Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 25.07.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG ÞORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Er orkuiðnaður lausnin Nú um skeið hefur verið í gangi nokkur um- ræða um orkuiðnað hérlendis. Nú er það svo að öll opin umræða um þjóðmál er af hinu góða, ef mál eru skoðuð frá öllum hliðum og vegin og metin með hliðsjón af ríkjandi að- stæðum. Hins vegar er ekki langt frá því að í þessari umræðu gæti nokkurrar múgsefjunar þar sem orkuiðnaður sé lausnarorð sem allan vanda leysi. Skoðum þetta aðeins nánar: 1. Forsenda orkufreks iðnaðar hlýtur að vera sú að við fáum viðunandi verð fyrir ork- una. Orkan er jú sú auðlind sem við erum að koma í verð. Ekki virðist líklegt, að orkukaup- endur standi í biðröðum við dyrnar hjá okkur þegar lönd sem liggja nær aðalmarkaðssvæð- um afurða orkuiðnaðar bjóða nú orku á meira en helmingi lægra verði en við teljum okkur þurfa að fá. 2. Hvert starf í orkuiðnaði krefst það mikill- ar fjárfestingar (30 sinnum meira en í almenn- um iðnaði) að íslendingar hljóta að fara var- lega í þessum efnum ef þeir vilja ekki eiga oí mikið undir erlendum lánadrottnum og auð- hringum og stofna þannig efnahagslegu sjálfstæði sínu í hættu. 3. Það er ljóst, að þó að ráðist verði í allar þær stórvirkjanir sem nú eru á prjónunum og sú orka, sem frá þeim kemur og ekki fer til almennra nota, verði notuð til orkuiðnaðar, að þá munu þau iðjuver ekki veita nema litlum hluta þeirra sem koma út á vinnumarkaðinn á umræddum tíma atvinnu. 4. Þá verður ekki horft framhjá því að orku- iðnaði fylgir undantekningarlítið mengun. Að vísu hefur mengunarvörnum fleygt fram á síðustu árum, en engu að síður væri það sjálfsblekking að halda fram að til séu meng- unarlaus fyrirtæki á borð við álver. Þess vegna verður öll ákvörðunartaka að byggjast á undangenginni umhverfisrannsókn. Ef við lítum okkur nær þá má ekki undir nokkrum kringumstæðum stofna jafn varanlegri nátt- úruauðsuppsprettu og Eyjafjarðarsvæðinu í hættu vegna hverfulla stundarhagsmuna. Með þetta í huga ætti að vera ljóst að orku- sala og orkuiðnaður getur aldrei orðið neinn töfrasproti í íslensku atvinnulífi. En ef haldið verður á þessum málum með gætni og skyn- semi þá geta þessar greinar rennt stoð undir atvinnulíf okkar og þar er vissulega þörf meiri fjölbreytni en nú er. Eftir sem áður hlýtur grunnurinn að íslensku atvinnulífi að vera hinar hefðbundnu atvinnugreinar með vaxt- arbroddinn í almennum iðnaði, sem byggi eftir föngum á íslenskum aðföngum og fyrst og fremst á íslenskum dugnaði og íslensku hugviti. J.G.S. „HITAVEITAN STENDUR ,VEL UNDIR SER“ - Rætt við Víglund Þorsteinsson, veitu- stjóra á Húsavík Víglundur Þorsteinsson, veitustjóri á Húsavík. Víglundur Þorsteinsson heitir hann og þótt Eyfirðingur sé að uppruna, frá Blómsturvöllum í Glæsibæjarhreppi, er hann fyrir löngu orðinn Húsvíking- ur. Hann kom hér 1962, lærði rafvirkjun, og fór síðan til Noregs, þar sem hann var í tækniskóla í þrjú ár og útskrif- aðist sem tæknifræðingur í fag- inu. Síðan hefur hann unnið hjá RARIK og Landsvirkjun og núna nýlega kom það í hans hlut að veita forstöðu einni ódýrustu hitaveitu landsins, Hitaveitu Húsavíkur. Jafn- framt því er hann líka rafveitu- og vatnsveitustjóri. Sem sagt, allsherjar veitustjóri. „Já, það var gerð skipulags- breyting á rekstri allra veitnanna. Áður voru þessi embætti í hönd- um nokkurra aðila, en eru sem sagt komnar undir eina stjórn nú.“ - Þrátt fyrir að hitaveitan sé svo ódýr sem raun ber vitni, skilar hún samt tekjuafgangi til bæjarsjóðs. Hvernig má það vera? „Það er rétt, hitaveitan stendur bærilega undir sér. Ætli það sé ekki fyrst og fremst vegna þess að það er ódýrt að sækja vatnið, það er sjálfrennandi. Flestar hitaveit- ur landsins þurfa að kosta tölu- verðu fé til þess að dæla því upp úr holunum. Nú, svo er ekki því að neita að við vorum með þessa framkvæmd á mjög góðum tíma, en hitaveitan er lögð árið 1970.“ - Hverjar eru helstu fram- kvæmdir hitaveitunnar? „Þær eru aðallega í nýlögnum og viðhaldi eldri lagna. Vatn það sem við fáum frá Hveravöllum kemur úr einni borholu, auk tveggja hvera sem síðan tengjast inn á sameiginlega æð. Nú er bærinn orðinn það stór að þetta vatn er að verða of lítið. Það ger- ir ekki mikið betur en að endast út veturinn. Næsta vor eru því fyrirhugaðar framkvæmdir við aðra borholu. Sú framkvæmd mun trúlega endast okkur um all- nokkur ár.“ - Hve mikið vatn er það sem hitaveitan fær frá Hveravöllum? „Það er um 70 sekúndulítrar, þar af 44 úr holunni." - Sumar hitaveitur hafa átt í vandræðum með vatnið vegna mikils súrefnis sem tærir ofna. Hefur borið á því hér? „Nei, við erum blessunarlega lausir við það. Vatnið hér er mjög gott og tæringarvandamál þekkjum við ekki.“ - Hvað vinna margir hjá veit- unum? „Fastráðnir starfsmenn eru sjö, en á sumrin eru þeir fleiri. í sumar vinna hér ellefu menn. - Eru bæjarbúar skilvísir við veiturnar sínar? „Já, mjög svo. Ef fyrir kemur að menn trassa fram úr hófi greiðslur, er ekki um annað að ræða en loka fyrir hjá viðkom- andi aðila. Það gerist ekki oft, má heita undantekning ef svo er.“ - Nú kemur fyrir að hitaveitur eða vatnsleiðsla bilar, eða þá að rafmagnskapall fer í sundur. Ég mynnist þess að sl. aðfangadags- kvöld sá ég hóp manna frá ykkur bjástra niður í skurði á sama tíma sem fólk var að koma heim frá aftansöng. „Já, svona lagað er nokkuð sem við megum alltaf eiga von á, óhöppin gera jú sjaldnast boð á undan sér. Úr því að þú nefnir þetta ákveðna dæmi þá var það svo að klukkan að ganga sex á aðfangadagskvöld fengum við þau dapurlegu tíðindi að raf- magnslaust væri á Reykjaheið- arveginum. Það var því ekki um neitt annað að ræða fyrir okkur en að gera við þá bilun, sem átt hafði sér stað. Ekki var hægt að láta fólkið hýrast í myrkri á sjálf- um jólunum. Þess vegna varð það hlutskipti okkar að reyna að tendra jólaljósin á ný. Auðvitað tókst okkur það en kostaði það að við fengum ekki jólamatinn, sem var í seilingar fjarlægð þegár óhappið varð, fyrr en að ganga ellefu þetta aðfangadagskvöld.“ Ólafsfirðingar vilja aðgerðir í umhverfismálum: FALLEGRI BÆR Náttúruverndarnefnd Ólafsfjarð- ar hefur sent bæjarstjórn Olafs- fjarðar umsögn um nokkra staði í bænum og utan hans, þar sem framkvæmdir eru í gangi sem tengdar eru mannvirkjagerð eða efnistöku. Er m. a. átt við stað sem notaður er til efnistöku sem nýtt hefur verið til hafnargerðar. Einnig hefur verið bent á ýmis- legt fleira sem betur mætti fara, svo sem slæman frágang við Austurveg. „Því miður virðist nefndin litlu fá áorkað af því sem hún vill láta færa til betri vegar. Þótt hún sjái lítinn árangur verka sinna mun hún áfram leitast við að rækja hlutverk sitt samkvæmt 3. gr. reglugerðar um náttúruvernd," segir í skýrslu frá nefndinni. Sorphaugar Olafsfirðinga eru ekki til augnayndis við innkeyrsluna í bæinn. 4 - DAGUR - 25. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.