Dagur - 27.05.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 27.05.1983, Blaðsíða 3
Æfíngar byrjuðu snemma hjá knattspyrnumönnum Völsungs að þessu sinni, eða um miðjan janúar. Það er 19 manna hópur sem sótt hefur þessar æfingar og mæting hefur verið mjög góð. Þar sem óvenju mikill snjór hefur verið í bænum í vetur hafa þessar æfing- ar að mestu verið þrekæfingar, stundaðar í fjörunni. Það er að- eins tvær síðustu vikur sem hægt hefur verið að æfa á malarvellin- um. Grasvöllurinn er enn á kafi í snjó og því langt í land að hægt verði að æfa á honum. Þjálfarar liðsins eru að þessu sinni tveir kunnir knattspyrnukappar hús- vískir sem eru nú endurheimtir: Kristján Olgeirsson er leikið hef- ur með Skagamönnum undan- farin ár og oft hefur sýnt frábær tilþrif á vellinum og Helgi Helga- son varnarmaðurinn sterki sem komið hefur mjög við sögu í vel- gengni Víkings um nokkurra ára skeið. Þar sem þeir spila báðir með liðinu í sumar er það mál manna að það eigi sinn þátt í því að Völsungar eigi að geta bland- að sér í baráttu efstu liða annarr- ar deildar í sumar. Leikmenn Völsungs í sumar: Gunnar Straumland, 21 árs nemi, markvörður, Sveinn Freysson, 18 ára nemi, varnarmaður, Pétur Pétursson, 23 ára málari, varn- armaður, Helgi Helgason, 23 ára kjötiðnaðarmaður, varnar- maður, Birgir Skúlason, 22 ára bifvélavirki, varnarmaður, Sig- mundur Hreiðarsson, 22 ára kjötiðnaðarmaður, miðvallar- leikmaður, Kristján Olgeirsson, 22 ára, miðvallarleikmaður, Ol- geir Sigurðsson, 19 ára skrifstofu- maður, miðvallarleikmaður, Sig- urgeir Stefánsson, 18 ára verka- maður, miðvallarleikmaður, Björn Olgeirsson, 21 árs fyrirl., málari, framherji, Kristján Krist- jánsson, 23 ára vélvirki, fram- herji, Sigurður lllugason, 23 ára málari, framherji, Einar Sigur- jónsson, 28 ára verkamaður, varnarmaður, Ástvaldur Jóhann- esson, 22 ára nemi, framherji, Gunnar Bóasson, 27 ára mjóíkur- bílstjóri, varnarmaður, Aðal- steinn Óskarsson, 26 ára véla- maður, varnarmaður, Haraldur Haraldsson, 16 ára nemi, mark- maður, Guðni Arason, 23 ára verkamaður, varnarmaður. Þessu spá þeír um 2. deUdina Helgi Helgason þjálfari: Kristján Olgeirsson þjálfari: Björn Olgeirsson fyrirliöi: 1. Fram 1. Fram 1. KA ■IJr’ T\ 2. KA 2. KA 2. Fram 3. Fylkir 3. FH 3. FH r-v XmSt 4. FH 4. Reynir 4-5. Völsungur, KS 5. Víðir 5. Njarðvík 6. Njarðvík m i - JT 6. Völsungur 6. Víðir 7. Fylkir || 7. KS 7. Völsungur 8. Einherji 8. Reynir 8. KS 9. Víðir 9. Einherji 9. Fylkir 10. Reynir. 10. Njarðvík 10. Einherji. Bjöm ' Olgeirsson, fyrirliði Völs- unga. „t»au orð Árna Þorgrímssonar vara- formanns Knattspyrnusambands (s- tands scm hann viðhafði a blaða- mannafundi sl. þriðjudag vegna landsleiksins gegn Spáni um hclgina hafa vakið undrun manna svo ekki sé mcira sagt, enda ekki á hverjum degi sem forráðaménn Knattspvrnu- sambandsins opinbera svo gjörsam- lega viðhorf sitt til landsbyggðarinn- ar. Á fundinum sagði Árni orðrctt: „Ég hef heyrt það að fólki úti á lamli sé saina þótt það líði 2-3 dagar þar til það fær að sjá i sjónvarpi landslciki sciii hcr á landi eru leikn- ir . . .“ Hér er sko ekkert verið að fela hugsunarhátlinn. l’etta „annars flokks liö" á landsbyggðinni getur bara beðið, cr það sem lesið veröur úr ummælum varaformannsins. Gera þeir KSÍ-menn sér ekki gréin fyrir því að knattspyrna er ekki eingöngu stunduð á Faxaflöa- svæðinu, heldur um allt land? I’eir ættu þó að vita þaö þeir hau herrar. Ekkert tillit til þess þótt hálf þjóðin eigi þess ekki kost að fara á völlinn og sjá landslciki'hér á landi. Nei. „Sveitavargurinn" getur bara átt sig. En það má athuga hvort það er ekki hægt aö fá hja „vargnunt" ein- hverja aura í kassann. I’annig upp- lýstu KSÍ-menn á þessum sama blaðamannafundi aö forsala að leikjunum við Spán um helgina yrði líka á Akureyri og Flugleiðir myndu gefa 25% afslátt á llugi vcgna lcikj- anna. I’egar þeir voru spurðir nánar um þetta, m.a. hvort þessi afsláttur væri bundin því að keyptur væri helgarpakki með hóteli varð hins vegar fátt um svör. Af því má draga þá ályktun að skilyrði sé að keyptur se helgar- pakki með hóteli, en ekki sé hægt að fljúga að morgni, sjá leikinn kl. 14 á sunnudag og fara heim að kvöldi. Og hvað kostar svo helgar- pakki? Ætli þeir viti það KSÍ-menn fyrst þeir gera sér ekki grein fyrir þeirri staðreynd að knattspyrnu- menn og knattspyrnuáhugamenn eru víðar hér á landi en við Faxa- flóa? Knattspymusamband íslands er eins og nafnið gefur til kynna lands- samband, og þeir sem reka þaö ættu að haga sér í samræmi við það. Mér vitanlega hefur þaðekki verið kann- að hvaða áhrif það hefur á aðsókn að landsleikjum að þeim sé sjón- varpað samdægurs. Orð varaformannsins Áma Þor- grímssonar hér að framan eru stór orð. En mætti ekki alveg eins segja: „Ég hef heyrt það að fólki úti á landi sé alveg sama um það hvort Arni Þorgrtmsson er varaformaður KSf eða einhvcr annar." Og hver veit nerna annar hugsunarháttur réði ferðinni ef svo væri? GylFi Kristjánsson. Sjö dýröardagar í Danmörku Enn ern nokkur sæti laus í hópferð Norðlendinga með fyrsta beina áætlunarfluginu frá Akureyri til Köben 16. júní nk. Gist verður í hinu glæsilega íbúðahóteli Marinelyst Palæ, Helsingör. Fararstjóri verður hinn kunni Steindór Steindórsson, frá Hlöðum. Leiðsögn um næturlíf Köben verður í höndum Porsteins Viggóssonar, veitingamanns. verð frá krónum 9.600.-. Feröaski**ifstofan tíTSÝN Látið ekki happ úr hendi sleppa FLUGLEIÐIR Hafnarstræti 98, Akureyri, sími22911. W; íriiÍ'i 983-r#AQtJR-3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.