Dagur - 25.07.1983, Page 5

Dagur - 25.07.1983, Page 5
— Spjallað við unga skagfirska hestamenn „Þessi er alveg ofsalega fljótur að hlaupa og hann er sérstaklega góður í start- inu,“ sagði Valgarður Ingi Ragnarsson, sem blaða- maður Dags hitti á förnum vegi í Skagafirði á dögunum. Valgarður Ingi var í reiðtúr ásamt Ólafi Gunnari, bróður sínum. Valgarður er 9 ára en Ólafur 13. ára. Þeir eiga heima í Hátúni í Seiluhreppi. Valgarður Ingi var að tala um hestinn hans Ólafs, sem heitir Stormur, enda er hann „dálítið" viljugur að sögn þeirra bræðra. Hestur Valgarðs heitir Lúkas, en af hverju? „Bara, mér datt þetta nafn í hug og fannst það ágætt,“ svaraði Valgarður. - Er hann góður? „Já, já, það er allur gangur í honum nema skeiðið.“ - Hefur þú dottið af baki? „Bara einu sinni. Það var bara vegna þess að ég gleymdi að setja á hann nasamúlinn." Þeir bræður sögðust fara í reið- túra tvisvar til þrisvar í viku, eftir því hvernig stæði á. En hvernig skyldi Ólafi hafa gengið að tolla á baki? „Ég hef flogið 11 sinnurn," svaraði Ólafur kíminn. „Þetta gerðist nær allt sama daginn þeg- ar ég var í göngunum í fyrra. Þá var ég á Stormi og hafði annan í taumi. Þegar við komum að lækj- um og dýjum stökk Stormur allt- af óhikað yfir en hinn stóð í sömu sporunum. Og ég var ekki alltaf nógu fljótur að sleppa taumnum, þannig að ég pompaði aftur af hestinum. Þannig datt ég oftast," sagði Ólafur og hló við. - Þú hefur ekki meitt þig? „Nei, ég var með hjálm,“ sagði Ólafur og Valgarður Ingi, bróðir hans, bætti við: „Blessaður vertu, það var bara hlegið af honum.“ Dalvík: Bændur Eigum til afgreiðslu strax heyþyrlur sláttuþyrlur sláttuþyrlur heyhieðslu- vagna Véladeild KEA Óseyri 2 - símar 21400 og 22997. LETTIR l AKURCYRlj % Léttisfélagar Hagar télagsins a Kaupangsbökkum veröa smal- aöir þriöjudagskvöldiö 26. júlí og veröa hrossin í réttinni frá kl. 20-22. Húsbyggjendur - Verktakar LOKAÐ vegna sumarleyfa 1.-7. ágúst. MÖL&SANDUR HP. v/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - BD2 AKUREYRI - SÍMI (96)21255 (VIÐ EIGUM SAMLEIÐ Hitaveituvatn í atvinnurekstur „Staðan er í reynd sú að það er ekkert vatn til nota í atvinnu- rekstri sem krefst verulegs magns af vatni,“ sagði Stefán Jón Bjarnason, bæjarstjóri á Bjarnason, bæjarstjóri á Dalvík, en upp komu umræður um möguleika á að nota vatn frá Hitaveitunni til atvinnu- reksturs. Hitaveitunefnd lýsti sig reiðu- búna til athugana á þessu máli, ef óskað væri, t.d. ef fyrir lægju ákveðnar hugmyndir um stærð, staðsetningu eða annað. Ekki væru nein áform um nýtingu af- fallsvatns á vegum veitunnar, þannig að þessar hugmyndir gætu komið til greina. Gjaldtaka yrði að ráðast af magni og kostnaði við að safna vatninu saman. „Ef einhver aðili ætlar sér að fara út í einhverjar framkvæmdir af þessu tagi, verður að taka afstöðu til þess hreinlega að afla meira vatns,“ sagði Stefán Jón. „Slíkt fyrirtæki gæti vart staðist sam- keppni hér við t.d. Hveravelli eða hvert annað svæði sem hefur sjálfrennandi vatn. Þannig að ég held að þetta sé borin von þótt hugmyndin sé ekki svo slæm.“ 2S?júH‘f9ð3 - ÓAÖUR - S

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.