Dagur - 07.04.1983, Side 10
Samtök forræðislausra ferðra stofnuð á Akureyri:
„Allt of margir feður hafa
háð árangurslaust einkastríð“
Fyrir nokkru var haldinn stofn-
fundur Samtaka forræðislausra
feðra á Akureyri. Vegna tíma-
leysis var ekki boðað til fundar-
ins sem skyldi og hefur verið
ákveðið að halda framhalds-
stofnfund sem mun verða aug-
lýstur nánar síðar. A fund-
inum sl. laugardag flutti Bjarni
Ólafsson ávarp og er það birt
hér í heild:
í dag laugardaginn 26. mars
1983 eru Samtök forræðislausra
feðra stofnuð.
Samtök forræðislausra feðra er
félag sem mun beita sér fyrir því að
nýju barnalögin séu virt á jafn-
réttisgrundvelli. En þar segir að
bæði foreldri skulu hafa jafnan
rétt til barna sinna eftir skilnað og
að það foreldrið sem ekki fær for-
ræðið skuli hafa rétt til að um-
gangast börn sín.
Samtökin eru opin öllu fólki,
konum og körlum, sem áhuga
hefur á eða telur sig hlunnfarið í
þessum efnum.
Hingað til hafa alltof margir
feður háð sitt árangurslausa
einkastríð og setið eftir með sárt
ennið, varnarlausir gegn þeim
fordómum og hefð að móðirin fái
börnin, eingöngu af því að hún er
kona. Jafnvel eftir að nýju barna-
lögin tóku gildi. Þetta á bæði við
um gift fólk og fólk í óvígðri
sambúð.
Samtökin munu jafnvel beita
sér fyrir að lögum verði beitt til að
tryggja velferð barna á meðan á
forræðisdeilum stendur. Þar er átt
við tímabilið frá hjúskaparslitum
og þangað til forræði og um-
gengnisréttur hefur verið skip-
aður.
En því foreldrinu (oftast nær
konan) sem fyrra er til að hrifsa
með sér börnin er í sjálfsvald sett
hvort hitt foreldrið fái nokkuð að
umgangast börnin sín.
Oft er þannig reynt að slíta
börnin úr tilfinningalegum tengsl-
um við föður sinn börnunum til
andlegra skemmda. Þar ná engin
lög um. Það eru ófá dæmi um að
feður hafa verið beittir sálrænum
pyntingum á þessu tímabili og
neyddir til að samþykkja afar-
kosti í umgengni við börnin. „Ef
þú samþykkir ekki þetta þá færðu
börnin ekki neitt.“ Þannig hafa
börnin verið notuð að vopni til
þessa. Tilfinningar barna og feðra
eru fótum troðnar. Þessu viljum
við mótmæla. Við viljum líka
mótmæla að persónulegt skítkast
skuli hafa áhrif á dómsvöld sem
ákveða forræði og umgengnisrétt.
Að ættingjar og óviðkomandi fólk
fái með hlutdrægni áhrif á forræð-
isákvarðanir og sverja jafnvel lyg-
ar gegn þeim sem það vill ekki að
fái forráðaréttinn.
Það kom fyrir einn félaga okkar
um daginn eftir að hafa hringt
margoft til „tengdamúttu" og
beðið um samband við börnin sín
Bílstjórar - Vörubílaeigendur
Höfum tekið að okkur sölu- og
þjónustuumboð fyrir
sendi- og vöruflutningabifreiðar
Rekum þjónustu- og söluumboð fyrir VW,
viðgerðarþjónustu fyrir Volvo-GM,
einnig rafmagnsverkstæði og bílamálun.
Við minnum einnig
á okkar alhliða þjónustu
við bifreiðaeigendur.
v/Tryggvabraut,
Akureyri, sími 22700.
og símanum var skellt jafnoft á
hann að hann skrapp í kaffitíma
úr vinnu til að hitta þau. Án þess
að hugsa um tilfinningar barn-
anna hringdi „tengdamútta“ á
lögregluna, börnin voru slitin úr
fangi hans. Maðurinn hafði ekki
hemil á tilfinningúm sínum, hann
brotnaði saman, var handtekinn
og fluttur út. Þannig eru feður oft
viljandi gerðir að árásaraðilum í
augum barna sinna. Þó lögreglan
hefði samúð með manninum þá
var þetta skylda þeirra. Það er
ekki við þá aö sakast. Friðhelgi
heimilisins er svo sterk að húsráð-
andi þarf ekki að hleypa neinum
inn í hús sín. Jafnvel þó sá sé faðir
barnabarna hans.
Við munum láta í okkur heyra.
Við munum láta til okkar sjást.
Við munum leitast við að ná því
fram að skipting barnanna okkar
sé í anda barnalaganna, réttlát.
Bjarni Ólafsson.
Spennandi
úrslit
Um næstu helgi fer fram hér í
Iþróttahöllinni síöasta umferð
í úrslitakeppni annarrar deild-
ar í handbolta. Þar berjast
fjögur lið um tvö laus sæti í
fyrstu deild næsta keppnis-
tímabil.
Að nokkru eru úrslitin ráðin,
þ.e.a.s. Gróttaáekkimöguleika
á að komast í fyrstu deild og
Haukar hafa svo gott sem tryggt
sér annað lausa sætið.
Það eru því fyrst og fremst
KA og Breiðablik sem berjast
um að komast upp. Fyrir þessa
umferð hefur KA eitt stig til
góða á Blikana, en þeir hafa bar-
ist eins og Ijón í þessum úrslitum
og hafa nú þegar unnið upp fjög-
urra stiga forustu sem KA hafði
þegar úrslitakeppnin byrjaði.
Vonandi verður heimavöllurinn
KA notadrjúgur og með góðum
stuðningi áhorfenda ætti þetta
að geta tekist hjá KA.
Allir leikirnir í þessari umferð
verða úrslitaleikir og t.d. getur
ekkert liðanna bókað sigur fyrir-
fram á Gróttu, en þeir munu ein-
ir liða leika þessa leiki án álags
og munu eflaust leika léttan og
skemmtilegan handbolta.
Það er mikill hugur í KA-
strákunum fyrir þessa umferð og
einn sem íþróttasíðan ræddi við
sagði að þeir ætluðu sér ekkert
minna en sigur í öllum þremur
leikjum sínum og sýna það og
sanna að þeir eigi heima í fyrstu
deild.
Áhorfendur eru því hvattir til
að fjölmenna í Höllina á föstu-
dagskvöldið, laugardaginn og
sunnudaginn því þar verður ör-
ugglega hart barist.
Kissing kominn
til landsins
Hinn þýski þjálfari KA í
knattspyrnu Frits Kissing er
nú kominn og hefur hafið æf-
ingar með leikmönnum
sínum.
KA var í Reykjavík um pásk-
ana og léku strákarnir þar
nokkra æfingarleiki undir stjórn
hins nýja þjálfara síns. Fyrst
léku þeir við Víkinga og sigraði
KA í þeim leik með fimm mörk-
um gegn engu. Síðan léku þeir
við Fylki og þar sigraði KA einn-
ig, með tveimur mörkum gegn
engu. Síðast var svo leikið við
Fram og þar sigraði KA einnig
með einu marki gegn engu.
í marki KA í þessum leikjum
stóð nýr markmaður sem heitir
Sigurður Sigurgeirsson eða Siggi
Shilton eins og hann hefur
stundum verið uppnefndur.
Hann lék í fyrra með HSÞ og
hefur nú tilkynnt félagaskipti
yfirí KA.
Leiðrétting:
Þórsarar
sigruðu
í síðasta blaði brenglaðist fyrir- sigrað.
sögn o.fl. vegna leiks Þórs og Hið rétta var að Þór sigraði í
Dalvíkinga í handbolta. í fyrir- þessum leik og eru því Þórsarar
sögninni stóð að Dalvík hefði beðnir velvirðingar á þessum
sigrað, en í greininni undir var mistökum sem urðu í frásögn og
sagt að bæði Dalvík og Þór hefði fyrirsögn um leikinn.
1P - DAGUR - 7. aprfl 1983