Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 3
ÞEIR SKILJA 33 tt EKKI ENNÞA - Segir Valdimar Pétursson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar - Það er búið að íala við þessa menn í biðjandi tón, í föður- legum tón, móðurlegum tón, það er búið að setja iög á þessa menn og reglugerðir en þeir skilja þetta ekki ennþá, sagði Valdimar Pétursson, fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar á Akureyri, er hann var spurður álits á teikningunum að Síðu- skóla. - Ég hef teikningarnar af skólanum hérna fyrir framan mig og það er hvergi gert ráð fyrir snyrtingu fyrir fatlaða, hvorki í kjarna hússins né álmum. Allt tal um að svo sé eru helber ósann- indi nema þá að þeir hafi falið þessar snyrtingar einhvers staðar bak við tjöld. Mín skoðun er sú að með þessum tillöguteikning- um hafi þeir sem teiknuðu og hönnuðu skólann þverbrotið öll Valdimar Pétursson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar. lög og þessar bráðabirgðaráðstaf- anir bæta þar ekkert. Það er hneykslun ef fötluð börn í skól- anum þurfa að fara húsið á enda til að fara á salerni. Það er heldur ekkert hentugri lausn að setja upp einhverja stigalyftu í staðinn fyrir litla lyftu sem yrði litlu dýr- ari eða ódýrari. Það eiga að vera tíu inngangar í skólann og þó að landslagið gefi fyrir sitt leyti til- efni til þess að inngangarnir séu allir af jafnsléttu þá hafa þeir sett tvær og þrjár tröppur við hvern inngang. Þessi skáplön sem þeir tala um eiga líklega að vera hefl- uð tomma sex og til bráðabirgða eins og annað. Það sorglegasta við þetta mál er auðvitað það að þetta er ekk- ert einsdæmi. Vinnubrögð sem þessi tíðkast allt of víða en við erum staðráðin í að gera þetta mál að prófmáli og stöðva þessa vitleysu. Við viljum að farið sé að lögum, sagði Valdimar Péturs- son. Höfum sent inn 99 cc nýjar teikningar - Segir Ágúst Berg, húsameistari Akureyrarbæjar - Viö erum búnir að senda inn nýjar teikningar þar sem gert er ráð fyrir snyrtingum fyrir fatlaða, sagði Agúst Berg, húsameistari Akureyrar, í samtali við Dag er hann var spurður að því af hverju ekki hefði verið farið að lögum við hönnun Síðuskóla. Ágúst sagði að frá upphafi hefði verið ákveðið að snyrtingar skólans, og þ.á m. snyrting sem aðgengileg er fyrir fólk í hjóla- stólum, yrði í miðkjarna Síðu- skóla en sökum fjárskorts hefði verið ákveðið að ráðast fyrst í byggingu annarar af tveim álm- um skólans. í þessari álmu hefði ekki verið gert ráð fyrir snyrting- um fyrir fatlaða en úr þessu hefði nú verið bætt i samræmi við ábendingu byggingarnefndar. Ingimar Friöfinnsson ráðinn húsvörður Iðnskólans Ingimar Friðfinnsson hefur verið ráðinn húsvörður Iðnskólans og Verkmenntaskólans frá 1. ágúst nk. Iðnskólanefnd fjallaði um þessa ráðningu á fundi sínum 27. júní sl. og var nefndin sammála um að mæla með Ingimari í þessa stöðu. Bæjarráð Akureyrar fjallaði síðan um málið fyrir skömmu og þar var ákveðið að ráða Ingimar til starfans. - Nú verða tröppur við alla innganga skólans. Hvernig á fatl- að fólk að komast þar leiðar sinnar? - Það verða skáplön við allar tröppur og alla innganga þannig að fólk í hjólastólum á að komast auðveldlega inn og út úr skólan- um. - Samkvæmt teikningum er ekki gert ráð fyrir lyftu í skólan- um, sem þó er tvær hæðir a.m.k. á sumum stöðum. Er þetta í sam- ræmi við ákvæði byggingarreglu- gerðar? - Það er rétt að það er ekki gert ráð fyrir lyftuhúsi í skólan- um en við hyggjumst leysa það mál á svipaðan hátt og gert hefur verið t.d. í Reykjavík, með sér- stakri stigalyftu. Þessar lyftur eru m.a. framleiddar í Noregi og stigagangurinn er það rúmur að auðvelt ætti að vera að koma svona lyftu fyrir. - Má taka skólann í notkun ef lyfta af þessu tagi verður ekki komin í skólann þegar hann telst „fullbúinn"? - Það verður að vera ákvörð- un bæjaryfirvalda en það er stefnt að því að ljúka þessum fyrsta áfanga Síðuskóla næsta haust, sagði Ágúst Berg. Nú bjóða Flugleiðir 2ja nátta Suðurreisur á sérstöku verði írá öllum áíangastöðum innanlands Hvernig litist þér á að skreppa „suður" og hafa það huggulegt í nokkra daga? Ekkert mál! Flugleiðir bjóða einmitt sérstakar Suðurreisur fyrir fólk eins og þig Dœmi um verð: Frá Akureyri Tveggja nátta poki á 2.750.- krónur. Inniíalið er flug og svo tvœr nœtur og notalegheit á Hótel Esju eða á Hótel Loftleiðum. Miðað er við tvo í herbergi, auðvitað! í pokahorninu geymum við sérstaka samninga við Kynnisferðir sf. um góðan afslátt á verði ákveðinna útsýnisferða, t.d. til Gullíoss og Geysis. Fjögurra nátta pokinn er alveg eins, nema bara lengri og skemmtilegri. Hann kostar aðeins 3.450.- krónur. Láttu nú ekki þurfa að ganga á eítir þér. Smelltu þér í Suðurreisu með Flugleiðum og slakaðu á streitunni íyrir sunnan. Mánari upplýsingar fást hjá söluskrifstofum okkar, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR Gott fólkhjá traustu félagi tRitstjórn Auglýsingar , Afgreiðsla Sími (96) 24222 Það eru margar hindranirnar sem mæta fötluðum. PASSAMYNDIR TILBÚNAR^ QTPDY IJÓSMVNDISTOIlj^ STRAX Ný sending KERRUR, VAGNAR. BAÐBORÐ. FLUGNANET. PLASTÁBREIÐUR. DÝNUR í vöggur og rúm. BARNARÚM. HÓKUS POKUS BARNASTÓLAR. BURÐARRÚM. GÖNGUSTÓLAR. 25. júlí 1983- DAGUR-3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.