Dagur - 08.04.1983, Síða 11

Dagur - 08.04.1983, Síða 11
HVAÐERAÐ GERAST? V ORTÓNLEIKAR Tónleikar Lúðrasveitar Akureyrar og blásara úr Tónlistarskólanum verða haldnir í Sjailanum sunnudaginn 10. apríl kl. 15. Fjölbreytt efnisskrá. Stjórnandi er Atli Guð- laugsson. Á tónleikunum verða kaffiveitingar (hlaðborð) sem Kvenna- deild Slysavarnafélags- ins á Akureyri sér um. Aðgangseyrir er kr. 100 fyrir fullorðna og kr. 50 fyrir börn (kaffi innifal- ið). Tilvalin skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Húsið opnað kl. 14. Komið og styrkið gott rpálefni. Lúðrasveit Akureyrar Kvennadeild S.V.F.I. Akureyri. Gönguferð fyrir alla fjölskylduna Þá eru gönguferðirnar á vegum Ferðafélags Akur- eyrar að hefjast og verður byrjað með léttri skíða- göngu - tveggja til þriggja klukkustunda langri - fyrir alla fjölskylduna næstkomandi laugardag. Á sunnudag verður lengri skíðaganga fyrir þá sem eru vanir skíðagöngu en margar fleiri göngu- ferðir eru fyrirhugaðar á næstunni. Allar upplýs- ingar fást á skrifstofunni, Skipagötu 12 eða í sím- svara 22720, en þar er einnig bent á hugsanlega ferðamöguleika. ÍSCROSS Á TJÖRNINNI Um helgina gengst Bíla- klúbbur Akureyrar fyrir íscrosskeppni á Tjörn- inni. Þessi keppni er liður í keppninni um fslands- meistaratitilinn og er hún sú næstsíðasta sem fram fer á þessu ári. Bílarnir verða ræstir kl. 14 á laugardag en búist er við allt að 12 bílum í keppnina. Óvíst er um þátttöku Reykvíkinga en þó er fastlega búist við því að íslandsmeistarinn mæti til leiks. Húsvík- ar mæta hins vegar til leiks. Aðgangseyrir er 50 krónur en keppnin hefst eins og áður segir klukkan 14. „Kennara- tónleikaru hjá Tónlistar- félaginu Þriðju áskriftartónleikar Tónlistarfélags Akureyr- ar verða haldnir í Borgar- bíói laugardaginn 9. apríl n.k. kl. 17.00. Nú er boðið upp á fjöl- breytta dagskrá sem kennarar Tónlistarskóla Akureyrar hafa allan veg og vanda af. Flytjendur eru 13 talsins, þar af 11 kennarar og tveir nemendur skólans. Atli Guðlaugs- son trompet, Edward Fredriksen básúna, Hall- dór Halldórsson trompet, Hrefna Hjaltadóttir lág- fiðla, Jóhann Ævarsson horn, Jónatan Bager flauta, Kristinn Örn Kristinsson píanó, Lilja Hjaltadóttir fiðla, Magna Guðmundsdóttir fiðla, Michael Jón Clarke bari- ton, Roar Kvam túba, Soffía Guðmundsdóttir píanó og Þuríður Bald- ursdóttir alt. Leikið verður og sung- ið af hjartans lyst úr verk- um tónskálda sem spanna vítt tímabil, frá 16. öld fram á okkar daga en þau eru: Samuel Barber, Ge- orges Bizet, Árni Björnsson, Manuel de Falla, Ludwig Maurer, Roger Quilter, Max Reger, Schein, Robert Schumann, André Spir- ea, Giuseppi Verdi. Á svona fjölbreyttum matseðli fer varla hjá því að allir finni ekki eitthvað við sitt hæfi. En þessir tónleikar eru líka glæsi- legur vitnisburður um hve fjölhæf kennslustofnun Tónlistarskólinn er orðinn, að eiga svona sterka forystusveit. Akureyringar eru hvattir til að fjölmenna á þessa tónleika og sýna í verki að þeir kunna að meta þýðingarmikið framleg listafólksins til auðugra mannlífs í Akur- eyrarbæ og sveitum Eyja- fjarðar. Aðgöngumiðar fást í Huld í Hafnarstræti og við innganginn. Efni á síðuna „Hvað er að gerast“ í Helgar-Degi þarf að hafa borist ritstjórn Dags fyrir kl. 10 á fimmtudagsmorgnum. Kemst KA upp? Um helgina ræðst það hvort KA tekst að tryggja sér sæti í 1. deild fslands- mótsins í handknattleik næsta keppnistímabil en síðasti hluti úrslitakeppni 2. deildar verður háður á Akureyri og hefst í kvöld. Þá leika KA og Grótta kl. 20.15 ogsíðan Breiða- blik og Haukar. Á morg- un leikur KA gegn Hauk- um kl. 15.15 og síðasti leikur mótsins verður viðureign KA og Breiða- bliks á sunnudag kl. 15.15. Haukar hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deild að ári en KA og Breiðablik berjast um annað laust sæti. KA hefur eitt stig á Blikana svo spennan er fyrir hendi. Laugardagur 9. aprfl 1983 STÓRBINGÓ Ferðavinningur frá Atlantik, heimilistæki, auk annarra góðra vinninga. Spilaðar verða 5 umferðir. Bingóið hefst kl. 22.30 Sér-tilboð kvöldsins: Spergilsúpa. Hamborgaralæri með rauðvínssósu (m/súpu ogdesertkr. 295) Borðapantanir í síma 22200. eða heilsteiktur nautahryggur (m/súpu og desert kr. 375). Nougat ís. Ingimar Eydal skemmtir matargestum með léttri tónlist og leikur síðan fyrir dansi ásamt Billa, Leibba og Ingu. UÍ3. mi ÍW Aðeins rúllugjald kr. 30. FUFAN HÚTEL KEA AKUREYRI SI'MI: 96-22200 8. apríl 1983 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.