Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 9
Sigurður Gestsson sér um málm- steypuna. - Nú hafiö þið verið að kynna þessa framleiðslu ykkar víða, hvernig hefur henni verið tekið? „Það er óhætt að segja að við- tökurnar séu stórkostlegar, og hvað það varðar er bjart fram- undan hjá okkur. En það er verra með peningamálin því það má segja að þegar við erum búnir að sitja, kannski vikum og mánuð- um saman, og reikna út tölur til að sannfæra peningamennina um ágæti þess sem við erum að gera þá er eins og segir í Gullna hlið- inu eftir Davíð Stefánsson: „Þá komst djöfullinn í spilið . . .“ En það er mikill áhugi hjá okkur en við erum þreyttir." - Hver er þá framtíðin fyrir unga uppfinningamenn? „Hún ætti að vera björt. Það má kannski segja að við séum blankir bjartsýnismenn," segir hinn hressi uppfinningamaður, Níls Gíslason, að lokum Uppnnmngabræðumir Nfls og Davíð. Halldór litli Nflsson er mað- ur uppfinninganna í framtíðinni að sögn föðursins. Snorri Hansson á réttum stað með rafmagnsdótið í kringum sig. Kvennameirihluti Þegar bæjarstjórn Ak- ureyrar kemur saman til fundar í haust munu sex konur og fímm karlar eiga þar sæti sem aðal- bæjarfulltrúar. Mun þetta vera í fyrsta sinn í sveitarstjórn á Islandi, a.m.k. í stærri sveitar- félögum, sem konur eru í meirihluta í stjórn sveitarfélagsins. Það má því segja að Akureyri ríði á vaðið í jafnréttismálunum en þær konur sem koma inn í bæjarstjórnina í haust eru Jórunn Sæmundsdóttir fyrir Alþýðu- flokkinn og Sigríður Stefánsdótt- ir fyrir Alþýðubandalagið. Jór- unn er varamaður Freys Ófeigs- sonar sem heldur utan til náms í haust og Sigríður er varamaður Helga Guðmundssonar sem tek- ur sér frí í vetur frá bæjarstjórn- arstörfunum. Fyrir í bæjarstjórn- inni eru Valgerður Bjarnadóttir (K) sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar, Sigfríður Þor- steinsdóttir (K), Úlfhildur Rögn- valdsdóttir (F) og Margrét Krist- insdóttir (S) en hún kom inn. í bæjarstjórnina í vor fyrir Gísla Jónsson. Dagur hafði samband við eina konu frá hverjum flokki, en þeir eiga allir konu sem fulltrúa í bæjarstjórninni, og voru þær spurðar álits á þessum breyting- um, hvað þær héldu um meiri- hlutasamstarfið og hvort þær teldu að breytingar gætu orðið á stefnuskránni í framhaldi af þess- um nýja „kvennameirihluta" sem myndast hefur í bæjarstjórninni. Svör þeirra fara hér á eftir. - Breytist stefna bæjarstjórnar með tilkomu kvenna- meirihluta? „Fáum að sýna hvað í okkur býr“ - segir Jórunn Sæmundsdóttir Jórunn Sæmundsdóttir (A): - Það er allt í lagi að prófa þetta. Við konurnar höfum lengi haldið því fram að við værum engir eftirbátar karlanna og það er því ánægjulegt að við skulum loks fá að sýna og sanna hvað í okkur býr og það verður svo að koma í ljós hvort við erum „menn“ til að valda þessu verkefni. - Hefur þetta miklar breyting- ar í för með sér fyrir þig að koma inn í bæjarstjórnina? - Það held ég ekki. Ég hef set- ið marga fundi bæjarstjórnar sem varabæjarfulltrúi en það verður vafalaust spennandi að fá að starfa í bæjarráði. Freyr Ófeigs- son hefur setið þar og ég á ekki von á öðru en að ég taki einnig sæti hans þar. - Hvað um meirihlutann og stefnuyfirlýsinguna. Verða breyt- ingar þar á? - Það stórefa ég. - Þið konurnar eruð þá ekkert farnar að bræða saman með ykk- ur nýjan meirihluta? - Nei, alls ekki, þó það gæti verið gaman. ★ „Þetta verður mín aðalatvinna" - segir Sigríður Stefánsdóttir Sigríður Stefánsdóttir (AB). „Mér finnst mjög skemmtilegt að fá að taka þátt í þessum fyrsta kvennameirihluta í bæjarstjórn- inni. Samt hef ég þann fyrirvara á að það skiptir mestu máli fyrir hvaða flokk maður situr í bæjar- stjórn. Ég vona samt að þarna takist gott samstarf." - Þú átt ekki von á að þetta hafi nein áhrif á vinstrimeirihlut- ann? „Ég hef nú ekki gert ráð fyrir því. Þó er of snemmt að segja til um það, það fer eftir því hvernig vinstrimeirihlutanum gengur að starfa áfram saman.“ - Gæti kvennameirihlutinn ekki tekið við af vinstrimeirihlut- anum, heldurðu? „Ég held að konur komi til með að verða ósammála um til dæmis atvinnumál, sem verða ör- ugglega mjög ofarlega á baugi næsta vetur. Þar held ég að konur úr Sjálfstæðisflokki og Alþýðu- bandalagi verði ekki sammála.“ - Hefur það einhverjar breyt- ingar í för með sér fyrir þig að setjast í bæjarstjórn? „Ég lít á þetta sem það mikið starf að þetta verður mín aðal- atvinna utan heimilis næsta vetur og ég kem ekki til með að verða við kennslu.“ ★ „Áfangi að vissu marki“ - segir Margrét Kristinsdóttir Margrét Kristinsdóttir (S): „Ég lít nú fremur á fulltrúana sem einstaklinga heldur en konur og karla. Að sumu leyti hef ég óneitanlega gaman af því að hér skuli verða svona mikill fjöldi kvenna í bæjarstjórn. Þetta er áfangi að vissu marki.“ - Heldurðu að þetta muni hafa einhver áhrif á þann meiri- hluta sem nú situr? „Ég veit ekki hvernig það ætti að verða. Það má vera að konur taki einhvern veginn öðruvísi á málum heldur en karlmenn, en ég finn ekki svo mikinn mun á því.“ - Býstu við að það verði öðru- vísi að starfa með konum heldur en körlum? „Ég geri mér nú ekki alveg grein fyrir því. Konurnar eru yfirleitt óreyndara fólk og þetta gæti orðið að einhverju leyti dá- lítið erfitt. En ég hef síður trú á því að þetta verði öðruvísi." ★ „Konurnar láta verkin tala“ - segir Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Úlfhildur Rögnvaldsdóttir (B): - Ég efast nú um að þetta komi til með að breyta mjög miklu um störf bæjarstjórnarinnar en mér finnst þetta mjög ánægjulegt engu að síður. Við byrjuðum þrjár konurnar í bæjarstjórninni á kjörtímabilinu en verðum nú sex talsins. - Er öðruvísi að vinna með konum en körlum? - Ég verð að viðurkenna að svo er. Konurnar eru ekki eins ræðuglaðar og karlarnir en eigum við ekki að segja að konurnar láti verkin tala. - Hvað með meirihlutann og stefnuyfirlýsinguna? - Þetta breytir engu um það. Meirihlutinn breytist ekki þó að konur komist í meirihluta í bæjarstjórninni hér á Akureyri. Jafnvel þó að þetta sé í fyrsta sinn sem konur ná þeim áfanga að ná varanlegum meirihluta í sveitarstjórn á Islandi. „Við konur tölum sama mál“ - segir Valgerður Bjarnadóttir Valgerður Bjarnadóttir (V): „Mér finnst þetta afskaplega ánægjulegt, að konur skuli nú vera í meirihluta í bæjarstjórn.“ - Þú átt ekki von á að þetta hafi nein áhrif á vinstrimeirihlut- ann? „Nei, í meirihlutasamkomu- laginu er stafur fyrir því að öðru leyti fylgi fulltrúar sínum stefnuskrám. Það hefur komið fyrir þegar konur voru í meiri- hluta í stjórninni, þegar vara- menn hafa setið, að þær hafa ver- ið samþykkar um málefni en haft karlana á móti. Hins vegar von- ast ég til að þessar konur geti sameinast um ýmis mikilvæg kvennamál og fengið þau í gegn.“ - Heldurðu að það verði öðru- vísi að starfa í bæjarstjórninni þegar konur verða komnar í meirihluta? „Já, það verður öðruvísi. Við konurnar tölum sama mál. Við erum enn ekki búnar að tileinka okkur þennan pólitíska þátt sem er hluti af reynsluheimi karla. Þar af leiðandi held ég að við munum ná betur saman en þeir sem þekkja þessa hluti út og inn.“ 25. júlí 1983 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.