Dagur - 22.07.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 22.07.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 A MANUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ABYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTjANSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐARKRÓKI) OG PORKELL BJÓRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Eyðendur auðlinda eða varðveitendur í upphafi Laxdæla sögu segir frá orðaskiptum hins roskna höfðingja, Ketils flatnefs og sona hans, Björns hins austræna og Helga bjólu úti í Noregi á landnámsöld. Öllum þremur ægði ríkis- afskiptastefna kerfiskallsins, Haralds hárfagra, og yngri mennirnir virðast hafa verið eindregnir frjálshyggjumenn eins og vel þekktir eru nú á tímum. Þeir vildu til íslands fara, sögðu þar land- kosti góða og þurfti ekki fé að kaupa, kölluðu vera hvalrétt mikinn og laxveiðar en fiskastöð öllum misserum. Ketill svarar: „í þá veiðistöð kem ég aldrei á gamals aldri." Þegar skoðuð eru í svipsýn samskipti okkar ís- lendinga í ellefu aldir við auðlindir lands og sjávar, virðast hugmyndir þeirra feðga um veiði- stöðina hafa verið furðu lífseigar allt til okkar daga. Almennt er gengið út frá því, að frá land- námi fram á síðustu áratugi hafi þrifist hér bændasamfélag. Það er ekki nema hálfur sann- leikur, ef miðað er við ræktunarbúskap ná- grannaþjóða. Að flestu leyti komu forfeður okkar fram við landið og auðlindir þess fremur sem veiðimenn en bændur. Tekið var það, sem til náðist, uns skógurinn var eyddur og landið urið til auðnar. Þá varð að leita á nýjan stað til bú- setu. Nú síðustu áratugina hefur bjargræði þjóðar- innar og blómleg lífskjör ekki komið frá búskap heldur sjávarútvegi. Þar á sjónarmið veiði- mennskunnar enn betur við, enda hefur það alfarið ráðið gerðum okkar til þessa. „Lengi tek- ur sjórinn við,“ er gamalt orðtak, sem í munni okkar, þegna íslenska veiðimannaþjóðfélagsins nú á tímum, gæti orðið: „Lengi gefur sjórinn af sér." Það gat gilt, meðan sótt var á litlum fleyt- um með ófullkomin veiðarfæri. En sé slíkur hugsunarháttur studdur nútíma fiskiskipaflota og hinni allt-sjáandi og öllu-náandi veiðitækni hans, stenst hvorki við víðátta sjávarins né mergð fisksins. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Hrun norsk-íslenska síldarstofnsins er hið sígilda dæmi, sem verið hefur einskonar siðferðisgrundvöllur fiskifræðinga, þegar þeir kynna lélegt ástand loðnustofnsins og birta svartar skýrslur um þorskinn. Því miður hafa vísindi fiskifræðinga ekki enn þróast til ströngustu nákvæmni raunvísindanna svo að efasemdarmenn geta bent þar á einstaka misfellur. Engu að síður höfum við ekki afsökun vanþekkingarinnar eins og forfeður okkar, sem eyddu hálfu gróðurlendi landsins. Fullljóst ætti að vera, að ekki verður lengur framhaldið á braut veiðimennskunnar. Jarðarhnötturinn er takmarkaður heimur og gæði þau, sem hann geymir. En mörg þeirra endurnýjast, sé ekki of nærri þeim gengið. Við höfum tryggt yfirráð okkar yfir einni slíkri auð- lind, fiskistofnunum hér við land. Ef við ætlum að tryggja sjálfum okkur og afkomendum fram- tíð með efnalegu sjálfstæði næstu áratugina verðum við að koma fram sem varðveitendur auðlinda, ekki eyðendur. Spurningin er ekki um vit og kunnáttu, heldur vilja. Hann er allt sem þarf, til að gera það sem er rétt og nauðsynlegt. G.G. Ferðasaga Húsavfloir- Qölskyldu Þaö var í lok júnímánaöar að t'jöiskyldan pakkaöi niður dóti í snarhasti, tróö því í skottiö á bílnum og lagöi af staö í sumar- frí. Fcröinni var heitið í orlofs- hústaö í Borgarfirði. Áöur en lengra er haldið er kannski rétt að það komi fram að bifreið undirritaðs er trúlega ekki af bestu gerð, heldur ekki af dýr- ustu gerð. Fyrir vikið hefur hún verið kvillagjörn og lasburða á stundum. En þar sem ég hef aldrei litið á blikkbeljur seni stöðutákn, heldur tæki til þess að flytja fólk á milli staða, hefur mér verið slétt sama þótt áðurnefnt tæki sé ekki með öllu gallalaust. En áfram með söguna. Fjöl- skyldan er sem sagt á leið í sumarfrí og afslöppun í Borgar- fjörð. Allt gengur að óskum fyrst í stað og öll stjórntæki bifreiðar- innar starfa samkvæmt áætlun, ef undan er skilið heldur hvimleitt ískur sem kemur frá hraðamælis- snúrunni. Samfara þessu torkenni- lega ískri tók nú hraðamælirinn að sýna hinn ótrúlegasta hraða, hraða sem hver bifreiöaspyrnu- meistarinn getur verið full stoltur af. En þar sem ég veit að ökutæki mitt getur aldrei náð þvílíkum ógnarhraða var ekki um að villast að mælirinn var orðinn snarvit- laus. En áfram brunar bifreiðin og þegar hraðamælirinn sýnir 180 km hraða í holóttum og stórgrýtt- um veginum í Öxnadal og ískrið komiö í algleyming, datt öku- manni það snjallræði í hug að taka mælinn úr sambandi. Linnti þá ólátum þessum og næstu mín- útur eru viðburðasnauðar. Í1 og væl Rétt í þann mund er ökumaður og farþegar eru að jafna sig eftir þetta ógeðfellda ískur, og öku- tækið er á móts við fæðingarstað listaskáldsins góða, gaus allt í einu upp reykjarmökkur mikill sem byrgði mjög á útsýn öku- manns. Farartækið var stöðvað í snarhasti og athugul augu öku- manns sáu strax hvað reyk þess- um olli. Sem sagt, snúruspotti frá útvarpinu hafði á heldur ósmekklegan hátt brunnið í sundur. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins og skemmdir urðu óverulegar, utan við að ekk- ert heyrðist í útvarpinu. En áfram var haldið og bar ekkert framar til tíðinda þar til í Borg- arfjörð var komið. Það er að segja ef undan er skilið eitthvert íl eða væl sem kom einhvers stað- ar á leiðinni og virtist heldur fær- ast í aukana. Næm eyru ökumanns og rök- föst hugsun töldu væl þetta koma frá bremsunum. í sumarbústað- inn komum við síðla dags. Þar hreiðruðum við þægilega um okkur og leið svo þessi fyrsti dag- ur í ró og spekt. Næstu daga vor- um við á stöðugri ferð um Borg- arfjörð. Farið var í sund að Varmalandi, gengið á Grábrók, veitt í Ffreðavatni o.s.frv. í einni Varmalandsferðinni brá svo við að nýtt óhljóð virtist allt í einu vera komið í ökutækið. Það líkt- ist ekkert hljóðinu í hraðamælin- um né ýlfrinu í bremsunum. Nei, þarna var um að ræða eitthvert torkennilegt hljóð sem ég taldi mig aldrei hafa heyrt áður. Ég hótaði því með sjálfum mér að þegar sundferðinni væri lokið færi ég beint niður í Borgarnes og léti líta á bifreiðina. Mitt í þess- um hugrenningum mínum hnipp- ir konan í mig og segir með vonskulegri rödd: „Hvað er þetta maður, ætlarðu ekki að hleypa lögreglunni framúr.“ Mér varð litið í baksýnisspegilinn og sé þá hvar lögreglubíll með deplandi ljós og sírenu í gangi er kominn fast á hæla okkar. Bremsuborðar og startari Auðvitað hleypti ég laganna vörðum framúr og hrósaði happi yfir því að væl þetta átti ekki upptök sfn í mínum bíl. Þrátt fyrir það stóð ég við fyrirheit mín og fór með ökutækið á verkstæði í Borgarnesi, strax að aflokinni sundferð. Ég var þá búinn að fá lúmskan grun um að bremsu- borðarnir væru búnir að lifa sitt fegursta. Það kom líka á daginn. Þegar þeir á verkstæðinu höfðu tjakkað bílinn upp og snúið hjól- unum var kveðinn upp dómur. Bremsuborðarnir voru löngu uppétnir og brýna nauðsyn bar til að setja tafarlaust nýja borða í. Við fólum bifreiðina þvt í hendur verkstæðismönnum og röltum um hinn fallega og hrein- lega stað, Borgarnes. Skoðuðum m.a. safnahús þeirra og dvöldum í góðu yfirlæti hjá kunningjum okkar sem búa í kauptúninu. Um kvöldið fórum við svo að huga að bifreiðinni. Þá var búið að setja nýja bremsuborða í hana en þar með var ekki öll sagan sögð. „Við þurftum að ýta bílnum inn á verkstæðið, hann vildi ekki í gang,“ sagði verkstæðiseigand- inn. „Getur verið að startarinn standi eitthvað á sér.“ Já, ég taldi það ekki útilokað, annað eins hafði nú komið fyrir. En þrátt fyrir endurteknar tilraunir mínar tókst mér ekki að fá startarann til þess að ræsa ökutækið í gang. Þótt klukkan væri orðin margt og í raun búið að loka verkstæð- inu voru verkstæðismenn allir af vilja gerðir til hjálpar í þessum þrengingum mínum. Þeir sögðu mér að fara aftur heim til kunn- ingja minna meðan þeir reyndu að koma einhverju viti í startar- ann. En ekki var dvölin þar lengi. Ég var rétt byrjaður að súpa á kaffinu þegar síminn hringdi. Þá hafði komið í ljós að startara- fjandinn var brotinn og ekkert hægt að gera þar sem bifreiðin var jú ekki af algengustu gerð. Sem sagt, enginn startari finnan- legur í gjörvöllum Borgarfirði sem passaði í bílinn. Þar sem mál höfðu þróast á svo dapurlegan máta var ekki um annað að ræða en að konan og krakkarnir urðu að taka að sér hlutverk startarans og ýta ökutækinu í gang. Það gerðu þau líka með stakri þolin- mæði og æðruleysi. Enda eins gott því við áttum eftir að fara suður til Reykjavíkur og austur undir Eyjafjöll að heimsækja kunningja okkar sem eru nýfluttir í þá fögru sveit. Eftir þá dvöl var fyrri hluta ferðarinnar lokið og hófst nú heimferðin sem ekki var með öllu tíðindalaus. Lagt var af stað frá Eyjafjöllum í ausandi rigningu og ekið sem leið lá til Norðurlandsins. Á180 km hraða 4 - DAGUR - 22. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.