Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 16.05.1983, Blaðsíða 3
‘Ctarm HHHH E3 QQQ p^p^p^ 11 Skipagata 14 eins og hún mun verða fullbúin séð frá Skipagötunni. Verkalýðsfélögin byggja stórhýsi við Skipagötu RUVAK fær nýtt vandað hljómborð „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það að flýta framkvæmdum við útvarps- húsið á Akureyri umfram það sem til hefur staðið, það er nú unnið að útboði vegna smíði innréttinga en ekki alveg Ijóst hvenær það verk verður boðið út,“ sagði Hörður Vilhjálms- son fjármálastjóri Ríkis- útvarpsins í samtali við Dag. „Til þess að bæta núverandi aðstöðu á Akureyri hefur verið keypt nýtt hljóðborð sem er mjög vandað og gott og það verður tengt til bráðabirgða í Hljóðhús- inu við Norðurgötu. Þetta hljóð- borð er að koma til landsins þessa dagana og það er einungis spuming um fáar vikur hvenær það verður komið í gagnið. Þetta hljóðborð verður síðan í fullu gildi í nýja húsinu, enda mjög vandað og gott eins og áður sagði. Þetta er borð af sömu gerð og notað er á fréttastofunni í Reykjavík og hefur reynst mjög vel þar,“ sagði Hörður. „Þetta er nú loksins komið í gegn hjá bygginganefnd og bæjarstjórn búin að leggja blessun sína yfir,“ sagði Jón Helgason formaður verkalýðs- félagsins Einingar er Dagur ræddi við hann um bygginga- framkvæmdir verkalýðsfélag- anna á Akureyri við Skipagötu 14. Það er Teiknistofan sf. í Gler- árgötu 34 sem teiknar þessa miklu byggingu, en áformað er að byggja 4 hæðir ofan á núver- andi hús þar sem verslunin Skemman og þvottahús KEA eru í nú og einnig er byggt til suðurs og að hluta til í vestur. „Við erum þessa dagana að ganga frá útboðsgögnum," sagði Aðalsteinn Júlíussson hjá Teikni- stofunni sf. „Við stefnum að því að koma þessu í útboð sem allra fyrst og það verður gert þannig að 1. áfanginn miðast við að hús- ið sé uppsteypt og frágengið að utan.“ - Samkvæmt teikningum verð- ur stærð hússins þegar viðbótin verður komin þannig að kjallari verður 165 fermetrar, 1. hæðin 722 fermetrar, 3. og 4. hæðin 643 fermetrar hvor hæð, 4. hæðin 597 fermetrar og 5. hæðin 237 fer- metrar. „Við reiknum ekki með þvf að það þurfi að gefa nema um viku- tíma til þess að fá inn tilboð í 1. áfangann eftir að útboðsgögnin liggja fyrir,“ sagði Jón Helgason hjá Einingu. Við höfum leitað okkur upplýsinga um þetta atriði og samkvæmt þeim þarf ekki lengri frest.“ - Jón sagði að í þessari miklu byggingu yrði aðsetur allra verkalýðsfélaga á Akureyri sem eru í dag nokkuð dreifð um bæinn. Jón upplýsti einnig að áformað hefði verið að ljúka við að steypa húsið upp á þessu ári, en þar sem nokkrar tafir hefðu orðið nú þegar væri ekki víst hvort það tækist. „Það er hæpið að láta fara að vinna við þetta í vetrarveðrum," sagði Jón. Skipagata 14 eins og hún lítur út í dag. Mynd: GEJ. Hl alniannaheilla / Á/ / í ijorutiu ar Á 40 ára afmælinu sendum við öllum viðskiptavinum okkar árnaðaróskir. Jafnframt leyfum við okkur að vona að félagið hafi náð því markmiði sínu að auka öryggi þeirra og milda þau áföll sem sumir hafa orðið fyrir. Við vitum að vöxtur og viðgangur tryggingafélags er m.a. háður góðri afspurn - viðhorfum og umsögnum þeirra sem hafa orðið fyrir tjóni og sækja síðan bætur í hendur tryggingafélags síns. Starfsemi okkar hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum 40 árum. Nú eru starfsmennirnir 55 og sjálfstæðar skrifstofur á Akureyri, Akranesi, Selfossi og í Hafnarfirði. Aðalskrifstofan er í hinum nýju og rúmgóðu húsakynnum í Síðumúla 39. Umboðsmenn eru um allt land. Starfsemi okkar spannar öll svið trygginga - smá og stór. Á seirmi árum höfum við annast stærri verkefni en nokkru sinni fyrr - tryggingar fyrir íslenska verktaka í orku- og stóriðjuframkvæmdum. Um leið og við þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum viljum við nota tækifærið til að minna enn á nauðsyn fyrirhyggju ... ... það tryggir enginn eftir á % Með Útsýn í Danmörku: Með Útsýn frá Danmörku: Hótel, bílaleigur, 2000 sumarbústaðir, lúxushótel Helsingor (Marinelyst Pacae). Hafnarstræti 98, sími 22911. Með Útsýn auðvitað. Einkaumboð Tjæreborg, söluumboð SAS, Finnair, British Aiiways, Blobetrotter. 16. maH983-DAGUR-3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.