Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 10
Jónas Vigfússon, bóndi, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Melgerðis- mela. Greiðlega hefur gengið að fá sjálfboðaliða til starfa á Melgerðismelum. bótasýningavöllinn uppi á melun- um og við aðalvöllinn verður komið upp 5 litlum húsum fyrir gæðingadómara, sem er nýjung hérlendis. Þá verður komið upp hnakkageymslum, húsi fyrir miðasölu og snyrtiaðstaða bætt við tjaldstæðin, svo eitthvað sé nefnt. ® Allt nýtt sem hægt er í fyrrahaust var hafist handa við 300 m hringvöll, með beinum hliðarbrautum þar sem hægt verður að taka til kostanna hjá gæðingunum. Byrjað var á því að rista grasrótina ofan af vallar- stæðinu og skipta um jarðveg. virki á mótssvæðinu á Melgerð- ismelum og Ungmennafélag Saurbæjarhrepps er jafnframt þátttakandi í framkvæmdum. Vinnur félagið nú að gerð gras- vallar fyrir fótfráa knattspyrnu- menn félagsins. Framkvæmdir við Melgerðis- mela hófust 1975. Síðan þá hafa melarnir verið friðaðir fyrir ágangi búfjár að mestu og nú hafa þeir verið friðaðir algerlega. Fyrir vikið hefur gróður á melun- um tekið ótrúlegum framförum, enda hafa hestamenn hjáipað náttúrunni með því að dreifa hús- dýraábúrði og tilbúnum áburði á melana með ótrúlegum árangri á stuttum tíma. verður lokið erum við komnir með það sem þarf til að nota svæðið til útivistar. Það sem eftir er þarf að framkvæma smátt og smátt, t.d. þarf að gróðursetja tré og skjólbelti á svæðinu á næstu árum. Ég spái því, að um flestar helg- ar yfir sumartímann verði eitt- hvað um að vera á Melgerðismel- um. Almenningur getur sótt þangað í útilegur um helgar, ekki síst hestamenn, sem geta riðið fram á Melgerðismela og notað síðan helgarnar til útreiða þaðan, en á Melgerðismelum liggja góðir reiðvegir til allra átta.“ - Nú hafa framkvæmdir verið unnar í sjálfboðaliðavinnu. Hvernig hefur gengið að fá menn „Það er fallegt á Melgerð- ismelum þegar vel viðrar og einhverjir hafa lofað veður- sælustu helgi sumarsins þeg- ar mótið verður haldið. Eg vil ekki lofa neinu, en ég hef tekið eftir því undanfarin ár, að yfirleitt er gott veður á melunum þegar þar eru haldin mót,“ sagði Jónas Vigfússon, verkfræðingur, bóndi og framkvæmdastjori Melgerðismela. „Yfirleitt gott veður á Melgerðismelum“ - Lokaátakið fyrir Fjórðungsmótið er að hefjast Á Melgerðismelum er nú unn- ið að lokaátakinu við að gera svæðið tilbúið undir Fjórðungs- mót norðlenskra hestamanna, sem haldið verður dagana 30. júní til 3. júlí. Unnið er að breyt- ingum í veitingaskálanum; hann verður stækkaður og byggð við hann ný álma fyrir snyrtingar. Um sl. helgi vígði Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðu- nautur nýtt dómarahús við kyn- Forskoðun kynbótahrossa fyrir Fjórdungsmótið tor tram a Melgerðismetum á dögunum. Hér er verið að huga að graðhesti hjá Emi Birgissyni. Moldin var notuð til að útbúa áhorfendabrekkur við kynbóta- völlinn, sem jafnframt skýla vell- inum fyrir norðangjólunni, og þessa dagana er verið að leggja þökurnar yfir þessar tilbúnu brekkur. Jafnframt er unnið að lokafrágangi við hringvöllinn. Ýmsar fleiri framkvæmdir mætti nefna. Unnið er að endur- bótum á girðingum og vatns- veitu, en síðast en ekki síst verð- ur lagður vegur frá þjóðveginum á sýningarsvæðið, sem verður til mikilla bóta. Pá verður settur upp leikvöllur fyrir börnin við veitingaskálann og fleira og fleira mætti nefna. Hestamannafélögin Funi, Léttir og Þráinn eiga mann- ^ Framtíðar- útivistarsvæði „Melgerðismelar verða útivistar- svæði framtíðarinnar í Eyjafirði, það er ég viss um,“ sagði Jónas, en hann hefur átt stærstan þátt í hönnun mannvirkja á Melgerð- ismelum. „Þegar framkvæmdum fyrir mótið um næstu mánaðamót til starfa? „Það hefur gengið framar öll- um vonum. Það hefur nær allt verið gert í sjálfboðaliðavinnu á Melgerðismelum og sáralitla vinnu þurft að kaupa. Við höfum ekki þurft að ganga á eftir fólki til vinnu í sumar, það er frekar að við höfum þurft að halda aftur af því en hitt,“ sagði Jónas Vigfús- son í lok samtalsins. Þegar nýja dómarahúsið á Melgerð- ismelum var vígt þótti sjálfsagt að skála í kampavíni. Hér eru þeir Jón- as Vigfússon og Bjöm Jónsson, stjórnarformaður Melgerðismela, að opna flöskurnar. Um helgina var vigt nytt hus tynr aomara kynbóiahrussa á Meígeruismeium sem Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur, vígði að sjálfsögðu. Af gárungum er húsið nefnt „Kelerí“.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.