Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 1
STUDENTA- SKEIÐAR OG STÚDENTA- HÚFUR GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI «S t\\iw» 66. árgangur Akureyri, mánudagur 20. júní 1983 66. tölublað 17. jiuii Imtiðahöldin fóru vel fram á Akureyri í eindæma góðu veðri. Fjöldi manns sótti hátíðardagskrána á íþróttavellinum, sem og aðra dagskrárliði hátíðarhaldanna._______________________________________________________________________________________ Mynd: KGA „Ekki farinn að sjá að þeir fái neina til að kaupa" - segir Stefán Reykjalín, stjórnarformaður Slippstöðvarinnar um þá tillögu að ríkið selji hluthafafé sitt í Slippstöðinni á Akureyri „Það er ríkisstjórnarinnar að ráða þessu en mér finnst að það megi benda á það að á sama tíma og ríkið rekur stóriðju hér á landi geti það allt eins styrkt smærri fyrirtæki ef á þarf að halda," sagði Stefán Reykjalín, stjórnarformaður Slippstöðv- arinnar á Akureyri, í viðtali við Dag. Astæður þess að Stefán var að þessu spurður eru þær að Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, hefur lýst því yfir að Slippstöðin sé eitt þeirra fyrir- tækja sem ríkið eigi að selja hlutabréf sín í. „Þetta eru hluta- félög einstaklinga en ekki ríkis- fyrirtæki," hefur verið haft eftir Albert. „Pað var algjör björgunarað- gerð á sínum tíma þegar ríkið kom inn í þennan rekstur," sagði Stefán. „Sjálfstæðismönnum þyk- ir það hugsanlega súrt að það voru framsóknarmenn og alþýðu- bandalagsmenn sem voru þá við völd. En hins vegar hafði Magnús Jónsson, fjármálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins, áður lagt 10 milljónir gamlar í fyrirtækið þótt það segði ekki neitt þá. Það má því segja að upphafið srf þessu hafi komið frá sjálfstæðismönn- um árið 1969. Svo er ekki vitað hversu vel gengi að selja hlut ríkisins í þessum fyrirtækjum, það er hlut- ur sem eftir er að kanna. Og svo er eftir að vita hvort það verður samþykkt í ríkisstjórninni að gera þetta. Petta kom til tals á árunum 1974 og 1978 þegar Matthías Mathíesen var fjármála- ráðherra en það varð aldrei neitt úr því að þetta yrði að veruleika. Ég er heldur ekki farinn að sjá að þeir fái neina til að kaupa þótt þeir myndu auglýsa, menn eru ekki gráðugir í að leggja peninga í hlutafélög og fá sáralítinn eða engan arð af þeim peningum." Banaslys í Skagaf irði Banaslys varð nærri bænum Fremra-Kot í Skagafiröi eftir há- degi sl. laugardag. Tveir fólksbíl- ar óku þar saman af fullum krafti og lést kona sem var farþegi í öðrum bílnum. Alls voru 7 farþegar í bílunum tveimur sem voru báðir af Toyota-gerð. Hlutu sumir þeirra nokkur meiðsli en þau munu ekki hafa verið alvarlegs eðlis. Ekki er vitað hvað olli árekstrinum og varðist lögreglan á Sauárkróki allra frétta af málinu um helgina. Léleg veiði í Laxá Veiðar í Laxá í Aðaldal hófust þann 10. júní sl. Að sögn Helgu matráðskonu í veiðiheimilinu Vökuholti við Laxamýri, er veið- in með eindæmum léleg sem af er. Þegar Dagur hafði samband við Helgu upp úr hádegi á sunnu- dag, höfðu aðeins 28 laxar komið á land, sá stærsti 13 pund. Hún sagði að meira en helmingi færri laxar hefðu veiðst núna, miðað við sama dag í fyrra. En eins og allir vita var það ár mjög lélegt því þá komu á land aðeins um þúsund laxar. í fyrra fengust 4 laxar fyrsta daginn, en nú aðeins tveir. Tíu óku of hratt „Það voru tíu bflstjórar tekur fyrir of hraðan akstur. Að öðru leyti fór þetta allt vel fram í síðustu viku enda gott fólk sem hér býr, eins og þú veist," sagði Þorsteinn Hall- freðsson, er Dagur aflaði frétta hjá lögreglunni. Þorsteinn sagði jafnframt að tveir hefðu verið teknir fyrir ölv- un við akstur og þætti það lítið. „Þjóðhátíðin fór vel fram á Ak- ureyri að vísu nokkuð um ölvun en ekki kom það mikið til kasta lögreglunnar. Bæjarbragur sem sagt góður," sagði Þorsteinn Hallfreðsson, varðstjóri, að lokum. Nýstúdentar fráMA 12-13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.