Dagur - 27.05.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 27.05.1983, Blaðsíða 7
skin og skúrir í þessu starfí sem öðrum en hvort dökku hliðamar verða jafndökkar og ljósmyndarinn hefur dregið upp á myndinni hægra megin hér að ofan er mæða verulega á eiginmannimun ‘ ‘ flytja norður og Húsavík varð fyrir valinu. Ég hafði áhuga á frekara námi og fékk vinnu á Sjúkrahúsinu, samfara námi á viðskiptabraut við Gagnfræða- skóla Húsavikur. Þorvaldur setti á fót fyrirtækið Víkurbarðann, sem er hjólbarðaverkstæði. Ekki má heldur gleyma börnunum. Hér una þau sér vel enda hefur Húsavík upp á að bjóða stórkost- lega möguleika til útivistar fyrir börn allan ársins hring og ágæta möguleika til náms.“ 0 Ég hef aldrei verið flokksbundin Og nú ertu orðin þingmaður. Hefurðu haft afskipti af pólitík áður? „Já, nú er ég orðin þing- maður.“ Kolbrún verður eins og annars hugar örlitla stund. Kannski að hún finni fyrir ábyrgðartilfinningunni sem allir þingmenn hljóta að vera með. Hún sýpur duglega úr kaffiboll- anum og heldur svo áfram. „Pó ég hafi starfað töluvert að félagsmálum hef ég aldrei verið flokksbundin. En áhugi minn á þjóðmálum hefur alltaf verið fyrir hendi. Mínar fyrstu minn- ingar um þjóðmálaumræður og pólitík almennt eru frá því ég var stelpa á Skagaströnd. Þá var Björn á Löngumýri í framboði fyrir Framsókn, en hann kom oft heim til foreldra minna til að viðra stefnu flokksins og kynna sín baráttumál. Ekki gekk hon- um nú að snúa foreldrum mínum í pólitíkinni, enda voru þau bæði flokksbundin í Sjálfstæðis- flokknum. Trúlega hefur það ekki verið tilgangur hans með þessum heimsóknum í það hús. Hann var bara eins og hver annar gestur sem heilsaði upp á kunn ingjana. Enda var hann auðfúsu- gestur á heimilinu þótt áhugi pabba og mömmu væri ef til vill ekki sérlega mikill á hinni póli- tísku umræðu Björns. Það kom líka fyrir þegar búið var að bera fram kaffi og kökur fyrir gestinn að enginn varð eftir í eldhúsinu til að taka þátt í pólitísku umræð- unni, nema frambjóðandinn og ég. Það var alltaf gaman að fá Bjöm á Löngumýri í heimsókn, enda er hann ógleymanleg pers- óna.“ Fyrsta konan úr þessu kjördæmi sem kjörin er á þing Nú eru störf Alþingis ekki hafin en ert þú búin að skoða þennan væntanlega vinnustað þinn? „Já, ég er búin að vera í Reykjavík í hálfan mánuð og hef skoðað þinghúsið undir leiðsögn góðra manna. Ég hef fengið skrif stofu á efstu hæð í Þórshamri sem bætir mjög starfsaðstöðu mína sem utanbæjarþingmanns. Þrátt fyrir að ég komi til með að sitja á Alþingi ætla ég að eiga mitt heimili fyrir norðan og mér er tjáð að ég sé fyrsta konan sem sest á Alþingi úr dreifbýlinu og flytur ekki til Reykjavíkur, auk þess að vera fyrsta konan úr þessu kjördæmi sem kjörin er á þing.“ „Verður ekki erfitt fyrir þriggja barna móður búsetta úti á landi að sitja á Alþingi? „Jú, vissulega verður þetta veruleg röskun á okkar högum. En sem betur fer tekur ekki lang- an tíma að fljúga norður. Ég geri mér vonir um að komast norður eigi sjaldnar en um aðra hverja helgi meðan þing starfar. Það er því enginn vafi á því að heimilis- haldið mun mæða verulega á eig- inmanninum. En ég hef stundum verið að velta þeirri spurningu fyrir mér, hver hefði spurt mig þessarar spurningar hefði það verið maðurinn minn sem kjör- inn var á þing? En að sjálfsögðu væri þetta ógerningur án stuðn- ings frá fjölskyldunni.“ £ Alþingismenn eru ósköp venjulegt fólk Breytist fólk eitthvað við það að verða allt í einu aiþingismenn? „Það held ég alls ekki, allavega hef ég ekki orðið vör við neina breytingu á mér. Ég held að eng- inn alþingismaður telji sér trú um að hann sé eitthvað merkilegri persóna en annað fólk. Þeir eru ósköp venjulegt fólk og ég er ekki í nokkrum vafa að þeir vilja láta líta á sig sem venjulegt fólk.“ - Eitthvað að lokum? „Að lokum vii ég þakka öllum sem unnu að framboðsmálum Bandalags jafnaðarmanna í þessu kjördæmi. Ég vil þakka þeim fyrir gott samstarf sem án efa á langa framtíð fyrir sér því þetta fólk er mér traustur bak- grunnur. Einnig vil ég þakka öll- um þeim sem veittu listanum stuðning." / Myndir: Einar Oiafsson 27. maí 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.