Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.. HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG i ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) I AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON I ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. . I f Fjölgun flokka - aukinn glundroði í grein sem Hákon Hákonarson, formaður Fé- lags málmiðnaðarmanna á Akureyri og einn af frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmis eystra, skrifar í Dag fyrir skömmu segir hann m.a.: „Margt hefur verið rætt og ritað um þá póh- tísku stöðu sem hefur verið á Alþingi sl. vetur. Mönnum hefur fundist þingið verkahtið og þingmenn stjórnarandstöðu í mörgum tilfell- um frekar kosið að vekja á sér athygli persónu- lega í umræðum utan dagskrár og um þingsköp, en að leggja sitt af mörkum við lausn t.d. efnahagsmála. Og víst er að stund- um hafa umræður farið fram með þeim hætti að þinginu hefur verið lítih sómi að. Þetta og eflaust margt fleira í stjórnmálum virðist hafa haft þau áhrif að nú eru verulegar hræringar í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Fólk vill mótmæla þessu ástandi og krefst ábyrgrar af- stöðu þingmanna við lausn vandamála þjóðar- innar. Kveður svo rammt að þessu að alls kyns framboð láta nú á sér kræla. Ef til vih er sú flokkaskipan sem nú er í land- inu ekki neinn heUagleiki sem ekki má gagn- rýna og breyta. “ Hákon spyr síðan hvort menn telji líklegt að sex eða átta flokkar eigi auð- veldara með að koma sér saman um lausn vandamálanna, heldur en þeir fjórir sem nú eiga fulltrúa á Alþingi. „Ég þykist þess fullviss að þegar menn vega þetta og meta í rólegheitum sjái þeir að fjölg- un flokka á Alþingi þýðir aðeins aukinn glund- roða í landinu, meiri sundrung meðal lands- manna. Trúa menn því virkilega að slíkt ástand færi okkur íslendingum sigra í framtíðinni við lausn þeirra verkefna sem bíða? Þetta bið ég þig kjósandi góður að hugleiða vandlega áður en þú greiðir atkvæði í komandi kosningum, “ segir Hákon Hákonarson í þessari grein. Hann bendir síðan á að fyrstu skrefin í því að telja niður verðbólguna hafi að vísu látið á sér standa, en árangurinn hafi strax komið í ljós þegar það hafi verið tekið í ársbyrjun 1981. Þá hafi árangurinn ekki látið á sér standa. Hákon bendir á að þegar árangur niðurtalningarinnar hafi farið að skila sér hafi ríkisstjórnin notið stuðnings 70% þjóðarinnar, samkvæmt skoð- anakönnun. Þetta sanni að fólkið í landinu sé tilbúið að færa stundarfórnir ef það eygir ár- angur. Þetta eigi að hvetja alla hugsandi menn til ábyrgðar og samvinnu. í lok greinar sinnar segir Hákon Hákonarson: „Komum við framsóknarmenn sterkir út úr kosningunum 23. apríl nk. munum við af alefli beita okkur fyrir því að festa og ábyrgð ein- kenni sókn þjóðarinnar til bjartrar framtíðar. “ 4 - DAGUR - i ‘4. apri'í í 983 Unnið hefur verið að rannsóknum í Ólafsfjarðarmúla vegna fyrirhugaðra jarðgangna þar. Guðmundur Bjarnason alþingismaður: Stórstígar framfarir í samgöngumálum Á seinustu árum hafa orðið stór- stígar framfarir í samgöngumál- um og hafa framsóknarmenn lagt á það þunga áherslu enda fátt mikilvægara í byggðastefnunni en úrbætur á því sviði. Framlög til vegamála hafa ekki um langt árabil verið hærra hlut- fall af þjóðarframleiðslu en nú, hafa hækkað úr 1,7% 1978 í 2,2% nú í ár. Er það í samræmi við lang- tímaáætlun í vegagerð sem gerir ráð fyrir að á næstu 12 árum verði 2,2-2,4% af þjóðarframleiðslu varið til vegamála. Bundið slitlag hefur verið lagt á fleiri kílómetra en nokkru sinni fyrr og mun nú vera á um það bil 650 km vega, þar af hafa fast að 400 km verið lagðir á seinustu þrem árum eða 60% af heildinni, í tíð núverandi samgönguráðherra Steingríms Hermannssonar. í sumar er áætlað að leggja á 150 km til viðbótar, og er nú þriðjung- ur leiðarinnar á milli Akureyrar og Reykjavíkur með bundnu slit- lagi. Framkvæmdir sem þessar eru þjóðhagslega mjög arðsamar og spara bifreiðaeigendum stórfé í lækkuðum rekstrarútgjöldum. Þá má nefna að þegar eru hafn- ar framkvæmdir við lagfæringar á svokölluðum Ó-vegum, þ.e. Ól- afsvíkurenni, Óshlíð og Ólafs- fjarðarmúla. Þetta eru einhverjir erfiðustu og hættulegustu staðirn- ir í vegakerfi okkar svo sem dæm- in sanna. Því eru úrbætur mjög aðkallandi og áætlað að verja stórfé til þessara verkefna á næstu árum. Af verkefnum í Norðurlands- kjördæmi eystra má nefna fram- kvæmdir við veginn til Dalvíkur og er áætlað að ljúka framkvæmdum við hann á næsta ári. Ákveðið hef- ur verið að gera göng í Ólafsfjarð- armúla. Á leiðinni milli Akureyr- ar og Húsavíkur eru miklar fram- kvæmdir í gangi og verður haldið áfram að leggja bundið slitlag í sumar. Víkurskarðsvegur vartek- inn til vetrarumferðar í haust og verður lokið við þá leið á næsta ári og framkvæmdir hafnar við Leiru- veg. Ný brú var byggð á Eyja- fjarðará við Hrafnagil. Er það góð samgöngubót en hefur einnig mikla félagslega þýðingu. Þá tókst í sumar að ljúka uppbygg- ingu vegarins yfir Melrakkasléttu og ná þar með mjög þýðingar- Guðmundur Bjamason. Þá má nefna að þegar eru hafnar framkvæmdir við lagfæringar á svokölluð- um Ó-vegum, þ.e. Ólafs- víkurenni, Óshlíð og Ólafsfjarðamúla. Þetta eru einhverjir erfiðustu og hættulegustu staðirnir í vegakerfi okkar svo sem dæmin sanna. Því eru úrbætur mjög aðkallandi og áætlað að verja stórfé til þessara verkefna á næstu árum miklum áfanga í samgöngumálum í Norður-Þingeyjarsýslu. í sumar verða hafnar framkvæmdir við gerð brúaryfir Bægisá og á næsta ári í Ólafsfirði svo og við Hölkná og Laxá í Þistilfirði. Þá vil ég nefna að mjög brýnt er orðið að byggja nýja brú á Laxá í Aðaldal við Brúar en þar er vegur erfiður og hættulegur, einkum í hálku. Áfram þarf að leggja mikla áherslu á að byggja vegina upp úr snjó og lagfæra erfiðustu og hættulegustu vegarkaflana. Nú er unnið að því að ljúka lagningu sjálfvirks síma um allt land samkvæmt fimm ára áætlun.( Framkvæmdir samkvæmt áætlun- inni stóðust fyllilega og vel það á sl. ári og svo mun einnig verða í sumar miðað við það fjármagn sem ætlað er til þessa verkefnis. Hugsanlegt er að ljúka áætluninni á 4 árum í stað 5 svo sem ráðgert var í upphafi. Þá hefur símakostn- aður mjög verið jafnaður með skrefatalningunni auk þess sem tekin hefur verið upp jöfnun á greiðslum fyrir umframsímtöl sem áður voru mikið dýrari í dreifbýlinu en á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Fjárfestingar á sviði flugmála hafa einkum beinst að öryggis- þáttum flugsins svo sem aðflugs- stjórnkerfum, fjarlægðarmælum og vitum og bættri lýsingu flug- brauta. Einnig hafa margar flug- brautir verið bættar eða jafnvel endurnýjaðar alveg, flugstöðvar byggðar og flugskýli sett upp. Síðast en ekki síst vil ég nefna hafnarframkvæmdir. Meira eða minna hefur verið unnið við nær allar hafnir í Norðurlandskjör- dæmi eystra á því kjörtímabili sem nú er að ljúka en hvergi er framkvæmdum lokið og verður trúlega seint. Því mun framvegis sem hingað til verða lögð þung áhersla á áframhaldandi framkvæmdir við hafnirnar því þær eru á sinn hátt lífæðar og undirstöður byggðar- innar. Guðmundur Bjamason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.