Dagur - 22.07.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 22.07.1983, Blaðsíða 12
Ðautinn - Smiðjan augiýsa: Afgreiðum heita og kalda veislurétti á Bauta frá kl. 9.00-23.30 alla daga. Smiöjan er opin alla daga í hádeginu og frá kl. 18.30 á kvöldin. • • ^ __ Oskuhaugarnir á Olafsflroi: ,,Til skammar „Umgengni er örugglega ekki verri hér í Ólafsfirði en annars staðar, enda hafa ferðamenn sem hér hafa átt leið um sagt við mig að þeim þyki Ólafs- fjörður snyrtilegur bær,“ sagði Jörgína Ölafsdóttir, sem er formaður fegrunarnefndar staðarins. í nefndinni, sem hélt fund ný- lega, var samþykkt að senda bréf til vinnuveitenda og fleiri þess efnis að hvetja þá til að hreinsa í kringum hús og vinnustaði. Hægt væri að tengja þessa hreinsun unglingavinnu í bænum. „Við eigum eitt mál sem alltaf kemur upp á fundum hjá okkur en það eru öskuhaugarnir sem eru staðsettir við innkeyrsluna í bæinn. Þeir eru hreint og beint til skammar og verður að finna lausn á því máli. Pað er lfka nauðsynlegt að koma upp aðstöðu fyrir ferða- menn sem gista í tjöldum. Að- staða fyrir þá er engin, en það er verið að vinna að því máli,“ sagði Jörgína Ólafsdóttir í lok samtals- ins. Farandsalar þurfa leyfi hjá fógeta - Veit ekki til þess að slík leyfí hafí verið veitt, segir Sigurður Eiríksson, hjá Bæjarfógetanum á Akureyri „Það er augljóst að þeir sem stunda slíka farandsölu þurfa leyfi yfirvalda á hverjum stað til sölu í heimahúsum. En ég kannast ekki við að sótt hafi verið um slík leyfi til embættis- ins,“ sagði Sigurður Eiríksson, fulltrúi hjá bæjartogetanum á Akureyri, er blaðið spurðist fyrir um þetta mál. Samkvæmt tilkynningu frá Kaupfélagi Eyfirðinga og Kaup- mannafélagi Akureyrar um þetta í blaðinu í dag segir að slík sala sé óheimil samkvæmt lögum. Ennfremur eru íbúar Akureyrar og nágrennis beðnir að láta lög- regluyfirvöld vita ef þeir verða varir við slíka sölu við húsdyr heimila sinna. „Það má segja að þessi sölu- mennska sé alger plága í bænum. Við erum einungis að verja okkar hagsmuni og okkar fólks,“ sagði Birkir Skarphéðinsson formaður kaupmannasamtakanna á Akur- eyri, „það er augljóst mál.“ Konur jafíiþung- ar og karlar Jafnréttisráð hefur haft útgáfu nýs fréttabréfs sem ætlað er að flytja fréttir af starfi ráðsins og Veður hjá ykkur fyrir norðan yfir helgina,“ sagði Knútur vinur okkar Knútsen, veðurfræð- ingur, í morgun. „Þið fáið hægviðri með suð-vestanátt en það verða ekki eins miklir hitar og að undanförnu en þrátt fyrir það verður sæmi- lega hlýtt. Það má segja að þið fáið sólskin með köflum,“ sagði Knútur. „En það verð- ur áfram vætutíð hér fyrir sunnan,“ sagði hann einnig og við sendum samúðar- kveðjur. málum sem tengjast jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna á ein- hvern hátt, sgeir í fréttatil- kynningu frá ráðinu. Jafnréttisráð vill ennfremur vekja athygli á nýju merki sem ráðið hefur látið hanna fyrir sig. Hönnuður merkisins er Brian Pilkington, teiknari, og sýnir merkið karl og konu á jafnvæg- isvog. Riffil- málið upplýst Lögreglan á Húsavík hefur upp- lýst hver skyldi riffilinn og hvít- vínsflöskuna eftir skammt frá sumarbúðunum að Ástjörn i Kelduhverfi. Mun þarna hafa verið um að ræða ungan mann, tengdan eig- anda riffilsins og mun ungi maðurinn hafa tekið skotvopnið ófrjálsri hendi. Hvað hann ætlaði hins vegar að gera við það á þeim stað sem það fannst hefur ekki komið fram en maðurinn var ölv- aður. í gær var kveikt á nýju umferðarljósunum í miðbæ Akureyrar. Hér ganga nokkrir af ráðamönnum í umferðarmálum bæjarins yfir götu á splunku- nýjum grænum kalli. Fremstir eru þeir Gunnar Jóhannsson og Guðmundur Guðlaugsson, verkfræðingar bæjarins, aftar má kenna Elías Elíasson, fó- geta, Gísla Ólafsson, fyrrv. yfirlögregluþjón, Bjarna Jóhannsson, leigubil- stjóra og Þórodd Jóhannsson, ökukennara. Mynd: KGA Akureyrartogarámir: í efstu sætum „Það er ekkert sem kemur okkur á óvart í sambandi við þetta, við erum alltaf á toppnum og getum þakkað það góðu fólki og góðum skipum,“ sagði Gísli Konráðs- son hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa er blaðið hafði sam- band við hann vegna skýrslu sem komin er út og sýnir afla og aflaverðmæti íslenska tog- araflotans. í þeirri skýrslu kemur fram að Akureyrartog- ararnir fjórir eru í 2. til 5. sæti hvað aflaverðmæti snertir. Guðbjörg ÍS er í fyrsta sæti með verðmæti upp á 15 millj. 273 þúsund, Svalbakur er í öðru sæti með 14 millj. 903 þúsund, Harð- bakur í þriðja sæti með 14 millj. 856 þúsund, Kaldbakur er í fjórða sæti með 13 millj. 585 þús- und og Sléttbakur í fimmta sæti með 13 millj. 292 þúsund. Skip- stjóri á Svalbak er Kristján Hall- dórsson. Útburðarmálið: „Aldrei upplifað annað einsu ✓ - sagði lögfræðingur Olafs Rafns um vinnubrögð fógetafulltma „Ég hef aldrei á ævinni upplif- að þetta fyrr en í dag,“ sagði Gissur Kristjánssón, lögmaður Ólafs Rafns Jónssonar, þegar fulltrúi bæjarfógeta, Sigurður Eiríksson, hafði hafnað beiðni hans um gagnaöflun og vitna- leiðslur því til sönnunar að birting Hæstaréttardómsins hafi verið ólögmæt. Gissur sagði að það væri furðulegt að Sigurður hefði kveöið upp þennan úrskurð áður en hann hefði skoðað gögn þau og greinargerð sem lögð var til grundvallar beiðninni. Synjun- in verður kærð til Hæstaréttar. Eg athugaði gögnin þegar þau voru lögð fram í upphafi réttar- haldsins," sagði Sigurður Eiríks- son. „Þannig að mér var fullkom- lega ljóst hvað þarna var á ferð- inni. Ég einfaldlega þurfti ekki lengri tíma.“ Réttur var settur klukkan eitt í gær og þá lagði lögmaður gerð- arþola fram greinargerð og gögn því til sönnunar að birting Hæsta- réttardómsins hafi verið ólög- mæt. Ástæðuna fyrir því að birt- ingin hafi ekki verið lögmæt, kvað lögmaðurinn vera þá að samkvæmt blaðafregnum og ljósmyndum sem segja frá því er dómurinn var birtur Ólafi Rafni þann 9. mars síðastliðinn, komi ekki fram að aðrir stefnuvottar en Gísli Ólafsson hafi birt „dóm þann er til grundvallar er lagður í máli þessu“. Samkvæmt lögum ber tveim stefnuvottum að birta dóminn. Gerðarbeiðandi hafði ekkert við þessa beiðni gerðar- þola að athuga. Rétti var þá frestað í hálfa klukkustund til að athuga gögnin sem voru lögð fram og kveða upp úrskurð um hvort orðið yrði við beiðninni. En áður en hléið hófst lét Sigurð- ur Eiríksson þess getið að beiðn- inni yrði synjað. Á þeim forsend- um að það væri ekki í verkahring fógetaréttar að rannsaka þetta mál. Þetta taldi Gissur Kristjáns- son undarleg vinnubrögð hjá full- trúa fógeta. „Útburðarmálið“ er því aftur farið til Hæstaréttar og að sögn manna sem til þekkja er líklegt að Hæstiréttur taki sér mánuð til að kveða upp sinn úrskurð. Ný sending CLINIQUE OG ESTÉE LAUDER snyrtivörum. Einnig fyrir herrann. ☆ Minnum á okkar glæsilega sumarfatnað. Opið á laugardag frá 10-12.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.