Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 16

Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 16
ONY-FLEX VATNSKASSAHOSUR i s s Á föstudaginn kom Boeing 727 þota Flugleiða til Akureyrar í fyrsta beina áætlunarfluginu hingað frá Kaupmanna- höfn. Farþegar voru um 60 talsins og sættu að sjálfsögðu tollskoðun við komuna. Einn af löggæsluUðinu var hass- hundurinn og á myndinni má sjá hann að störfum. Flugið gekk vel og flugstjóri var Ingimar Sveinbjömsson. Mynd: KGA. Undirboð í Verka- lýðshöllina Garðshorn þarf ekki að flytja Verslunin Garðshorn að Byggða- vegi 114 þarf ekki að víkja úr húsnæði sínu á þessu eða næsta ári. Þetta var samþykkt í bæjar- ráði Akureyrar er ákveðið var að veita eiganda verslunarinnar áframhaldandi bráðabirgðaleyfi til verslunarreksturs á þessum stað. Að sögn Stefáns Stefánssonar, bæjarverkfræðings þá var ákveð- ið á bæjarráðsfundinum að fram- lcngja verslunarleyfið til eins árs í senn og verður því að fjalla sér- staklega um það á hverju ári hvort leyfið verður framlengt til Iengri tíma. Ef ákveðið verður að draga þetta bráðabirgðaleyfi til baka þá gildir þriggja mánaða uppsagnarfrestur. Þessi uppsagn- arfrestur miðast þó við áramót, þannig að versluninni ætti að vera tryggt húsnæðið á Byggða- veginum a.m.k. fram til 31. des- ember 1984. Framkvæmdir við byggingu 14 íbúða fjölbýlishúss á Sauðár- króki munu hefjast á næstu dögum. Útboð hafa verið opn- uð og útboðsgögn send Hús- næðismálastofnun til endur- skoðunar. Reiknað er með að búið verði að ganga frá samningi verktaka og framkvæmdalánasamningi innan hálfs mánaðar og geti framkvæmdir þá hafist. Nýmæli er að í þessari byggingu verður kjallari með bifreiðageymslu en það hefur ekki þekkst áður í íbúðabyggingum á Sauðárkróki. Framkvæmd þessi er á vegum stjórnar verkamannabústaða. Fjölbýlishúsið mun standa við nýja götu, Víðimýri, sem tengist nýjum miðbæ á Sauðárkróki og er fyrsta íbúðarhús sem reist verður eftir skipulagningu hans. ÓJ. Vilmundur Gylfason látinn Vilmundur Gylfason, alþingis- maður, lést í Reykjavík í gær 34 ára að aldri. stofunni sagði okkur að þetta blíðuveður héldist áfram. „Það verður suðlæg átt hjá ykkur, hlýtt og úrkomulaust,“ sagði Þóranna. Nýlega voru opnuð tilboð í byggingu verkalýðsfélaganna við Skipagötu. Er þar um að ræða mikið verk sem sam- kvæmt áætlun hljóðar upp á 15.897.212 kr. Fjögur tilboð bárust og voru þau öll frá byggingaraðilum hér í bæ. Lægsta tilboðið barst frá Smáranum sem var upp á 10.695.000 kr. og er það 67,3% af áætluðum kostnaði. Aðalgeir og Viðar voru með tilboð upp á 11.686.776 kr. sem eru 73,5% kostnaðar. Þriðja lægsta tilboðið var frá Norðurverki upp á 13.580.587 kr. sem eru 85,4% og í sumar er fyrirhugað að gera flugstöðvarbygginguna í Aðal- dal við Húsavík fokhelda að sögn Hauks Haukssonar, að- stoðar-flugmálastjóra. Þá sagði Haukur að unnið væri að undirbúningi lengingar á flug- brautinni á Siglufirði, úr 700 metrum í 1000 metra. Ennfremur á að Ijúka uppsetningu ljósa við Híbýli var með tilboð upp á 13.600.647 kr. sem eru 85,4% kostnaðaráætlunar. Að sögn Sævars Frímanns- sonar hjá Einingu er ekki búið að taka ákvörðun í málinu en verið er að vinna úr tilboðunum og ákvörðun tekin mjög fljótlega og þá byrjað af fullum krafti. En nú er verið að vinna við að fjarlægja lagnir sem liggja í lóðinni, en um leið og því verki er lokið verður hafist handa um framkvæmdir. Samkvæmt áætluninni á að vera búið að steypa upp húsið og ganga frá að utan og glerja fyrir 1. desember, en þá er hugmyndin flugbrautina á Þórshöfn þannig að hægt yrði að fljúga þangað næturflug. Þessar framkvæmdir, ásamt öðrum og meiri framkvæmdum við flugvöllinn á Sauðárkróki, eru helstu framkvæmdir sem unnið er að við flugvelli á Norðurlandi í sumar. að bjóða út smíðavinnu innan- dyra sem unnið verður við í vetur. Fjölbreytt „sumar- sælu- vika“ Undirbúningur undir „Sumar- sæluviku“ sem haldin verður á Sauðárkróki dagana 16.-24. júlí í sumar er nú í fullum gangi. Nefnd sem vinnur að undir- búningi hefur ráðið sér fram- kvæmdastjóra, Jónas Björnsson. Að sögn Jónasar er uppröðun dagskrárinnar langt komin og verður hún mjög fjölbreytt. Meðal efnis verður flugsýning, jazzhátíð, frjálsíþróttamót, þjóð- dansar, tónleikar og fleira. Einn- ig verða á vegum ýmissa aðila Drangeyjarferðir, útsýnisflug og skoðunarferðir með bifreiðum um héraðið. Knattspyrna mun verða þar sem lið Tindastóls leik- ur við lið úr 1. deild. Á lokadegi vikunnar verður sundmót, guðsþjónusta og mikið fjölskylduhátíð í Grænuklauf. Pallur til útihátíðahalda verður settur þar upp. Reiknað er mað miklum fjölda aðkomufólks á „Sumarsæluvikuna“ og er að- staða fyrir þá sem gista í tjöldum mjög góð á Sauðárkróki. Vonast Sauðkrækingar eftir góðu veðri og verði veðurguðirnir hliðhollir er víst að mikið fjör verður á Króknum þá daga sem vikan stendur yfir. ÓJ. Flugstöðin í byggingu. Mynd: gk.- # Urðoggrjót Vegir í nágrenni Akureyrar, sem eflaust vfðar, eru dæmi- gerðir fslenskir vegir þessa dagana; ekkert nema urð og grjót, ellegar dúnmjúkar drulluvilpur. Sýnir það best þörf þess að gert verði átak f vegagerð á Eyjafjarðarsvæð- inu, þar sem vegir eru víða gamlir og úr sér gengnir. Það er af sú tfð, að aðkomumönn- um blöskrl flottheitin í vega- gerð við Eyjafjörð eins og austf irðingnum forðum. Hann hafði orð á þvf þegar heim kom eftir heimsókn í Svarfað- ardal að þar væri nú meira bruðlið f mönnum, því ekki hefði fyrr verið búið að leggja veg upp daiinn að austan- verðu en lagður var annar vegur niður hann að vestan. # Minkurinn er enn að Minkurinn, sem við sögðum frá f blaðinu sl. mánudag að hefðí aðstoðað sfmamenn við að leggja kapal í rör í brúna hjá Svarfaðardalsá, er enn „að störfum". Hann tók til fótanna í gegn um fleirl rör í sl. víku og virðist nú vera orðinn ómissandi við þetta starf. Velta menn nú fyrir sér hvort ekki sé hægt að nýta minkastofninn til fleiri svíp- aðra verka því þeir eru ekkí kröfuharðir varðandi kaup og þess háttar. ma # Golfvellir og snjórinn Golfleikarar á Húsavík, Ólafs- firði, og sennilega vfðar á Norðurlandi, sjá enn varla í vellina sína og verða þvf að láta sér nægja að „pútta“ heima f stofu. En vonandi halda þelr geðhellsu sinnl þótt tfðarfarið leiki þá grátt og vfð viljum leggja okkar af mörkum til að reyna að hressa upp á þá. Því látum við eftirfarndi golfsögu fylgja þessum línum: # Nicklaus og sá blindi „Hinn heimsfrægi golfleikari, Jack Nicklaus, hafði engan frið á golfmótum fyrir blind- um manni sem var sífellt að skora á hann að mæta sér í keppni. Þegar Nicklaus var teklð að leiðast þetta ákvað hann að láta verða af því að keppa við manninn, en með hálfum huga þó. Ræddi Nick- laus þetta við þann blinda og voru reglur keppninnar fyrir- huguðu ákveðnar. Að því búnu kom að því að ákveða stund og stað fyrir einvígið og bauð Nlcklaus þeim blinda að ákveða slíkt. Sá blindi sagði þá: „Nei, Nick- laus minn, þú mátt velja hvaða nótt við spilum þessar holur og svo skal ég sjá um að vinna þig ...“ Flugstöðin í Aðaldal fokheld á þessu ári

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.