiða nú 58 aura fyrir kílówatt- stund samkvæmt taxta Rafmagnsveitna ríkis- ins til upphitunar íbúðarhúsnæðis. “ „ Af framansögðu má öllum vera ljóst að það er ekki nema sanngirniskrafa að fá orkuverðið hækkað en því þarf að ná fram með samkomu- lagi við Svisslendinga, eigendur ÍSAL, þar sem upphaílegir samningar voru ekki nægjanlega vel gerðir með tilliti til breyttra aðstæðna í heiminum og endurskoðunarákvæði óljós, enda lögðust framsóknarmenn gegn þeim samningum á sínum tíma. “ „ Að sjálfsögðu ber okkur að fylgja eftir lög- um og reglum í skattamálum og sjá um að allir greiði það sem þeim ber, en hér voru notaðar rangar áherslur, ásakanir um sviksamlegt at- hæfi án þess að nokkur dómur væri genginn í málinu. Tilboði um að leggja málið fyrir gerð- ardóm sem átti að vera skipaður íslendingum að meirihluta var hafnað og þótt skattahækk- un hafi nú verið reikningsfærð er síður en svo ljóst að hún komi til með að standast fyrir þeim alþjóðlega gerðardómi, sem nú kemur til með að fjalla um málið. “ „ Af þessu má ljóst vera að iðnaðarráðherra hefur ekki verið að leita eftir samstöðu um málið heldur þvert á móti. Samstaða sem Al- þýðubandalagið og Þjóðviljinn tala um að hafi verið rofin var ekki samstaða um orkuverðs- hækkun heldur samstaða um Hjörleif Gutt- ormsson og hans vinnubrögð sem hafa sýnt sig að ná engum árangri. Menn spyrja nú: Vildi Hjörleifur nokkurn tíma semja? Vildi hann ekki fyrst og fremst átök og stríð við vondan erlendan auðhring? Var ekki alltaf meiningin að gera málið að póli- tísku áróðursmáli fyrir Alþýðubandalagið til að nota í kosningabaráttunni? Óábyrg vinnubrögð af þessu tagi hafa þegar orðið þjóðinni dýrt spaug og rétt að veita þeim mönnum sem þannig vinna verðskuldaða ráðningu í kosningunum. “ „Islendingar eiga meiri orku óvirkjaða á hvern íbúa landsins en nokkur önnur þjóð í heiminum. Þessa orku verðum við að nýta á næstu árum til að bæfa lífskjörin. Til að það takist þurfum við að ganga til samvinnu við er- lenda aðila um fjárfestingu, markaðsmál og tækniþekkingu. Erlendir auðhringar og stór- fyrirtæki eru engin lömb að leika sér við, en við erum reynslunni ríkari hvað samningagerð varðar. Við viljum standa við gerða samninga en jafnframt standa fast á rétti okkar og við mun- um grípa til harðra aðgerða ef á okkur er brotið og sannreynt er að samningaleiðin reynist ekki fær. “ „Stækkunin á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri ásamt starfrækslu Systrasels kalla á 150 stöðugildi svo dæmi sé nefnt.“ - Myndin er úr einni hinna nýju skurðstofa á Fjórðungssjúkrahúsinu. Mynd: KGA Stefán Valgeirsson, alþingismaður: „Boðskapur“ Sjálfstæðismanna Ekki fer nú mikið fyrir rök- hyggjiinni í málflutningi sjálf- stæðismanna frekar en fyrri daginn. Þeir lofa þjóðinni um- talsverðri skattalækkun annars- vegar en stórauknum opinber- um framkvæmdum og þjónustu hinsvegar. Þeir virðast ekki eiga nógu sterk lýsingarorð í orða- forða Valhallar til að undirstrika andúð sína á aukningu erlendra skulda, svo tæpast ætla þeir að uppfylla loforðalista sinn með erlendum lántökum. Þeir birta langar talnaraðir er sýna eiga aukin umsvif hins op- inbera síðustu árin og nota nafn- giftina „stjórnleysi" í því sam- bandi. En þeir ganga framhjá því að aukin þjónusta á mörgum sviðum hin síðari ár t.d. í heil- brigðismálum hefur útheimt stóraukin rekstrargjöld af opin- beru fé. Það er ekki nóg að byggja sjúkrahús eða heilsugæslustöðv- ar. Það kostar ekki litla fjármuni að reka þessar stofnanir. Stækk- unin á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri ásamt starfrækslu Systrasels kalla á 150 stöðugildi svo dæmi sé nefnt. Og þannig er það á öllum sviðum. Aukin þjónusta hlýtur að auka sam- neysluna. Þess vegna þýða Iof- orð sjálfstæðismanna nú um að minnka verulega skattheimtu til ríkisins minni framkvæmdir á vegum hins opinbera og að þeir muni draga úr þjónustu við al- menning í landinu ef þeir kom- ast til áhrifa að loknum kosning- um. Það leynir sér ekki að þeir hafa ekki áhyggjur af aðstöðu- muninum í þjóðfélaginu. Að jafna vægi atkvæða telja þeir til mannréttindaen að minnka að- stöðumuninn í þjóðfélaginu er aftur á móti ekki mannréttindi í þeirra augum. En samtímis þessu brigsla þeir okkur um ræfilsskap, að útvega ekki meira fjármagn til hafna, flugvalla, skóla, sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, til íbúðar- lána og ekki síst til vegamála. Maður skyldi halda að afreka- skrá þeirra sé glæsileg frá þeim tíma er þeir réðu öllu í landinu, þ.e.a.s. frá „viðreisnarárunum" miðað við þær átölur og þann gorgeir sem felst í máli þeirra síðustu vikurnar. Stefán Valgeirsson Stundum gerast athyglisverðir og um leið skemmtilegir hlutir í pólitík. Þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi eystra er Björn Dagbjartsson fyrrverandi að- stoðarráðherra Kjartans Jó- hannssonar. Björn hefur verið mikilvirkur kjallaragreinahöf- undur síðustu mánuði eins og frægt er orðið. Eitt sinn tók hann sig til og vildi sýna fram á að at- hyglisvert dæmi mætti finna frá liðnum tíma sem sýni að hægt væri að framkvæma mikið á veg- um hins opinbera þó erfiðleikar steðjuðu að þjóðinni. í leit sinni að slíku dæmi staðnæmdist Björn ekki við „viðreisnarárin“ eða við önnur ár er Sjálfstæðis- flokkurinn réði ferðinni um stjórn landsins, en hann nam staðar við árin á milli 1930-1940 þegar Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur stjórnuðu land- inu. Annað dæmi fann hann ekki. Þetta ætti að vekja menn til umhugsunar og segir sögu sem vert er að halda á lofti. Frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins vill sýna fram á að hægt sé að halda uppi miklum fram- kvæmdum þó erfiðleikatímar* séu. Hann finnur þó ekki slíkt dæmi í afrekaskrá Sjálf- stæðisflokksins. Það eru fram- sóknarárin milli 1930 og 1940 sem eru talandi dæmi um slíkar framkvæmdir. En Birni fataðist að einu leyti a.m.k. í þessari grein. Hann taldi að Ólafur Thors hefði verið áhrifamaður á þessum tíma. Hér tala verkin og þau eru marktækari en sýndarmennsku- tillögur sjálfstæðismanna sfð- ustu árin. Það er lítill vandi að setja tillögur á blað ef menn þurfa ekki eða ætla ekki að framkvæma þær. Það eru verkin sem tala. Glöggt dæmi um þetta eru til- lögur sjálfstæðismanna um vegagerð sem þeir virðast ætla að hrinda í framkvæmd með því að lækka skatta á þjóðinni. Á „viðreisnarárunum" tólf var lagt bundið slitlag á 49 km, eða rúm- lega 4 km á ári að meðaltali. En síðustu þrjú árin hefur bundið slitlag verið lagt á 378 km eða 126 km að meðaltali á ári. En framsóknarmenn hafa líka ráðið ferðinni á síðustú árum. Það er hægt að sýna og segja frá mörg- um slíkum dæmum og fólk í þessu kjördæmi er ekki búið að gleyma umskiptunum sem urðu eftir að stjórn Ólafs Jóhannes- sonar var mynduð árið 1971. Það var eins og vorleysing eftir langan og strangan viðreisnar- vetur. Stefán Valgeirsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.