Dagur - 21.04.1983, Page 5

Dagur - 21.04.1983, Page 5
/ frá frambjóðendum Framsóknarflokksins Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra leggja áherslu á þau atriði sem hér verða talin: 1. Undanbragðalaus niðurtalning verðbólgustigsins Niðurtalningin er samræmd verðlækkunarstefna sem miðar að því að lögfesta verðhjöðnun stig af stigi. Niðurtalningin nær til allra verðlagsþátta: Búvöruverðs, fiskverðs, bankavaxta, þjónustu- gjalda og álagningar. Niðurtalningin kemur jafnt við alla landsmenn og bætir í senn hag launafólks og atvinnufyrirtækja. 3. Byggðastefna Byggðastefnan hefur lyft Grettistökum í atvinnu- og félagslífi landsbyggðarinnar síðastliðin 12 ár. Ljóst má vera að framkvæmd byggðastefnu þarf nú endurskoðunar og nýskipunar við eftir svo langan tíma og vilja Framsóknarmenn hafa for- ystu um endurnýjun og eflingu byggðastefnunnar í ljósi fenginnar reynslu og nýrra viðhorfa. 5. Jafnrétti kynja Framsóknarflokkurinn styður jákvæða jafnrétt- isbaráttu kvenna en telur að aðferðir kvennalist- anna stuðli, án þess að við verði ráðið, að að- greiningu kynja og varar því við baráttuaðferð- um þeirra og málflutningi í þessum kosningum. - Við minnum á að Framsóknarflokkurínn er viðurkenndur flokkur landsbyggðarinnar og merkisberí framsækinnar landsbyggðarstefnu. - Framsóknarflokkurinn er pólitísk kjölfesta á Norðurlandi. - Við vörum við framboðum sem veikja þessa kjölfestu og leiða til sundurlyndis. - Kvennalistinn sundrar en sameinar ekki. - Vilmundarliðið er upplausnarafl án allrar stefnu. Stuðningur við það er pólitísk uppgjöf. - Alþýðubandalagið þarfnast viðvörunar og aðhalds um að vinna raunsætt en ekki með skrumi og slagorðum.. - Sjálfstæðisflokkurínn boðar leiftursókn og árás á atvinnuöryggið. Sameinumst um Framsóknarflokldnn Mei kæni kveéju xB 2. Atvinnuöryggi Framsóknarflokkurinn telur atvinnuöryggi aðal- hagsmunamál verkamanna og annarra launþega og lítur á atvinnuleysi sem svik við vinnufúst fólk. Þess vegna varar Framsóknarflokkurinn jafnt við leiftursóknarstefnu Sjálfstæðisflokksins og víxl- hækkanastefnu Alþýðubandalagsins enda leiða báðar til sömu niðurstöðu: Samdráttar, atvinnu- kreppu og gjaldþrots. 4. Efling velferðarþjóðfélags Framsóknarflokkurinn er félagshyggjuflokkur og hefur félagslegt réttlæti og lífskjarajöfnun ofarlega á stefnuskrá sinni. Þjóðfélaginu ber skylda til að sinna af fyllstu alúð málefnum sjúkra, aldraðra, fatlaðra, einstæðra foreldra og annarra sem eiga við erfið kjör að búa. 6. Rækt við landið og menningararf þjóðarinnar Landið sjálft og menningararfur þjóðarinnar ér óskipt sameign allra landsmanna. Islensk tunga er sameiningartákn þjóðarinnar. Framsóknar- flokkurinn vill að landi og sjó og öðru mannlegu umhverfi verði haldið óspilltu og að þjóðin sé ávallt meðvituð um gildi menningar sinnar og tungu. ÖÖS apnöd 983 AGUB -ö

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.