Dagur - 08.07.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 08.07.1983, Blaðsíða 2
í T lEIGNAMIÐSTÖÐIN'. SKIPAGOTU 1 SIMI 24606 OPIÐ ALLAN DAGINN Dalsgerði: 140 fm raðhus á tveim hæðum. Möguleiki að taka 3ja herb. ibuð i skipti. Laust eftir samkomulagi. Verð kr. 1.600.000. Kotárgerði: 7 herb. einbylishus á tveim hæð- um ásamt 35 fm bílskúr. Frá- gengin lóð. Verð kr. 2.400.000- 2.5 Vanabyggð: 146 endaraðhusaíbúð a þrem pöllum. Snyrtleg eign, laus fljót- lega. Verð kr. 1.650.000. Helgamagrastræti: 170 fm hæð i tvibýlishúsi. Mikið endurnýjuð. Verð kr. 1.750.000. Ránargata: 3ja herb. ibúð á neðri hæð i tví- býlishúsi. Snyrtileg eign. Laus strax. Verð kr. 780.000. Höfðahlíð: 5 herb. hæð ca. 140 fm. Snyrtileg eign. Bílskúrsréttur. Verð kr. 1.550.000. Tjarnarlundur: 3ja herb. íbúð á 3. hæð í svala- blokk. Snyrtileg eign. Laus eftir samkomulagi. Verð kr. 790.000. Hrísalundur: 3ja herb. íbúð i fjölbýlishúsi. Snyrtileg eign. Laus strax. Verð kr. 790.820. Tjarnarlundur: 3ja herb. íbúð i fjölbýlishúsi. Snyrtileg eign. Laus strax. Verð kr. 820.000. Furulundur: 3ja herb. raðhusaibúð ca. 83 fm. Gengið inn af svölum. Falleg eign. Verð kr. 850.000. Dalsgerði: 120 fm raðhúsaibúð á tveim hæðum. Snyrtileg eign. Laus eftir samkomulagi. Verð kr. 1.550.000. Höföahlíð: 140 fm e.h. í tvíbýlishúsi. Bíl- skúrsréttur. Falleg eign. Laus ? eftir samkomuiagi. f Verð kr. 1.600.000. f Borgarhlíð: \ 3ja herb. íbúð í svalablokk. Fal- ' leg eign. Skipti á minni eignum ^ koma til greina. Verð kr. 820.000. Seljahlið: 4ra herb. endaíbúð í raðhúsi ca. 109 fm. Ýmis skipti koma til greina. Verð kr. 1.350.000. Akurgerði: 149 fm raðhúsaíbúð á tveim hæðum. Góð eign á góðum stað. Verð kr. 1.550.000. Sumarbústaður i landi Syðri-Varðgjár, laus strax. Verð kr. 110.000. Smábýli i Aðaldal i S.-Þing. 2 ha land ásamt 140 fm ibuðarhúsi og 160 fm útihusi. Ýmsir möguleikar fyrir iðnaðarmann að skapa sjálf- stæðan rekstur. Verðtilboð óskast. Reykjavík, Austurberg: 4ra herb. ibuð i fjölbýlishúsi ca. 110 fm. Ýmis skipti koma til greina a Akureyri. Verð kr. 1.350.000. Tískuverslun: Tiskuverslun i fullum rekstri á goðum stað i bænum. Uppl. á skrifstofunni. Verðtilboð Dalvík, Hafnarbraut: 6 herb. rúmgott einbýlishus á tveim hæðum, ásamt viðbygg- ingu og tvöföldum bilskur ca. 90 fm, skipti á eign i Reykjavik æskileg. Verðtilboð Sölustjori: ? Björn Kristjánsson. ; Heimasími: 21776. Lögmaður: ; Ólafur Birgir Árnason. '< Á söluskrá: Helgamagrastræti: 6-7 herb. einbýlishús, hæð og jarðhæð, alls 260 fm, skipti á 4-5 herb. raðhúsi koma til greina. Melgerði: 5 herb. parhús á tveimur hæðum ca. 135 fm og kjallari, skipti á 3ja herb. íbúð. Langamýri: 5 herb. 135 fm ein- býlishús, hæð og ris og geymslur í kjallara. Þingvallastræti: 3ja herb. endi í tvíbýlishúsi.allt sér, hentugtsem orlofsíbúð. Langamýri: 4ra herb. 118 fm neðri hæð í tvíbýlishúsi, nýir skápar og eldhúsinnrétting. Víðilundur: 2ja herb. mjög góð íbúð á 2. hæð ca. 65 fm vönduð íbúð. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð ca. 56 fm á efstu hæð. Skarðshlíð: Tvær 3ja herb. íbúðir á 1. og 3. hæð. Miðholt: 5 herb. ca. 110 fm ein- býlishús með innbyggðum bíl- skúr nú innréttað sem 2ja herb. íbúð og auk þess geymslur f. efri hæð. Höfðahltð: 5 herb. efri hæð 146 fm, allt sér. Rúmgóð íbúð í góðu standi, skipti á 3-4ra herb. íbúð. Grundargata: 5 herb. íbúð á tveimur hæðum ca. 120 fm. Skipti á 4ra herb. íbúð. Brekkusíða: Fokhelt einbýlis- hús, hæð og ris. Hægt að taka íbúð upp í. Vantar eignir á söluskrá. ÁsmundurS. Jóhannsson lögfræðlngur a Brekkugótu a Faste/gnasa/a Brekkugötu 1, Akureyri, fyrirspurn svaraðí síma 21721. Sölum: Ólafur Þ. Ármannsson, við kl. 17-19 virka daga, heimasími 24207. A söluskrá: Grundargata: 5-6 herb. fbúð í tvíbýlf. Mlkið endur- bætt. Skiptl á 4ra herb. ibúð æsklleg. Hafnarstræti: 1. hæð I timburhúsi, 5 herb. ca. 100 fm. Gæti hentað sem verslunar- piáss. Lerkilundur: 5 herb. einbýlishús 130 fm. Fokheld- ur bllskúr. Eignin er ekki alveg fullgerð. Seljahlíð: 4ra herb. raðhús á einnl hæð ca. 90 fm. Laust fljótlega. Tjarnarlundur: 2ja herb. ibúð í fjölbýlishúsí, rúm- lega 50 fm. Laus fljótlega. Steinahlíð: 4-5 herb. ibúð á tvelmur hæðum ca. 120 fm. Ekki fullgerð. Furulundur: 3ja herb. Ibúð ca. 78 fm á efri hæð. Ástand gott. Hrísalundur: 3ja herb. íbúð ca. 80 fm. Laus strax. Dalsgerði: 5 herb. raðhús á tveim hæðum ca. 120 fm. Hugsanlegt að taka 3Ja herb. Ibúð I skiptum. MSHIGNA& mmmhZSSZ NORÐURLANDS O Amaro-húsinu II. hæð. Síminner 25566. Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjóri Pétur Jósefsson. Er við á skrífstofunni alla virka daga kl. 16,30-18,30. Kvöld- og helgarsími: 24485. Ertu með á stuttbuxum? Ef einhver vissi af hverju svipað- ar safnplötur verða mjög svo mis- munandi skemmtilegar við áheyrn þá myndi sá hinn sami verða ráðinn á stundinni í vinnu hjá Steinum hf. eða Fálkanum. Þetta með mismunandi skemmtilegheitin finnst mér sannast áþreifanlega á nýjustu safnplötunum Á stuttbuxum frá Steinum hf. og Ertu með? frá Spor hf., dótturfyrirtæki Steina. Sú fyrrnefnda finnst mér hrút- leiðinleg en sú síðarnefnda finnst mér hinn ágætasti gripur og ég hef m.a.s. gengið úr skugga um að hún er vel boðleg í samkvæm- um. STUTTBUXUM Ýmsir - Á stuttbuxum Steinar Báðar plöturnar eiga það samt sammerkt að þær hafa að geyma vinsælustu lögin sem Steinar hf. höfðu á sínum snærum er ákveð- ið var að gefa plöturnar út og lagavalið er í sjálfu sér ekkert svo ósvipað. (Lögin á Ertu með? samt ívið nýrri). Ýmsir - Ertu með? Spor Ekki nenni ég að þylja upp lög- in á plötunum hér og það er alltaf jafn ómögulegt að skrifa um safn- plötur. En önnur er betri en hin - það er lóðið... P.S. Mér finnst umslagið utan um A stuttbuxum samt mikið sölulegra en það sem hylur Ertu með? Það finnst mér álíka dapur- legt og innihaldið Á stuttbuxum. Ertu með? ESE Skrúfíð allt í botn Iron Maiden - Piece of mind Ef gengið væri til atkvæða- greiðslu um vinsælustu erlendu hljómsveitina hér á landi þyrfti engum að koma á óvart þó breska hljómsveitin Iron Maiden yrði þar ofarlega á blaði. Það er vissulega ekki oflof að segja að Iron Maiden sé í dag sú sveit (ásamt hinum óviðjafnan- legu ÁC/DC) sem er í farar- broddi þungarokksins eða báru- járnsrokksins í dag. Allt frá fyrstu plötunni sem ein- faldlega nefndist Iron Maiden, hefur hljómsveitin verið að styrkja stöðu sína og plötur eins og Killers og The number of the Beast hafa selst grimmt hérlendis sem erlendis. Nýja platan, Piece of mind, eða Biti af heila, virðist þar ekki ætla að vera nein undan- tekning og þessi plata er í raun það „heitasta" sem fram hefur komið á „heavy metal-línunni“ í fjarveru AC/DC. Iron Maiden er ákaflega þétt og skemmtileg sveit og nýi trommarinn, Nicko McBrain, sem kom úr Trust virðist ekki ætla að verða neinn eftirbátur fyrirrennara síns. Þá er Bruce Dickinson orðinn einn allra besti söngvarinn á þessari línu - en það er samt sem áður oflof þegar honum, Iron Maiden og Piece of mind er jafnað við Ian Gillan, Deep Purple og hina frábæru en síungu plötu In rock. Hóf er best í öllu og víst er að Iron Maiden er orðið hörkuband. Mikið leiðist mér samt biblíu- og umvöndun- arruglið sem læðist í þá af og til á hverri plötu. Á þessum „heila- bita“ vitna þeir á umslagi í hina einu sönnu bók og ritningarorð sem hljóma eitthvað á þá leið að Guð þurrki tárin úr augunum og dauði, grátur og gnístran tanna séu rekin á brott. Engin þörf sé heldur á heilabúum og í kringum þetta rugl spinna Iron Maiden íagavef sinn. Jeminn eini! Svona lagað geng- ur bara ekki á bárujárnslínunni og eina ráðið sem ég get gefið fólki er hreinlega að kýla allt í botn og gefa vöttunum lausan tauminn. Varið ykkur bara á ná- grönnunum. Það er ekki víst að þeir hafi ennþá uppgötvað Iron Maiden. Skyldi Davíð annars hafa heyrt lagið Flight of the Icarus? ☆ Til hamingju PQ með afmælið DCI Mike Oldfield - Crises Það er full ástæða til að óska Mike Oldfield hjartanlega til hamingju með þessa nýju plötu sem gefin er út á tíu ára útgáfuaf- mæli hinnar frábæru plötu hans, Tubular Bells, en sú plata varð einmitt til þess að vekja athygli á Mike Oldfield sem tónlistar- manni. Nýja platan, Crises, sýnir svo ekki verður um villst að menn verða ennþá að reikna með Mike Oldfield. Á þeim tíu árum sem liðin eru frá útgáfu Tubular Bells, hefur Mike Oldfield verið frekar ósannfærandi að mínum dómi og ætli megi ekki orða það sem svo að hann hafi mest allan þennan tíma staðið í skugga meistara- verksins. Oldfield hefur hingað til ekki tekist nægilega vel upp á þeim plötum sem fylgt hafa í kjölfarið en á Crises sýnir hann sannkallaða meistaratakta og Crises er hiklaust sú plata sem komið hefur mest á óvart á þessu ári. Fyrri hlið plötunnar hefur að geyma verkið Crises en það er í þessum gamla góða Mike „Tubular Bells“ Oldfield-stfl og að sjálfsögðu leikur Oldfield á nær öll hljóðfærin. Hlið tvö hefur að geyma marg- ar perlur og minnir mig satt að segja á allt frá Fairport Conven- tion til King Crimson. Oldfield hefur fengið söngvarana Jon Anderson (Yes), Roger Chapman (Family, Streetwalkers og RC and the Shortlists) og Maggie Reilly og það er sú síðastnefnda sem stelur senunni og syngur eins og engill í lögunum Moonlight Shadow og Foreign Affair sem jafnframt eru bestu lög plötunn- ar. Jon garmurinn Anderson fer hins vegar ákaflega í taugarnar á mér með sinni sérstæðu rödd en gamli rokkarinn Roger Chapman á ágætan leik. Vel á minnst. Eitt lag á þessari hlið minnir mig líka á A1 Di Meola en það er lagið Tarus 3, þar sem Simon Philips fer á kostum á Tama-trommur, fingrasmelli o.fl. Til hamingju með afmælið og plötuna Oldfield. ESE Ganúar myndir Hér í Helgar-Degi munu á næstunni birtast myndir úr ljósmynda- plötusafni Hallgríms Einarssonar og sona hans sem nú er unnið að „copyeringu" á. Allar þessar myndir eru ónafngreindar í safninu og viljum við heita á Akureyringa og aðra þá sem telja sig þekkja myndirnar að klippa þær úr blaðinu og senda, ásamt nöfnum, til Pedromyndir, Hafnar- stræti 98, eða láta frá sér heyra með öðrum hætti. Þá viljum við benda á að „album“ með myndum úr safninu liggur frammi í Amtsbókasafninu hér í bæ. Væri vel þegið ef bæjarbúar, einkum þeir eldri, vildu líta þar inn og sjá hvort þeir þekkja þessar myndir og ef svo væri að skrifa nöfnin í „blokkir" sem þar munu einn- ig verða. Minjasafnið á Akureyri. Myndin er af: 2 - DAGUR - 8. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.