Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 8
Hvað dettur þér fyrst í hug er þú heyrir orðið uppfinninga- maður? Mörgum dettur í hug Edison eða jafnvel Georg gír- lausi úr blöðum Andrésar andar. Alla vega kemur upp í hugann eitthvað sem segir að uppfinningamaður sé sá sem finnúr upp eitthvað sem aðrir hafa ekki Iátið sig dreyma um að væri í mörgum tilfellum hægt að framkvæma. Blaðamaður Dags lagði leið sína á dógunum út að Berghóli í Glæsibæjarhreppi en þar hafa Edisonar og Georgar Eyjafjarðar aðstöðu sína. Á Berghóli hefur fyrirtækið DNG aðsetur sitt en þetta litla fyrirtæki hefur vakið óskipta athygli jafnt lærðra sem leikmanna fyrir nýjustu fram- leiðsluvöru sína sem eru raf- eindabúnar handfæravindur. Pað var Níls Gíslason, upp- finningamaður og einn stofnenda DNG, sem tók á móti blaða- manni er hann renndi í hlaðið á Berghóli í Glæsibæjarhreppi, en það skal tekið fram að það sem venjulegu fólki þykir kannski óskiljanlegt það tala þeir um sem ósköp venjulega hluti þarna á Berghóli. Níls Gíslason var fyrst beðinn um að lýsa þessari handfæra- vindu, sem var nógu einföld að sjá og vann eins og hugur manns þegar gripið var í hana. „Það má segja að þessi vinda sé sjálfvirkari en sjálfvirk þvotta- vél, hún gerir nánast allt sem mannshöndin hefur venjulega gert,“ segir Nils og hann heldur áfram. „Á vindunni er aðeins eitt handfang og er það mikið ný- næmi því á sambærilegum vind- um erlendum eru allt upp í 13 takkar. Vindan vinnur í stórum dráttum þannig að slóðinn er lát- inn útbyrðis og sér rúllan um að láta hann síga til botns. Þegar sakkan er komin í botninn dregur vindan sjálf færið upp um 4 metra og lætur síga um 3 metra og þannig keipar hún sjálf þar til fiskur bítur á, þá dregur vindan sjálfkrafa upp færið. Vindan sér einnig um að ekki flækist á vindu- hjólinu. En þess utan er hægt að velja um fjölda afbrigða út frá þessu, t.d. að vindan hífi ekki inn fyrr en tiltekinn þungi er kominn á færið, á hvaða dýpi á að veiða og fleira sem öllu er stjórnað með þessu eina handfangi." - Einhvern tíma hefur þetta tekið? „Við erum búnir að vera við Sigurður Jónasson við tengingar í einni vindunni. Myndir og texti: GEJ Starfsmenn DNG fyrir utan verkstæðið. H Bi MB ■ H wBBBm mm ^BbMI^ ^flflflfl^ BBB . ^BBWBB BBI Bfli BH ■■ hi bjartsýnismenn“ - Dagur í heimsókn hjá uppfinningarmönnunum á Berghóli Afrakstur 4ra ára efriðis, færavindan góða og uppfinningabræðumir Davíð og Níls Gíslasynir. þennan undirbúning í ein 4-5 ár, þ.e.a.s. Davíð, bróðir minn, fað- ir okkar Gísli og ég.“ - Nú eruð þið farnir út í fjöldaframleiðslu? „Það var ekki um annað að ræða,“ segir Níls. „Við fórum út í það vegna þess að ekki náðist samkomulag við þá aðila sem líklegir voru til samstarfs og Iíka að við vildum láta vinna eftir okkar aðferðum.“ - Hefur þá kostnaðurinn ekki farið fram úr öllum áætlunum? „Það má segja það. Við þurft- um að smíða margar vélar og verkfæri sem við notum við fram- leiðsluna, svo sem áibræðslupott og ýmislegt fleira.“ - Hvernig gekk að smíða þau verkfæri og vélar sem til þurftu? „Það gekk eins og annað,“ seg- ir Níls. „Við leituðum ráða hjá ýmsum aðilum sem tóku okkur yfirleitt mjög vel og get ég í því sambandi nefnt Álverið í Straumsvík sem var okkur mjög innan handar við allt sem laut að álbræðslu. Þeir voru að vísu van- trúaðir í byrjun á að okkur tækist að gera það sem við vildum en þegar við sýndum þeim það sem við vorum að gera þá leist þeim vel á það, enda hefur þessi bræðsluvél, sem jafnframt er málmpressa, staðið sig með sóma,“ segir Níls. „Við steyptum húsið utan um færavinduna í þessari málm- pressu og þegar við erum að vinna við þessa vél með þetta góðum árangri koma upp í hugan ýmsar hugmyndir um hluti sem hægt væri að vinna hér á landi og eru annars fluttir inn en ég má ekki nefna neitt því það er leynd- armál,“ segir Níls og glottir. Meðan Níls gengur með blaða- manni um verkstæðið og útskýrir fyrir honum leyndardóma upp- finninganna, þar sem sjá má ým- Snorrí, Davíö oe Hörður Geirsson lesa grein blaðamanns. .Nfls vid neimasmiouðu álbræðslu- i og álsteypuvélina. islegt sem notað er í framleiðsl- una, þá vaknar spurningin hvort ekki sé fleira í framleiðslu? „Jú, við erum að framleiða fleira fyrir utan að við erum alltaf að hugsa, við erum komnir með á markað tæki sem á að geta valdið byltingu í rafmagnsnotkun í landinu. Þetta tæki köllum við aflstýri og segir nafnið mikið í sambandi við tækið. Það má segja að við íslendingar þurfum að byggja helmingi stærri virkj- anir en hægt væri að komast af með. Það kemur til af því hversu miklir álagstoppar myndast á vissum tímum. Við höfum smíð- að tæki sem getur stjórnað því að álagstoppar fari ekki upp fyrir fyrirfram ákveðið hámark, án þess að skerða notkun rafmagns- tækja sem þurfa að vera í sam- bandi, stundum mörg í einu. Ég skal nefna þér dæmi,“ segir Níls. „Bændum er gert að greiða viss- an fjölda kílówattstunda á ári, en ef svo illa vill til að álagstoppur myndist þá greiða þeir þá raforku miklu hærra verði. Þetta tæki sem við höfum smíðað gerir það að verkum að þessir toppar myndast ekki og það rafmagn sem keypt er nýtist til fullnustu." 8 - ÖAGUR -:26. >júliii1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.