Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVALAF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMHBIR , SI6TRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 25. júlí 1983 81. tölublað Norðmenn bjoöa 15-20 m. kr. afslátt af togarasmíði fyrir ÚA: „Brot á öll- um reglum" - segir Gunnar Ragnars hjá Slippstöðinni Þegar tilboð í smíði togara fyrir Útgerðarfélag Akureyr- inga hafa verið samræmd mun tilboð Slippstöðvarinnar vera hagstæðast ásamt tilboði frá norskri skipasmíðastöð. Til- boð frá Japan er lægra en það mun ekki vera inn í myndinni. Norska tilboðið og tilboð Slippstöðvarinnar eru upp á um 160 m. kr. Hins vegar hafa Norð- mennirnir sent Útgerðarfélaginu skeyti þar sem þeir bjóðast til að endurgreiða 15-20 m. kr. á næstu 5 árum eftir að smíði er lokið, samkvæmt heimildum Dags. Mun hér vera ums«tyrk frá norska ríkinu að ræða. „Ég hef ekki fengið þetta stað- fest en það er rétt, við höfum heyrt ávæning af þessu. Ég held að slíkir viðskiptahættir séu brot á öllum reglum sem settar hafa verið um viðskipti sem þessi en við eigum eftir að kanna það nánar," sagði Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri Slippstöðvar- innar í samtali við Dag. Hann tók það jafnframt fram að fjármagns- kostnaður Slippstöðvarinnar væri ekki hærri en norsku stöðvarinn- ar, að utanaðkomandi styrkjum til norsku stöðvarinnar slepptum. „Norsk tilboð eru hagstæð" „Eg vil ekkert um þetta segja á þessu stigi, en saman- burður á tilboðunum verður kynntur á stjórnarfundi í dag," sagði Gísli Konráðs- son, framkvæmdastjóri Út- gerðarfélgas Akureyringa, í samtali við Dag í morgun. - Er rétt að norsk skipasmíða- stöð hafi veitt 15-20 m.kr. afslátt frá tilboði sínu vegna tilkomu ríkisstyrks. „Nei, það er ekki rétt. Ég get þó sagt það að norsku tilboðin eru hagstæð, ekki síst vegna þeitta lánafyrirgreiðslu sem norska ríkið veitir sínum stöðvum," sagði Gísli. - Hver er útkoma Slippstöðv- arinnar eftir samanburð á tilboð- unum? „Það skal ég segja þér eftir fundinn í dag," sagði Gísli Kon- ráðsson. Helgin var stórslysalaus „Það er allt gott að frétta af utanbæjarmenn grunaðir um helginni, hún gekk stórslysalaust fyrir sig hjá okkur," sagði Matt- hías Einarsson, varðstjóri hjá lögreglunni, í samtali við Dag í morgun. Samkvæmt upplýsingum Matt- híasar var ekki mjög mikil umferð. Tveir bæjarbúar voru teknir grunaðir um ölvun við akstur, en helgina áður voru 4 slíkt. 6 manns gistu fangageymsl- ur lögreglunnar. „Þetta hefur verið róleg helgi og nær engin óhöpp í umferðinni, aðeins eitt smá hnoð og ég held að fólk sé farið að spara orkuna, því samkvæmt hraðamælingum um helgina var umferðin hæg og lítið um hraðakstur," sagði Matt- hías Einarsson í lok samtalsins. Allt um íþróttir í opnu Hvað segja konurnar? - bls. 9 Fimleikar í göngugötu. Mynd: KGA Dalvík: Gísli Pálsson ráðinn æskulýös- fulltrúi Bæjarstjórn Dalvíkur hefur samþykkt að ráða Gísla Páls- son frá Akureyri í starf æsku- lýðsfulltrúa. Alls sóttu sex ein- staklingar um starfið. íþrótta- og æskulýðsráð lagði til að Gísli yrði ráðinn, tveir af þrem nefndarmönnum mæltu með honum. Þeir sem sóttu um stöðu æsku- lýðsfulltrúa á Dalvík voru: Ketill Guðmundsson, Akureyri; Val- þór Þorgeirsson, Akureyri; Sól- veig Hjálmarsdóttir, Dalvík; Jó- hann Bjarnason, Dalvík; Guð- björg Þórðardóttir, Reykjavík; og Gísli Pálsson. Eftir miklar umræður mælti íþrótta- og æskulýðsráð með Gísla en einn af þrem nefndar- mönnum, Ólafur Sigurðsson, lét bóka að þó hann vildi síður en svo varpa rýrð á þann sem mælt væri með, teldi hann að gengið væri framhjá hæfum starfsmanni, Sólveigu Hjálmarsdóttur, „sem á mestan heiður af þeirri upp- byggingu unglingastarfs sem átt hefur sér stað undanfarna mán- uði." Á fundi bæjarstjórnar hlaut Gísli 4 af sjö atkvæðum, en Guð- björg Þórðardóttir 3 atkvæði. „HNEYKSLI"? - Fatlaðir telja gengið á sinn hlut við hönnun Síðuskóla Þessa dagana er unnið að jarðvegsskiptum vegna fyrír- hugaðra byggingarfram- kvæmda við Síðuskóla. Þessi skólabygging virðist ætla að verða þó nokkuð hitamál því sanitök fatlaðra á Akur- eyri hafa sitthvað við teikn- ingarnar að skólanum að at- huga og hafa mótmælt þeim harðlega. - Þetta er hreint hneyksli og með þessum teikningum er búið að þverbrjóta öll lög, sagði Valdimar Pétursson, fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar, í samtali við Dag. - Við erum bún- ir að senda inn nýjar teikningar og það verður bætt úr þessum málum, segir Ágúst Berg, húsa- meistari Akureyrar. Hvað sem þessu líður er ljóst að bygginganefnd Akureyrar hef- ur ályktað að þar sem ekki sé gert ráð fyrir snyrtingum fyrir fatlaða í skólanum, í samræmi við ákvæði í byggingareglugerð, þá taki bygginganefnd það fram að ekki verði leyfilegt að taka húsið í notkun fyrr en úr þessu hefur verið bætt. Að öðru leyti samþykkir bygg- inganefnd að framkvæmdum við skólann verði haldið áfram. - Ætlaði að verða veður- fræðingur Ms. 2 • Hvaðsegja bílasalar? - baksiöa Hestamenn bls. 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.