Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 2
á Ólafsfirði í hvernig veðri líður þér best? Sesselja Pálsdóttir: - Sól, mér líður best í sól. Kolbrún Jónsdóttir: - Er maður ekki alltaf ánægð- astur í sól? Gunnólfur Árnason: - Allavega í sólskini, rigning og þoka er leiðinleg. Birkir Gunnlaugsson: - Sól, en snjórinn er stundum ágætur. „Ætlaði að verða veðurfræðingur“ - segir Eiríkur Sveinsson, liáls-, nef- og eyrnalæknir „Ég er hálfgerður safngripur, því ég hef átt heima á tveimur söfnum hér í bæ, fyrir utan að ég flutti með foreldrum inínum víða um bæinn er ég var strákur,“ segir Eiríkur Sveins- son, háls-, nef- og eyrnalækn- ir, í stuttu spjalli sem blaða- maður átti við hann fyrir stuttu. „Prátt fyrir að ég telji mig Ak- ureyring þá er ég nú fæddur aust- ur á Neskaupstað árið 1934, nán- ar tiltekið 12. nóvember. Ég var ekki lengi á Neskaupstað því ég flutti með foreldrum mínum til Akureyrar er ég var tæpra fjög- urra ára. Það var þá sem þessir flutningar byrjuðu fyrir alvöru því við fluttum oft á stuttum tíma. Fyrst áttum við heima á Sigurhæðum, síðan í gamla Út- vegsbankanum, á Kotá, í Kirkju- hvoli, sem nú er minjasafn, í gömlu sambyggingunni í Gránu- félagsgötu, þar til við fluttum í Eyrarveg 9, þar sem ég ólst síðan upp frá 8 ára aldri.“ - Foreldrar þínir? „Foreldrar mínir eru Svein- björg Eiríksdóttir, sem fædd var í Sandvíkurseli í Norðfjarðar- hreppi. Hún var skaftfellskrar ættar, Eiríksdóttir, Runólfs- sonar, Sveinssonar frá Efri-Ey í Meðallandi. Faðir minn var Sveinn Þorsteinsson, Sveins- sonar, Sveinssonar, Tómas- sonar, bónda að Hóli í Höfða- hverfi. Föðurætt mín er samt úr Þing- eyjarsýslu og Höfðahverfi, en móðurættin úr Vestur-Skafta- fellssýslu. Þannig að tveir sterkir stofnar þeir mynda einn ennþá sterkari,“ segir Eiríkur og hlær. - Hvað með skólagönguna? „Úr Eyrarveginum gekk ég í Barnaskóla íslands í 6 ár. Eftir fullnaðarpróf úr barnaskólanum fór ég beint í inntökupróf í Menntaskólann 12 ára gamall. Ég náði þar inngöngu og sat í Menntaskólanum í 6 ár, eins og í barnaskólanum. Ég útskrifaðist síðan frá Menntaskólanum 1953, átján ára gamall, og of ungur.“ - Af hverju of ungur? „Maður var bara ekki þrosk- aður. Það hefði verið æskilegt að vera svona tveimur árum eldri. Þetta var nú ekki mjög algengt að nemendur útskrifuðust svona ungir. Þó var þetta alltaf að koma fyrir stöku sinnum. Skólabræður mínir, sem útskrifuðust um leið og ég, voru allt upp í 6 árum eldri en ég. Menntaskólaárin voru algjör draumur enda var þarna allt fullt af góðum mönnum sem nú má segja að séu máttarstólpar þjóð- félagsins. Það má nefna nöfn eins og Flosa Ólafsson, sem var dálít- ið brokkgengur í skóla og Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, er skólabróðir minn. Svo er fjöldi af góðum mönnum sem ekki hafa verið skráðir ennþá, en hafa stað- ið vel fyrir sínu.“ - Halda gömlu skólafélagarnir hópinn? „Já, við gerum það,“ segir Ei- ríkur. „Við hittumst alltaf á 5 ára fresti nema á stærri skólahátíðum þá höldum við upp á það hér fyrir norðan. Já, menntaskólaárin voru stórkostleg. Þá fórum við í Útgarð, sem var skíðaskáli sem skólinn átti. Það voru stórkost- legar ferðir, fyrir utan alla skemmtilegu og góðu kennarana sem við höfðum, Þórarin Björnsson, Brynleif Tóbíasson og góðu og gömlu nútímakennar- arnir eins og Gísli Jónsson, Jón Árni og Aðalsteinn Sigurðsson, sem voru allir í sérflokki,“ segir Eiríkur og hellir sér í minning- arnar. - Það var ekki fyrr en 1957 að ;itthvað fór að ganga er ég dreif mig í íþróttakennaraskólann og ætlaði mér að verða íþrótta- kennari. En þegar ég var búinn með þann skóla kom einhver fjárinn í mig. Ég vildi halda áfram að læra og lét innrita mig í læknisfræði í Háskólann. Þaðan kláraði ég læknisfræðina 1965 í febrúar. Síðan kom ég hingað til Akureyrar og var hér kandi- datsárið. 1966 sigldi ég síðan til Svíþjóðar með „familien" og fór í sérnám og kláraði það um ára- mót 1970-1971. Ég byrjaði hér á sjúkrahúsinu 1971, að vísu á handlækningadeild, og var þar í 5 ár og stundaði háls-, nef- og eyrnadeild. FSA, sem var stofn- uð í ágúst 1976. Síðan hef ég ver- ið eini starfsmaður deildarinnar.“ - En konan sem fór með þér til Svíþjóðar og víðar, hver er hún? „Konan mín er Rannveig Ingv- arsdóttir, ísfirðingur í húð og hár, hjúkrunarkona og við eigum 5 börn.“ - Hefur Eiríkur Sveinsson og fjölskylda tíma til að sinna tóm- stundum? „Ég er einn af þeim mönnum sem get aldrei verið kyrr, og verð að hafa eitthvað fyrir stafni. Á sumrin dunda ég hérna úti í lóðinni hjá mér og ég hef ákaf- lega mikinn áhuga á trjá- og skógrækt. Svo spila ég goíf, auk þess að vera búinn að vera með veiðidellu frá 1969. Á vetrum stunda ég skíðaíþróttir grimmt og skallabolta, enda passar hann vel fyrir mig,“ segir Eiríkur og strýkur höfuðið með glettnisbros á vör. Og með þessu glettnisbrosi kveðjum við Eirík Sveinsson, háls-, nef- og eyrnalækni og þökkum kærlega fyrir spjallið. Takk fyrir RUVAK Útvarpshlustandi í Reykjavík hringdi: Ég hringi til ykkar til að biðja ykkur að koma á framfæri þakk- læti fyrir það útvarpsefni sem kemur frá Ríkisútvarpinu á Ak- ureyri. í heild finnst mér sem þessir þættir séu betri hlutinn af dagskránni, því nær undantekn- ingalaust eru norðanþættirnir vel unnir og áhugaverðir. Ég hækka í tækinu þegar ég heyri stefið að norðan. Ég veit ekki hvers vegna, en einhvern veginn hef ég það á til- finningunni, að sumir starfsmenn Ríkisútvarpsins við Skúlagötu séu ekki sáttir við tilvist RÚVAK. Þetta kom berlega í ljós sl. sunnudag en þá höfðu sunnanmenn ekki haft sinnu á að nálgast segulbandsspólu með „Sporbrautinni", þætti Ólafs Torfasonar og Arnar Inga, en spólan var á afgreiðslu Flugleiða. Hún var því ekki til staðar á Skúlagötunni þegar þátturinn átti að byrja. Á meðan verið var að leita að þættinum lék Pétur Pét- ursson lög af hljómplötum. Þess á milli lét hann fjúka allskyns at- hugasemdir um „þá þarna fyrir norðan". Þeim fylgdi enginn hlý- hugur frá þulnum til RÚVAK, að því er heyrt varð. Ég hafði alla vega á tilfinningunni að Pétri þyki starfsemin „þarna fyrii norðan“ algjör óþarfi og tímasó- un. Þetta virðingarleysi starfs- manna Ríkisútvarpsins við Skúlagötu fyrir Akureyrar- útvarpinu hefur komið fram áður. Lengi vel fékk þulur Akur- eyrarútvarpsins til dæmis ekki að vera í friði með kynningar og af- kynningar, því þulur við Skúla- götu hafði ekki tíma til að bíða. Þess í stað var sí og æ skrúfað niður í Akureyrarþulunum í miðri setningu. Nei, heimaríkir þulir við Skúlagötu hafa ekki efni á að agnúast út í Akureyrarútvarpið. Það hefur þegar sannað tilveru- rétt sinn og fyrir minn smekk eru þættirnir þaðan betri og áheyri- legri heldur en margt af því sem kemur beint frá Skúlagötunni. 2-DAGUR-25. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.