Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 13

Dagur - 15.06.1983, Blaðsíða 13
Áhugasamir rafeindavirkjar á námskeiði í tölvufræðum. Ljósm. KGA Líffærafræði tölvunnar — Námskeið í tölvufræðum „Eg er vanur að kalla þetta líf- færafræði tölvunnar. Hér er kennt hvernig tölvan vinnur ■ grundvallar atriðum, þannig að rafeindavirkinn veit á hvaða grunni hún vinnur, getur gert prógram á „vélamáli“ og gert við vélina,“ sagði Finnur Torfi Guðmundsson, tæknifræðing- ur, í samtali við Dag en hann er kennari á námskeiði í tölvu- fræðum sem fram fór í Iðn- skólanum. Það er samstarfsnefnd Sveina- félags rafeindavirkja, útvarps-, sím- og skriftvélavirkja sem stóð fyrir þessu námskeiði sem er það fyrsta sinnar tegundar á Akureyri og tóku alls tólf rafeindavirkjar þátt í því. t»ar er kennd viðgerða- tækni sem þróuð er af einum helsta tölvurisanum í Bandaríkj- unum, Hewlett Packad. Og raf- eindavirkjarnir kynnast þarna svokölluðum „signature analys- er“ sem er notaður við tölvuvið- gerðir. „Strákarnir hafa verið að minnast á það hérna að það hefði verið munur að kunna það sem þeir hafa verið að læra hér þegar þeir hefðu verið í hinum og þess- um viðgerðum," sagði Finnur Torfi. Siglufjörður: Þormóður rammi yfirtekur rekstur Siglósíldar Þormóður rammi á Siglufirði hefur nú yfirtekiö rekstur Siglósíldar, lagmetis- og rækjuvinnslu. „Þessi samein- ing byggist aðallega upp á því að ýmsar eignir og búnaður sem Þormóður rammi á, geta samnýst fyrirtækjunum, t.d. gamla frystihúsið,“ sagði Ró- bert Guðfinnsson rekstrar- stjóri hjá Þormóði ramma. Róbert sagði að ef marka mætti þessa fyrstu daga væri ekki annað hægt en að lofa góðu um sameininguna og að hún hefði vonandi í för með sér batnandi afkomu fyrirtækj- anna beggja. Pann 27. mars síðastliðinn tók fyrirtækið í notkun nýtt frystihús, sem hefur verið í byggingu frá ár- inu 1973. Afkastageta nýja húss- ins er 50% meiri en þess gamla en aukning á mannafla ekki nema 20%. „Þetta felst fyrst og fremst í stóraukinni hagræðingu, nýjum tækjabúnaði og gjör- breyttri vinnuaðstöðu," sagði Róbert. „Það má segja að þetta hús sé eins hagkvæmt og hægt er að hafa það, miðað við þessa stærðargráðu af húsi.“ í hinu nýja frystihúsi starfa alls 80-90 manns. Til samanburðar við gamla frystihúsið má nefna, að í því nýja geta starfað 75 kon- ur við snyrtingu og pökkun, en í því gamla voru þær 34, þarna er því um rúmlega helmings stækk- un að ræða. Róbert Guðfinnsson, rekstrarstjóri Frá vinnslu í nýja frystihúsinu. hjá Þormóði ramma á Siglufirði. Ljósm. AG Kæri Helgi. Tilefni þess að undirritaður stingur niður penna og skrifar bygginganefnd Akureyrarbæjar opið bréf og beinir því til þín sem formanns nefndarinnar, er seina- gangur byggingaframkvæmda hér í bæ. Ég er búsettur við Rimasíðu, sem trúlegast er hvað nyrst gatna hér í bæ. Um það bil 4 ár eru síð- an byggingarframkvæmdir hófust í því hverfi og þeir íbúarnir sem hvað hraðast byggðu hafa verið búsettir vel á þriðja ár í hverfinu. Að því ég best veit var öllum lóð- unum úthlutað bæði í Rima- og Reykjasíðu er úthlutun fór fram á þessu byggingarsvæði. Gera verður ráð fyrir að nefndin gangi úr skugga um að lóðaumsækjend- ur þekki þær reglur og kvaðir sem fylgja úthlutun á vegum bæjarins og enn fremur hlýtur það að vera hlutverk nefndarinn- ar að fylgjast með því að bygg- ingarreglur séu ekki brotnar. Hér að framan var minnst á hvenær byggingarframkvæmdir í hverfinu hófust. Framkvæmdir hafa því miður gengið mjög seint hjá sumum byggjenda, og raunar eru sumir þeirra enn ekki komnir upp úr jörðinni. Mér er ekki kunnugt um hvað nefndin telur eðlilegan byggingartíma eða byggingarhraða en fjögur ár í svaðinu hlýtur þó að vera í það lengsta. Mér er fulljóst að erfitt efnahagsástand og mismikil fjár- ráð fólks takmarka að nokkru byggingarhraða en nefndinni ber þó að kanna fjárhagslega getu umsækjenda til þess að uppfylla þær kvaðir sem að framan er getio Ef hagir fólks raskast þannig að það ekki treystir sér til þess að byggja þá ber því að skila inn lóðum sínum eða selja, séu framkvæmdir hafnar. Verði fólk ekki til að gera þetta finnst mér að nefndinni beri að hlutast til um að það sé gert. Fyrir utan þann ama sem íbúar kunna að hafa af óbyggðum eða hálfbyggðum húsum í annars full- byggðum hverfum þá er það þó aðeins smámunir miðað við þá hættu sem þetta hefur í för með sér. Sumir þessara grunna eru veggjunum og mikið vatn safnast oft fyrir í grunninum. Raunar á sama við um grunninn í Reykja- síðu númer 17, en þar myndast mikið drullufen þegar blautt er í veðri, og gjarnan pollar sem gætu auðveldlega orðið smábörnum að aldurtila. Eins og áður er getið kunna vissulega að vera skýringar á töf byggingarframkvæmda hjá eig- endum þessara grunna eða lóða en ég leyfi mér að gera þá lág- markskröfu að frá grunnunum verði þannig gengið að þeir verði ekki slysagildra. Vissulega væri ástæða til þess að fara fram á það að þessum lóðum yrði endurút- hlutað til þess að freista þess að fullbyggja hverfið en slíkt læt ég þó liggja milli hluta að sinni. Það er á hinn bóginn skylda nefndar- innar að hlutast til um að reglu- gerðum sé frarrifylgt. Að auki má svo benda á að ólíkt skyn- samlegra þykir mér nú að reyna að fullbyggja þau svæði sem þeg- ar eru skipulögð og komin með íbúabyggð heldur en að þenja bæinn út eins og raun hefur orðið á og mætti stundum halda að menn væru með víðáttubrjálæði. Raunar eru fleiri grunnar óbyggðir í þessu hverfi heldur en hér hafa verið nefndir en það læt ég þó liggja á milli hluta að sinni. fbúar Rima- og Reykjasíðu bíða aðgerða byggjenda eða nefndarinnar spenntir og vona að bót fáist á hið bráðasta áður en það verður um seinan. Að öðru leyti lít ég svo á að nefndin beri ábyrgð á þeim slysum sem af ástandi þessu kunna að hljótast og vonast því eindregið til skjótra aðgerða. Virðingarfyllst, Örn Gústafsson, íbúi við Rimasíðu. Greinarhöfundur við einn grunnanna sem hann talaði um i greininni. lífshættulegir börnum og raunar er mesta mildi að ekki hafa orðið slys í þeim. Hér mætti skrifa langan pistil um hve afskiptir íbúar þesa svæðis eru í þjónustu- legu tilliti en ég læt nægja að sinni að benda á aðeins eitt atriði. Engin leik- eða gæsiuvöllur er í hverfinu og leiðir það því af sér að leikvangur barnanna verður gatan og þó einkum húsgrunnar og hálfkláraðar byggingar. Þær myndir sem hér birtast sýna betur en mörg orð hverjar hættur litl- um borgurum kunna að vera hér búnar. Býsna hátt fall er t.d. ofan í grunninum í Reykjasíðu 13, steypustyrktarjárn standa upp úr - Opið bréf til byggingar- nefndar Akur- eyrar, beint til Helga Guðmunds- sonar, nefndar- formanns, frá Emi Gústafssyni, íbúa við Rimasíðu „Fjögur ár í svaðinu“ Bftfc í úfií i 983 - DAGUFt ^13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.