Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 11
Helgi vann bik- arinn til eignar Nýlega var haldið Pepsí-mót í snooker á Billiardstofunni við Kaupvangsstræti. Keppendur voru um 30 talsins og var keppnin mjög spennandi. Mótinu lyktaði þannig að í fyrsta sæti varð, þriðja árið í röð, Helgi Sigurðsson og vann hann því bikarinn til eignar. í öðru sæti var Anton Haraldsson og í þriðja sæti varð svo Viðar Viðarsson. Verðlaun í þetta mót gáfu Sana c/o Sanitas, og er þeim þakkaður veittur stuðningur. Nú um helgina leggja síðan af stað fjórir ungir spilarar suður til Reykjavíkur á íslandsmót. Keppa þeir undir merki nýstofn- aðs klúbbs, Billiard-klúbbs Akur- eyrar. Þetta eru þrír efstu menn í stigakeppni klúbbsins árið 1982. Þeir eru Helgi Sigurðsson, Heimir Bragason og Ragnar Gunnars- son, ásamt Sigfúsi Hreiðarssynj. Allan kostnað af þessari ferð greiðir Billiard-klúbburinn, sem er nú nokkuð vel stæður, með rúmlega 100 félaga. Billiardstofa Akureyrar styður þessa ménn einnig og þökkum við eigendum hennar, þeim Kjartani Bragasyni og Haraldi Gunnars- syni veittan stuðning. LEIKFELAG gg AKUR£YRAR Leikstjórn og þýðing: Flosi Ólafsson. Síðasta sýning Kvöld- og nætursala Úrval af heitum smáréttum, öl, gos og sælgæti. Opið mánudaga til laugardaga frá kl. 21.00. og fram eftir nóttu. Q HÓTEL AKUREYRI, sími 22525. Bjóðum fullkomna viðgerðarþjónustu á sjón- varpstœkjum, útvarpstækjum.'steríomögnur- um, plötuspilurum, segulbandstækjum, bil- taskjum, talstöðvum, fiskileitartækjum og sigl- ingartækjum. ísetnlng á bíltækjum. Simi (96) 23676 vÍ' GlerArgOlu 3? • Akureyn fimmtudaginn 14. apríl kl. 20.30. Miðasala opin miðvikudag kl. 17-19, fimmtudag kl. 17- 20.30. Vorverk Laugardaginn 16. apríl kl. 2—4 sýnikennsla í trjá- klippingum í Gróðrarstöðinni. Garðyrkjufélag Akureyrar. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 5., 9. og 13. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fiskverkunarhúsi og vélageymslu v/Ránarbraut, Dalvík, þingl. eign Stórhóls sf., Dalvík, fer fram eftir kröfu Ragnars Stein- bergssonar hrl., innheimtumanns ríkissjóðs og Gunnars Sól- nes hrl. áeigninni sjálfri miðvikudaginn 20. apríl 1983 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Dalvík. Dansleikur síðasta vetrardag miðvikudaginn 20. apríl Tískusýning. Vöruhús KEA kynnir vor- og sumartískuna. Dixan leikur fyrir dansi frá kl. 22. 00. Matur framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir í síma 22200. Matseðill kvöldsins: Laxadúett m/sinnepssósu kr. 120 Kjötseyði Milanaise eða Súpa Prinœsse Heilsteiktar nautalundir Béamaise (m/súpu og desert) kr.395 eða Heilsteiktur grísahryggur Robert (m/súpu og desert) kr. 325 Nougat ís eða Jarðarberjafmmage HOTEL KEA AKUREYRI SÍMI: 96-22200 Kæli- og frysti- vélaþjónusta Tökum að okkur hönnun, ráðgjöf, uppsetningar, viðgerðir og eftirlit á öllum gerðum kæli- og frystikerfa. Gerum verðáætlanir eða tilboð. Góð þjónusta. Vönduð vinna. Vélsmiðjan Oddi, Kælideild, sími 21244. Utan vlnnutfma: Elías Þorsteinsson, síml 22853 Félag frímerkjasafnara á Akureyri heldur uppboð á frímerkjum og ýmsu öðru söfnunarefni að Hótel KEA laugardaginn 16. þ.m. kl. 13.30. Uppboðs- efni verður ti! sýnis frá kl. 13.00 sama dag. FÉLAG FRÍMERKJASAFNARA Á AKUREYRI SAMBANO ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA lónaðardeild ■ Akureyri Iðnaðardeild Sambandsins auglýsir námskeið í lopapeysuprjóni Námskeiðið verður haldið í Félagsborg (Gefjun- arsal) á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 14.00-17.00 og 20.00-23.00. Kennari: Guðný Pálsdóttir. Nánari upplýsingar og skráning hjá Guðnýju í síma 22627 á milli kl. 16.00 og 19.00, 18., 19. og 20. apríl. Iðnaðardeild Sambandsins. Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900 Útboð Hofsóshreppur óskar eftir tilboðum í gatnagerð. Um er að ræða jarðvegs- skipti á um 9000 rúmmetrum ásamt lagningu vatns- og holræsalagna. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðiskrif- stofu Norðurlands hf., Skipagötu 18 og skrif- stofu Hofsóshrepps gegn 1000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboðum skal skila til Verkfræðiskrif- stofu Norðurlands fyrir kl. 14.00 þann 29. apríl nk. og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem mættir verða. Starfsmann vantar Golfklúbb Akureyrar vantar starfsmann í fullt starf tíl að slá og hirða golfvöllinn í sumar. Vélaþekking æskileg. Nánari upplýsingar gefur Frímann Gunnlaugsson í síma 24174 milli kl. 6 og 7 á kvöldin til 20. apríl. ; 14. apríl 1.993 -PAÓUR 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.