Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Bjartsýni, framfaravilji og félagshyggja Það virðist sem erfiðleikar á sviði sumra efna- hagsþátta íslensks þjóðlífs hafi um of sett mark sitt á framkvæmda- og sóknarvilja margra manna. Neikvæð ummæli og barlómur er að verða einkenni daglegrar umræðu manna á milli og í fjölmiðlum. Menn verða að varast að rugla ekki saman svartsýni og raunsæi. Hér á Akureyri hefur byggingariðnaður staðið með miklum blóma á undanförnum árum og náðst hefur sá mikli árangur að íbúðaskortur er að heita má úr sögunni en hann var verulegur fyrir áratug. Nú er þessi ánægjulega staðreynd af sumum túlkuð sem neikvæð staðreynd, þar sem hún dregur úr starfi byggingamanna á þessu sviði. Það er því fróðlegt og ólíkt skemmtilegra en víl og vol að taka eftir ummælum nýráðins framkvæmdastjóra Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðarbyggða sem svarar spurningu Dags um það hvernig honum lítist á Akureyri eftir tólf ára fjarveru. En hann svarar: „Mér líst mjög vel á bæinn, uppbyggingin hefur verið mjög mikil. Byggðin vestan Mýrarvegar og stór hluti Glerárhverfis eru byggð upp á þess- um árum sem ég er í námi, þannig að breyt- ingin er náttúrlega gífurleg á þessum fáu árum.“ Það eru staðreyndir sem þessar er menn verða að gera sér ljósar og þá eykst bjartsýni og framfaravilji íbúanna. Margt bendir til að ónýttir markaðs- og framleiðslumöguleikar séu í flestum iðngrein- um öðrum en íbúðahúsabyggingum hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Hins vegar þarf að kveikja áhuga manna á nýsköpun í iðnaði og afla áhættufjármagns til að geta hrint þeirri uppbyggingu í framkvæmd. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðarbyggða er m.a. stofnað í þeim til- gangi að vinna að hvoru tveggja. Það er því mikilvægt að samstaða Eyfirð- inga um vöxt og viðgang Iðnþróunarfélagsins verði mikil á næstu árum. En það þarf fleira til en einbeittur vilji heimamanna. Ríkissjóður og Byggðasjóður verða einnig að leggja sitt af mörkum til að árangur náist. Má í því sam- bandi benda á að iðnfulltrúar sem hér störf- uðu ættu að vera launaðir af hinu opinbera. Einnig þarf að tryggja að upplýsingar um fjár- mögnunarmöguleika verði látnar í té af þeim mönnum sem þeim þáttum eru kunnugastir. Ekki þarf að draga í efa, ef þannig er staðið að málum að hér kemur vaxtarkippur í al- menna uppbyggingu á ný. Heimamenn eiga að vera og munu vera leiðandi í því uppbygg- ingarstarfi. Um nýtingu innlendrar orku í stórum stí! þarf samvinnu héraðsbúa allra. Ekkert einstakt sveitarfélag getur við slíku fyrirtæki tekið eitt sér. Þess vegna eru bund- nar vonir við starfsemi Iðnþróunarfélags Eyjafjarðarbyggða. S. Ný hjálpar- gögn í sjúkra- bílana Nýr og fullkominn útbúnaður fyrir sjúkrabifreiðar er nú kominn á markaðinn og bendir margt til þess að Akureyrar- deild Rauða krossins festi kaup á búnaði af þessu tagi innan skamms. Búnaður sá er hér um ræðir er sænsk uppfinning en sölumaður frá hinu sænska fyrirtæki er nú staddur hér á landi í því skyni að kynna þessar nýjungar. Að sögn sölumannsins Kurt Klebe þá er hér um að ræða ýmiss konar hjálpargögn í sjúkrabifreiðar s.s. börur og spelkur en margt af þessari framleiðslu er algjör nýj- ung á markaðnum. Nefndi Klebe sem dæmi að fyrirtækið hefði haf- ið framleiðslu á sérstökum loft- tæmdum krögum sem ætlaðir væru ef um mikinn skaða á herðum, hnakka eða hálsi væri að ræða. - Þessi kragi virkar þannig að hann er settur utan um háls og herðar en síðan er lofti dælt úr honum þannig að kraginn harðn- ar hæfilega og styður þétt að sjúklingnum. Það er hægt að taka röntgenmyndir af sjúklingnum meðan kraginn er á þannig að hættan á að sjúklingurinn verði fyrir hnjaski á meðan á greiningu stendur minnkar verulega, sagði Kurt Klebe. Önnur nýjung frá hinu sænska fyrirtæki eru sérstakar börur sem ætlaðar eru fyrir mikið slasað fólk, t.d. í hryggbrotstilfellum en þær eru byggðar upp á sama hátt og lofttæmdi kraginn. Loftinu er dælt úr þykkum, svampkenndum börum og við það harðna þær og laga sig að öllum minnstu felling- um líkamans. Skúli Lorentzson sést hér reyna lofttæmdu „börumar“ en eftir að sjúkling- urinn er kominn í böramar er hægt að reisa þær upp og snúa á alla kanta án þess að sjúklingurinn hreyfist. Mynd: ESE. f Minning: Torfi Jónsson - Dalvík Skammt er bilið milli lífs og dauða og enginn veit sitt skapa- dægur. Það er eins og maður sjái helst ekki eða skynji tii fulls hvers virði einstaklingurinn er fyrr en hann er horfinn af sjónar- sviðinu. Þann 3. júní varð bráðkvaddur á heimili sínu Torfi Jónsson. Þar er genginn af sjónarsviðinu mæt- ur drengur sem skilur eftir sig góðar minningar hjá þeim sem hann átti samleið með. Maður á svolítið erfitt með að venjast því að vinnufélagi manns um árabil sjáist aldrei meir. Að aldrei framar, áður en vinna hefst að morgni, verði hann þátttakandi í umræðum um veðurfar, sem okk- ur varð oft tíðrætt um, eða við- burði líðandi stundar sem hann fylgdist vel með og var minnugur á og hafði gaman af að ræða. Torfi var fæddur á Hærings- stöðum í Svarfaðardal 8. nóvem- ber 1927. Foreldrar hans voru Jón Jóhannesson, bóndi þar og kona hans Lilja Árnadóttir. Þar ólst hann upp hjá fjölmennu frændaliði og vann því lengst af til fullorðinsára. Hann gekk í gegnum þessa mislyndu lífsbar- áttu með sínum eðlislæga lífs- máta, hógværð, trúmennsku og nægjusemi án.afskipta eða íhlut- unar í samfélagsheildina og tók við því eins og fleiri sem fram- reitt var af þeim sem telja sig til þess hæfa, með sömu tillitssem- inni eins og í öðru. Hann hafði þó sínar skoðanir á velgjörðum og misgjörðum þeirra sem á garðann gáfu og ræddi það oft við samstarfsmenn sína með góðum skilningi. Torfi var verkmaður góður og leysti flest verk sem að honum sneru með lagni og há- vaðalaust. Einn þáttur með öðru var svo ríkur í hans fari að ég hef aldrei kynnst öðru eins, en það var að leysa bón allra þeirra er til hans leituðu ef þess var nokkur kostur. Notuðu margir sér hans fórnfúsu greiðasemi sem þó ekki var ætíð metin sem skyldi. Torfi starfaði um langt árabil í deild Slysavarnarfélagsins á Dalvík. Var hann þar virkur félagi og sá í langan tíma um snjóbíl sem not- aður var í neyðartilvikum í stór- hríðarveðrum. Reyndist Torfi í því sem öðru traustur og áreið- anlegur. Kvöldið sem hann lést var hann við störf á vegum björg- unarsveitar SVFÍ í Jónínubúð og brá þá fyrir sinni léttu kímni. Ekki hvarflaði þá að neinum að þetta yrðu síðustu handtök hans fyrir björgunarsveitina. Síðustu tólf ár ævi sinnar bjó Torfi í eigin húsnæði hér á Dal- vík með Guðbjörgu Hjaltadóttur ættaðri frá Akranesi. Þau eignuð- ust tvö börn saman, Lilju, sem nú er ellefu ára, og Svein, sex ára. Einnig hefur Torfi alið upp son Guðbjargar frá sjö ára aldri, Hjalta Ben, sem sinn eigin son enda kallaði Hjalti hann pabba frá fyrstu kynnum til síðustu stundar og reyndist Torfi honum sem slíkur. Það má segja að opið hús hafi verið hjá Torfa og Guð- björgu í þeirra búskapartíð og var það óspart notað af vinum og vandamönnum því bæði voru þau gestrisin og Guðbjörg veitti af myndarskap. Þaðan munu margir sakna léttra rabbstunda yfir rjúk- andi kaffibolla því glaðsinna var Torfi í góðra vina hóp og naut slíkra stunda en nú er það liðin tíð. Um leið og ég flyt Guðbjörgu og börnunum samúðarkveðjur kveð ég nú félaga minn og flyt honum þakkir fyrir margar glað- værar samverustundir í tíu ára samstarfi á sláturhúsinu. Kristinn Guðlaugsson. ,;4 -.-DAýiyR.19^3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.