Dagur - 26.04.1983, Page 4

Dagur - 26.04.1983, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON UTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hörð og tvísýn kosningabarátta Kosningabaráttan var að þessu sinni stutt en afar hörð. í Norðurlandskjördæmi eystra hefur aldrei verið háð harðari né tvísýnni kosninga- barátta. Ætla mátti m.a. að Framsóknarflokk- urinn kynni að eiga erfiðari stöðu hér í þessum kosningunum en oftast áður og svo hefur reyndin orðið um allt land eins og kosninga- úrslitin bera með sér. Framsóknarflokkurinn hefur tekið á sig mikla ábyrgð með setu í ýmsum ríkisstjórnum í 12 ár sem gengið hefur misjafnlega að ráða við efnahagsvandann. Þessi staðreynd hefur háð flokknum meira en annað, enda engin dul á dregin af hálfu framsóknarmanna að fyrst og fremst væri kosið um efnahagsmálin í þessum kosningum. í öðru lagi og í tengslum við fyrrnefnda ástæðu var erfiðara en áður að ná eyrum almennings um efnahagsstefnu Framsóknar- flokksins, niðurtalninguna. Þrátt fyrir það var hún eina skýra stefnan sem boðuð var í kosningabaráttunni. Aðrir flokkar töluðu óljóst um efnahagsstefnu sína. í þriðja lagi, og það á ekki síst við um Norðurlandskjördæmi eystra, missti Framsóknarflokkurinn meira fylgi til kvennaframboðsins en ástæða var til að ætla í upphafi. Yfirleitt var það svo að allir andstöðuflokk- arnir sóttu hart að Framsóknarflokknum, ýmist á þeim grundvelli að hann væri svo sterkur hér að hann þyldi verulegt atkvæða- tap, eða með þeim rökum að þriðja sætið væri vonlítið. Hvort tveggja var lævíslegur áróður þótt hann sé mótsagnakenndur og órökréttur. Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra stefndu að því að ná þremur þingmönn- um eins og áður. Þrátt fyrir erfiða vígstöðu að þessu sinni tókst að ná því marki. Sú barátta var hörð, og vinningurinn það naumur að nauðsynlegt er að efla framsókn flokksins að mun ef tryggja á öruggan sigur B-listans í framtíðinni. Eftir þessar kosningar ríkir því miður óvissa um hvað við tekur varðandi myndun ríkis- stjórnar. Framsóknarmenn telja ótækt að draga á langinn að hefja stjórnarmyndunar- viðræður og hvetja til þess að ábyrg öfl í öllum flokkum taki höndum saman um að ráða fram úr því máli og sameinast um aðgerðir til þess að mæta þeim vanda sem við blasir. Fyrirfram má enginn skorast úr leik í því efni þótt óneitanlega sé sú hætta fyrir hendi að óraunsæ afstaða og sundrungarhneigð eigi eftir að sýna sig er til alvörunnar kemur. í efnahagsmálum er nauðsynlegt að ganga hreint til verks og stöva þá hækkunaröldu sem framundan er. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra: Framsóknar- flokkurinn hélt vígi sínu Um úrslit þessara kosninga mætti að vísu hafa mörg orð. Eg mun þó ekki verða ýkja langorð- ur um það efni, heldur benda í örstuttu máli á tiltekin atriði, sem nauðsynlegt er að menn hugleiði og átti sig á. Sérstaklega beini ég máli mínu til framsókn- armanna hér í Norðurlandskjör- dæmi eystra, hvort sem þeir eiga heima austan eða vestan Vaðla- heiðar. Fyrst og fremst er ég þakklát- ur öllu því góða fólki, sem veitti Framsóknarflokknum stuðning með atkvæði sínu og margs konar sjálfboðastarfi. Þar koma við sögu fleiri nöfn en unnt er að telja upp, en þau eru geymd í þakklátum huga. Mér er ljúft og skylt að þakka samherjum mín- um á framboðslistanum einlægt samstarf í þessari kosningabar- áttu. Við unnum öll sem einn maður og vorum að sækja á allan tímann. Við börðumst fyrst og fremst fyrir því að haida þeirri þingmannatölu, sem við höfum haft. Það kalla ég vígi ökkar, en vígstaðan var mjög erfið. Það var sótt að okkur úr öllum áttum. Samt héldum við vígi okkar, þremur kjömum þingmönnum. Fylgi á hreyfíngu Framsóknarflokkurinn er nú sem áður langstærsti flokkur í Norðurlandskjördæmi eystra, bæði hvað varðar kjósendafylgi og þingmannatölu. Norður- landskjördæmi eystra er enn sem fyrr öflugt „framsóknar- kjördæmi". Hitt er annað mál að kosningalánið hefur stundum leikið meira við okkur en að þessu sinni, t.d. 1979, þegar straumurinn lá mest til okkar. Það fer ekki milli mála að kjósendafylgi er meira á hreyf- ingu en var fyrir alllöngu síðan. Það fyrirbæri er athyglisvert og ræði ég það sérstaklega hér á eftir. Ég held að til séu augljósar skýringar á því hvers vegna færri kusu Framsóknarflokkinn nú en áður, bæði í þessu kjördæmi og öðrum. Ég nefni þrjár höfuðástæður: 1. Vígstaða Framsóknar- flokksins í þessum kosning- um var í rauninni afarslæm eftir að hafa setið 12 ár í ríkisstjórnum, sem gengið hafði misvel að leysa efna- hagsvandann til frambúðar. Við vorum því í hreinni varnarstöðu hvað þetta snertir, áttum að minnsta kosti undir högg að sækja um ýmis atriði. 2. Niðurtalningarstefna okkar, þótt góð sé, náði ekki að fullu eyrum kjósenda að þessu sinni. Fólk hlustaði meira á neikvæða gagnrýni um efnahagsmálin en já- kvæða tillögugerð okkar. Reyndar vorum við í sókn með málflutning okkar allan tímann. Staða okkar var erfiðust í upphafi kosninga- baráttunnar, en fór stöðugt batnandi. 3. Talað er um að Framsóknar- Ingvar Gíslason. flokkurinn hafi alls staðar tapað atkvæðafylgi í landinu, en þó meira hér hlutfallslega en í öðrum kjördæmum. Þetta er út af fyrir sig rétt. En skýring er fyrir hendi á þessu fyrirbæri. Hún felst í ákveð- inni þróun, sem hefur verið að gerast í flokkakerfinu. Þetta stafar aðallega af því að nú var að skella yfir okkur bylgja, sem hefur verið að ríða yfir framsóknarmenn í öðrum kjördæmum í undan- förnum kosningum. Við skulum athuga það að síð- ustu 3-4 kjörtímabil hefur verið að gerast sérstök þróun í flokkakerfinu, sem m.a. hefur sýnt sig í því að það dregur úr hlutfallslegum styrk Framsóknarflokksins í landshlutum og kjördæmum, þar sem flokkurinn hefur haft yfirburðaaðstöðu frá upphafi. 12 ára þróun Þessa umræddu þróun má skýra nánar með dæmum. Ég nefni í því sambandi Austurland og Vestfirði. í Austurlandskjör- dæmi studdu 53-56% kjósenda Framsóknarflokkinn á áratugn- um 1960-70, en á næsta áratug, 1970-80, verður gerbreyting á fylginu. Það snarminnkar. Al- þýðubandalag og Sjálfstæðis- flokkur sækja á á Austurlandi. Fylgi Framsóknarflokksins var komið í 42,5% árið 1974 og er nú 37,9% í Austurlandskjör- dæmi. í Vestfjarðakjördæmi var fylgi Framsóknarflokksins á áratugnum 1960-70 allt upp í 38%, en 1974 fer það niður í 28,6% og er nú 27,4%. Benda má á fleiri kjördæmi, þar sem þessi tilhneiging í fylgi Fram- sóknarflokksins kemur fram. Að þessu sinni skall bylgjan hvað harðast á okkur hér í Norðurlandskjördæmi eystra. M.a. töpuðum við töluverðu fylgi til kvennalistans. Við héld- um engum teljandi áróðri uppi gegn kvennaframboðinu. Það gerðu Alþýðubandalagsmenn hins vegar leynt og ljóst og virtust ekki skaðast á því. Dregur úr yfirburðastyrk einstakra flokka Skýringin á atkvæðatapi okkar nú liggur því í almennrí þróun innan Framsóknarflokksins, sem nær yfir langt tímabil og tekur yfir fylgi flokksins í landinu í heild, en er ekki staðbundið. M.ö.o.: Framsókn- armenn verða að átta sig á því að hinni sterku stöðu flokksins í landsbyggðarkjördæmum er ógnað af nýjum hreyfingum, tilhneigingum í stjórnmálaþró- un og breyttum viðhorfum. Hér eru hreyfingar að verki, sem reynast grónum flokkum skeinuhættar. Þessar hreyfingar hafa valdið sveiflum til og frá a.m.k. síðustu 12 ár og haft áhrif á þróun flokkakerfisins og stærð og styrk flokka. Grónir og gamlir flokkar eru augsýnilega í hættu hvað varðar þann yfir- burðastyrkleika, sem þeir hafa haft í einstökum kjördæmum. Þar með er ekki sagt að verið sé að gera áhrif flokksins að engu. Þvert á móti. Framsóknarflokk- urinn er og verður sterkt stjórn- málaafl, sem hefur miklu hlut- verki að gegna. Hitt er annað mál að flokkurinn verður að sætta sig við vaxandi samkeppni á hinum pólitíska markaði. Hið gróna flokkakerfi á undir högg að sækja eins og sakir standa. Það hefur mætt á Framsóknar- flokknum um sinn. Vígstaða okkar markaðist af þessu í nýafstöðnum kosning- um. Eftir atvikum gekk baráttan vel. Þrátt fyrir allt var hún sigursæl. Við vörðum vígi okkar og munum gera það framvegis. Ingvar Gíslason. Framsóknarflokkurinn er og verður sterkt stjórnmálaafl, sem hefur miklu hlutverki að gegna. Hitt er annað mál að flokkurinn verður að sætta sig við vaxandi samkeppni á hinum pólitíska markaði. Hið gróna flokkakerfi á undir högg að sækja eins og sakir standa. Það hefur mætt á Framsóknarflokknum um sinn. f4-ÖÁGÚR-26:kþWíH9Ú3

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.