Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 9
Valgerður Sverrisdóttir: Gera þarf mark- vissa áætlun um aukningu loðdýraræktar Nú eru liðin rneira en 3 ár síðan fyrstu blárefimir komu til landsins. Það verður ekki annað sagt, en að þessi búskapur henti ágætlega hér á landi og ætti það einnig að gilda um minkarækt. Það var í ráðherratíð Stein- gríms Hermannssonar sem land- búnaðarráðherra að loks feng- ust heimildir í lögum er gerðu bændum kleift að hafa stjórn á framleiðslunni. Ráðherrann gerði sér grein fyrir þörfinni á framleiðslubreytingu í landbún- aði og voru bændur hvattir til þess að setja á stofn refabú, sem fyrst í stað voru rekin sem nokk- urs konar tilraunabú. Nú þegar þetta er skrifað eru refabúin í landinu orðin yfir 80 talsins og heilt yfir má segja að vel hafi tekist til. Það sem sér- staka athygli vekur er að hér eru að meðaltali 6,7 hvolpar á læðu, sem er 2 hvolpum yfir meðaltali í Noregi. Bæði þetta og eins það, að hér höfum við mikla möguleika á að vera með ódýrara fóður, gerir loðdýraræktina virkilega áhuga- verða fyrir ísland. Það er bara þannig með fóðrið, að þótt það geti verið ódýrt í fóðurstöð ræður flutningskostnaður miklu um hið endanlega verð þess, og því er loðdýraræktin ekki jafn heppileg hvar sem er á landinu. Það sem gerir okkur erfitt fyrir hér hvað snertir uppbygg- ingu er hinn hrikalegi fjár- magnskostnaður, sem er öllum kunnur. Það hefur nokkuð vant- að á það að undanförnu, að veitt hafi verið fé til framkvæmda í loðdýrarækt í samræmi við yfir- lýsingar stjórnvalda. Mér segir svo hugur, að betur hefði verið staðið að þessum málum í nú- verandi ríkisstjórn ef Steingrím- ur Hermannsson hefði farið með landbúnaðarmál. í ályktun um atvinnumál frá 18. flokksþingi framsóknar- manna segir m.a. í kaflanum um landbúnaðarmál: „Þingið leggur sérstaka áherslu á að nú verði unnið að eftirfarandi: Að ötul- lega verði unnið að eflingu nýrra búgreina þannig að ekki þurfi að koma til röskun byggðar vegna samdráttar í hefðbundnum greinum. Af nýjum búgreinum virðist loðdýrarækt líklegust til að hafa góða vaxtarmöguleika á næstu árum og ber að leggja áherslu á þróun hennar sem samkeppnis- atvinnuvegar við loðdýrarækt í nálægum löndum. Fjármagn þarf að tryggja til uppbyggingar hennar með lánum til nægilega langs tíma þannig að loðdýra- ræktun njóti svipaðra kjara og í samkeppnislöndunum. Tryggja þarf loðdýrarækt og öðrum nýbúgreinum sem fram- leiða til útflutnings í öllu svipuð starfsskilyrði og gerast í nálæg- um löndum. Stórefla þarf rannsóknir, kennslu og leiðbeiningaþjónustu á sviði loðdýraræktar og annarra ný- greina, þannig að árangri af upp- byggingarstarfemi á þessum svið- um sé ekki stefnt í tvísýnu vegna ónógrar þekkingar og þjálfunar. Gera þarf markvissa áætlun um fyrirhugaða aukningu loðdýra- ræktar næstu árin þannig að hún verði sem arðbærust og að þróum hennar falli að breytingum á öðr- um sviðum búskapar, treysti bú- setu og atvinnulíf þar sem þess er mest þörf, jafnframt því sem stuðlað er að sem hagkvæmastri nýtingu þess loðdýrafóðurs sem fellur til frá landbúnaði og sjávar- útvegi.“ Að síðustu langar mig til að fara nokkrum orðum um minka- ræktina sem segja má að sé auð- veldari viðureignar en refaræktin. Hún hefur þó orðið nokkuð út- undan í allri umræðu um loðdýra- rækt. Eins og menn vita þá voru sett á stofn nokkur stór minkabú fyrir 10-15 árum þegar loðdýra- rækt var heimiluð að nýju. Rekst- ur þessara búa hefur gegnið erfið- lega og eru aðeins 3 þeirra ennþá í fullum rekstri. Árið 1980 voru fluttar inn frá Skotlandi 250 hvolpafullar minkalæður og var það liður í þeirri tilraun sem land- búnaðarráðuneytið gekkst fyrir. Þetta voru að sjálfsögðu heilbrigð dýr hvað varðar „plasmacytosis", en hafa þrátt fyrir það reynst illa miðað við þær vonir sem voru bundnar við þau. Nú á næstunni verða fluttar til landsins 2000 hvolþafullar minka- læður frá Danmörku sem fara á 4 bú. Það veltur mikið á hvernig þessi dýr reynast hver framtíð minkaræktar verður og því mjög áhugavert að fylgjast með þeim á næstu misserum. Þar sem flest bendir til að þessi atvinnugrein geti styrkt mjög bú- setu í strjálbýli er orðið mjög brýnt að flytja inn kynbótadýr í refarækt og fleiri afbrigði af ref á næstunni svo að við íslendingar verðum viðurkenndir skinna- framleiðendur á heimsmæli- kvarða. Valgerður Sverrisdóttir Unglingameistaramót íslands á skíðum: Gleði og sorg í Hlíðarfjalli Unglingameistaramót íslands á skíðum fór fram í Hlíðarfjalli á Akureyri dagana 8.-11. apríl. Til mótsins voru mættir hátt á annað hundrað keppendur víðs vegar að af landinu. Skíða- íþróttin er sú grein íþrótta sem hvað mest er háð veðri. Móts- dagana er óhætt að segja að veðurguðirnir hafi leikið við þátttakendur og mótshaldara. Þegar áhugasamir og dugandi starfsmenn, er leggja ómælda sjálfboðavinnu á sig, eru sam- ankomnir ásamt liprum eftirlits- manni mótsins og góðu veðri þá ganga skíðamót vel fyrir sig. Unglingameistaramótið var Ak- ureyringum og aðstandendum þess til mikils sóma. Eins og venjulega voru Ólafs- firðingar og Siglfirðingar mjög sterkir í norrænu greinunum og þeir, ásamt ísfirðingum, hirtu nánast öll verðlaun í þeim grein- um. Á Akureyri voru allir bestu skíðamenn í unglingaflokkum mættir til leiks, margir þeirra ætluðu sér fyrstu sætin og lögðu allt í sölurnar til að svo gæti orðið. Stundum var áhættan sem tekin var of mikil og þurftu þá ýmsir að bíta í það súra epli að falla úr keppni. Það var því hvofutveggja gleði og sorg sem ríkti í Hlíðarfjalli dagana 8.-11. apríl. í lokin hélt bæjarstjórn Akur- eyrar glæsilegt hóf til handa starfsmönnum, keppendum og fararstjórum í Sjallanum. Þar voru allir orðnir sólbrúnir og brosandi svo líklegt er að þó skipst hafi á skin og skúrir í leik þá var það gleymt í mótslok. KEA var styrktaraðili mótsins og gaf öll verðlaun. Einstaklingskeppni í flokki stúlkna 13-15 ára og flokkum drengja 13-14 ára og 15-16 ára fór fram við Skíðastaði laugar- daginn 9. apríl. Keppendur voru komnir frá Dalvík, ísafirði, Ól- afsfirði og Siglufirði auk Akur- eyringa. Vegna samgönguerfið- leika tókst Fljótamönnum ekki að mæta til leiks. í flokki stúlkna, en þær gengu 2,5 km, áttu ísfirðingar 3 fyrstu sætin. Stella Hjaltadóttir sigraði stöllur sínar með nokkrum yfir- burðum. í flokki drengja 13-14 ára, sem gengu 5 km, sigraði Ingvi Óskarsson frá Ólafsfirði. Akureyringar áttu þarna 2 full- trúa, þá Rögnvald Ingþórsson og Ásgeir Guðmundsson. Sigl- firðingar höfðu algera yfirburði í flokki 15-16 ára, sem gengu 7,5 km, en þeir skipuðu sér í 4 fyrstu sætin. Steingrímur Hákonarson varð þeirra fyrstur. Gunnar Kristinsson frá Akureyri átti í harðri baráttu við Garðar Sig- urðsson, Reykjavík og Bjarna Gunnarsson, ísafirði. Lyktir urðu þær að Gunnar varð 7. en þeir félagar komu í markið á sömu 15 sekúndunum. Gunnar, eini Akureyringurinn í þessum flokki, hefur æft all vel frá því á síðastliðnu sumri og árangurinn er nú að skila sér. Keppt var í boðgöngu sunnu- daginn 10. apríl. Sveit Isfirðinga sigraði sveit Siglfirðinga í boð- göngu stúlkna, 3x2,5 km. Stella Hjaltadóttir átti bestan braut- artíma, 9:32. í boðgöngu drengja 13-14 ára, 3x3,5 km, sigraði A-sveit Ólafsfirðinga sína eigin B-sveit sem varð 3. og sveit Siglfirðinga sem varð önnur. Bestum brautartíma náði Ingvi Óskarsson, Ólafs- firði, 10:00. í boðgöngu 15-16 ára drengja, 3x5 km sigruðu Siglfirðingar með miklum yfir- burðum. Bestan brautartíma hafði Steingrímur Hákonarson 14:21. Aðrar sveitir voru frá ísa- firði, Ólafsfirði og síðan blönd- uð sveit Akureyringa og Fljóta- manna. Ólafsfirðingar, ísfirðingar og Siglfirðingar skipta nú með sér verðlaunum, nokkuð bróður- lega að þessu sinni. Fróðlegt verður þó að sjá hvort t.d. Akur- eyringum og Dalvíkingum tekst þó ekki að ógna veldi þessara gamalgrónu „göngu-bæja“ á næstu árum. Svig stúlkna 13-14 ára: 1. Kristín Ólafsdóttir R 77.69 2. Helga Sigurjónsdóttir A 81.00 3. Kristín Jóhannsdóttir A 81.65 4. Þórdís Hjörleifsdóttir R 82.92 5. Guðrún Alfreðsdóttir S 83.43 Svig stúikna 15-16 ára: 1. Guðrún H. Kristjánsdóttir A 83.94 2. Guðrún J. Magnúsdóttir A 84.90 3. Bryndís Viggósdóttir R 85.43 4. Signe Viðarsdóttir A 86.46 5. Helga Stefánsdóttir R 88.87 Stórsvig drengja 13-14 ára: 1. Bjöm Brynjar Gíslason A 96.35 2. Brynjar Bragason A 96.99 3. Birkir Sveinsson Úí A 99.75 4. Þorsteinn Lindbergsson ÚÍA 99.86 5. Kristinn Grétarsson í 100.24 Stórsvig drengja 15-16 ára: 1. Ámi G. Árnason H 115.13 2. Atli Einarsson í 116.71 3. Guðjón Ólafsson f 119.91 4. Rúnar I. Kristjánsson A 119.94 5. Tryggvi Haraldsson A 120.77 Ganga stúlkna 13-15 ára: 1. Stella Hjaltadóttir í 9.42 2. Auður Ebenesardóttir í 10.49 3. Ósk Ebenesardóttir í 11.02 4. Sigurbjörg Einarsdóttir S 11.39 5. Harpa Jónsdóttir Ó 11.40 Ganga drengja 15-16 ára: 1. Steingrímur Hákonarson S 23.45 2. Baldvin Kárason S 24.16 3. Ólafur Valsson S 24.39 4. Karl Guðlaugsson S 24.54 5. Bjarni Gunnarsson f 25.02 Boðganga stúlkna 13-15 ára: 1. Sveit ísafjarðar 31.80 2. Sveit Siglufjarðar 34.59 Boðganga drengja 13-14 ára: 1. A sveit Ólafsfjarðar 31.25 2. Sveit Siglufjarðar 34.24 3. B sveit Ólafsfjarðar 37.16 Boðganga drengja 15-16 ára: 1. Sveit Siglufjarðar 43.50 2. Sveit fsafjarðar 46.57 3. Sveit Ólafsfjarðar 48.08 4. Sveit AkureyrarogFljótamanna 48.27 Svig drengja 13-14 ára: 1. Brynjar Bragason A 76.57 2. Sigurður Bjamason H 77.90 3. Aðalsteinn Árnason A 79.25 4. Gunnar Reynisson A 80.66 5. Stefán Gunnarsson D 81.16 Svig drengja 15-16 ára: 1. Árni G. Árnason H 84.98 2. Guðmundur Sigurjónsson A 87.08 3. Atli Einarsson í 88.04 4. Guðjón Ólafsson í 90.33 5. Tryggvi Haraldsson A 91.13 Stórsvig stúlkna 13-14 ára: 1. Snædís Úlríksdóttir R 105.89 2. Kristín Ólafsdóttir R 106.49 3. Gréta Björnsdóttir A 107.69 4. Hclga Sigurjónsdóttir A 107.76 5. Sigrún Sigurðardóttir í 108.85 Stórsvig stúikna 15-16 ára: 1. Guðrún J. Magnúsdóttir A 124.52 2. Signe Viðarsdóttir A 126.01 3. Guðrún H. Kristjánsdóttir A 126.80 4. Bryndís Viggósdóttir R 127.41 5. Anna M. Malmquist A 127.86 Stökk drengja 15-16 ára: 1. Randver Sigurðsson Ó 2. Hjalti Hafþórsson S 3. Ólafur Bjömsson Ó 4. Frímann Ásgeirsson Ó Stökk drengja 13-14 ára: 1. Jón Árnason Ó 2. Hafþór Hafþórsson S 3. Þórir Hákonarson S Norræn tvíkeppni drengja 13-14 ára: 1. Þórir Hákonarson S 2. Jón Árnason Ó 3. Hafþór Hafþórsson S Norræn tvíkeppni drengja 15-16 ára: 1. Ólafur Bjömsson Ó 2. Frímann Ásgeirsson Ó 3. Randver Sigurðsson Ó 4. Hjalti Hafþórsson S Flokkasvig stúikna 13-14 ára: 1. Sveit ísafjarðar 306.25 2. Sveit Dalvíkur 317.85 3. Sveit Akureyrar 362.95 Flokkasvig stúlkna 15-16 ára: 1. Sveit Akureyrar 382.30 2. Sveit Reykjavíkur 399.93 Flokkasvig drengja 13-14 ára: 1. Sveit fsafjarðar 309.61 2. Sveit Akureyrar 314.87 3. Sveit Dalvíkur 351.14 4. Sveit Húsavtkur 360.93 Flokkasvig drengja 15-16 ára: 1. Sveit Akureyrar 351.28 Aðrar sveitir féllu úr keppni. Alpatvíkeppni stúlkna 15-16 ára: 1. Guðrún J. Magnúsdóttir A 2. Guðrún Kristjánsdóttir A 3. Bryndís Viggósdóttir R 4. Signe Viðarsdóttir A 5. Helga Stefánsdóttir R Alpatvíkeppni stúlkna 13-14 ára: 1. Kristín Ólafsdóttir R 2. Helga Sigurjónsdóttir A 3. Þórdís Hjörleifsdóttir R 4. Guðrún Sigurðardóttir f 5. Svanhildur Svafarsdóttir Ó Alpatvíkeppni drengja 15-16 ára: 1. ÁmiG.ÁmasonH 2. Atli Eincrsson f 3. Guðjón Ólafsson f 4. Tryggvi Haraldsson A 5. Þorvaldur Þorsteinsson S Alpatvíkeppni drengja 13-14 ára: 1. Brynjar Bragason A 2. Sigurður Bjarnason H 3. Aðalsteinn Ámason A 4. Stefán Gunnarsson D 5. Gunnar Reynisson A Í4Í. áþríf 19'83 - DAGOR- 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.