Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 13

Dagur - 20.06.1983, Blaðsíða 13
Dux scholae, Ásrún Ýr Kristmundsdóttir, ásamt skólameistara Myndir: KGA. „Yndislegt að vera kominn aftur“ - segir Vilhjálmur Hjálmarsson, 25 ára stúdent júni. Eftir að Vilhjálmur lauk stúdentsprófí hélt hann til Edinborgar og nam þar bygg- ingalist í 5 ár. Síðan hefur hann starfað sem arkitekt. „Ég held að það sé ákaflega lít- ill munur á því að útskrifast nú og var fyrir tuttugu og fimm árum síðan. Þetta er formfastur skóli og mér sýnist að Tryggvi hafi gott vald á honum. Það er ef til vill helst að maður sakni nemenda úr fleiri áttum, þetta er að verða staðbundnari skóli en hann var, því M.A. hefur alltaf leitast við að vera skóli allra landsmanna.“ - Hvernig líst þér á hópinn sem útskrifast í dag? „Ákaflega vel, og ekki síður á eins árs stúdentana sem ég sá í Sjallanum í gær. Hefðin hér er skemmtileg og mjög sterk, senni- lega er hún hvergi sterkari.“ - Ætlarðu að koma hingað á 40 ára stúdentsafmælinu þínu? „Já að sjálfsögðu. Mér sýnast þeir sprækir, 40 ára stúdentarnir sem mæta hér í dag.“ „Það er í fáum orðum sagt yndislegt að vera kominn hing- að aftur,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt sem var í hópi 25 ára stúdenta sem heimsótti Menntaskólann á 17, Viihjólmur Hjálmarsson „Þægileg og góð tilfinning" - segir dux scholae, Ásrún Ýr Kristmundsdóttir Dux scholae varð Asrún Ýr Kristmundsdóttir úr náttúru- fræðideild, með einkunn 8,73. Ásrún er 18 ára gömul og því ári fyrr á ferðinni en venja er. Hún er frá Reykjanesi við ísa- fjarðardjúp, dóttir Kristmund- ar Hannessonar og Steingerðar Steinsdóttur. Hvernig skyldi henni hafa þótt það að fá að vita að hún varð dúx? „Það var alveg stórfurðulegt, eiginlega varð mér hverft við. En þetta er ákaflega þægileg og góð tilfinning.“ - Hvernig hefur þér líkað í skólanum þessi fjögur ár? „Virkilega vel, þetta er góður skóli. Mér finnst ég hafa þroskast mikið á þessum tíma og þegar maður er kominn í sjötta bekk þá sé ég hvað ég var mikið barn þegar ég kom hingað - þó mér þætti það ekki þá.“ - Heldurðu að þú munir sakna skólans? „Já það er víst alveg ábyggi- legt, ég er meira að segja þegar farin að sakna hans.“ - Ertu farin að velta framtíð- inni fyrir þér? „Já, aðeins. Ég er að hugsa um að fara í líffræðinám og ef til vill þaðan í eitthvað sérhæfðara. En það getur svo sem breyst eins og allt annað.“ Stúdentsefnin voru mörg hver alveg bit á hvað plöntumar vora smáar. En margur er knár ’* ' ' ■WsaBníIm 'W&lsŒ* „Þetta er nú skárra en að sitja yfir kennslubókum,“ sagði verðandi nýstúdína og hoppaði sem mest hún mátti á stungu- spaðanum sem lét undan þrýst- ingi og blaðið hvarf í jörðina. Myndarlegum moldarhaus var skóflað til hiiðar og næsta stunga miðuð út. Á eftir kom annar verðandi nýstúdent með væskilslega trjáplöntu sem hann gróðursetti umhyggjusamlega í holunni sem skólasystir hans var nýbúin að stinga. þó tíma til að setjast hjá blaða- manni á þúfu og ræða málin. - Hver er tilgangurinn með þessu skógræktarstarfi? „Hann er fyrst og fremst sá að vekja áhuga nemenda og tengja þá skógræktarstarfi. Þetta er sjálfboðavinna hjá þeim og ef ég á að segja eins og er, þá hef ég orðið var við mun meiri áhuga fyrir þessu hjá nemendum en ég átti von á. Og þeir hafa undrast það nokkuð að t.d. náttúrufræði- kennsla sé ekki meira tengd slíku praktísku starfi en raun ber vitni.“ Það var á hundrað ára afmæli skólans, 1980, að nemendur 6. bekkjar gróðursettu trjáplöntur í Kjarnaskógi en síðan hafa ný- stúdentsefni jafnan gróðursett nokkur þúsund plöntur, nú síð- ustu árin í Þelamörk. Stúdentsefnin voru mörg hver alveg bit á því hvað plönturnar voru ræfilslegar. „Þú mátt hafa það eftir mér að mér sýnist þær vera mun timbraðri en ég hef nokkurn tíma verið, “ sagði Adolf Ingi Erlingsson við blaða- mann. Menntskælingarnir voru sammála um að þetta starf væri til fyrirmyndar og alls ekki frá- bitnir því að koma hingað eftir 10 ár og líta á árangurinn - og jafn- vel fyrr. Blaðamaður hélt til fjalls þang- að sem nokkrir nemendur voru að gróðursetja lerki í hrjóstugri jörð. Það var óneitanlega dálítið undarlegt að sjá haka notaðan fullum fetum við gróðursetningu en þarna í urðinni veitti ekki af. Lerkinu var holað milli steina að því er virtist en svo undarlegt sem það nú er þrífst sú planta hvergi betur. „Ég ætla að vera hérna þegar þið komið eftir 25 ár að skoða árangurinn," sagði Tómas Ingi við stúdentsefnin. „Og þá ætti reyndar að vera óhætt að sleppa ykkur lausum í að grisja skóginn. Og ég ætla líka að vera hérna þegar þið komið eftir 45 ár. Og þá skal ég skála við ykkur.“ Myndir og texti: KGA Þeir notuðu haka fullum fetum við að hola lerkinu í urðina. Efttr tiu ar verða pionturaar vaxnar stúdentunum yfír höfúð. Það voru um 70 verðandi ný- stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri sem voru mættir við Þelamerkurskóla í eindæma góðu veðri í síðustu viku. Tilgangurinn var að gróðursetja svo sem eins og 3.500 trjáplöntur í hlíðinni fyrir ofan. Verkið var unnið undir stjórn þeirra Tómasar Inga Olrich, konrektors MA, sem auk þess er formaður Skógræktarfé- lags Eyjafjarðar og Hallgríms Indriðasonar, framkvæmdastjóra félagsins. Tómas Ingi skondraði um svæðið og sá um að verkið ynnist skipulega. Hann gaf sér Stúdentsefni við skógrækt 20ijúmí:983 - ÐAGUR -13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.