Dagur - 08.07.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 08.07.1983, Blaðsíða 3
„Vonum bara að þaö blási byrlega6 6 — Rætt við Baldvin Valdemarsson um Opna Akureyrarmótið í siglingum Þaö verður mikið að gera hjá siglingamönnum á Pollinum okk- ar um næstu helgi því þá fer fram Opna Akureyrarmótið í sigling- um. Því var ekki úr vegi að hafa tal áf einum aðal forsprakkanum í þessari íþrótt á Akureyri, Bald- vini Valdemarssyni, og spyrja hann nánar út í þetta. - Við köllum þetta Opna Ak- ureyrarmótið og er það jafnframt íslandsmót. Það verður keppt í opnum flokki, þ.e.a.s. það verð- ur ekkert raðað eftir stærðum bátanna heldur keppa allir í sama flokki og síðan er reiknað út frá forgjöf sem á að koma jafnt niður á keppendur. Baldvin sagði okkur líka að það yrði keppt í svokölluðum ol- ympíuhring. Þá er siglt í kringum þrjár baujur og væri misjafnt hversu margir hringir yrðu sigldir því það væri ákveðið eftir þeim vindstyrk sem yrði mótsdagana. „Ef vindur er góður þá siglum við 3 hringi en ef hann blæs ekki byr- lega þá siglum við aðeins einn hring,“ sagði Baldvin. - En hvaðan eru svo keppend- ur á þessu móti? „Þeir koma frá Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og svo héðan frá Akureyri, það verða nálægt 25 keppendur og þar af allir sterkustu siglinga- menn landsins." - Hvað eru margir í þessu hér á Akureyri? „Það eru um 10 manns sem eru virkir keppnismenn en þeir sem sigla eru nálægt 70 og svo eru það vélbátaeigendur þar fyrir utan sem eru í félagi með okkur,“ sagði Baldvin Valdemarsson að lokum. Islandsmótið fer fram laugar- dag og sunnudag á Akureyrar- polli. Útboð Vistheimilið Sólborg Akureyri óskar eftir til- boðum í að byggja stækkun vinnustofunnar að Hrísalundi 1b Akureyri. Stækkunin er 308 m2 og er óskað eftir tilboðum í að gera húsið fokhelt. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Hauks Haraldssonar sf. Kaupangi v. Mýrarveg gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Sólborgar þriðjudaginn 19. júlí 1983 kl. 11.00. Teiknistofa Hauks Haraldssonar sf. Vikuna 10.-17. júlí verður Komið og bragðið Pítu með: Kjúklingabragði Buff Stroganoffbragði Tacobragði Blönduðu sjávarréttabragði Aðeins kr. 55 pr. stk. Ath. einnig hentugt fyrir heimilin að taka heim og hita upp í bökunarofninum. 20% afsláttur á öllu jógúrti og jarðaberjaskyri frá Mjólkursamlagi KEA. Notið tækifærið og kynnist góðum vörum á góðu verði. Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400 8. júlí 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.