Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 12
NYLONHÚÐAÐAR GRJÓTHLÍFAR FRAMAN Á BÍLA. „Hér á Húsavík er næg atvinna“ - segir Bjarni Aöal- geirsson, bæjarstjóri „Hér á Húsavík er alveg bull- andi atvinna og ég man ekki eftir eins mikilli vinnu fyrir unglinga eins og nú,“ sagði Bjarni Aðalgeirsson bæjar- stjóri á Húsavík í stuttu spjalli við blaðið. „Pað er fyrst og fremst mjög góður rækjuafli sem gerir þetta. Pað hefur verið unnið hér á þrískiptum vöktum og tengjum við rækjuvinnsluna unglinga- vinnunni. Þetta er þannig að unglingarnir vinna hluta úr degi hjá bænum. Síðan skipta þau með sér vinnu í rækjunni. Fyrsti hópurinn byrjar kl. 8 á morgnana og vinnur til kl. 1, næsti hópur vinnur frá 1 til kl. 7 og síðasti hópurinn vinnur frá kl. 7 þar til vinnslu lýkur um kl. 23.00 eða 24.00 á kvöldin," sagði Bjarni bæjarstjóri. „Þetta hefur komið mjög vel út og krakkarnir eru ánægðir. Þetta hjálpar mikið því það má búast við að unglingavinnu ljúki fyrr en venjulega hér hjá bænum því fjárhagurinn er ekki beysinn hjá okkur frekar en mörgum öðrum,“ sagði Bjarni Aðalgeirs- son að lokum. „Það verður hlýtt hjá ykkur í dag, en það má búast við því að hann þykkni upp þegar líður á daginn og rigni jafnvel undir kvöldið, en það verður ekki mikið magn,“ sagði Trausti Jónsson, veðurfræðingur, í samtali við blaðið í morgun. Trausti átti von á öllu kaldara veðri á morgun, en síðan hlýn- aði aftur á miðvikudaginn. Hann sagðist búast við sólar- glennum norðanlands næstu daga. Af gömlum vana var veðurfræðingurinn spurður um veðrið fyrir sunnan. „Það er al- skýjað og heldur nöturlegt um að litast. Sennilega fer hann að rigna bráðum og það er útlit fyrir rigningu næstu daga, jafn- vel alla vikuna, sagði Trausti Jónsson. Bjart yfir bílasölum „Menn kaupa aöallega nýlega bíla, þaö er einna mest sala á bíl- um sem kosta þetta í kringum 130 þúsund," sagði bílasali í spjalli við Dag. Það var heldur dekkra hljóðið í kollega hans: „Þetta er nú heldur minna en oft hefur verið á þessum árstíma. Það er hér eins og annars staðar að ástandið í peningamálum er ekki of gott. Fólk er vart um sig og tekur ekki þá áhættu að skulda. Hér áður skánuðu kjörin þegar framboðið var meira, en í dag er því ekki að heilsa, nú situr fólk frekar uppi með sinn bíl og bíður, heldur en að láta hann á afarkjörum.“ „Þetta svartnættiskjaftæði sem alltaf er í blöðunum, það er hvergi nema þar, bflasalan gengur ágætlega og við getum ekki séð annað en að fólk eigi næga peninga,“ sagði bflasali hér í bæ sem Dagur ræddi við. Að sögn viðmælenda Dags er bflasala yfirleitt ágæt en ýmsir voru samt á því að heldur minna af peningum væri á ferðinni en venjulega. Nýir bfl- ar seljast fremur lítið að sögn eins bflasala. „Okkur vantar bíla sem kosta um 100-150 þúsund, í þeim verðflokki er lítið framboð. Það eru þessir bílar sem menn virðast helst ráða við að kaupa,“ sagði bílasali hér í bæ. „Þetta hefur Jú, bcnsíntankurinn er á sínum stað. Þegar kaupa á notaðan bíl er eins gott að athuga vel hvort ekki er allt í sóm- anum. „Ekki til ryð í boddíinu . . .“ Allur er samt varinn góður. Mynd: KGA verið ágætt í sumar og það þýðir lítið að kvarta.“ En þótt eitthvað virðist vera farið að þrengjast um hefur það ekki haft í för með sér að hægt sé að fá bíl á betri kjörum en áður og að sögn eins bílasala er fólk jafnvel tilbúið til að borga meira út í hönd heldur en áður hefur verið. Þá er mikið af sölunni í því formi að menn skipta á bílum og bílasali einn vildi meina að um 80% sölunnar færi þannig fram. Nýir bílar seljast lítið, fengum við að vita í bifreiðaumboði. „Það er mikið spurt og skoðað en það er sáralítið sem kemur út úr því. Það virðist hreinlega enginn geta fjármagnað bílakaup eins og er.“ Póstur og sími kaupir hús fyrir 5.5 m. kr. „Þetta var alveg nauðsynlegt því þetta er vaxandi hverfi og þjónustuna þurfti að bæta,“ sagði Þorgeir H. Þorgeirsson, framkvæmdastjóri hjá Pósti og síma, er hann var spurður um hið nýja hús sem fyrirtækið hefur fest kaup á í Glerár- hverfi. Póstur og sími keypti hús Strengjasteypunnar við Fjölnis- götu sem er vestan Hörgárbraut- ar. Kaupverð hússins er 5,5 millj- ónir króna. Byggingarréttur fylg- ir húsinu upp á 200 m2 sem búið er að fá vilyrði fyrir að megi nýta. „Hugmyndin var,“ sagði Þor- geir, „að gera verulegar endur- bætur á húsnæðinu sem Póstur og sími á við Hjalteyrargötu. En þegar þetta hús bauðst við Fjöln- isgötu, sem er mun betrá, var húsnæðið við Hjalteyrargötu selt Vélsmiðjunni Odda,“ sagði Þor- geir H. Þorgeirsson að lokum. Samkvæmt upplýsingum Þorgeirs er hugmyndin sú að setja upp póstútibú í nýja húsinu við Fjölnisgötu. Enginn vildi eftirsótta lóð - Lóðin sem Bjarni Reykjalín afsalaði sér auglýst enn Engin umsókn barst um lóðina eftirsóttu við Helga-magra- stræti er hún var auglýst að nýju. Umsóknarfresturinn rann út 12. júlí sl. og að sögn Leifs Þorsteinssonar, hjá em- bætti byggingarfulltrúa, verður því að auglýsa þessa umtöluðu lóð í þriðja sinn. Er lóðin var fyrst auglýst bár- ust fjórar umsóknir og mælti bygginganefnd með einum um- sækjandanum. í bæjarstjórn var hins vegar Bjarna Reykjalín út- hlutað lóðinni en í kjölfar um- ræðna sem áttu sér stað á eftir afsalaði Bjarni sér lóðinni. Hún var því auglýst að nýju og áttu menn von á að margir yrðu um hnossið, nokkuð sem hefur al- gjörlega brugðist. # Stressað hjá Pósti og síma Það var heldur betur stressað liðið hjá Pósti og síma í Reykjavík er blaðamaður Dags reyndi að hafa tal af yfirmönnum þar í síðustu viku. Stúlkan á símanum var „öll á iði“ en gaf þó samband við toppana. Þar mætti eng- inn í símann þannig að við- komandi blaðamaður varð að hringja aftur og biðja um for- ingjana. - Svara þeir ekki? Það er líklega best að hafa bara samband við þá í gegn- um Velvakanda, sagði stúlk- an og leitaði þó enn um sinn en gat þess jafnframt að á meðan á þessari leit stæði þá hrúguðust öskureiðir símnotendur upp í skipti- borðinu hjá henni og þeir yrðu ekkert sérlega kátir með að þurfa að bíða. Sem sagt: Skítt með utanbæjarliðið. Það getur hringt endalaust á „ódýra“ taxtanum, bara að innanbæjarmennirnir nái sambandi og flækjan í skipti- borðinu greiðist. Skyldi ann- ars hafa verið „skrifstofufár- viðri“ í Reykjavík umræddan dag? # Ungt fólk og öfugt Fyrir ekki löngu síðan gaf Samband ungra framsóknar- manna út Ktinn pésa þar sem auglýst er rækilega ferð verð- andi stórpólitíkusa íslenskra með Ms. EDDU. í pésanum er að sjálfsögðu að finna allar upplýsingar um fyrirhugaða ferð. Og þar sem þessi pési heitír Fréttabréf SUF, er dálít- III áróður fyrir flokknum lát- inn fylgja með svona i lokin: „Með öðrum orðum, þá erum við sannfærð um að Fram- sóknarflokkurinn eigi erindi við ungt fólk - og öfugt.“ # Slagsmál Sjálfsagt hafið þið öll heyrt um Hafnfirðinginn sem fór til New York. Hann varð fyrir fólskulegri árás. Árásar- mennirnir vildu ná af honum veskinu en Gaflarinn varðíst lengi og vel. Loks varð hann samt að láta undan. Árásar- mennirnir fundu aðeins fimm dollara í veskinu. Þeir spurðu Gaflarann hvers vegna hann hefði lagt svo mikið á sig fyrir ekki meira fé. „Ég helt að þið vilduð ná hundrað dollurun- um sem ég er með í vinstri skónum," svaraði Gaflarinn. # Þrifnaður Svo var það sagan af sköll- ótta Hafnfirðingnum sem sat á bekk í Lystigarðinum á Ak- ureyri ásamt eiginkonu sinni og innfæddum gestgjafa. Allt í einu dritaði ódannaður skógarþröstur beint ofan á skallann á Gaflaranum. Guð minn almátttugur, sagði frúin, ég verð að hlaupa niður f bíl eftir þurrku. Með það var hún horfin en Gaflarinn hall- aði sér að gestgjafa sínum og sagði: „Sú er vitlaus, fuglinn verður löngu farinn áður en hún kemur með þurrkuna."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.