Dagur - 01.07.1983, Qupperneq 3
„Eg var orðinn leiður áað segja
fólki bara hve veikt það væri“
- Rætt við Harry Oldfíeld um sérstæðar lækningar- og rannsóknar meðferðir hans
Það hafa fáar þjóðir á jarð-
kringlunni meiri áhuga á hinu
yfirskilvitlega og einmitt ís-
lendingar og kemur þetta
e.t.v. gleggst fram í þeim
fjölda sem sálarrannsóknarfé-
lögin hafa innan vébanda. En
áhuginn er ekkert frekar bund-
inn við félög, hann er almenn-
ur og flestallir hafa áhuga á
því yfirskilvitlega, hvort sem
það heitir spíritismi eða fljúg-
andi furðuhlutir. Áhugamálin
eru mörg og margvísleg en það
furðulega er að allar hinar
skiptu skoðanir hafa hingað til
rúmast innan eins og sama
félags, Sálarrannsóknarfélags-
ins.
Það er einmitt Sálarrannsókn-
arfélag íslands sem hefur boðið
breska vísindamanninum Harry
Oldfield hingað til lands en Old-
field er þessa dagana staddur hér
á Akureyri í boði Sálarrannsókn-
arfélags Akureyrar. Það sem
Harry Oldfield fæst við fellur að
mörgu leyti undir það yfirskilvit-
lega þar sem menn skilja ekki til
fullnustu enn þann dag í dag
hvað gerist þegar Oldfield beitir
rafritunarskoðunaraðferð sinni
eða raföldudreifibyssu sinni eins
og tæki það sem hann hefur þró-
að hefur verið kallað. En hver er
Harry Oldfield og hver er þessi
tækni hans? Til þess að fá þeirri
spurningu svarað grípum við
niður í grein Geirs Tómassonar,
„Ný aðferð til rannsókna og
lækninga“ sem birtist í vetrar-
hefti Morguns blaði Sálarrann-
sóknarfélagsins 1982:
Kirlianljósmyndun
„Allar götur frá því er rafmagnið
var uppgötvað hafa bæði lærðir
og leikir séð í því eins konar
kraftaverkatæki til ýmissa hluta,
m.a. til lækninga . . „Þegar
Harry Oldfield kom fyrst fram
með rannsóknaraðferð sína, sem
hann kallaði “Electrographic-
scanning method“ (ESM) vakti
hún takmarkaðan áhuga, jafnt
lækna af gamla skólanum og
þeirra er frjálslyndari voru. H.
Oldfield sem að loknu kennara-
námi í líffræði og eðlisfræði starf-
aði um hríð við æðri skóla í
London, fékk áhuga á sérstæðri
ljósmyndatækni - svokallaðri
Kirlianljósmyndun. Aðferð þessi
var fundin upp af rússneskum
rafmagnsverkfræðingi, Kirlian en
hann fékk áhuga á þessu eftir að
hann af tilviljun varð var við ein-
kennilega útgeislun er hönd hans
fór í gegnum hátíðniorkusvið.
Hvers konar orka þetta væri gat
hann ekki skýrt en honum tókst
að útbúa ljósmyndavél sem sýndi
að bæði ólífrænir og lífrænir hlut-
ir gefa frá sér sérstæða útgeislun.
Dularsálfræðingar hafa talið að
hér hafi tekist að ljósmynda hina
svokölluðu áru (blik) sem sjáend-
ur og miðlar segja að umlyki
hluti, málleysingja og menn.“
í grein Geirs Tómassonar í
Morgni er ennfremur greint frá
því að Oldfield hafi starfað mikið
í sambandi við Kirlianljósmynda-
töku og í framhaldi af því hafi
hann látið útbúa ESM-tækin.
Utgeislun líkamans
En gefum nú Harry Oldfield
sjálfum orðið og biðjum hann að
útskýra hvað fyrir honum vakti
þegar hann lét búa þessi tæki til:
- Ég var búinn að vera vís-
indakennari um sjö ára skeið
áður en áhugi minn á Kirlian-
ljósmyndun vaknaði. Eftir að ég
hafði rannsakað þessa útgeislun
í mörg ár þá komst ég að því að
það var hægt að mæla hana á
fleiri vegu en bara með þessari
ljósmyndatækni. Það sem ég fann
út var að með hjálp mjög veiks
rafstraums frá venjulegu sex
volta batteríi þá gat ég látið lík-
amann sveiflast eins og píanó-
streng, segir Oldfield en við þetta
gefur líkaminn frá sér mælanlegt
útstreymi sem mælt er með sér-
stöku tæki. Það sem býr að baki
aðferðar Oldfields er að hei'l-
brigðar frumur og líkamshlutar
gefa frá sér ákveðna svörun en
þar sem eitthvað er að þar er út-
geislunin allt önnur. Með ítrek-
uðum tilraunum hefur Oldfield
jafnframt getað borið saman
þessa útgeislun og tengt tíðni út-
geislunarinnar við ákveðna sjúk-
dóma s.s. krabbamein á byrjun-
arstigi löngu áður en hægt var að
mæla það með öðrum aðferðum.
Krystallar og raföldur
Blaðamaður Dags fékk að reyna
tæki Harrys Oldfields og það sem
kom mest á óvart var hve fyrir-
ferðarlítil þau eru. Allt var inn-
byggt í eina litla tösku, lítið
stærri en ljósmyndatösku.
- Haltu í þetta hérna, sagði
Oldfield og undirritaður greip í
það sem reyndist vera tilrauna-
glas fyllt með ýmiss konar kryst-
öllum en tilraunaglasið var tengt
raftæki Oldfields. Eftir að raf-
straumnum hafði verið hleypt á
var á greinilegan hátt hægt að
finna titring líkamans á eyrna-
sneplunum. Með sérstöku mæli-
tæki mældi Oldfield nú útstreym-
ið og allt reyndist í lagi nema
nokkrir þreytublettir hér og þar.
Þá reyndust handleggirnir dálítið
lúnir og Harry Oldfield gerði nú
merkilega tilraun.
Fyrst spurði hann í hvorum
handleggnum ég væri sterkari og
þar sem ég er rétthentur sagði ég
að það væri sá hægri.
- Já en sá hægri er með verri
útgeislun en sá vinstri, sagði Old-
field og gat þess jafnframt að
þetta kynni að stafa af því að
meira hefði verið á hægri hand-
legginn lagt.
- Réttu nú vinsti; handlegginn
út, sagði Oldfield og haltu hon-
um stífum út frá líkamanum hvað
sem á dynur en ég ætla að reyna
að sveigja hann niður með vísi-
fingrinum. Og það var sama hvað
Oldfield rembdist, handleggur-
inn haggaðist ekki. En nú var
röðin komin að þeim hægri og
sterkari. Sama tilraun endurtekin
en nú átti Oldfield auðvelt með
að beygja handlegginn.
- Við verðum fljótir að laga
þetta, sagði Oldfield og rétti mér
tilraunaglasið og sneri síðan
tökkum á tækinu og undirritaður
fékk fimm mínútna meðferð úr
raföldudreifibyssunni.
Harry Oldfield sýnir hvernig raföldudreifibyssan virkar. Brynjólfur Snorra-
son er „tilraunadýrið" að þessu sinni. Mynd: ESE
Á þessari mynd sést dæmi um Kirlianljósmyndun. Myndin sýnir útgeislun
annars vegar „hvíts“ brauðs og hins vegar grófs heilsubrauðs sem hefur
mikið sterkari útgeislun eða áru. Samsvarandi myndir af höndunum sýna út-
geislun hjá þeim sem snæða hvíta brauðið og svo heilsubrauðið og af mynd-
unum má ráða hve heilsubrauðið er miklu heilsusamlegra. Mynd: ESE
Eftir þetta var tilraunin endur-
tekin og nú gat Oldfield ekki
sveigt handlegginn um senti-
metra, hvað þá meira. Sannar-
lega furðuleg upplifun og
erfitt að útskýra hvað gerðist.
Raföldurnar munu hins vegar
starfa á þann átt að þær hrista
upp í frumum líkamans og gera
þær starfhæfari.
Fundir á Akureyri
Það er varla fyrir leikmenn að
skilja þau rök og vísindi sem
liggja að baki rannsókna Harry
Oldfield en þess má geta að hann
hefur ekki látið sér nægja að
rannsaka bara það sem snýr að
nútímanum heldur hefur hann
aflað sér heimilda um lækningar
í frumstæðum þjóðfélögum og
lækningum fyrr á öldum en það
var einmitt á þann hátt sem Old-
field komst að lækningamætti
krystallanna.
- Það er vel þekkt fyrirbrigði
að fólk í frumstæðum menning-
arsamfélögum hefur notað kryst-
alla og steina í lækningaskyni og
oft hafa þessir steinar og krystall-
ar aðeins verið lagðir að líkaman-
um og viðkomandi hlotið lækn-
ingu. Ég safnaði því að mér
margs konar krystöllum og þegar
rafkrafturinn bætist við þá gefa
þeir frá sér margfaldan kraft. Það
eru auðvitað margir í heimalandi
mínu og víðar sem eru vantrúaðir
á það sem ég er að gera en þeir
eru þó enn fleiri sem hafa áhuga
á þessu og hafa veitt mér marg-
víslegan stuðning. Ég hef unnið
mikið með ýmsum læknum og
vísindamönnum og þetta er
þriðja árið sem tækin eru í
notkun. Ástæðan fyrir því að ég
lét gera þetta tæki sem ég vil
meina að hjálpi fólki er sú að
áður, meðan ég var bara með
greiningartækið, þá var ég alltaf
að segja fólki hvað það var veikt
og ég gat aldrei gert neitt til þess
að hjálpa því, segir Harry Old-
field, en þess má geta að þann
tíma sem hann hefur verið hér á
íslandi hefur hann tekið fjölda
fólks í meðferð, allt upp í fimm-
tán manns á dag og m.a. hefur
verið mikill áhugi hér á Akureyri
fyrir því að komast að hjá
honum.
Harry Oldfield hélt fund í
Borgarbíói sl. laugardag en að-
sókn var þá það mikil að ákveðið
hefur verið að efna til nýs fundar
í Borgarbíói á morgun kl. 14. Þar
mætir Oldfield og útskýrir tækni
sína og Kirlianljósmyndatökunn-
ar og sýnir fjölda mynda máli
sínu til staðfestingar.
- Það sem mér hefur þótt
merkilegast hér á íslandi er áhug-
inn á þessum málum, segir Old-
field að lokum í samtali við
blaðamann Dags. - Hér þarf ekk-
ert að auglýsa. Þetta spyrst svo
hratt út að það er alveg ótrúlegt.
1. júlí 1983 - DAGUR - 3