Dagur - 27.05.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 27.05.1983, Blaðsíða 12
______BAUTINN - SMIÐJAN auglýsa--------------- Bautinn verður opinn frá kl. 9.00-23.30 frá 1. júní nk. Smiðjan er opin alla daga frá kl. 12.00-14.00 og frá kl. 18.30. Þorvaldur Hallgrímsson kominn aftur og spilar dinnermúsík eins og honum einum er lagið. Blönduós: Heitt vatn tryggt til 10—15 ára „Það má segja að aðalfram- kvæmd Blönduóshrepps um þessar mundir sé varðandi hitaveituna en við höfum búið við nokkra óvissu og öryggis- Ieysi í þeim efnum,“ sagði Ey- þór Elíasson, sveitarstjóri á Blönduósi, í stuttu spjalli við Dag. „Pað verður settur dælubún- aður í þriðju holuna og dælubún- aðurinn í stærstu holunni verður síkkaður. Pað hefur ekki verið vatnsskortur hjá okkur, heldur miðast þessar framkvæmdir við að auka öryggið. Ef dæla hefur bilað höfum við verið vatnslausir en eftir að dælubúnaðurinn er kominn í þriðju holuna þolum við að ein dæla stoppi. Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Orkustofnun er gengið út frá því að eftir þessar framkvæmdir höf- um við tryggt vatn í 10-15 ár þannig að það verður enginn vatnsskortur hér á næstunni. Hitaveitan hér lítur orðið vel út þegar á heildina er litið, þetta hefur verið fjárhagsbasl og þessar öryggisframkvæmdir hafa því set- ið á hakanum." - Eru framkvæmdir í gangi við byggingu hafnarinnar? „Það er nú lítið. Fjárveitingin í ár fer í gerð líkans af henni að mestu leyti en einnig höfum við verið að vinna við nýjan veg að höfninni fyrir það sem eftir er af fjárveitingunni og er því verki nærri lokið.“ Kartöflubændur eru bjartsýnlr Drangey með bflaða vél Drangey S.K. 1 skip skipaútgerð- arfélags Skagfirðinga var dregið til hafnar með bilaða vél nú fyrir nokkrum dögum. Skipið var á veiðum út af vestfjörðum, er eitt- hvað bilaði í vél skipsins, og fór hún á yfirsnúning, það er meiri snúningshraða en hún er gefin upp fyrir. Varðskipið Ægir kom á vettvang og dró Drangey til Sauðárkróks. Gekk ferðin nokk- uð vel þrátt fyrir leiðindaveður á leiðinni. Nokkrir erfiðleikar voru að koma skipinu að bryggju, en tókst þó að lokum eftir að tókst að koma vírum í land og hífa inn á akkerisvindum skipsins. Vélin er mikið skemmd og mun viðgerð taka að minnsta kosti viku. Ó.J. Ný rfldsstjóm tók vió völdum í gær Ný ríkisstjórn Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks tók við völdum í gær, og er þá lok- ið rúmlega mánaðarlöngum stjórnarmyndunarviðræðum. Hin nýja stjórn er undir for- sæti Steingríms Hermanns- sonar formanns Framsóknar- flokksins. Ráðherrar verða 10 talsins, fjórir frá Framsóknar- flokki og sex frá Sjálfstæðis- flokki. Skipting ráðuneyta er sem hér segir: Steingrímur Hermannsson for- sætisráðuneyti, Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsmálaráðuneyti, Jón Helgason landbúnaðarráðu- neyti, dóms- og kirkjumálaráðu- neyti, Alexander Stefánsson fé- lagsmálaráðuneyti, Geir Hall- grímsson utanríkisráðuneyti, Al- bert Guðmundsson fjármála- ráðuneyti og Hagstofa íslands, Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðuneyti, Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðuneyti, Matthías Á. Matthíesen við- skiptaráðuneyti, Matthías Bjarnason heilbrigðisráðuneyti, tryggingarmálaráðuneyti og sam- göngumálaráðuneyti. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði eftir að endanlegt samkomulag flokk- anna hafði verið staðfest af mið- stjórn Framsóknarflokksins og flokksráði Sjálfstæðisflokksins að aðalatriðið varðandi þessa stjórn- armyndun væri að flokkarnir væru sammála um hvernig tekið yrði á efnahagsmálunum, þau væru mál málanna og þau yrði að leysa. „Útlitið er nú sæmilegt ennþá,“ sagði Sveinberg Lax- dal formaður Félags kartöflu- bænda, er Dagur forvitnaðist um horfur hjá kartöflubænd- um nú í vor og sumar. „Ég held að enginn sé byrjaður að setja niður ennþá, enda klaki í jörðu enn og margir garðar eitt forarsvað ef þeir eru þá komnir undan snjó,“ sagði Sveinberg. „Við erum tveimur til þremur vikum á eftir áætlun og ættum því að þurfa að vera við niður- setningu fram undir 10. júní. En venjulega eru bændur búnir að setja niður í kringum mánaðamót maí-júní. En við erum bjartsýnir þrátt fyrir allt því ekki þýðir annað. Eina litla skemmtisögu skal ég segja þér úr „kartöflubransan- um“ en hún er höfð eftir reynd- um kartöflubónda sem sagði, að sá sem færi út í kartöflurækt í dag, liti ekki glaðan dag eftir það.“ Betra veður seglr Trausti veðurfræðingur „Eins og útlitið er núna þá verður hægviðri á Norðurlandi um helgina,“ sagði Trausti Jónsson, veðurfræðingur, er við ræddum við hann og for- vitnuðumst um helgarveðrið. „Það verður bjart veður sem þýðir að það verður hlýtt yfir daginn en kalt á næturna. En það er stutt í þokubrælu við strönd- ina.“ - Samkvæmt þessu eru líkur á mun betra veðri en verið hefur á Norðurlandi, a.m.k. þangað til í gær. Trausti sagði að þessi spá næði yfir helgina og það yrði mun hlýrra en verið hefur í langan tíma. Garðhúsgögnin eru komin í miklu úrvali

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.