Dagur - 27.05.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 27.05.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 110 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ný ríkisstjórn Ríkisstjórn framsóknarmanna og sjálfstæðis- manna undir stjórn Steingríms Hermanns- sonar hefur nú verið mynduð. Vonandi er að þessari ríkisstjórn takist að leysa úr þeim brýnu viðfangsefnum sem við blasa í íslensku þjóðlífi. Ekkert verður um það sagt fyrirfram hvernig þessi stjórn kemur til með að vera, hún verður dæmd af verkum sínum eins og allar aðrar ríkisstjórnir. Það hlýtur að valda Norðlendingum sér- stökum vonbrigðum í sambandi við þessa nýju ríkisstjórn að enginn hinna tíu ráðherra hennar skuli vera úr Norðurlandskjördæmun- um tveimur. Öll önnur kjördæmi landsins eiga fulltrúa í þessari nýju ríkisstjórn. Ekki á þetta síst við um íbúa Norðurlandskjördæmis eystra, en þar hefur atvinnuástand verið með lakara móti og að sumra mati jafnvel verra en í öðrum kjördæmum landsins. Það sem gera þarf í Norðurlandskjördæmi eystra er að byggja upp iðnaðarframleiðslu hvers konar. Það þarf að styrkja þann gróskumikla iðnað sem fyrir er, skapa fjölmörg ný smáiðnaðar- tækifæri og nýting orkunnar til iðnaðarfram- leiðslu hlýtur að vera meðal þeirra valkosta sem litið verður til. Það má því segja að það séu vonbrigði að iðnaðarráðherra þessarar nýju ríkisstjórnar skuli ekki vera úr öðru hvoru Norðurlandskjördæmanna og þá helst úr Norðurlandi eystra. Að vísu er ekki réttmætt að ganga út frá því fyrirfram að ekkert verði gert í iðnaðar- málum á Norðurlandi á næstu árum, en hitt sýnist ljóst að þar sem sérstaks átaks er þörf á Norðurlandi hefði verið heppilegra að sá landsfjórðungur hefði átt ráðherra í ríkis- stjórninni. Aðalatriðið í sambandi við þessa stjórnar- myndun er að samkomulag takist um að leysa efnahagsvandann. Það er ljóst að allir landsmenn verða að leggja sitt af mörkum svo það megi takast en gæta verður þess í hvívetna að þeir sem lakast standa njóti fyrst og fremst þeirra mildandi aðgerða sem fyrir- hugað er að koma í framkvæmd. Atvinnulíf- inu verður að koma á réttan kjöl og þegar til lengri tíma er litið er það besta trygging launafólks og allra landsmanna fyrir góðum Kfskjörum. Er að birta til? Þótt ekki séu allir ánægðir með hina nýju ríkisstjórn, þá er það samt sem áður stað- reynd að í gær er hún tók við völdum birti til á Norðurlandi og sólin sýndi sig svo um mun- aði. Ekki voru hlýindi þó mikil og enginn veit hvort kuldakast það sem verið hefur á Norðurlandi að undanförnu er á undanhaldi. Vonandi er að svo sé, því annars er vá fyrir dyrum. Snjóalög eru víða á túnum og þar sem snjó hefur tekið upp eru tún nánast ófær yfir- ferðar vegna bleytu. Ef ekki bregður til betri tíðar snarlega er ástandið í landbúnaðinum á Norðurlandi vægast sagt mjög alvarlegt. „Vid höfum aklrei veriö í feluleik við fólk“ segir Matthías Einarsson, vardstjóri - Þessar radarmælingar byrja um leið og akstursskilyrðin batna enda hefur það sýnt sig að þá er hættan á hraðakstri hvað mest. Það má gjarnan orða það sem svo að margir ökumannanna séu þá eins og kálfar á vordegi og gæti því ekki nægilega að sér. Viðmælandi Dags er Matthías Einarsson, lögreluvarðstjóri, en við lögðum leið okkar á Lögreglu- stöðina fyrr í þessari viku til að forvitnast lítillega um hinar „frægu“ radarmælingar lögregl- unnar. Að sögn Matthíasar þá sinnir lög- reglan þessum radarmæiingum meðfram öðrum störfum en tveir radarar til hraðamælinga eru í vörslu lögreglunnar á Akureyri. Matthías sagði að reynt væri að sinna þessum hraðamælingum eftir föngum en það segði sig sjálft að það gæti verið nokkuð erfitt þegar haft væri í huga að aðeins fimm lögreglumenn væru á vakt hverju sinni. - Við reynum einnig að skipta þessu nokkuð jafnt niður á hin ýmsu hverfi og eins förum við eftir ábendingum fólks sem hringir í okkur og tilkynnir um of hraðan akstur á einstökum götum. Þess- um ábendingum sinnum við alltaf ekki síst ef um er að ræða miklar „barnagötur“, segir Matthías. - En hvar er hraðast ekið í bænu? - Það er tvímælalaust í Þingvalla- strætinu og í Glerárgötu og svo er glettilega mikið um hraðakstur í Þórunnarstrætinu hérna fyrir framan Lögreglustöðina, segir Matthías og bendir á að almennur hámarkshraði í bænum sé 50 km. - Hvenær byrjuðu þessar mæling- ar í ár? - Mig minnir að það hafi verið öðru hvoru megin við síðustu mánaðamót og við þurftum þá strax að hafa afskipti af mönnum sem óku of hratt. Það er erfitt að segja til um á hvaða hraða flestir þeirra, sem stöðvaðir hafa verið, hafa verið á en mesti hraði sem mældur hefur verið á einum bíl það sem af er þessu sumri er 113 km, segir Matthías og bætir því við að umrætt atvik hafi átt sér stað í Þingvallastræti. - Hvernig tæki er þessi radar sem þið notið? - Þetta er mjög nákvæmt tæki sem sýnir hraða ökutækjanna svo ekki skeikar kílómetra til eða frá,- Radarinn er yfirleitt stilltur á þetta 600-800 metra og sýnir þá hraða ökutækjanna frá umrædd- um viðmiðunarstað allt að lög- reglubifreiðinni þar sem radarinn er staðsettur og radarinn sýnir hraða allra bíla, bæði þeirra sem eru að koma á móti lögreglubif- reiðinni og þeirra sem aka í gagn- stæða átt. A þessu hafa margir ekki varað sig, segir Matthías en tekur skýrt fram að Lögreglan á Akureyri hafi aldrei verið í nein- um feluleik vi fólk. Lögreglubif- reiðinni sé alltaf komið fyrir þar sem hún sést vel og þess vegna sé það oft undarlegt að ökumenn komi á bifreiðum sínum á ofsa- hraða beint í flasið á radarnum og lögreglumönnunum. - Annars þurfum við ekki að kvarta hér á Akureyri. Samskipti okkar við borgarana í umferðinni hafa yfirleitt verið mjög góð, a.m.k. hef ég ekki orðið var við annað í þau 28 ár sem ég hef starfað í Lögreglunni á Akureyri, segir Matthías Einarsson. Matthías Einarsson, lögregluvarðstjóri, með radarinn góða. Mynd: ESE Nýlega voru allar sektir vegna umferðarlagabrota hækkaðar og m.a. hækkuðu sektir vegna hraðaksturs verulega. Ef ekið er á 11-20 km hraða yfir leyfilegum hámarkshraða er sektin 950 krónur. Ef ekið er á 21-30 km hraða umfrani há- markshraðann er sektin 1200 krónur og 1800 krónur verða þeir að greiða til Ríkissjóðs sem aka á 31^10 km hraða umfram umræddan hámarkshraða, sem sagt á 81-90 km hraða í þétt- býli. Sé farið yfir 90 km mörkin fer umferðarlagabrotið sjálf- krafa til dómstólanna og ef ekið er á 100 km hraða í þéttbýli er viðkomandi ökumaður umsvifa- iaust sviptur ökuleyfi, oftast í einn niánuð. Fyrir hvern tug sem bætist svo við umfram 100 km verður ökuleyfissviptingin lengri - oftast einn mánuður til viðbótar fyrir hverja 10 km. Það skai tekið fram að hér er ekki um algildan mælikvarða að ræða heldur veröur að meta mun þyngri en hér greinir. Auk ökuieyfissviptingarinnar bætast svo viö sektir og jafnvel máls- kostnaöur í einstaka tilfellum. Eins og sjá má á þessu yfirliti eru sektir ekki fastákveðnar fyrir þá sem aka 1-10 km yfir leyfilegum mörkum en það þýð- ir þó ekki aö viðkomandi sleppi með skrekkinn. Þessi brot eru metin hverju sinni og ef menn aka á þessum hraða í mikilli umferð eða þar sem mikil um- umferðarlagabrotið hverju sinni ferð gangandi fólks er, þá eru og viðurlögin geta því orðið þeir sektaðir umsvifalaust. 4-DAGUR- 27. maí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.