Dagur - 06.05.1983, Síða 3
minir
4 4
Fyrstu deildar Iiðs Þórs í körfuknattleik á von á góðum liðs-
auka fyrir næsta keppnistímabil. Von er á hinum 18 ára Birgi
Mikaelssyni til Akureyrar í sumar en Birgir hefur að undan-
förnu leikið með bandaríska menntaskólaliðinu Thomas Jeff-
ersson High School í Pittsburg. Birgir hefur hreinlega
„blómstrað“ með þessu liði og frammistaða hans hefur verið
ein aðal ástæðan fyrir velgengni „The Jaguars“ eins og liðið
er nefnt í vetur. Birgir sem er tæpir tveir metrar á sokkaleist-
unum hefur oftast verið kosinn besti maður liðsins eftir hvern
leik og er keppnistímabilið var rúmlega hálfnað hafði hann
skorað rúmlega 13 stig að meðaltali í leik eða tæpan fjórðung
stiga liðsins og Birgir var jafnframt langhæstur á listanum yfir
þá sem flest fráköstin höfðu tekið. Og til að kóróna allt var
„Biggie“ (eða „stóri“) eins og félagar hans kalla hann valinn í
hóp 10 bestu leikmanna allra menntaskólanna á svæðinu, af
Eric Campangna sem var kjörinn besti leikmaður ársins. Okk-
ur hafa borist nokkrar úrklippur frá ferli Birgis með „The Jag-
uars“ og verður gripið niður í umsagnir bandarísku blaðanna
hér á eftir.
Áður en gripið er niður í úrklippusafninu
er rétt að gera örlitla grein fyrir ætt og
uppruna Birgis Mikaelssonar. Hann er
fæddur 1965 á Akureyri, sonur hjónanna
Mikaels Ragnarssonar og Auðar Hall-
dórsdóttur. Ungur fluttist hann með fjöl-
skyldunni til Reykjavíkur en þar hóf hann
að leika körfuknattleik með yngri flokk-
um KR. Hann er einn yngsti leikmaður
sem leikið hefur með meistaraflokki KR
en þeim áfanga náði hann aðeins 16 ára
gamall. Líkast til er Birgir einnig einn sá
yngsti sem leikið hefur með meistara-
flokksliði hér á landi, a.m.k. í úrvals-
deild. Birgir lék svo með KR allt fram til
ársins 1982 en"þá hélt hann til Bandaríkj-
anna.
„Allir kunna vel við hann“
Lið Thomas Jeffersson High School kom
svo sannarlega á óvart í upphafi keppnis-
tímabilsins. „The Jaguars" höfðu þokka-
legu liði á að skipa á síðasta keppnistíma-
bili og unnu þá sjö leiki af fimmtán. Mikl-
ar mannabreytingar urðu í liðinu fyrir
þetta keppnistímabil og fáir höfðu sér-
staka ástæðu til að vera bjartsýnir. Þjálf-
arinn Tom Sharkey var þó annarrar skoð-
unar og sérstaklega var hann ánægður
með hina nýju hávöxnu leikmenn, John
Waltz 196 cm., Tim Andrews 194 cm.,
Kurt Verbaarschott 191 cm. og Birgir
Mikaelsson 196 cm.
- Við leikum á annarri hæð en í fyrra
og svo kemur það okkur til góða að við
gátum hafið æfingar með fullum mann-
skap á skikkanlegum tíma, sagði Sharkey
og átti þá við það að fáir í hans liði æfðu
jafnframt „fótbolta“ en þessar tvær
íþróttagreinar hafa viljað rekast nokkuð
á. Og bjartsýni þjálfarans var ekki
ástæðulaus. „The Jaguars" voru með fullt
hús eftir fjóra leiki og þá sagði Sharkey:
- „Biggie“ er að falla inn í leik okkar
og verður betri og betri með hverjum
leiknum sem líður. Hann er góð skytta og
góður í fráköstum en hann á þó ýmislegt
ólært. Hann er þó fljótur að átta sig og
skilur leikinn mjög vel, sagði þjálfarinn
sem á þeim tíma hafði mestar áhyggjur af
því að Birgir væri of grannvaxinn. Þess
má geta að Birgir er einn af yngstu mönn-
um liðsins og stjórnendur þess og aðrir
leikmenn hafa látið sér annt um velferð
íslendingsins. - Nemendum TJ (Thomas
Jefferson High School) þykir orðið svo
vænt um útlendinginn og svo er einnig um
„fjölskyldu" hans í Pittsburg. „Biggie“
hefði ekki getað lent hjá betra fólki en
Chuck McDewitt og hans fjölskyldu, segir
Sharkey.
Einn stigahæsti
leikmaðurinn
Pað er varla hægt að segja annað en að
Birgir hafi byrjað vel með „The Jaguars".
Hann varð stigahæstur leikmanna liðsins
í fyrsta leiknum, með 17 stig og 11 stig
skoraði hann í næsta leik en auk þess hirti
hann fjölda frákasta. Stigin urðu einnig 11
í þriðja leiknum og í fjórða leiknum varð
hann aftur stigahæstur, nú með 19 stig og
12 fráköst. En þar með var sigurgöngu
„The Jaguars“ frá Pittsburg ekki lokið.
Næstu fjórir leikir fóru á sama veg og liðið
sem vann aðeins sjö leiki af 15 á síðasta
keppnistímabili hafði nú unnið átta leiki í
röð og stemmningin í Pittsburg var gífur-
leg. Þrír leikmenn liðsins höfðu farið á
kostum í þessum leikjum og var stigahæsti
maðurinn Rick Miller (um 15 stig að með-
altali) þar fremstur í flokki. Hinir tveir
voru Dan Holzer sem er eini maðurinn úr
byrjunarliðinu í fyrra sem komst í byrjun-
arliðið nú og svo íslendingurinn Birgir
Mikaelsson.
Það var sérstaklega sjöundi sigurinn,
gegn „Járnmönnunum“ frá Steel Valley
sem var kærkominn fyrir „The Jaguars".
Leikurinn var lengi vel „í járnum“ og
staðan í hálfleik var 26-20 „The Jaguars"
í vil. En í síðari hálfleik og þá sérstaklega
í síðustu lotunni af fjórum, þá fóru TJ-
menn á kostum og burstuðu „Járnmenn-
ina“ með 62 stigum gegn 46. Tríóið
Miller, Holzer og Mikaelsson skoruðu 53
af þessum 62 stigum. Miller 21, Holzer 17
og Birgir 15 stig. Þessi sigur yfir Steel
Valley var sem fyrr segir kærkominn og
þá sérstaklega vegna þess að „Járnmenn-
irnir“ höfðu áður unnið níu leiki í röð
gegn Thomas Jeffersen High School.
Eftir leikinn sögðu
blöðin: „The Jaguars" eru það lið sem
hefur komið mest á óvart í vetur og er nú
eitt af fáum í keppni menntaskólanna víðs
vegar um landið sem ekki hefur tapað
leik.
- Þetta er fimmta árið mitt sem aðal-
þjálfari og ég hef aldrei haft betra né há-
vaxnara lið, segir Sharkey þjálfari. Hann
bendir ennfremur á að þessir sigrar gefi
liðinu aukið sjálfstraust og það muni
koma sér vel þegar sterkari andstæðingar
berji að dyrum. í viðtali við annað blað
segir þjálfarinn að nú hafi liðið lykilmenn
í hverri stöðu og að á skiptibekknum sitji
sterkir leikmenn. Honum verður einnig
tíðrætt um hæð liðsmanna og bendir á að
Steel Valley-liðið hafi á að skipa tveim
leikmönnum vel yfir 190 cm. á hæð.
- Það kom þeim bara að engu gagni.
Strákarnir mínir „jörðuðu“ þá einfald-
lega.
Birgir í baráttunni undir körfu andstæöinganna.
Einn af tíu bestu
Þessi samantekt er byggð á úrklippum
sem ná fram yfir áramót og því vitum við
ekki hvernig liði Birgis vegnaði í lokabar-
áttunni en samkvæmt annarri úrklippu úr
„The South Hills Record“ dagsettri 14.
apríl 1983 þá virðist Birgi og félögum
hans tveim, Miller og Holzer hafa vegnað
mjög vel og því ekki ótrúlegt að ætla að
það sama eigi við um liðið. í þessari úr-
klippu er sagt frá því að Eric Campagna
sem valinn var „The most valuable play-
er“ - besti leikmaðurinn í menntaskóla-
keppninni, hafi valið óskalið sín skipuð
leikmönnum menntaskólaliðanna. Camp-
agna þessi sem lék fyrir Brentwood velur
þrjú fimm manna lið og í fyrst liðinu
(byrjunarliðinu) er m.a. Rick Miller frá
„The Jaguars“. Birgir og Dan Holzer eru
báðir valdir í lið númer tvö sem þýðir
samkvæmt því að þeir erú í hópi tíu bestu
leikmanna menntaskólaliðanna á um-
ræddu svæði. Má benda á að margir af
leikmönnum menntaskólaliðanna eru síð-
an „keyptir" til Háskólanna og nokkrir
ná alveg á toppinn og komast í atvinnu-
mannadeildina. Má benda á Pétur Guð-
mundsson í því sambandi en hann vann
sig upp á þennan hátt þó svo að honum
tækist ekki að halda sér í liðinu hjá Port-
land Trailblazers á þessu keppnistímabili.
Flosi Sigurðsson er einnig alinn upp hjá
menntaskólaliði en hann hefur gert það
gott með háskólaliði að undanförnu.
„Kemur mér ekki á óvart“
Við skulum að lokum heyra hvað Kol-
beinn Pálsson, landsliðsmaðurinn kunni
og unglingaþjálfari hjá KR, hefur að
segja um Birgi Mikaelsson:
- Birgir lék með þriðja flokki KR í
fyrra og var þá á yngra ári. Hann æfði
jafnframt með unglingalandsliðinu með
strákum sem flestir voru tveim árum eldri
en hann og hann spilaði jafnframt með
meistaraflokki KR. Þetta segir í raun allt
það sem þarf að segja. Birgir er óvenju
efnilegur leikmaður og það hefur ekki
komið mér á óvart að hann skyldi standa
sig vel í Bandaríkjunum. Þetta sagði Kol-
beinn Pálsson en hann gat þess jafnfrant
að það hefðu fleiri en hann komið auga á
hæfileika Birgis. Stewart Johnson,
Bandaríkjamaðurinn hjá KR sá fljótlega
að þarna var mikið efni á ferð og það var
fyrir tilstilli Stew Johnson að Birgir komst
til Bandaríkjanna. Stew útvegaði honum
skólapláss og „fjöldskyldu" til að vera
hjá og Kolbeinn gat þes sérstaklega að
þeir hefðu fengið fréttir af því að Birgir
hefði fengið besta hugsanlega vitnisburð
hjá „fósturforeldrum“ sínum.
Það var greinilegt á samtalinu við Kol-
bein Pálsson að KR-ingar telja sig „eiga“
töluvert í Birgi og þeir hafa að sjálfsögðu
mikið til síns máls. En eins og málin
standa í dag þá er Birgir Mikaelsson vænt-
anlegur til Akureyrar en KR-ingarnir gef-
ast örugglega ekki baráttulaust upp og
það þyrfti ekki að koma á óvart þó að
fleiri myndu „biðla“ til þessa snjalla leik-
manns. ircir
Bandaríkjunum
• ;6. mai' 1983 « ÖA'GÚR - 3