Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 11
Aðalfundur Sambandsins að Bifröst: 29 milljón króna rekstrarhalli 1982 Aðalfundur Sambandsins var að þessu sinni haldinn að Bif- röst en rétt til fundarsetu áttu 117 fulltrúar, 43 Sambands- kaupfélaga. Það voru því umbjóðendur 45.281 félagsmanna í kaupfélögunum sem mættu á fundinn en að venju sátu einn- ig fundinn, stjórnarmenn Sambandsins, framkvæmdastjór- ar og nokkrir aðrir starfsmenn. Aðalmál fundarins að þessu sinni voru „fjárhagsmál Samvinnuhreyfingarinnar“ en þess má geta að nú varð í fyrsta skipti um margra ára skeið halli á rekstrarreikningi Sambandsins og nam hann alls 29 milljón- um króna. Velta Sambandsins. Heildarvelta Sambandsins árið 1982 nam 3.627 milljónum króna og jókst hún á milli ára um 1.244 milljónir eða 52,2%. Veltan skiptist þannig niður á deildir, talið í þúsundum króna: Eins og sjá má af ofangreindri töflu varð veltuaukningin hlut- fallslega mest hjá Iðnaðardeild og Innflutningsdeild, en sam- kvæmt Sambandsfréttum nam út- flutningurinn af þessari veltu 1.519 milljónum kr. og jókst um 49,1%. Langmest af þessum út- flutningi er hjá Sjávarafurða- deild, eða 1.203 milljónir króna og jókst hann um 49,2% miðað við cif-verðmæti þrátt fyrir það að útflutningur sjávarafurða frá landinu hafi aðeins aukist um 24,3% á síðasta ári. Hlutdeild Sjávarafurðadeildar í útflutningi landsmanna á sjávarafurðum jókst úr 14,6% árið 1981 í 17,3% á árinu 1982. Þá jókst útflutning- ur Iðnaðardeildar um 74,6% sem þýðir að deildin hefur aukið hlut- deild sína í útflutningi iðnaðar- vara. Útflutningur Búvörudeild- ar jókst hins vegar aðeins um 17,5% sem endurspeglar þá þró- un sem orðið hefur undanfarin ár í kjötútflutningi hér á iandi. f»á telst það til nýjunga að Innflutn- ingsdeild er með útflutning að fjárhæð 177 þús. kr. og er það sala á kexi frá Kexverksmiðjunni Holt til Færeyja. Hlutdeild útflutnings í heildar- veltu Sambandsins var 41,9%, samanborið við 42,7% árið 1981. Hefur hann lækkað um 0,8 pró- sentustig, sem stafar af samdrætti í útflutningi landsmanna á árinu. Innanlandssala Sambandsins nam 2.024 milljónum króna á ár- inu 1982 og jókst um 55,3%. Iðn- aðardeild er með mestu veltu- aukninguna annað árið í röð, en innanlandssala hennar jókst um 67,0%. Skipadeild var með 55,6% aukningu þrátt fyrir nokk- urn samdrátt í flutningum. Nánar til tekið var því þannig háttað að innflutningur í tonnum jókst um 4,5% en verulegur samdráttur varð á útflutningsmagninu, eða um 28,1%, sem stafar af sam- drætti í útflutningi á lýsi og mjöli. Aukning innanlandssölu hjá Inn- flutningsdeild er nokkru minni en heildarinnflutnings á neysluvör- um til landsins, án bifreiða, en hins vegar jókst innflutningur deildarinna á byggingavörum ail- mikið og virðist deiidin hafa auk- ið hlutdeild sína á þeim vöru- flokkum. Hjá Véladeild var veru- leg aukning hjá Rafmagnsdeild, eða um 79,5%. Af heildarveltunni nam um- boðssala 2.061 milljón króna og hækkaði hún um 47,7%. Lang veigamesti hluti umboðssölunnar er sala á sjávar- og landbúnaðar- afurðum. Mesta aukning um- boðssölu var að þessu sinni hjá Véladeild, eða 161,8%. Ástæða fyrir þessari mikli aukningu er veruleg söluaukning Rafmagns- deildar en einnig var umtalsverð aukning umboðssölu hjá Bíl- adeild. Starfsmenn Sambandsins voru 1.827 í árslok 1982. Rekstarniðurstaða Á síðasta ári hafði hin óhagstæða þróun efnahagsmála mjög nei- kvæð áhrif á rekstur og afkomu Sambandsins og olli hún því að halli er nú á rekstrarreikningi þess. Nánar til tekið er þessu þannig háttað að heildartekjur Sambandsins urðu 1.693,2 millj. kr. og jukust um 61,6%. Brúttó- tekjur urðu 751,4 millj. og tekjur eftir rekstargjöld og fyrningar 152,6 millj. Fjármagnsgjöld, að frádregnum fjármagnstekjum urðu hins vegar 174,4 millj. og hækkuðu milli ára um 188,4%. Ástæður þessarar miklu hækkun- ar eru fyrst og fremst tvær. Ann- ars vegar varð gengistap af er- lendum lánum mikið, m.a. vegna þess hve dollarinn hækkaði mikið í verði á árinu gagnvart íslensku krónunni, eða um 103%. Hins vegar hefur vaxandi hluti inn- lendra lána farið á vísitölulán og vegna þess hve verðbólgustigið var hátt þá urðu verðbætur á vísi- tölulánin háar að sama skapi. Þegar síðan hefur verið tekið til- lit til eignarskatta, tekjuskatta o.fl. þá er halli á rekstarreikningi 29,0 millj. kr. Að því er hins veg- ar að gæta að hefði hækkun fjár- magnskostnaðar orðið hin sama í prósentum og hækkun tekna, þá hefði reksturinn batnað um 70,0 millj. kr. Samkvæmt efnahafsreikningi Sambandsins nema eigið fé og sjóðir þess í árslok 1982 456,8 millj. kr. og hefur halli á reksti ársins þá verið dreginn frá. í árs- lok 1981 nam eigið fé 322,3 millj. kr. í þessu sambandi er enn frem- ur að gæta að því að eignar- hlutar Sambandsins í samstarfs- fyrirtækjum hafa ekki verið færð- ir upp til samræmis við verð- mætaaukningu og eru þeir van- metnir um 224,4 millj. Afkoma samstarfsfyrirtækja Sambandsins á síðasta ári var yfirleitt góð. Kaupfélögin Kaupfélögin innan Sambandsins voru 43 í árslok 1982. Félags- menn þeirra voru samtals 45.281 um áramótin, samanborið við 42.882 í lok ársins 1981 og hefur þeim því fjölgað um 2.399. Fjölmennasta kaupfélagið er eins og fyrri ár Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis með 14.591 félaga. Önnur félög með fleiri en þúsund félagsmenn eru Kf. Borgfirðinga í Borgarnesi, 1.360. Kf. Skagfirðinga á Sauð- árkróki, 1.456, Kf. Eyfirðinga á Akureyri, 7.567, Kf. Þingeyinga, Húsavík, 1.860, Kf. Héraðsbúa á Egilsstöðum, 1.003, Kf. Árnes- inga á Selfossi, 1.970, Kf. Suðurnesja í Keflavík, 3.248 og Kf. Hafnfirðinga í Hafnarfirði, 2.168. Búvörudeild 619.960 Aukning% 45,6 Sj ávarafurðadeild 1.293.370 49,9 Innflutningsdeild 745.282 55,2 Véladeild 236.207 51,4 Skipadeild 299.987 51,7 Iðnaðardeild 401.774 67,5 Annað 30.456 44,8 Samtals 3.627.036 52,2 Hagnaður 4.1 milljón króna á síðasta ári Samvinnutryggingum Á aðalfundi Samvinnutrygg- inga og Líftryggingafélagsins Andvöku sem haldinn var á Blönduósi kom m.a. fram að hagur félaganna er góður og reksturinn gekk vel á síðasta ári. Hjá Samvinnutryggingum námu iðgjöld ársins 202,9 millj- ónum króna og af heildariðgjöld- um voru iðgjöld frumtrygginga 90,8% og endurtryggingaiðgjöld, innlend og erlend, 9,2%. Iðgjöld ársins jukust um 64,8% í frum- tryggingum en um 105,6% í endurtryggingum. Tjón ársins námu 163,9 milljónum og hækk- uðu um 57,4% frá árinu á undan. Tjónaprósenta miðað við iðgjöld ársins var 80,8%, en miðað við eigin iðgjöld var hún 81,7%, sem sýnir að óvenjumikill hluti tjóna hefur lent á félaginu alfarið. Nettó umboðslaun hækkuðu um 77,4% og skrifstofu- og stjórnun- arkostnaður um 63,3%. Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 51,3% en annar kostnaður um 73,6%. Að frádregnu aðstöðu- gjaldi og kirkjugarðsgjaldi er kostnaðarprósenta 18,6%, eða nokkru lægri en árið áður. Fjöldi starfsmanna var 97 í árslok í 91V2 starfi. Á árinu varð hagnaður af rekstri Brunadeildar, Sjódeildar og Ábyrgðar- og slysadeildar og erlendum endurtryggingum, samtals að fjárhæð 8,2 milljónir. Bifreiðadeild og innlendar endurtryggingar skiluðu hins veg- ar tapi, samtals að upphæð 4,1 milljón. Samtals varð því hagn- aður Samvinnutrygginga á árinu 4,1 milljón króna. Hjá Andvöku námu iðgjöld ársins 3,2 milljónum og hækkuðu um 34,6% á milli ára. Tjón ársins námu 1,6 milljón og jukust um 17,0%. Hagnaður varð af rekstri allra tryggingagreina á árinu, nema af hóplíftryggingum og inn- lendum endurtryggingum og hagnaður af rekstri félagsins varð 906 þús. kr. Aðalfundur Samvinnutrygg- inga ákvað að færa Krabbameins- félagi íslands 100 þús. kr. að gjöf. Einnig samþykkti hann að gefa ungmennasamböndunum f Vestur-Húnavatnssýslu og Aust- ur-Húnavatnssýslu 50 þús. kr. hvoru til starfsemi sinnar. Stjórn tryggingafélaganna er óbreytt, en hana skipa þeir Er- lendur Einarsson formaður, Val- ur Arnþórsson varaformaður, Ingólfur Ólafsson, Ragnar Guð- leifsson, Karvel Ögmundsson og Þórir E. Gunnarsson fulltrúi starfsmanna. Endurskoðendur eru Kolbeinn Jóhannsson og Þór- hallur Björnsson. Góð afkoma hjá 20. júní 1983 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.