Dagur - 27.05.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 27.05.1983, Blaðsíða 6
Þorkell Bjömsson, blaðamaður Dags á Húsavík ræðir við Kolbrúnu Jónsdóttur, fyrstu konuna sem kjörin er áþingfyrir Norðurlands- kjördæmi eystra Einkennileg tík þessi póþ’tík sagöi ein- hvern tíma frómur maður. Já sannar- lega er hún það. Nú eru alþingiskosning- ar nýlega afstaðnar og þjóðin er búin að kveða upp sinn dóm eins óg það heitir. Auðvitað voru þessar kosningar ekkert frábrugðnar öðrum kosningum; margir voru til ^kvaddir, en aðeins 60 útvaldir (verða trúlega 63 næst). Það er alkunn staðreynd að menn þurfa að hafa mismikið fyrir því að verða meðal hinna 60 útvöldu. Sumir puða meira að segja í pólitíkinni svo árum skiptir, en samt ná þeir aldrei að tylla tánum á Alþingi. Því kom það mikið á óvart við alþingiskosningarnar á dögunum þegar alsendis ókunnur frambjóðandi fyrir nýstofnuð samtök náði þeim árangri að verða meðal þeirra 60 sem kjörnir voru á þing. Kolbrún Jónsdóttir heitir þessi nýkjörni þing- maður fyrir Bandalag jafnaðarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra. Hverer hún þessi fyrsta kona sem kjörin er á þing fyrir þetta kjördæmi? Kolbrún Jónsdóttír fyrir utan nýja vinnustaðinn. Það má búast við því að það skiptist á ómögulegt að segja. ,, Heinrilishaldið mun „Ég er fædd á Skagaströnd í A- Húnavatnssýslu 1949 og uppalin þar. Foreldrar mínir eru Jón Þor- steinsson vélstjóri og María Konráðsdóttir heimavinnandi húsmóðir á Skagaströnd. Það var lítið um sumarvinnu fyrir ung- linga þegar ég var að alast upp á Skagaströnd, en ég fór snemma að vinna fyrir mér. Þegar ég var á fimmtánda ári fór ég austur á Reyðarfjörð, en þar var ég í þrjú sumur og saltaði síld. Á Skaga- strönd lauk ég svo miðskólaprófi árið 1965, en um frekari skóla- göngu var ekki að ræða þar. Þá um sumarið fór ég að vinna í Arnarholti á Kjalarnesi og var þar í tvö ár. Eftir það lá leiðin til Englands þar sem ég vann á hóteli í eitt ár. Þegar ég kom heim fór ég aftur að vinna á Arn- arholti. Þar kynntist ég eigin- manni mínum, Þorvaldi Hauks- syni úr Reykjavík, en hann vann í Arnarholti að hluta við hænsna- bú og að hluta við minkabú hjá Loðdýr hf. Ég lauk sjúkraliða- prófi frá Borgarspítalanum 1971, en við Þorvaldur giftum okkur í september það ár og fluttum til Hafnarfjarðar. Vorið 1973 keypt- um við jörðina Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ og þar stunduðum við kartöflurækt að mestu.“ £ Féll ekki alls kostar við veðráttuna Hvernig var að stunda kartöflu- búskap? „Kartöflubúskapurinn gafst vel. Við endumýjuðum útsæðið árlega með stofnútsæði frá Eyja- firði sem þá var ekki algengt. Það varð til þess að lítið var um sjúk- dóma og önnur afföll í uppsker- unni. Við vorum með 12 hektara í ræktun og uppskeran frá ári til árs var auðvitað misjöfn. Hún fór upp í það að vera 18 föld árið 1974. Okkur leið mjög vel þarna í Þykkvabænum. Við byggðum nýtt íbúðarhús og endurnýjuðum vélakostinn. Þrátt fyrir það gát- um við ekki hugsað okkur að gera kartöflubúskap að lífstíðar- starfi. Einnig fundum við til tölu- verðar einangmnar. Það var líka ljóst að börnin gátu ekki fengið skólagöngu eins og hún gerist best. Og síðast en kannski ekki síst féll okkur ekki alls kost- ar við verðráttuna. En eins og kunnugt er er talsvert votviðra- samt í Þykkvabænum. Þegar Þorvaldi bauðst starf austur á Hornafirði slógum við til, seldum jörðina og öll tækin og fluttum austur.“ - Hvers vegna fluttuð þið svo til Húsavíkur, líkaði ykkur ekki vistin fyrir austan? „Jú, jú, það var gott að búa á Hornafirði og fólkið þar er elsku- legt og gott. En samt sem áður hefur Norðurlandið alltaf verið númer eitt í mínum huga. Þrátt fyrir að ég hefði ágæta vinnu á Hornafirði á Elli- og hjúkrunar- heimilinu, en þar var ég rúmt ár forstöðukona, togaði Norður- landið alltaf meira og meira í mig. Nú, við náðum góðu sam- komulagi, öll fjölskyldan um að 6 - DAGUR - 27. maí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.