Dagur - 26.04.1983, Page 8

Dagur - 26.04.1983, Page 8
Úrslit alþingiskosninganna Reykjavík: 1979 A-listi: 5.470 atkv. 1 mann 8.691 2 menn B-listi: 4.781 atkv. 1 mann 7.252 2 menn C-listi: 4.815 atkv. 1 mann bauð ekki fram D-listi: 21.807 atkv. 6 menn 21.428 5 menn G-listi: 9.634 atkv. 2 menn 10.888 3 menn V-listi: 4.248 atkv. 1 mann bauð ekki fram Kjördæmakjömir þingmenn em: Jón Baldvinsson af A-lista, Ólafur Jóhannesson af B-lista, Vilmundur Gylfason af C-lista, Albert Guðmundsson, Friðrik Sófusson, Birgir ísleifur Gunnarsson, Ellert B. Schram, Ragnhildur Helgadóttir og Pétur Sigurðsson af D-lista, Svavar Gestsson og Guðmundur J. Guðmundsson af G-lista og Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir af V-lista. Landskjörnir: Jóhanna Sigurðardóttir af A-lista, Kristín S. Kvaran af C-lista, Guðrún Helgadóttir af G-lista og Guðrún Agnarsdóttir af V- lista. Reykjaneskjördæmi: 1979 A-listi: 4.289 atkv. 1 mann 6.187 1 mann B-listi: 3.444 atkv. 0 mann 4.430 1 mann C-listi: 2.345 atkv. 0 mann bauð ekki fram D-listi: 12.779 atkv. 3 menn 10.194 2 menn G-listi: 3.984 atkv. 1 mann 4.679 1 mann V-listi: 2.186 atkv. 0 mann bauð ekki fram Kjördæmakjörnir þingmenn era: Kjartan Jóhannsson af A-Iista, Matthías Á. Mathiesen, Gunnar G. Schram og Salóme Þorkelsdóttir af D-lista, Geir Gunnarsson af G-lista. Landskjörnir: Karl Steinar Guðnason af A-lista, Guðmundur Einars- son af C-lista, Ólafur G. Einarsson af D-lista og Kristín Halldórsdótt- ir af V-lista. Yesturlandskjördæmi: 1979 A-listi: 1.059 atkv. 0 mann 1.165 1 mann B-listi: 2.369 atkv. 2 menn 2.812 2 menn C-listi: 497 atkv. 0 mann bauð ekki fram D-listi: 2.725 atkv. 2 menn 2.320 1 mann G-listi: 1.193 atkv. 1 mann 1.203 1 mann Kjördæmakjörnir þingmenn era: Alexander Stefánsson og Davíð Aðalsteinsson af B-lista, Friðjón Þórðarson og Valdimar Indriðason af D-lista og Skúli Alexanderson af G-lista. Landskjörinn: Eiður Guðnason af A-lista. Vestfjarðakjördæmi: 1979 A-listi: 924 atkv. 1 mann 1.188 1 mann B-listi: 1.510 atkv. 2 menn 1.645 2 menn C-listi: 197 atkv. 0 mann bauð ekki fram D-listi: 1.511 atkv. 2 menn 1.735 2 menn G-listi: 723 atkv. 0 mann 808 0 mann T-listi: 639 atkv. 0 mann bauð ekki fram Kjördæmakjörnir þingmenn eru: Karvel Pálmason af A-lista, Stein- grímur Hermannsson og Ólafur Þórðarson af B-lista, Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson af D-lista. Norðurlandskjördæmi vestra 1979 A-listi: 411 atkv. 0 mann 611 0 mann B-listi: 1.641 atkv. 2 menn 2.506 3 menn BB-listi: 659 atkv. 0 mann bauð ekki fram C-listi: 177 atkv. 0 mann bauð ekki fram D-listi: 1.786 atkv. 2 menn 1.606 1 mann G-listi: 1.028 atkv. 1 mann 984 1 mann Kjördæmakjörnir þingmenn eru: Páll Pétursson og Stefán Guð- mundsson af B-Iista, Pálmi Jónsson og Eyjólfur Konráð Jónsson af D-Iista og Ragnar Arnalds af G-Iista. Norðurlandskjördæmi eystra 1979 A-listi: 1.504 atkv. 0 mann 1.788 1 mann B-listi: 4.750 atkv. 3 menn 5.894 3 menn C-listi: 623 atkv. 0 mann bauð ekki fram D-listi: 3.729 atkv. 2 menn 2.762 1 mann G-listi: 2.307 atkv. 1 mann 2.141 1 mann V-listi: 791 atkv. 0 mann bauð ekki fram Kjördæmakjörnir þingmenn eru: Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirs- son og Guðmundur Bjarnason af B-lista, Lárus Jónsson og Halldór Blöndal af D-lista og Steingrímur Sigfússon af G-lista. Landskjörin: Kolbrún Jónsdóttir af C-lista. Austurlandskjördæmi: 1979 A-listi: 279 atkv. 0 mann 413 0 mann B-listi: 2.655 atkv. 2 menn 2.973 2 menn C-listi: 267 atkv. 0 mann bauð ekki fram D-listi: 1.714 atkv. 1 mann 1.368 1 mann G-listi: 2.091 atkv. 2 menn 2.153 2 menn Kjördæmakjörnir þingmenn eru: Halldór Ásgrímsson og Tómas Árnason af B-lista, Sverrir Hermannsson af D-lista, Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson af G-lista. Landskjörinn: Egill Jónsson af D-lista. Suðurlandskjördæmi: 1979 A-listi: 1.278 0 mann 1.535 1 mann B-listi: 2.944 2 menn 3.357 2 menn C-listi: 568 0 mann bauð ekki fram D-Iisti: 4.202 3 menn 2.428 1 mann G-listi: 1.529 1 mann 1.544 1 mann L-listi: 1 mann Kjördæmakjörnir þingmenn era: Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helgason af B-lista, Þorsteinn Pálsson, Árni Johnsen og Eggert Haukdal af D-lista, Garðar Sigurðsson af G-lista. HRAKSPARNAR STÓÐUST EKKI gekk vel í Norðurlandi eystra „Framkvæmd kosninganna í Norðurlandskjördæmi eystra gekk mjög vel, þrátt fyrir hrakspár. Ég vil því nota tækifærið og þakka öllum undirkjörstjórnarmönnum fyrir samstarflð en á þeim veltur mest hvernig til tekst í heimahéraði hvers og eins,“ sagði Ragnar Steinbergsson, formaður yfírkjörstjómar I Norðurlandskjördæmi eystra, í samtali við Dag. Já, framkvæmd kosninganna á laugardaginn gekk framar öllum vonum, hvað svo sem menn segja um úrslitin. Þessar kosningar virtust lfka vera veðurguðunum þóknanlegar, því þeir stilltu loks á blíðu eftir að hafa Iegið f ntargra daga rudda. Það varð til þess að einn kjördagur dugði. Vegagerð- armönnum tókst að opna flestar leiðir til kjörstaða, en þar sem ekki var hægt að koma snjóruðn- ingi við var gripið til snjóbíla. Það var til dæmis gert í Þistilfirði og frá Grímsstöðum á Fjöllum var farið með atkvæðin á snjóbíl til Reykjahlíðar. Það gekk líka sérstaklega vel að safna saman kjörgögnum sem öll voru komin í Oddeyrar- skólann á Akureyri fljótlega upp úr miðnættinu. Þá var búið að undirbúa talningu þannig að fyrstu tölur úr Oddeyrarskóla komu um eittleytið. Það var vösk- sveit karla og kvenna sem vann við talninguna, þannig að taln- ingu var fyrst lokið í Norðurlands- kjördæmi eystra um sexleytið um morguninn. Reykjavík fylgdi svo fast á eftir. Frá heildarúrslitum kosning- anna er sagt á forsíðu blaðsins og úrslitin í hverju kjördæmi fyrir sig eru tíunduð hér til hiiðar. En hvað segja frambjóðendur flokk- anna í Norðurlandskjördæmi eystra um úrslitin? Það geta lesendur séð í viðtölum við efstu menn á hverjum lista hér í opnunni. Ingvar Gíslason: „Kvíði ekki framtíðinni“ - Hvað varðar úrslitin hér í Norðurlandskjördæmi eystra þá vil ég leggja áherslu á það að við náðum þessum þrem þing- mönnum sem við ætluðum okkur og það kalla ég sigur, sagði Ingvar Gíslason, efsti maður B-listans á Norðurlandi eystra í samtali við Dag. Ingvar sagði að baráttan fyrir þessar kosningar hefði verið mjög hörð. Það hefði verið sótt að Framsóknarflokknum úr öll- um áttum og hann teldi að flokkurinn hefði sjaldan eða aldrei gengið til kosninga við erfiðari aðstæður. - Vígstaða okkar fyrir kosn- ingarnar var mjög erfið. Við höfðum tekið þátt í stjórnarsam- starfi í 12 ár í stjórnum sem hefur gengið misvel að ráða við efna- hagsmálin og við guldum þess í kosningunum. Þá höfðu nýju framboðin einnig mjög mikil áhrif á fylgi Framsóknarflokksins í kjördæminu, einkum Kvenna- listinn en ég tel að við höfum tapað miklu fylgi til hans, sagði Ingvar Gíslason. Um kosningaúrslitin almennt í landinu sagði Ingvar það ljóst að Framsóknarflokkurinn hefði orð- ið fyrir nokkru áfalli en hins vegar Ingvar Gíslason. væri staða flokksins að mörgu leyti verulega sterk. - Við höfðum ekki Iánið með okkur í þessum kosningum en ég kvíði ekki framtíðinni, sagði Ingvar Gíslason. Árni Gunnarsson: „Vilji fólksins verður að ráða“ „Það er ekkert við þessu að segja. Stjórnmálamenn falla og sigra og ég varð undir í þessari baráttu. Þetta er vilji fólksins sem maður verður að beygja sig undir,“ sagði Ámi Gunnarsson, fv. alþingis- maður, í samtali við Dag. „Þetta var mikill varnarslagur fyrir okkur Alþýðuflokksmenn og miðað við það held ég að við getum vel við úrslitin unað. Nýju framboðin tóku frá okkur fylgi og raunar frá hinum flokkunum líka. Það getur hafa haft áhrif á mína útkomu að allt of margir hafi verið vissir um að ég næði kjöri, þannig að stuðningsmenn mínir hafi ekki þjappað sér nógu vel saman. En við búum í lýðræðislandi þar sem kosið er um menn og málefni. Vilji fólksins ræður.“ - En nú fellur þú með 1.504 atkvæði á bak við þig en fram- bjóðandi Bandalags jafnaðar- Ámi Gunnarsson. manna nær kjöri með 623 at- kvæði. Er þetta vilji fólksins? „Já, þetta kemur mörgum einkennilega fyrir sjónir, en þetta er samkvæmt úthlutunarreglum um uppbótarþingsæti og ég vil ekki segja að þær séu óréttlátar. Þetta getur gerst í hvaða kjör- dæmi sem er.“ - Hvað með stjómarmyndun? „Það verður snúið að mynda stjórn, svo mikið er víst. Sjálf- stæðisflokkurinn getur myndað meirihlutastjórn með Framsókn- arflokki eða Alþýðubandalagi. Verði sá síðarnefndi fyrir valinu hef ég grun um að Alþýðuflokk- urinn verði með. Ég hef líka heyrt þeirri hugmynd hreyft að kjósa um ríkisstjórnarform. En að mínu mati er afleitt að fara út í nýjar alþingiskosningar á sama tíma og þjóðarbúið er að komast út á ystu nöf. Þá held ég að ástandið geti orðið verra en nokkurn grunar,“ sagði Árni Gunnarsson í lok samtalsins. 8 - DAGUR - 26. apríl 1983

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.