Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÓRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Er svo slæmt að vera íslendingur? Á síðustu árum hefur þess gætt mjög í ræðum ýmissa manna og riti að hörmulegt hlutskipti sé að vera búandi á þessu eyðiskeri sem ís- land kallast. Lífskjör séu e.t.v. sæmileg þessa stundina en fari örugglega hríðversnandi næstu ár vegna skammsýni duglausra stjórn- málamanna og fávisku hrokafullra embættis- manna, kerfiskalla, sem hreiðrað hafa um sig í spilltu og rotnu valdakerfi. Veðráttan sé af- leit, vegakerfið hæfilégt hottintottum eða búskmönnum, útvarpið leiðinlegt, sjónvarpið afleitt, sími plági landsmenn með skrefataln- ingu og svona mætti áfram telja. Öðru hvoru, þegar mér hefur þótt nóg um þetta raus Jónasanna og Vilmundanna, hefi ég velt því fyrir mér hvort engir kostir fylgdu því að búa hér á landi. Eða komum við ekki auga á þá kosti og kunnum við ekki að meta þá? Hvað um að vera einstaklingur einnar heil- steyptrar þjóðar sem öll talar sama tungumál, aðhyllist sömu trú og siði og býr í landi eins vel afmörkuðu frá öðrum og kostur er? Við þurfum ekki annað en horfa yfir pollinn til nágranna og frænda á Norður-írlandi til að sjá hversu erfitt getur verið sambýli þjóðar- brota með mismunandi trúarbrögð og siði þótt tungumálið sé hið sama. Hvað þá ef við bætist mismunandi tungumál, þjóðerni og lit- arháttur og má þá minna á Kúrda og íbúa Suður-Afríku sem átakanleg dæmi. Svo vikið sé að „Kerfinu", sem margir hafa milli tannanna, opinberum stofnunum og starfsmönnum sem fólk á samskipti við. Ætli það sé víða um lönd sem borgarar landsins eiga eins greiðan aðgang að valdamönnum og eins létt með að sækja rétt sinn í ágrein- ingsmálum? Skyldi það vera léttara hjá þjóð- um sem telja íbúa sína í tungum eða hundr- uðum milljóna? Satt er það, vegakerfi okkar stenst engan veginn samanburð við vegi í þróuðum og þéttbýlum nágrannalöndum okkar. En eru það mörg lönd hér nærri sem bjóða íbúum sínum álíka víðáttu og ferðafrelsi um land sem er afburðafagurt og með tiltölulega ómengað umhverfi, loft og vatn? Að endingu lífskjörin. Varla verður með sönnu sagt að við höfum búið við kröpp kjör síðustu árin. Áhyggjuefnið nú er miklu frekar að við göngum of nærri auðlindum okkar í fyrirhyggjulitlu lífsgæðakaupphlaupi. Aðrar þjóðir margar eiga auðlindir sem bíða eyðing- ar sinnar, ekki síst hin alsælu olíuríki. Okkar auðlindir eru þeim kosti búnar að geta varð- veist og jafnvel fært okkur meiri arð í framtíð- inni ef við kunnum með þær að fara. Við ætt- um því ekki að þurfa að kvíða framtíðinni í fjárhagslegu tilliti. En hér á undan voru talin atriði sem ekki verða metin til fjár. Kunnum við að meta þau sem skyldi, gerum við okkur fyllilega grein fyrir tilvist þeirra, þarf ef til vill að minna okkur á þau öðru hvoru? G. Kvöldverðarboð Kaupfélags Eyfirðinga. Við langborðið frá vinstri: Hjörtur E. Þórarinsson stjórnarformaður KEA, Vigdís Finnbogadóttir, Valur Arnþórsson, María Pétursdóttir formaður Kvenfélagasambands íslands. Mynd: KGA. Vigdís Finnbogadóttir heiðursgestur Þing Kvenfélagsambandsins: Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, var heiðursgestur á þingi Kvenfélagasambands ís- Iands sem haldið var að Hrafnagili helgina 11. og 12. júní sl. Þing sambandsins er haldið annað hvert ár og það var Kvennasamband Eyjafjarðar, Héraðssamband eyfirskra kvenna og Samband eyfirskra kvenna sem héldu þingið í ár. Á laugardagskvöldið sat þingheim- ur kvöldverðarboð Kaupfélags Eyfirðinga og á sunnudaginn bauð Akureyrarbær til hádeg- isverðar. Ný mynsturmáln- ing frá Sjöfn Málningarverksmiðjan Sjöfn hefur sent á markað nýja teg- und mynsturmálningar undir samheitinu Fjölmynstur. Hef- ur þessi tegund málningar mjög rutt sér til rúms í ýmsum Evrópulöndum undanfarin ár, s.s. í Þýskaiandi en þessi teg- und mynsturmálningar er að því leyti til frábrugðin eldri tegundum að hún gefur mun meiri mynsturmöguleika en áður hefur þekkst. - Við ákváðum að hefja fram- leiðslu á þessari mynsturmálning- ar til að brydda upp á einhverju nýju og til þess að gefa fólki aukna möguleika á að skreyta íbúðir sínar að innan jafnt sem utan, sagði Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Sjafnar í samtali við Dag. - Það verður hægt að fá sér- stakar málningarrúllur með mynsturáferð og svo mynstur- spaða með málningunni en við viljum eindregið hvetja fólk til þess að kynna sér leiðbeiningarn- ar sem fylgja með málningunni áður en málað er, sagði Aðal- steinn. Að sögn Aðalsteins Jónssonar þá er nýja málningin aðallega frábrugðin gömlu mynsturmáln- ingunni að því leyti að hún getur gefið mun grófari áferð og í raun væri þessi málning ekki ætluð á heilu húsin heldur minni eining- ar, eins og t.d. einstaka veggi. Hægt verður að velja um ýmsa liti af mynsturmálningunni og eins er hægt að lita málninguna áður en málað er. Verð er svipað og á öðrum málningartegundum en á móti kemur að mynstur- málningin þekur ekki eins vel og því þarf meira af henni. Þess má geta að gefinn hefur verið út vandaður leiðbeiningarbæklingur með fjölda litmynda og fæst hann í málningarvöruverslunum. Dæmi um mynsturáferð. „Trekkspillklub“ frá Noregi kemur í heimsókn norður Þann 21. júní kemur hingað til lands harmonikuhljómsveit frá eyjunni Senja við Norður-Noreg. Hljómsveitin kennir sig við nafn heimabyggðarinnar, sem er önn- ur stærsta eyja Noregs og kalla sig Senja trekkspillklub. Þess má geta að í fyrrasumar þáðu harmonikuunnendur frá Reykjavík, Borgarfirði og Suður- Þingeyjarsýslu boð tveggja norskra harmonikufélaga, Mals- elv nyje trekkspillklub og Senja trekkspillklub, um að koma til Noregs. Héldu íslensku sveitirn- ar tónleika víða við bestu mót- tökur. Var ferðast um Noreg og Svíþjóð og komið við í Finn- landi. Nú hafa harmonikuunn- endur í Reykjavík, Vesturlandi, Suður-Þingeyjarsýslu og á Akur- eyri í sameiningu boðið Senja trekkspillklub til landsins. Á fyrsta degi heimsóknarinnar verður haldið til Þingvalla. 23. júní fara Norðmennirnir til Húsavíkur, en nyrðra dvelja þeir til 29. júní. Á Húsavík halda þeir tónleika í félagsheimilinu að kvöldi 25. júní, á eftir verður dansleikur þar sem gestirnir spila ásamt heimamönnum. Frá Húsa- vfk halda svo Senja-menn 27. júní til Akureyrar í boði harmon- ikuunnenda þar. Verður Akur- eyri skoðuð og síðan haldinn konsert. 4 - ÐAGUR - 20.júníl983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.