Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 8
Deilistofn 148.300 124.197 215.015 207.477 275.254 476.264 471.190 532.137 Fj.þingm. 4 3 5 5 7 12 11 13 % íbúa 36,52% 22.94% 6.4433% 4.45% 4.58% 11.10% 5.55% 8.42% Deilist. Samals 2.449.834 Alþingismenn 60 Jafnrétti milli landshluta íbúafjöldi Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfirðir N-vestra N-eystra Austurl. Suðurl. 85.782 53.906 15.113 10.457 10.770 26.079 13.050 19.797 Fj. kjós. 60.518 33.891 9.502 6.620 6.884 15.585 8.340 12.540 Fíkm2 (100) (1.820) (9.520) (9.520) (12.880) (21.680) (22.490) (24.990) Fx20 2.000 36.400 190.400 190.400 257.600 427.600 449.800 499.800 Á undanförnum árum hefur ver- ið haldið uppi miklum áróðri af hálfu stjórnmálamanna í Reykjavík og nú síðar á Reykja- nesi um „óréttlætið" sem við- gengst í landi okkar. „Óréttlæt- ið“ sem talað er um er mismunur í vægi atkvæða. En af hverju stafar sá mikli munur, hvernig er þessu varið annars staðar og er þetta misvægi hið eina sem þarf að leiðrétta? Mismunur í vægi atkvæða stafar fyrst og fremst af því hve íbúar landsbyggðarinnar flytjast óeðlilega mikið á höfuðborgar- svæðið, í það „óréttlæti" sem sagt er að bíði þeirra þar. Það er rétt að vægi atkvæðis er minna á höfuðborgarsvæðinu þegar kosnir eru fulltrúar til Alþingis, en þrátt fyrir það vill fólk heldur vera þar vegna þess að önnur mannréttindi eru þar margfalt meiri en annars staðar á landinu. Á höfuðborgarsvæðinu búa allir sérfræðingar og ráðunautar alþingismanna og ríkisstjórna svo og ráðuneytisstjórar. Þessir sérfræðingar ráða oft meiru um framvindu mála, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur landinu öllu, heldur en hinir lög- lega kjörnu fulltrúar Alþingis enda fjöldi sérfræðinga allt að 50 faldur. Þá er ekki úr vegi að minna á að alþingismenn landsbyggða- kjördæmanna eru að stórum hluta af höfuðborgarsvæðinu. Af framanrituðu má sjá að hinn raunverulegi atkvæðisréttur er margfalt meiri á höfuðborgar- svæðinu en annars staðar á land- inu, enda hefur hinn almenni kjósandi ekki óskað eftir breyt- ingum. f höfuðborginni er öll stjóm- sýsla landsins staðsett. Þar em allar sérmenntastofnanir byggð- ar af landsmönnum öllum en borgarstjóri ætlast þó til að greitt sé fyrir sérstaklega ef ein- hver landsbyggðarnemi leyfir sér að nota. í Reykjavík er mest öll heil- brigðisþjónusta sérfræðinga á vegum ríkisins, þar er rafmagni og upphitun húsa haldið niðri með óeðlilegum erlendum lán- tökum, til þess að íbúar lands- byggðarinnar fái ekki eðlilega launahækkun til þess að greiða olíu og rafmagnsorku sem seld er á okurverði. Það væri rétt fyrir stjórnmála- menn og öfgasinna til hægri og vinstri á höfuðborgarsvæðinu að athuga hver er vilji hins almenna kjósanda áður en lengra er hald- ið á þessari villigötu. Það er ekki ólíklegt að þeir aðilar sem leggja til milli 70 og 80% af gjaldeyristekjum þjóð- arinnar vilji hafa eitthvað til málanna að leggja. Hvernig er kosningarétti varið hjá næstu nágrönnum? Grænlendingar, sem við höfum alltaf heyrt að búi við hin verstu kjör og séu ásamt Færeyingum kúgaðir af Dönum, hafa meiri vægi atkvæða til danska þingsins atkvæða þegar kosið er til full- trúadeildar, en þegar kosið er til öldungadeildar er misvægi 20 til 25 falt vegna þess að hvert fylki á 2 fulltrúa burtséð frá íbúafjölda fylkisins. Er vægi atkvæða eina misréttið Stjórnmálamenn höfuðborgar- svæðisins láta eins og vægi at- kvæða sé hið eina sem þarfnast leiðréttingar en er það svo eða hver er ástæðan? Einhver mestu óréttindi í þessu landi eru hin miklu sér- réttindi sem Reykjavík eru áskilin í stjórnarskrá og með al- mennum lögum. Samkvæmt stjórnarskrá skal Alþingi sitja í Reykjavík svo og ráðuneyti. Forseti skal búa í Reykjavík eða nágrenni. Reykjavík hefur ein sveitarfé- laga ákvörðunarrétt í flestum málum^ öll önnur bæjar- og sveitarfélög verða að sækja til stjórnstöðva ríkisins með því sem næst allt sem að stjórn þeirra lýtur. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa að rafmagns- og hitaorka verði seld á sama verði hvar sem er á landinu. Að þau 40% íbúa landsins sem búa úti á landi greiði 40% af tekjum Landsím- ans en ekki 60% eins og nú er. Að þjónustu, heilbrigðis- og menntastofnunum verði dreift um landið í stað þess að setja þær allar í Reykjavík. Að þeim byggðarlögum sem afla um 80% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar verði veittur sjálfsákvörðunar- réttur yfir eigin aflafé en að þau þurfi ekki að sækja hluta af því til Reykjavíkur krjúpandi á hnjánum. Ástæðan fyrir því að einvörð- ungu er rætt um misvægi at- kvæða er sú að stjórnmálamenn höfuðborgarsvæðisins hafa ekki áhuga á neinum jöfnuði heldur einungis því hversu mikil völd þeir geti náð í handa sér og sín- um flokki. Hér hefur verið drepið á nokkra þætti sem lúta að stjórn- un þessa lands, þætti sem skapa misrétti milli landshluta. Þetta er ekki gert til þess að skapa óvild milli íbúa Reykjavíkur og landsbyggðarinnar, þeirra sem skapa gjaldeyrisverðmæti þjóð- arinnar og þeirra sem þjóna (hvort sem er opinber þjónustu- aðili eða önnur þjónusta), heldur til þess að fá almenning til að hugsa um hið raunverulega misrétti. Landsmenn, sameinumst í því að skapa öllum íbúum landsins sömu réttindi, kjósum sérstakt stjómlagaþing til endurskoðun- ar á stjórnarskránni en látum ekki alþingismenn sem eiga eig- in hagsmuna að gæta, gera það. Verðum á verði gagnvart þeim öflum sem vinna markvisst að því að safna öllum íbúum landsins til höfuðborgarinnar, eins og vanþróuðustu ríki heimsins gera í dag. Pétur Valdimarsson, tæknifræðingur, Akureyri. heldur en Danir, en þar fyrir utan hafa nú báðar þjóðimar heimastjórn. Á danska þinginu eru 179 þingmenn, 175 kosnir í Dan- mörku, 2 í Færeyjum og 2 á Grænlandi. Atkvæðamagn á bak við hvern þingmann 1981 var: í Danmörku frá 16.837 upp í 24.876 eftir kjördæmum. í Fær- eyjum 15.064, á Grænlandi 16.230. Hvernig stendur á misjöfnu vægi atkvæða í Danmörku sem er Iítið land, um það bil V3 af ís- landi og þéttbýlt. Stjórnarskrá Danmerkur, sem nú er í gildi hvað varðar kosningalög, var sett 1915, endurskoðuð 1948 og Pétur Valdimarsson. 1970. Þegar lög vom sett 1915 var ákveðið að taka skyldi tillit til eftirfarandi atriða: 1. íbúafjöldi kjördæmis vegna þess að foreldri fer með for- ræði barna sinna að kosn- ingaaldri. 2. Fjölda kjósenda kjördæmis. 3. Stærðar kjördæmis í ferkíló- metrum. Tekið var tillit til fjarlægðar frá höfuðborginni og hve auðvelt væri að kom- ast frá kjördæminu til hennar, þ.e.a.s. umferðar- stuðull. Árið 1915 var hver fer- kílómetri látinn jafngilda 10 einstaklingum, 1948, 25 ein- staklingum og átti 1970 að vera 30. 1970 var þessari reglu hins vegar breytt vegna þess að umferðarstuðullinn var ekki látinn vega eins þungt, og er nú hver ferkíló- metri látinn jafngilda 20 ein- staklingum. Þegar þingmönnum er skipt niður á kjördæmi em niðurstöð- ur þessara 3ja liða lagðir saman fyrir hvert kjördæmi og landið í heild og myndar deilistofn þing- manna í kjördæmi, fyrir utan Færeyjar og Grænland. Væri þessi aðferð notuð hér á landi fengist eftirfarandi niður- staða. (Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er fjöldi íbúa, kjósenda og flatarmál hvers kjördæmis, eins og sést á með- fylgjandi töflu. Flatarmál F.): í Noregi er fjöldi atkvæða á bak við hvern þingmann mjög mismunandi milli kjördæma, frá 19.700 uppí 36.100. í Bandaríkjum Norður Ame- ríku er því sem næst jafnt vægi AKUREYRARBÆR Forstöðumaður skóla- dagheimilis á Akureyri Auglýst er eftir fóstru - þroskaþjálfa - kennara eða starfskrafti með hliðstæða uppeldismenntun til að gegna forstöðu skóladagheimilinu Brekkukoti frá 1. ágúst 1983. Upplýsingar um starfið eru veittar á Félagsmálastofnun Akureyrar, Strandgötu 19b, sími 25880 frá kl. 10-15 alla virka daga. Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 1. júní 1983. Dagvistarfulltrúi. AKI IDETVDADn/ETO 011W11E1 * ím^ACmi 1% Skólagarðar Akureyrar Skólagarðarnir óska eftir starfsfólki til leiðbeining- arstarfa í sumar. Umsóknir sendist til Skólagarða Akureyrar, P.O. Box 881, 602 Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í uppeldi barna. Um- sóknarfrestur ertil 1. maí. Þeir sem ráðasttil starfa þurfa að geta sótt þriggja kvölda námskeið í maí. Garðyrkjustjóri. AKUREYRARBÆR Skólagarðar Akureyrar Skráning 10,11 og 12 ára barna fer fram á vinnu- miðlunarskrifstofunni í síma24169. Síðasti skrán- ingardagurer þriðjudagurinn 10. maí. Garðyrkjustjóri. AKUREYRARBÆR Vinnuskóli Akureyrar Þeir unglingar 13, 14 og 15 ára sem óska eftir vinnu í sumar eru beðnir að láta skrá sig. Skráning fer fram á vinnumiðlunarskrifstofunni í síma 24169. Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 10. maí. Garðyrkjustjóri. AKUREYRARBÆR Vinnuskóli Akureyrar Vinnuskólinn óskar að ráða flokkstjóra til starfa í sumar. Umsóknir sendist til Vinnuskóla Akureyrar, P.O. Box 881, 602 Akureyri. Æskilegt er að við- komandi hafi reynslu í uppeldi barna og unglinga. Þeir sem ráðast til starfa þurfa að geta sótt þriggja kvölda námskeið í maí. Umsóknarfrestur ertil 1. maí. Garðyrkjustjóri. 8 - ÐAGUFl -14, apríi ,1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.