Dagur - 07.04.1983, Síða 5

Dagur - 07.04.1983, Síða 5
FESTA - SOKN- FRAMTIÐ — nokkur helstu atriði um stefnu Framsóknarflokksins f Undanfarin ár hefur það verið hlutskipti Framsóknarflokksins að eiga þátt í að leiða þjóðina í gegnum tímabil heimskreppu og aflabrests. Þetta hefur tekist án meiriháttar áfalla og án atvinnuleysis. Efnahagslífið er þó enn sjúkt vegna mikillar verðbólgu sem óhjákvæmilegt er að stöðva. Að ýmsu leyti er þó að rofa til og því unnt að undirbúa nýja framf arasókn strax gg tek- ist hefur að ná tökum á verðbólgunni. í þeirri sókn er það meginmarkmið framsóknar- manna að tryggja að hinir miklu framfara- möguleikar íslands nýtist þjóðinni allri til hagsældar og stöðugra framfara. Nýir mögu- leikar í landbúnaði, tækniframfarir í fisk- vinnslu, aukin sókn í almennum iðnaði og nýting vatnsafls og jarðvarma getur allt skapað traustan grundvöll nýrrar framfara- sóknar verði heimatilbúnum hindrunum rutt úr vegi. Hagstæðari þróun efnahagsmála ná- grannaþjóða okkar gefur íslensku þjóðinni nú gott tækifæri, sem við verðum að nýta, til að koma eigin málum í betra horf. Til þess verður að vinna bug á verðbólgunni, leið- rétta ýmsar skekkjur í þjóðfélagskerfinu og beita öllum skynsamlegum ráðum til að örva efnahagslegar framfarir. Við verðum að taka okkur tak og sýna hvers megnugir við erum. Framsóknarflokkurinn boðar ekki neyð- aráætlun né leiftursókn heldur þjóðarátak til eínahagslegs jafnvægis og framfara. Fram- sóknarflokkurinn vill sterka og samhenta stjórn sem stýrir þjóðfélaginu inn á braut velmegunar, vaxandi frjálsræðis, félags- hyggju og minnkandi ríkisafskipta. Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn til samstarfs við þá stjórnmálaflokka sem fara vilja þessa leið. Áhersluorð framsóknar- manna eru festa í stjórn, sókn til betra lífs og björt framtíð. Samdráttur í þjóðarframleiðslu og kreppan umhverfis okkur valda því, að fyrst í stað verður að verja það, sem áunnist hefur • Til þess þarf styrka stjórn manna, sem þora að horfast í augu við raunveruleikann og bregð- ast við samkvæmt þvi. • Menn, sem segja þjóðinni sannleikann. • Menn, sem þora að grípa til þeirra ráðstafana, sem þörf er á. • Menn, sem vilja sækja af fullri festu og einurð til betri framtíðar. Jafnskjótt og tekist hefur að ná tökum á stjórn efnahagsmála verði hafin ný sókn til eflingar atvinnulífsins. • Sjávarafli verði fullunninn í landinu í eins ríkum mæli og markaðir leyfa. • Kappkostað verði að auka gæði og nýtingu og efla tækniframfarir í fisk- iðnaði. • Sérstök áhersla verði lögð á arðbærar búgrein- ar. Orka landsins verði virkjuð og iðnaður efldur til aukinnar framleiðslu og útflutnings. • Markaðsöflun erlendis verði styrkt í ríkari mæli en nú er gert. • Starfsemi fjárfestingalána- sjóða verði samræmd og þeim beitt til þes að ná settum markmiðum. • Aðstaða iðnaðar verði bætt með lækkun opin- berra gjalda. Festa Sókn Næstu árin þarf að sýna mikla festu í stjórn landsmála svo að unnt verði að hefja nýja sókn til betri framtíðar. Strax að loknum kosningum þarf að taka mikilvægar ákvarðanir í efnahagsmálum. Samhliða verði lögð áhersla á sókn til betra mannlífs • Lögbundið verði til tveggja ára þak á hækkun verðlags, opinberrar þjónustu, vaxta, launa, búvöruverðs og fiskverðs og þannig tryggð undan- bragðalaus niðurtalning verðbólgunnar. • Erlend lán verði eingöngu tekin til arðbærra fjár- festinga. • Opinberar fjárfestingar minnki til að skapa aukið svigrúm fyrir atvinnuvegi. • Dregið verði úr opinberum álögum á atvinnurekstur. • Viðmiðunarkerfi launa verði breytt þannig að verulega dragi úr víxl- verkun verðlags og launa* • Stjórnkerfi hins opinbera verði tekið til róttækrar endurskoðunar til að draga úr kostnaði og auka hagkvæmni. • Fjárfestingarfé verði fyrst og fremst beint til atvinnuveganna og það nýtt til aukinnar fram- leiðslu og framleiðni. • Tekjuskattur verði ekki lagður á miðlungs og lægri tekjur. • Staðgreiðslukerfi skatta verði komið á. • Dregið verði úr viðskipta- halla. • Fullt jafnrétti kynja til starfa, launa og lífsham- ingju verði tryggt. • Allar konur njóti sama fæðingarorlofs. • Húsnæðislán nemi 80% af byggingarkostnaði og verði til 42 ára. • Lögð verði rík áhersla á umhverfisvernd, aðstöðu til útivistar og íþrótta. • Islendingar leggi ákveðnir lóð sitt á vogarskál friðar í heiminum með skeleggri baráttu fyrir afvopnun og takmörkun kjarnorku- vopna. Lífskjör okkar í dag • Við búum við fullkomið frelsi og lýðræði. • Við búum í stóru óspilltu og fögru landi. • Þjóðartekjur eru meðal þeirra hæstu í heiminum. • Atvinnuleysi má heita óþekkt. • Meðalaldur íslendinga er hinn hæsti í heimi. • Heilsugæsla er til fyrirrnyndar. • íbúðarhúsnæði er i fremstu röð, hvort heldur miðað er við stærð eða gæði. • Almenn menntun er með því sem best gerist í heiminum. Framtíð Þegar efnahagslíf og atvinnuvegir hafa verið treystir, blasir björt framtíð við okkur íslendingum. í framtíðar— þjóðfélagi þurfum við meðal annars að leggja áherslu á: • • Að standa vörð um óskorað stjórnarfarslegt, efnahagslegt • og menningarlegt sjálfstæði okkar á grundvelli lýðræðis og þingræðis. • • Að tryggja að allir þegnar þjóðfélagsins fái jöfn tækifæri til • að þroska og nýta hæfileika sína og að öryggi þeirra allra sé tryggt, þótt á kunni að bjáta. • Að manngildið sé jafnan metið meira en auðgildið. Frelsi einstaklingsins og sem beinust samskipti hans við stjórnvöld. Að atvinnulífið byggist á framtaki efnalega sjálfstæðra manna, sem leysa sameiginleg verkefni á grundvelli samvinnu og félagshyggju, en aðeins í undantekningartil- vikum með opinberum rekstri. Auðlindir landsins verði nýttar til hagsbóta öllum landsins þegnum í fullri sátt við náttúru þess. Að blómlegt athafna- og menningarlíf sé í öllum landsins byuuðum. Valdi verði dreift og horfið frá miðstýringarstefnu. Islendingar leiti eftir góðum samskiptum við allar þjóðir og styðji eftir megni baráttu fyrir friði í heiminum, jafnrétti og sjálfstæði allra þjóða og rétti allra manna til frelsis og mannsæmandi lífs.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.