Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 14.04.1983, Blaðsíða 12
ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Hinn nýi bátur, Þingey ÞH 51 ð siglingu. Vör hf. afhenti 12 tonna Uppsagnir starfs- manna á næstunni Bátasmiöjan Vör hf. á Akur- eyri afhenti nýlega 12 tonna fiskibát sem smíðaöur var hjá fyrirtækinu og er kaupandi hans Auðunn Benediktsson á Kópaskeri. Bátur þessi er fyrsta nýsmíði fyrirtækisins síðan árið 1978. Bát- urinn er hannaður af Brynjari Inga Skaptasyni skipaverkfræð- ingi og er um nýjung að ræða að því leyti að bolur bátsins er úr eik en þilfar og yfirbygging úr áli. Báturinn er útbúinn til rækju- veiða og línu- og netaveiða. Að sögn Hallgríms Skaptason- ar framkvæmdastjóra Bátasmiðj- unnar Varar hf., eru nú engin verkefni fyrirsjáanleg hjá fyrir- tækinu við nýsmíðar. Sagði Hall- grímur að hann sæi sig tilneyddan til þess að segja upp 18 starfs- mönnum fyrirtækisins og yrði það gert um næstu mánaðamót. Stúlka fyrir bifreið Fer aðeins hluti gjalds- ins í að jafna orku- kostnað? Umferðarslys varð á Akureyrí í fyrradag á Þingvallastræti á móts við sundlaugina. Ung stúlka hljóp þar út á göt- una í veg fyrir bifreið sem ekið var vestur Þingvallastræti. Stúlkan var flutt á sjúkrahús en reyndist óbrotin. Hún var hins vegar með áverka á höfði og var lögð inn til meðferðar. ÚA leitar tilboða í smíði nýs togara Á fundi stjórnar Útgerðarfé- lags Akureyringa í gær voru lagðar fram teikningar að nýj- um skuttogara fyrir félagið. Stjórnin samþykkti að leita til- boða í smíði skipsins. Samkvæmt teikningum, sem eru eftir Jón B. Hafsteinsson, skipaverkfræðing, verður skipið 57 m langt og 11,5 m breitt. Gert er ráð fyrir 18 manna áhöfn. Þrátt fyrir það að um 300 millj- ónum króna sé veitt í svokall- aðan orkujöfnunarsjóð úr ríkissjóði fara ekki nema um 100 milljónir til að greiða niður óheyrilega háan orkukostnað heimilanna úti á landi. Iðnað- arráðherra og fjármálaráð- herra hafa virt að vettugi tillög- ur þingsflokks Framsóknar- flokksins um að orkujöfnun- argjaldið verði að fullu nýtt til að greiða niður verð á raforku til almennings. Orkujöfnunargjald var sam- þykkt með lögum 1980 og er 1.5% af söluskatti og er áætlað að það nemi 300 milljónum króna á þessu ári. Einnig voru í fjárlögum sam- þykktar 35 milljónir króna til niðurgreiðslu á olíu og annað eins til verðjöfnunar á raforku. Auk þess fær iðnaðarráðuneytið fjár- hæð til að styrkja hitaveitur sem eiga við erfiðleika að stríða. „Það er erfitt að meta nákvæm- lega hve mikið fer til raunverulegrar jöfnunar á orku- kostnaði. Það er kannski með góðri samvisku hægt að segja að um 100 milljónir séu notaðar í þetta, sem er langt frá þeirri upp- hæð sem ætluð var til þessa verk- efnis. Niðurgreiðsla á raforku- verði nemur núna rösklega 22% sem er langt frá því að vera nóg. Hins vegar væri hægt að auka þessar niðurgreiðslur verulega ef orkujöfnunargjaldið væri nýtt sem skyldi," sagði Guðmundur Bjarnason, alþingismaður í við- tali við Dag. Sem kunnugt er hefur iðnaðar- ráðherra alfarið kennt lágu raforkuverði til álversins það hversu háa orkureikninga heimil- in þurfa að greiða. Samkvæmt þessu á hann sjálfur verulega sök, auk þess sem hækkun til álversins hefur strandað á því að ráðherr- ann hefur viðhaft alröng vinnu- brögð í málinu frá upphafi. Trjákvoðuverksmiðja á Húsavík: Mengunar- hælta er ekki mikil SI. mánudag hélt bæjarstjórn Húsavíkur fund þar sem Edgar Guðmundsson verkfræðingur kynnti áfangaskýrslu um trjá- kvoðuverksmiðju, en hann hef- ur annast það mál í samvinnu við bæjarsjórn Húsavíkur. Á þennan fund mættu einnig full- trúar allra framboðslista sem bjóða fram við komandi al- þingiskosningar, ásamt allvæn- um hópi innfæddra, sem telst til nýjungar á bæjarstjórnarfund- um hér í bæ. Edgar flutti ýtarlegt erindi um þetta mál og studdist við litskyggnur í formi súlna og línu- rita. Fram kom í máli hans að ís- lensk trjákvoðuverksmiðja virðist vera bærilega arðvænleg. Hann lagði til grundvallar tvö önnur lönd, Kanada og Finnland. Sam- keppnisaðstaða gagnvart finnskri verksmiðju er mjög góð og all þokkaleg gagnvart þeirri kana- dísku. Þó tók hann það fram að sveiflur á rekstrarkostnaði í þess- um iðnaði er mikill og einnig eru umtalsverðar sveiflur á markaðs- verði trjákvoðu. Hvað orkuna varðar er gert ráð fyrir að nota raforku. Hugsanlegt er þó að nota gufu og þá líklegt að hún kæmi frá Þeistareykjum. Hinsvegar eru þau mál ekki rann- sökuð til fulls. Edgar taldi að mengun frá þessari verksmiðju yrði ekki mikil. Gert er ráð fyrir 3ja km. langri leiðslu í sjó fram þar sem affall frá verksmiðjunni er leitt, og ekki væri hætta á að það ræki inn í höfnina. Lífríki sjávar væri engin hætta búin af þeim efnum sem í sjóinn færu. Hann gat þess að kjörstærð verk- smiðjunnar yrðu 150 þúsund tonn. Afkastavextir hennar yrðu 13% og lækkuðu um aðeins 1% þótt fullkomnum mengunarbún- aði yrði komið fyrir. Edgar sagði að enn um sinn þyrfti að vinna ýmsa undirbúningsvinnu áður en málið kæmist á ákvörðunar stig. Taldi hann nauðsynlegt að stofna undirbúnings félag sem skilaði til- lögum á komandi hausti um frek- ari ákvarðanir, þannig að endan- leg niðurstaða fengist fljótlega eftir næstu áramót. Þá þakkaði hann bæjarstjórn fyrir gott sam- starf og mikinn áhuga á málinu. Staðarvalsnefnd hefði ekki enn gert sínar tillögur um það hvar verksmiðjan ætti að rísa, en Hús- víkingar væru þeir einu sem sýnt hefðu þessu máli áhuga. Þ.B. # Verðbæturog hækkanir Framsóknarmenn vilja lög- festa aðgerðir gegn verð- bólgu með því að setja þak á hækkanir verðlags, vaxta, launa, búvöruverðs og fiskverðs, svo eitthvað sé nefnt. Alþýðubandalags- menn kalla þetta að afnema samningsréttlnn og er það í góðu samræml við skilnlngs- leysi þeirra á háska verðbólgu- þróunarinnar og blekkinga- áróður þeirra í því sam- bandi. Framsóknarmenn vilja að komið verði í veg fyrir eða a.m.k. dregið verulega úr víxl- hækkunum sem auka á mis- réttið, eins og dæmin sanna. Þessi hugmynd framsóknar- manna um lögfestingu niður- talningar verðbólgu á hins vegar ekkert skylt við hinn frjálsa samningsrétt, því ef atvínnureksturinn og þjóðfé- lagið getur borið grunnkaups- hækkanir án þess að alit fari beint út í verðlagið. # Erbensínið misdýrt? Helgi Guðmundsson, þriðji á Alþýðubandalagslistanum, segir í grein í Norðurlandi ný- lega að það sé „fullkomlega eðlilegt að verkalýðssamtök- in og atvinnurekendur séu í aðalatrlðum sammála um að greiða hlutfallslegar verðbæt- ur á laun“. Helga flnnst sem sagt eðlilegt að á meðan þús- undir iaunþega fengu 1.474 krónur f verðbætur 1. mars s.l. fékk Svavar Gestsson, formaður flokks Helga, 7.500 krónur í verðbætur á sfn laun. Skyldi bensínlítrlnn sem Svavar kaupir vera eitthvað dýrari en sá sem hefur 10 þús- und í mánaðarlaun og vinnur við fiskiðnað? Hvernig væri að spyrja Helga Guðmunds- son að þvf? Eða hvort verka- maðurinn fái eitthvað hag- stæðari bflatryggingu (92% hækkun) eða húsaleigu (50% hækkun) heldur en Svavar, sem ekkert hefur gert til að draga úr ofangreindum hækk- unum? # Byggðastefna í útvarpi Fróðlegur þáttur var í útvarpi á þriðjudagskvöld um RUVAK - byggðastefnu í út- varpi - og það stórmerka framlag til útvarpsdagskrár sem þaðan kemur. Draumur- inn er auðvitað landshluta- útvarp sem þjónar fjórðung- unum, en vonandi gleyma menn þvf ekki hversu mikll- vægt það er byggðastefnu að sjónarmið fólksins á lands- byggðinni nái eyrum allra landsmanna, elnnig höfuð- borgarbúa. Landshluta- eða héraðsútvarp má ekki verða til þess að það ágæta efni sem framleitt er hér fyrir norðan einangríst innan fjallahrings- ins. Jónas og dagskrárlið hans á heiður skilið fyrir f ram- lagið, sem Ingvar Gfslason, menntamálaráðherra, gerði kleift með því að stuðla að þvf að RUVAK var hleypt af stokk- unum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.